Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 31 LISTIR Agætir kirkjutónleikar TOjVLlST Fella- og Hólakirkja KÓRTÓNLEIKAR Flutt voru trúarlega verk og frum- flutt kóverk eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Sunnudagurinn 22. mars 1998. UM síðustu helgi, nánar tiltekið laugardag og sunnudag sl., stóðu kirkjukórar í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fyrir tónleikum í Fella- og Hólakirkju og var undir- ritaður á sunnudagstónleikunum. Kórsöngur hefur á síðustu áratug- um verið vaxandi þáttur í starfsemi safnaða og það sem meira er, að til starfans hefur safnast vel kunnandi söngfólk og stjórnendur, er birtist einnig í því, að kirkjukórarnir hafa ráðist í að flytja erfið tónverk, svo sem og gerðist á tónleikum kóranna um síðustu helgi. Tónleikamir hófust á því að kór- arnir sungu fjögur kirkjuleg verk undir stjórn Harðar Bragsonar, orgelleikara við Grafarvogskirkju. Fyrsta viðfangsefnið var kóralradd- setning á fomu sálmalagi við text- ann Krossferli að fylgja þínum eftir Hallgrím Pétursson, er Róbert A. Ottósson gerði og var söngur kórs- ins mjög fallega mótaður og hreinn. Annað viðfangsefnið var samskipan kóralfospils eftir J.S. Bach um sálmalagið 0, höfuð dreyra drifið og flutnings kóranna á samnefndum sálmi eftir Hans Leo Hassler en í raddsetningu J.S. Bach. Kóralfor- spilið var mjög fallega flutt, en það gerði Lenka Mátétová orgelleikari við Fella- og Hólakirkju. Locus iste, eftir Anton Braekner, er falleg tón- smíð, sem kórinn söng fallega og hlut Harðar Bragsonar lauk með því að flytja Víst ertu, Jesús, kóng- ur klár. Fyrst var þó orgelforspilið eftir Pál Isólfsson, sem Daníel Jón- asson lék og síðan var sálmurinn fluttur í víxlsöng kóranna, ein- söngvara og tónleikagesta. Ein- söngvaramir vom Lovísa Sigfús- dóttir og Gunnar Jónsson og var flutningurinn fallega framfærður og tónleikagestir tóku vel undir í fyrsta og síðasta versi þessa fallega sálms. Næst á efnisskránni var Davíðs- sálmur 120, tónsettur af Otto Ols- son og var þetta ágæta tónles-kór- verk vel flutt undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, orgelleikara Digra- neskirkju. I tveimur síðustu verk- unum fyrir hlé mætti Sinfóníhljóm- sveit áhugamanna til leiks í flutn- ingi Ave verum corpus eftir Mozart, sem Daniel Jónasson stjómaði. Deila má um hvort þetta meistara- verk skuli flutt á látlausan máta, eins og hér var gert, eða með skarp- ari andstæðum í styrk og hraða. Það liggur ef til ekki ljóst fyrir af hendi Mozarts, en það er aftur á móti ljóst í Agnus Dei eftir George Bizet. Þarna gat að heyra ann- marka þeirrar skipunar að hafa orgel og söngpall aðskilinn frá sjálfu kirkjuskipinu. Kórinn og hljómsveitin vora staðsett niður við altari en einsöngvari uppi á orgel- palli og þegar sterkt var sungið, var einsöngvarinn, Sigríður Gröndal, í keppni um hljómrými í mótstreymi kórhljómsins, í stað þess að standa fyrir framan kórinn og njóða með- streymis kórs og hljómsveitar í hljóman. Þrátt fyrir þessa ann- marka var flutningurinn góður, undir stjóm Jón Olafs Sigurðssonar orgelleikara Seljakirkju. Orgel- konsertarnir, sem aðallega eru samdir fyrir hljómborð og þrátt fyr- ir að vera fallega samin tónlist, eru frekar rislítil verk, enda margir hugsaðir sem innskotsverk á tón- leikum. Konsertinn op. 4 nr. 1 í g- moll er falleg tónsmíð og var mjög vel leikinn af Lenku Matéovu, sér- staklega lokakaflinn, sem er leik- andi skemmtilegur. Einnig kom leikur hljómsveitarinnar nokkuð á óvart, með hreinum og skýrlega mótuðum leik, undir stjórn Ingvars Jónassonar. Sama má segja um leik hljómsveitarinnar í þremur þáttum úr Sálumessu Mozarts og Suss- mayrs, Dies irae, Confutatis og Lacrimosa, en það var helst í síðast nefnda þættinum, sem merkja mátti ótsöðuga inntónum hjá hljómsveit- inni, Kóramir og hljómsveitin undir stjóm Jóns Olafs Sigurðssonar gerðu margt mjög vel og ættu sem best að geta flutt þetta meistara- verk í heild, þó doppel-fúgan í upp- hafl og í lokin kunni að vera við erf- iðari mörkin. Þessum ágætu tónleikum lauk með framflutningi verks eftir Þor- kel Sigurbjömsson, við þýðingu Sigurbjörns Einarssonar, á texta eftir Bolander og nefnist verkið En -. Verkið er samið fyrir blandaðan kór og hljómsveit og er í heild fal- lega hljómandi og lagrænt. Rithátt- ur hljómsveitarraddanna er mikið til einraddaður og reyndi þvl