Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 40
-«*40 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR N eðanj ar ðarstokkur við Miklatún og almannahagsmunir FYRIRÆTLANIR meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykja- víkur um að grafa Miklubrautina niður í göng frá Reykjahlíð að Snorrabraut hafa verið til umræðu á ný að und- anfömu, m.a. í tengsl- um við nýafstaðið próf- kjör R-listans. Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir að þessar áætlanir séu hluti af „grænni og rót- tækri“ stefnu R-listans í skipulags- og umferð- armálum. í grein eftir undirrit- Olafur F. Magnússon aðan hér í Morgunblaðinu 6. sept- ember sl. undir heitinu „Örugg um- ferð frá Gullinbrú að Miklatorgi" voru þessar áætlanir gagnrýndar og lögð áhersla á nauðsyn þess að tryggja greiða umferð vestur um borgina. En það verður einnig að .mæta vanda íbúa við vestasta hluta “^Miklubrautar. Hér á eftir er ætlun- in að gera grein fyrir heppilegri lausnum á þessum vanda en tillögur R-listans gera ráð fyrir. Dýr og óraun- sær valkostur Gerð neðanjarðarganga við Miklatún kostar meira fé en gerð mislægra gatnamóta á mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Sjálfstæðismenn í borgar- stjóm Reykjavíkur styðja eindregið 'síðarnefndu aðgerðina en hafna um leið neðanjarðarstokk R-listans við Miklatún, sem þeir telja hvorki hag- kvæma né heppilega lausn á há- vaðamengun við Miklubraut. Sú framkvæmd er ekki líkleg til að minnka loftmengun á svæðinu, nema að litlu leyti, og útheimtir uppsetningu stórra útblásturs- stokka frá neðanjarðargöngunum. Mengunin verður þrátt fyrir þetta vafalítið meiri en áður fyrir þá öku- menn, sem ekki komast hjá að aka eftir fyrirhuguðum neðanjarðar- stokk. Sú framkvæmd er ekki held- ur til þess fallin að leysa umferðar- vanda, enda ekki ætlunin. Eftir sem áður yrðu tvær akreinar í hvora átt, *Hþ.e. í vestur og austur, eftir Miklu- brautinni. Slíkt fær ekki staðist til lengdar, sérstaklega þar sem R- listinn vill ekki leggja veg um sunnanverða Öskjuhlíð, svokallaðan Hlíðarfót. En það er einmitt forsenda þess, að hægt sé að vernda útivistarsvæðið sunnan Öskjuhlíðar fyrir lagn- ingu akbrautar, að um- ferðarrýmd sé aukin til vesturs eftir Miklu- brautinni. R-listinn hef- ur neitað að horfast í augu við þessar stað- reyndir. Heppilegri valkostir En hvað er þá til ráða? Að mínu mati er mun heppilegra að leysa vandamál íbúa við vestasta hluta Miklubrautar með því að borgin kaupi húsnæði þeirra í áfóngum, heldur en að grafa Miklubrautina Fyrirhugaður neðan- jarðarstokkur R-listans við Miklatún, segir Ólafur F. Magnússon, samrýmist ekki al- mannahagsmunum. niður í göng að hætti R-listans. Þennan kostnað þyrfti ríkisvaldið að bera einnig að nokkru leyti. Ekki er eðlilegt, að Reykjavíkurborg komi hér ein að málum, því Mikla- brautin er þjóðvegur í þéttbýli og nauðsynlegar framkvæmdir við þessa umferðaræð eiga að greiðast af ríkissjóði. Röskun á íbúðarbyggð, sem af því hlýst, á því að greiðast af rfldnu að hluta. Með kaupum opinberra aðila á húsnæði við Miklubraut eru íbúar þar ekki lengur bundnir húseignum sínum í nokkurs konar átthagafjötr- um. Sumir íbúanna vilja ekki flytja burt fyrir nokkra muni. Það er skoðun mín, að þeir eigi ekki heimt- ingu á því, að farið sé í milljarða framkvæmdir til þess eins að draga úr hávaðamengun. Að mínu mati samrýmist það ekki almannahags- munum, en