Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 1

Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 1
104 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 118. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikið umrót á rússneskum verðbréfamarkaði Seðlabankinn þre- faldar vexti sína Reuters Síðbúin jómfrúrferð STÆRSTA farþegaskip í heimi, Grand Princess, hélt upp í jómfrúr- ferð sína frá Istanbúl í gær. Ferðin frá Southampton á Englandi átti að verða frumraunin, en vegna þess að ekki hafði verið fyllilega gengið frá öllu um borð var þeirri ferð aflýst og byrjað upp á nýtt í Istan- búl. Borgarbúar þar höfðu ekki séð annað eins. „Þetta er fallegt, en bara fyrir þá ríku,“ sagði Ayhan Ates, skrifstofumaður í borginni. Skipið er 109.000 tonn og í eigu P&O skipafélagsins breska og verð- ur fyrst haldið til Barcelona, með viðkomu í Feneyjum og Monte Carlo. Þótt þetta skip sé ólíkt fyrri tíma farþegaskipum að því leyti að það er aðeins með eitt farrými er farmiðinn dálítið í dýrari kantinum. Siglingin til Barcelona kostar ríf- lega 300.000 krónur í ódýrasta klefanum. Gisti menn glæstustu híbýlin kostar það hátt í 800.000 krónur - en þá hafa þeir þó þrjú sjónvarpstæki í klefanum. Grand Princess var smi'ðuð í Fincantieri-skipasmíðastöðinni á Itahu og er þetta dýrasta skip sem smíðað hefur verið, kostaði ríflega þrjátíu miHjarða króna. Það ber 2.600 farþega og á því er 1.150 manna áhöfn. Skipið er skráð í Líberíu. Moskvu. Reuters. SEÐLABANKI Rússlands þre- faldaði vexti sína í gær til að freista þess að verja rúbluna sem hefur veikst vegna fjármálaki-eppunnar í landinu. Rússneska verðbréfavísital- an RTS lækkaði um 10,5% og hefur ekki verið jafn lág í eitt og hálft ár þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórn- valda til að vinna sig út úr kreppunni og sefa rússneska fjárfesta. „Með þessu hafa þeir sagt að nú sé nóg komið og þeir ætli að verja rúbluna hvað sem það kostar,“ sagði David McWiiliams, breskur sér- fræðingur í rússneskum fjármálum, um vaxtahækkun seðlabankans. Sergej Kíríjenko, forsætis- ráðherra Rússlands, áréttaði að stjórnin hefði ekki í hyggju að lækka gengi rúblunnar þótt nokkur rúss- nesk dagblöð hefðu varað við því að gengisfelling væri óhjákvæmileg. Tæpri klukkustund áður en seðla- bankinn tilkynnti vaxtahækkunina var skýrt frá því að Borís Jeltsín for- seti hefði boðað Kíríjenko, Míkhaíl Zadornov fjármálaráðherra og Sergej Dúbínín seðlabankastjóra til skyndifundar í Kreml í dag til að ræða kreppuna. Þetta er mesta eldraun Kíríjenkos frá því hann tók við embætti forsæt- isráðherra fyrir rúmum mánuði og gengisfelling gæti orðið vatn á myllu kommúnista og bandamanna þeirra sem hafa undirbúið tilraun til að höfða mál á hendur Jeltsín til embættismissis. Varað við gengisfellingu Endurfjármögnunarvextir seðla- bankans voru hækkaðir úr 50% í 150% og þeir hafa ekki verið jafn há- ir frá því í febrúar 1996. í vikunni sem leið voru þessir vextir aðeins 30%. Almennt er litið á þá sem tæki til að verja rúbluna og þeir eru hafð- ir til viðmiðunar um vexti ríkisvíxla sem hækkuðu úr 61% í um 80% í gær. „Rússneska stjórnin hefur sent út hjálparbeiðni og undirbýr gengis- fellingu," sagði í forsíðufyrirsögn dagblaðsins Nezavísímaja Gazeta, sem er í eigu Borís Berezovskís, áhrifamikils kaupsýslumanns í Moskvu. Nokkur dagblöð tóku í sama streng, þeirra á meðal Kommersant, sem hvatti aimenning til að kaupa dollara eða leggja spari- fé sitt inn á gjaldeyrisreikninga. Blaðið ráðlagði lesendum sínum að skipta við trausta banka þar sem óhjákvæmilegt væri að kreppan hefði áhrif á bankana, einkum þá litlu og meðalstóru. Michel Camdessus, framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), sagði þó í gær að of mikið væri gert úr vandanum og að að- gerðir stjórnarinnar í peningamálum hefðu borið verulegan ái-angur. Verkfóll í Noregi? Ovissa um úrslit atkvæðagreiðslu Dana um Amsterdam-sáttmálami RÍKISSÁTTASEMJARI Noregs, Reidar Webster, reyndi fram eftir nóttu að afstýra víðtæku verkfalli opinberra starfsmanna sem átti að