Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Gekk í þrjár klukkustundir þríbrotinn á ökkla að bænum Gljúfri í Ölfusi
Bæði sárt og
langt en hefði
getað farið ver
Morgunblaðið/Golli
ÞRÖSTUR Brynjólfsson brotnaði illa í gili í fyrradag en komst af
harðfylgi til byggða. „Ég fékk nýtt gifs í dag í tilefni afmælisins."
ÞRÖSTUR Brynjólfsson, yfirlög-
regluþjónn i Arnessýslu, sem
gekk ökklabrotinn til bæjar eftir
slys ofan við bæinn Gljúfur í Ölf-
usi, útskrifast frá Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í dag. Þröstur átti
afmæli í gær og má segja að
slysið, sem varð í fyrradag, hafi
verið heldur óþægileg afmælis-
gjöf. „Þetta hefði getað orðið
miklu verra,“ sagði Þröstur þeg-
ar blaðamaður Morgunblaðsins
hitti hann á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í gær.
Þröstur segist hafa verið á
heilsubótargöngu þegar slysið
átti sér stað. „Eg geng mikið mér
til heilsubótar og einn af þeim
stöðum sem eru í uppáhaldi hjá
mér er þetta gil austan við Sogn,
milli Sogns og Gljúfurs. Þetta er
heljarmikið og geysilega fallegt
gil sem gengur norður inn í Iand-
ið,“ segir Þröstur.
Heyrði bara brestinn
Hann segir að hann hafi næst-
um verið kominn upp úr gilinu
og á Ieið yfir það, þegar slysið
átti sér stað. „Þegar ég var að
klöngrast þarna niður að ánni þá
lét eitthvað undan, mosatóft að
ég held, og ég skall þar niður af
dálitlum stalli og ofaní ána.“
Þar lendir fótur Þrastar á milli
tveggja steina og brotnar þegar
hann fellur í ána.
Hann segist ekki hafa fundið
fyrir neinum sársauka fyrst um
sinn, heyrði bara brestinn í fæt-
inum. „Svo stóð ég upp og sá
fljótt að eitthvað var að þar sem
iöppin dinglaði laus fyrir neðan
ökkla.
Þar sem ég stóð þarna renn-
andi blautur sá ég að ég myndi
ekki eiga góða vist í gilinu ef ég
myndi halda þar kyrru fyrir.
Klukkan var sex þegar þetta
gerðist og konan var í vinnu til
klukkan tíu. Því var ljóst að ein-
hver tími myndi líða þar til farið
yrði að leita að mér.
Ég tók því það ráð að skríða
upp úr gilinu og tókst það, en var
þá orðinn ansi slæmur í löppinni.
Sú ferð hlýtur að hafa tekið alla-
vegana hálfan klukkutima,"
sagði Þröstur.
Þegar upp var komið voru góð
ráð dýr. Þröstur er vanur björg-
unarsveitarmaður og veit hvern-
ig á að bera sig að á ögurstundu.
„Ég var með lítinn bakpoka og í
baki hans voru tvær krossviðar-
spengur. Þar sem ég var með lít-
inn svissneskan herhm'f á mér
skar ég þær úr bakinu og tók svo
svampvesti, sem ég skil nú ekki
af hveiju var eiginlega ofaní
pokanum þar sem ég nota það
aðallega þegar ég fer til veiða,
skar það í ræmur og batt fast ut-
an um fótinn og lét krossviðinn
mynda spelkur. Eftir þetta gat
ég svona tyllt í löppina."
Skammt frá þar sem hann sat
og bjó um fótinn var girðing og
með hjálp svissneska herhnífsins
tókst honum að ná upp tveimur
girðingarstaurum. Annan þeirra
gat hann notað fyrir staf en hinn
fyrir hækju. „Siðan tókst mér að
rölta þarna niður eftir og það
var bæði sárt og Iangt,“ segir
Þröstur og brosir lítið eitt.