sjálfsagt er að kanna aðrar og heppilegii leiðir. íbúar Reykjavíkur munu héreftir sem hingað til þurfa að aka eftir Miklubrautinni til að komast leiðar sinnar um borgina. Fjöldi fólks hef- ur lýst þeirri skoðun, að það telji hvorki nauðsynlegt né skynsamlegt að grafa Miklubrautina niður í göng, þannig að aka þurfi eftir nokkurs konar púströri meðfram Miklatúni. Ymis önnur hætta en loftmengun steðjar að í svo fjölförn- um göngum. Ekki þarf að fjarlægja mörg hús við vestasta hluta Miklubrautar til að bæta megi núverandi ástand verulega. Niðurrif húsa getur átt sér stað í áföngum samfara til- færslu á Miklubrautinni. Með yfir- veguðum og ábyrgum vinnubrögð- um má fmna bæði heppilegri og hagkvæmari lausn á vanda íbúa við Miklubraut en nú er í umræðunni. Brýnna aðgerða þörf Hávaðamengun í íbúðum við vest- asta hluta Miklubrautar er slík, að þörf er á skjótum aðgerðum til að draga úr henni. Strax þarf að hefj- ast handa við að bæta hljóðeinangr- un húsa á þessu svæði. Þessu er hægt að fylgja eftir með tilfærslu á Milkubrautinni og gerð hljóðvarn- armúrs. Hér er þó aðeins um tíma- bundnar úrlausnir að ræða að minu mati en það gildir raunar einnig um hina rándýru aðferð R-listans, að grafa Miklubrautina niður í stokk. Slík framkvæmd á því aðeins rétt á sér að hún auki núverandi flutn- ingsgetu Miklubrautarinnar úr tveimur í þrjár akreinar í hvora átt vestur fyrir Miklatorg. Það þýðir ekki fyrir R-listann að halda þvi til streitu, að „auka ekki umferðar- rýmd vestan Elliðaáa", eins og gert er ráð fyrir í núverandi aðalskipu- lagi. Ein augljós afleiðing þessa skipulags verður flöskuháls í um- ferðinni á mótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar, sem verð- ur sýnu verri en núverandi umferð- arteppa við Gullinbrú. Sjálfstæðismenn vilja tryggja greiðari og öruggari umferð vestan Kringlumýrarbrautar í framtíðinni og leggja áherslu á gerð mislægra gatnamóta á mótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar á næsta kjörtímabili. Að mínu mati eru þess- ar framkvæmdir mun brýnni og arðbærari en fyrirhugaður neðan- jarðarstokkur við Miklatún. Ég vænti þess að borgarbúar séu sam- þykkir þeirri skoðun. Höfundur er læknir og varaborgar- fulltrúi í Reykjavík. Um túlkun og millifærslur ROBERT Rowt- hom, hagfræðiprófess- or frá Cambridge, vann á dögunum skýrslu fyr- ir Samtök iðnaðarins. Undirritaðir hafa gert athugasemdir við ákveðnar tillögur sem þar koma fram. Af því tilefni ritaði Rowthorn grein í Morgunblaðið 17. mars síðastliðinn. Þar sakar hann undir- ritaða um að rangtúlka þau orð sín að auð- lindaskattur á íslensk- an sjávarútveg hefði „neikvæð áhrif á út- gerðarfyrirtæki og til- tekna útgerðarbæi". Lítum á sakar- giftir. Við skýrðum fyrrgi’eind orð Rowthorns á þann hátt að hann tæki undir þá viðteknu og rökréttu skoðun að nýr skattur á sjávarútveg hefði neikvæð áhrif í þeim byggðum landsins sem styðjast aðallega við útgerð. Lesendur Morgunblaðsins geta sjálfír dæmt um hvort skiln- Rowthorn staðfestir, segja Illugi Gunnarsson og Orri Hauksson, að líklega muni auðlinda- skattur hafa neikvæð áhrif á útgerðarbæi. ingur okkar byggist á útúrsnúningi eða er óeðlilegur á einhvem hátt. Bakdyraleið frá eigin ummælum Rowthorn skýrir brigslyrði sín með því að undirritaðir gefi því ekki gaum hvernig hann hyggst verja skattfénu. Þar er fyrst til að taka að í greinargerð Rowthorns kemur skýrt fram að það sé ekki