mjög á einleikshæfni hljóðfæraleikaranna, sem auðvitað áttu nokkur erfið augnablik. Smá einsöngsstrófa í seinni hluta verksins var sungin af Guðrúnu Lóu Jónsdóttur, er átti í nokkram vandræðum með tónstöð- una í síðustu strófunni en söng að öðra leyti nokkuð vel. Framflutn- ingnum var stjórnað af Kjartani Sigurjónssyni, er auðsjánlega hafði meiri afskipti af kórnum en hljóm- sveitinni, sem eins og fyrr segir átti 1 nokkram vandræðum með eitt og annað í fíngerðum rithætti hljóm- sveitarraddanna. Það er nokkur munur á að stjóma kór eða hljóm- sveit og mátti nokkuð merkja þessa aðgreiningu í öryggi kórstjóranna. I heild voru þetta ágætir tónleik- ar og margt að heyra, er gefur til kynna að saman gætu kóramir staðið fyrir flutningi tónverka af stærri gerðinni og eins og heyra mátti, sérstaklega í orgelkonsert Handels og sálumessu Mozarts og Sussmayrs, getur Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna leikið býsna vel og er hljómsveitin farin að njóta þess að hafa æft reglulega, haldið tónleika í nokkur ár og að stjórn- andinn, Ingvar Jónasson, sem er reyndur og góður hljóðfæraleikari, hefur unnið gott starf með Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna. Jón Asgeirsson Heilbrigðisvandi fanga Stjórn Verndar heldur málþing um heilbrigðisþjónustuna í fangelsum og heilbrigðisvanda fanga í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. mars. Málþingið hefst kl. 13.30 Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir Stjórn Verndar tangahjálp \ eá/af/run/ ,/{<■../<"/ r/t. á '.¥%<’./<//<y<t ( P/trJ<f///■<//• PAr ^Jat/ Prf Y«</f«/// p/u ’/t/ íyU/<4tPm«r PÁeifauwfí/ pfiUífa/f.Mn/ p/iejxutmn/ p/?<-., /au*<f/t/ . /i . ./«’</’<<«/ P/ieú /<iu retfíl , /\<ííf«//j'«>tf yifj /<«// «/> / . /{< ■/««r/r«f ‘p/Íeú/<f«/«fí/ .//{<■ >/«/<r«/i/ pjieúffíutt/fí/ ■ /«',/««r<t/:/ :¥te$J«.«re/nf PfO-Jmim/U ■ PitxUAfzt/urt/ 'l f <./,« P/^t/ f PlP/m PP«A 'PKú/m > /'í fhPjrPl ■ ■ 'f!eJy« pP/rt ' L p/• ■>//</ PZ/tZ'/t P/ r J/’O p/\n ■ | P!<.,//■« PP/ff/t 'l/P/m Pt < Jf« PK/r-jt Pf P/ra . « 'f! tJ/ « JP/ye/t Pf‘‘Jr« f/tr<’H )! r Jya Pffye/t Py,ú/r<r PKr<-/t 7/ t'Jy« JJ'.yru "'/!' < ■ ',//• f trCfí )/:eí/s« JJtren P't'■>/«{ l' /f/:/'/} Pf’&Jro Pf 'tMu t >;/« PZf’/ < /t mars til 4. aprtl ERAMGAR Restaurant WESTRAPIREN Matreiðslumeistatar frá Westra Piren í Gautaborg verða með sælkeradaga á Hótel Holti. Mikael Öster er með stjörnu í Guide Michelin og er þekktur fyrir franska matargerð (french cuisine) í hágæðaflokki. Fróðleiksmolar um frönsk vín verða fyrir matargesti á undan borðhaldi. % IVV Ilill Takmarkaður gestafjöldi hvert kvöld. Borðapantanir ístma 552 5700 EITT verka Línu Rutar. Lína Rut sýnir á Kaffi 17 NÚ stendur yfir sýning á verkum Línu Rutar Karlsdóttur á Kaffi 17, Laugavegi. Lína Rut útskrifaðist eftir fjög- urra ára nám í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1994. A sýningunni eru 17 olíumálverk. Hún stendur til 15. apríl og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 11-18, fóstudaga kl. 11-19 og laugardaga kl. 11-16. ---------------------- Ferðir Guðríðar NÆSTU sýningar á Ferðum Guðríð- ar i Skemmtihúsinu verða laugar- daginn 28. febrúai- og sunnudaginn 1. mars. Sýningar eru á ensku og hefjast klukkan 20. Miðapantanir eru í verslun Kor- máks og Skjaldar, Skólavörðustíg. Morgunverðarfundur Miövikudaginn 25. mars 1998, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal, Hótel Sögu HLUTVERK ATVINNULIFSINS í MENNINGU OG LISTUM • Gegnir atvinnulífið hlutverki í íslenskri menningu? • Eru forráðamenn fyrirtækja hræddir við samtímalist? • Lifa listaverkin lengur en fyrirtækin? • Hvað gera menningin og listirnar fyrir atvinnulífið? • Eiga fyrirtæki eða ríki að vera bakhjarlar listamanna? FRAMSÖGUMENN:___________________________________________ Siguröur Gísli Pálmason, framkvæmdastjóri Hofs sf. Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri Þátttakendur í pallborösumræðum auk framsögumanna: Ágúst Einarsson, alþingismaður Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri í Galleríi Ingólfsstræti 8 Eiríkur Þoriáksson, forstöðumaður Kjarvalsstaöa Friðrik Þór Friðriksson, framkvæmdastjóri ísl. kvikmyndasamsteypunnar ehf. Fundargjald (morgunveröur innifalinn) kr. 1.500,- rundurinn er opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 588 6666 VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.