Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 68

Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 68
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fiskur hættir ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta rekstri Fisks 2000 á Blönduósi en hópur manna hef- ur frá áramótum kannað mögu- leika á áframhaldandi rekstri. Að sögn Kristjáns Þórs Gunnarssonar, eins eiganda Fisks 2000, er nokkuð síðan starfseminni var hætt og starfsmönnum sagt upp störf- um. Síðast var unnið í húsinu í desember sl. en þar unnu að meðaltali milli 25 og 30 manns við að flaka kola. Fyrirtækið tók til starfa árið 1996 í sam- vinnu við Hollendinga. „Það samstarf gekk ekki upp,“ sagði Kristján. Hann sagði ekki úti- lokað að reksturinn hæfist á ný, hann hefði heyrt að einhverjir hefðu lýst áhuga á að taka upp rekstur að nýju. 420 kr. fyrir kg af slægðri ýsu VERÐ á ýsu á fiskmörkuðum er nú hærra en nokkru sinni, þar sem lítið framboð er af henni um þessar mundir vegna sjómannaverkfallsins. I gær var sett enn eitt metið á Fisk- markaði Snæfellsness, þar sem dragnótabáturinn Steinunn SH-167 fékk 420 krónur fyrir kílóið af stórri ..gslægðri ýsu. Birgir Guðmundsson, Tisksali í Sæbjörgu, kveðst hættur að kaupa ýsu meðan verðið er svo hátt, þar sem hann gerir ekki ráð fyrir að neytendur vilji kaupa hana dýru verði. I fiskborði Hagkaups í Kringlunni er heldur lítið af fiski og hefur verð á ýsu, lúðu og steinbít hækkað til muna. Auk þess sem Steinunn seldi stóra slægða ýsu á 420 krónur í gær seldi línubáturinn Snorri afi IS-519 stóra óslægða ýsu á 300 krónur kíló- ið. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskmarkaði Snæfellsness hefur verð á ýsu aldrei farið svo hátt á hérlendum fiskmarkaði. Þá var verð á þorski einnig mjög hátt og fór .óslægður blandaður línufiskur á 129 krónur kílóið og óslægður blandað- ur stór þorskur á 145 krónur kílóið. „Við getum ekkert keypt í dag því við getum ekki selt á þessu verði,“ sagði Birgir Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrir utan það að framboðið er heldur lítið bendir hann á að markaðurinn er- lendis, t.d. í Bandaríkjunum, sé orð- inn mjög sterkur og kaupi allan besta fiskinn á því verði sem upp er sett. Kílóið af ýsuflökum, sem lengi vel kostaði 498 krónur í Hagkaup, er nú — ý.omið upp í 698 krónur en að sögn Páls Inga Magnússonar, deildar- stjóra matvöru í Hagkaup í Kringl- unni, hefur það til skamms tíma ver- ið 555 krónur eða frá því að fram- boðið fór að minnka fyrr í vetur. Þá kostar kílóið af stórlúðu nú 998 krónur í stað 799 króna áður og kíló- ið af steinbít 498 krónur í stað 398 fcróna áður. Verð á öðrum fiski hef- ur lítið breyst, að sögn Páls. Liðið ár var fyrsta tapárið í sögu Islenskra sjávarafurða Flutningur kostaði um 400 millj. ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. voru reknar með 310 milljóna króna tapi á síðasta ári, samkvæmt sam- stæðureikningi. Er það 470 milljón- um kr. verri afkoma en árið 1996 þegar hagnaður nam 160 milljónum. Gert er ráð fyrir því að reksturinn nái jafnvægi á ný í ár og að 150 milljóna króna hagnaður verði af honum. Tapið á rekstri Islenskra sjávar- afurða hf. skýrist meðal annars af kostnaði við lokun eldri fiskrétta- verksmiðju Iceland Seafood í Bandaríkjunum og opnun nýrrar á öðrum stað. Auk verulegs rekstrar- taps verksmiðjunnar hefur á síð- ustu tveimur árum verið gjaldfærð- ur kostnaður við flutninga, lífeyris- skuldbindingar og starfslokasamn- inga, samtals að upphæð 5,6 millj- ónir dollara eða um 400 milljónir króna. ÍS varð einnig fyrir tjóni vegna þess sem í fréttatilkynningu er sagt óvænt og skyndileg