viðfangs- efni hans að fjalla um hvemig tekj- unum af hinum sveiflukennda skatt- sjóði verði varið (e. „It is beyond the scope of this paper to discuss how these disbursements should be organised and who should receive them,“ bis. 46). Hitt skiptir mestu að Rowthorn segir sjálfur í viðtali við Morgunblaðið að skattur á sjáv- arútveginn muni sennilega hafa nei- kvæð áhrif á tiltekna útgerðarbæi. Illugi Gunnarsson Orri Hauksson Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) ( samband við fjölda leigjenda. Skráðu (búðina núna áður en hún losnar og komdu í veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Skráning í síma 511-1600 EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, • 105 Reykjavik Það er síðan önnur umræða hvemig hann hyggst bæta þeim upp þann skaða. Rétt eins og það er vart rangfærsla að halda fram að nýr bókaskattur yi-ði aðallega borinn af bókaunnendum og bókaútgefend- um. Annað er hvort tap þeirra væri bætt með því að stofna sjóða- og millifærslukerfi. Kjarni þessarar umræðu er að Rowthorn staðfestir í grein sinn þann 17. mars fyrri um- mæli sín um að útgerðarbæirnir verða fyrir skaða ef skatturinn verður lagður á. Flóknara er málið ekki. Gömlu millifærslurnar endurlífgaðar? Undirritaðir eru sammála Row- thorn um að auðlindaskattur hefði neikvæð áhrif á tiltekna útgerðar- bæi. Við höfum þvi lengi óttast að álagning slíks skatts kallaði á um- fangsmikið sjóða- og millifærslu- kerfi. Rowthorn styrkir þennan illa grun okkar þegar hann segir að í framhaldi álagningar hins nýja skatts geti útgerðarbæir „fengið í sinn hlut bætur frá ríkinu". En telja íslendingar rétt að ganga þessa braut á ný? Braut millifærslna, bótakerfis, opinbema sveiflusjóða og handstýringar? Það væri fróð- legt að vita hvort forustumenn ís- lenskra iðnfyrirtækja telja talað í sínu nafni þegar slík hagstjórn byggð á stjórnlyndi er boðuð. Und- irritaðir hafa fyrst og fremst gagn- rýnt ofangreindar sjóða- og mið- stýringarhugmyndir Rowthom, sem minna um flest á fiskveiði- stjórnun Evrópusambandsins. Vill einhver gera sjávarplássin á íslandi að styrkþegum opinberra nefnda? Ánægjuleg heimsókn Samtökum iðnaðarins ber að þakka fyrir að bjóða Rowthorn hingað til lands. Koma slíkra manna hefur jafnan bætandi áhrif á efna- hagsumræðu hér á landi, jafnvel þótt menn séu ekki ætíð sammála um einstök atriði. Rowthorn hefur bent á að auðlindaskattur hafi „nei- kvæð áhrif á útgerðarfyrirtæki og tiltekna útgerðarbæi“. Ekki eru í sjónmáli mótmæli við þessum aug- ljósu sannindum, eins og stundum hefur borið á áður. Eins rakti hann að „sambúð sjávarútvegs, iðnaðar og þjónustu á Islandi hefur verið blómleg". Þessi yfirlýsing er stór- merkileg. Margoft hafa talsmenn auðlindaskatts heyrst halda fram að íslenskur iðnaður líði fyrir sambúð við sjávarútveg. Undirritaðir hafa ásamt öðrum mótmælt slíkum full- yrðingum. Nú hefur hagfræðingur í boði Samtaka iðnaðarins fullyrt að hinn meinti sambýlisvandi sé stór- lega ýktur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Umræðan um áhrif auð- lindaskatts hefur með komu Rowt- horns tekið stórstígum framförum. Nú þarf ekki að deila frekar um fyrrgreindar staðreyndir. I staðinn er hægt að skiptast á skoðunum um stefnumarkandi atriði. Svo sem hvort beita eigi frjálslyndi eða stjórnlyndi við efnahagsstjóm. Illugi er hagfræðingur, Orri er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.