hefjast í dag. Sáttasemjarinn lagði fram miðlunartillögu laust fyrir miðnætti eftir að fulltrúar opinberra starfsmanna og viðsemjendanna höfðu setið á ströngum fundum í all- an gærdag. Webster kvaðst vona að a.m.k. nokkur stéttarfélaganna myndu samþykkja miðlunartillöguna, en búist var við að niðurstaða fengist ekki fyiT en undii- morgun. Verði af verkfóllunum munu þau ná til um 26.000 bæjar- og ríkisstarfs- manna í öllu landinu og þar af til rúm- lega 7.700 í Ósló. I höfuðborginni munu verkföllin hafa þau áhrif, að skólum og leikskólum verðui- lokað, engin umferð verður um Óslóarhöfn og engar lestarferðir innan borgar, söfnum verður lokað og starfsemi sjúkrahúsa mun dragast saman. Keuters POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, færði vegfarendum í miðborg Kaupmannahafnar rósir í gær þegar hann spjallaði við þá um þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag um Amsterdam-sáttmálann. Hætta talin á götuóeirðum Kaupnumiiahufn. Morgunblaðid. SÍÐUSTU skoðanakannanir benda til þess að Amsterdam-sáttmáli Evr- ópusambandsins verði samþykktur með öruggum meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslunni sem fram fer í Danmörku í dag. I könnununum sögðust 50% kjósenda hlynnt sátt- málanum, 34% á móti og 16% óákveðin. Hins vegar bendir allt til þess að mun meira skrið sé í nei- en já-átt- ina og kosningaúrslit hafa áður sýnt að Danir virðast oft segja eitt en gera annað þegar í kjörklefann kem- ur. Það er næstum hefð fyrir óeirð- um á Norðurbrú í Kaupmannahöfn þegar greidd eru atkvæði um Evr- ópusamstarfíð og því verður allmik- ill viðbúnaður þar í kvöld. Það er mörgum í fersku minni frá því í þingkosningunum í vetur að Uffe Ellemann-Jensen, þáverandi leiðtogi Venstre, lét mynda sig fyrir kosningarnar, þar sem hann skálaði fyrir sigri hægriflokkanna á grund- velli skoðanakannana, sem eindreg- ið bentu til stjórnarskipta. En á kjördag kom annað í Ijós og því velta menn því fyrir sér hvort skoðanakannanimar nú séu jafn óáreiðanlegar og þá. Það vekur at- hygli hve margir kjósendur ein- dreginna stuðningsflokka sáttmál- ans virðast ætla að greiða atkvæði á móti honum ef mai-ka má kannanir. Tortryggni á að Evrópusamstarf- ið skerði fullveldi Dana og danska velferðarkerfið virðast helstu rök andstæðinga sáttmálans, en áfram- haldandi áhrif Dana á Evrópuvett- vanginum eru helstu rök stuðnings- manna. Þegar Edinborgar-samkomulagið svokallaða, sem gaf Dönum ýmsar undanþágur frá Maastricht-sátt- málanum, var samþykkt 18. maí 1993 urðu snörp átök á Norðurbrú og lögreglan skaut þá á mótmæl- endur. Þess vegna verður töluverð- ur viðbúnaður þar í kvöld þar sem hverfið er miðstöð ungmennahópa sem vinna stundum skemmdarverk á bankabyggingum þegar eitthvað kemur upp á. ■ Ábyrgð eða áhrifaleysi/26 Ráðgjafar Clintons beri vitni Washington. Reuters. ALRÍKISDÓMARI í Wash- ington úrskurðaði í gær að tveir af helstu ráðgjöfum Bills Clintons Bandaríkjafor- seta væru ekki undanþegnir vitnaskyldu vegna rannsókn- ar Kenneths Starrs saksókn- ara á ásökunum um að for- setinn hefði haldið við fyrr- verandi starfsstúlku í Hvíta húsinu og fengið hana til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Ráðgjafarnir tveir, Bruce Lindsey og Sidney Blumen- thal, höfðu skírskotað til friðhelgi forsetaembættisins og sagt að þeir gætu ekki borið vitni um samtöl sín við forsetann þar sem þeir væru bundnir trúnaði við hann. Dómarinn, Norma Holloway Johnson, hafnaði þeim rökum. Kynferðislegt samband gefið til kynna Lögfræðingur Monicu Lewinsky, sem forsetinn er sagður hafa verið í tygjum við, hefur skrifað Starr bréf þar sem hann gefur til kynna að hún hafí haldið við forsetann. „Til hamingju, Starr!“ skrifaði hann. „Vegna harðneskjulegr- ar óvirðingar þinnar við stjórnarskrárbundin réttindi kann þér að hafa tekist að af- hjúpa kynferðislegt samband tveggja fullorðinna einstak- linga.“ Lögfræðingui-inn, William Ginsburg, neitaði því þó í sjón- varpsviðtali að hann ætti þama við Clinton eða Lewinsky.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.