uppsögn á sam- starfssamningi ÍS og útgerðarfé- lagsins UTRF í Rússlandi. Loks er nefndur til sögunnar kostnaður við kaup fyrirtækisins á franska fram- leiðslu- og dreifingarfýrirtækinu Gelmer SA og sameiningu þess við dótturfélag ÍS í Frakklandi. Gert ráð fyrir hagnaði „Eins og öllum má vera ljóst eru það stjórn og starfsmönnum ís- lenskra sjávarafurða hf. mikil von- brigði að félagið skuli nú í fýrsta skipti í sjö ára starfsemi þess vera gert upp með tapi. A það ber þó að líta að samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir tapi vegna þess mikla átaks sem ráðist var í með flutningi verksmiðjunnar í Bandaríkjunum þar sem aftur á móti óvænt samn- ingsslit í Rússlandi komu félaginu í opna skjöldu," segir í fréttatilkynn- ingu frá ÍS. Rekstraráætlanir samstæðu IS gera ráð fyrir stóraukinni veltu á yfirstandandi ári, meðal annars vegna kaupa á franska fyrirtækinu Gelmer, og að veltan verði um 32 milljarðar. Gert er ráð fyrir að reksturinn nái jafnvægi á nýjan leik og samstæðan skili um 150 milljóna króna hagnaði. ■ 310 milljóna/20 Morgunblaðið/Kristinn GUÐJÓN A. Kristjánsson formaður FFSÍ horfði til hafs meðan hann ræddi símleiðis við félaga sína í sjómannastétt í húsakynnum ríkissáttasemj- ara í gærmorgun. Af skiljanlegum ástæðum var hvergi fleytu að sjá. Ríkisstj órnin útilok- ar ekki lagasetningu „ÞAÐ eru afskaplega litlar líkur á að sjómenn og útvegsmenn geti nálgast hverjir aðra þannig að þeir leysi deiluna í samningum sín á milli,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Fjallað verður um stöðu mála á fundi ríkis- stjórnar fyrir hádegi í dag og kveðst Þorsteinn ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna. „Við munum ræða þetta á fundi ríkisstjómarinnar og taka þá ákvörðun um hvemig við teljum rétt að bregðast við núverandi stöðu,“ segir Þorsteinn. Sáttafundi sjó- manna og útvegsmanna sem hófst kl. 11 í gær var slitið rúmri klukku- stundu síðar og hefur ekki verið boð- að til annars fundar. Málsaðilar kenna hverjir öðmm um að svo fór. Forsvarsmenn sjómanna gengu á fund sjávarútvegsráðherra um miðj- an dag í gær til að gera honum grein fyrir stöðu samningamála frá þeirra sjónarhóli og forsvarsmenn útvegs- manna gerðu slíkt hið sama síðdegis. Gátu samið á nokkrum tímum Ráðherra segir ljóst að ekki er til- efni til nýrra funda á milli deiluaðila næstu daga. Þá sé tilgangslaust að fara með frumvörp um kvótaþing og verðlagsstofu skiptaverðs inn á Al- þingi ef vinnufriður sé ekki samtím- is tryggður. „Eftir að frumvarps- drögunum var skilað taldi ég að hefðu aðilar vilja til að semja þyrftu samningar ekki að taka meira en þrjá klukkutíma. Eftir fund með þessum aðilum á laugardag mat ég stöðuna svo að annaðhvort næðist samkomulag á nokkrum stundum eða menn stæðu frammi fyrir mjög langvarandi verkfalli, sem gæti stað- ið vikum eða jafnvel mánuðum sam- an. Það væri afskaplega dýrkeypt í ljósi þess að það sem út af stendur er ekki flóknara en svo að ef menn vilja semja geta þeir leyst málin á nokkrum klukkustundum. En þeir hafa haft þrjár vikur og eftir fund- inn í [gærjmorgun er alveg útséð um að þeir geti nálgast hver annan að mínu mati,“ segir Þorsteinn. „Síðan á laugardag hafa málin að- eins þróast til verri vegar. Ég er mjög svartsýnn á framhaldið og held ekki að það sé ástæða til ann- ars,“ segir Kristján Ragnarsson for- maður LÍtJ. Guðjón A. Kristjánsson formaður FFSÍ segir að útvegs- menn hafi slitið fundi í gær með skorti á samningsvilja og segir hann kergju í þeim vegna frumvarps- draga þriggja manna nefndar. ■ Málsaðilar sjá ekki/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.