Leist ekkert á blikuna
„Svo er ég alveg að gefast upp
þegar ég kem yfir hæðina þar
sem sést heim á Gljúfur. Ég tók
eftir því að hundamir á bænum
vora úti og fór að orga og þeir
ærðust náttúrlega og geltu hver í
kapp við annan. Ég sá að Jón
bóndi kom út en fór svo aftur inn
í hús og þá leist mér ekkert á
blikuna."
Hundarair hættu hinsvegar
ekki að gelta og því kom bóndi út
aftur, hafði að vísu séð til Þrast-
ar í fyrra skiptið án þess að taka
eftir að neitt óvenjulegt væri á
seyði. „Við náðum þá loks sam-
bandi og hann hringdi á lögregl-
una á Selfossi og þeir komu að
sækja mig þangað sem ég lá fyrir
ofan bæinn, uppgefinn eftir um
þriggja tíma göngu.“
Aðspurður sagðist Þröstur
aldrei hafa lent í neinu eins og
þessu áður, hann væri vanur að
vera hinum megin við borðið í at-
vikum sem þessum.
Eins og áður sagði fær Þröstur
að fara heim í dag en ökklinn
verður lengi að gróa. „Kúlan á
ökklanum að utan brotnaði af og
svo brotnaði út úr kúlunni að
innan. Einnig fór af sköfiungnum
þar sem hann kemur niður í hæl-
beinið. Svo slitnuðu öll liðböndin
líka.“
Hann segir að sitt fyrsta verk
eftir að hann kemst á stjá verði
að færa hundunum á Gljúfri bein
að Iaunum fyrir að hafa veitt sér
athygli þegar allt þrek var búið.
30 staðir
af 159 #
reyklausir
ÞRJÁTÍU veitinga- og kaffihús í
Reykjavík eru reyklaus og um hund-
rað staðir bjóða upp á reyklaus
svæði og að aðgangur að þeim liggi
ekki um reykingasvæði.
Átján staðir sinna hvorki því að
bjóða reyklaust svæði né reyklausan
aðgang. Allt í allt eru það 58 staðir af
159 eða 36% veitinga- og kaffihúsa í
Reykjavík sem uppfylla ekki lög um
tóbaksvamir.
Þessar upplýsingar koma fram í
könnun sem gerð var á vegum Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur og
Tóbaksvamanefndar um reyksvæði
kaffi- og veitingastaða í Reykjavík.
„Tóbaksvarnanefnd hefur ákveðið
að verðlauna þá staði sem best
standa sig á þessum vettvangi en
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkm1 er að
athuga hvemig tekið verði á þeim
stöðum sem em beinlínis að brjóta
lögin,“ segir Haukur Þór Haralds-
son, sviðsstjóri heilbrigðissviðs hjá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
,Árið 1989 vora reyklaus svæði
tæplega 40 en þau era núna orðin
um 140. Mest varð fjölgunin árið
1997 í kjölfar átaks um að bæta
aðstöðu á veitingahúsum fyrir þá
sem ekki reykja."
Haukur Þór segir að í raun séu
reyklaus svæði ekki alltaf reyklaus
þvi í ljós kom að oft var reykt á
reyklausum svæðum og þar voru
gjaman öskubakkar. Þá segir hann
að reyklausa svæðið sé oft staðsett
þannig að reykurinn geti borist
þangað. Hann segir í því sambandi
að hönnuðir hafi í auknum mæli haft
samband við Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur til að fá ráðleggingar
með staðsetningu reyklauss svæðis á
nýjum stöðum.
„Meirihluti þeirra veitingamanna
sem svara í könnuninni era ánægðir
með tóbaksvamalögin en þó veigra
sumir þeirra sér við að breyta yfir í
algjörlega reyklaus kaffi- eða veit-
ingahús af ótta við að viðskiptavinum
fækki. Svo era aðrir veitingamenn
sem teija að sá hópur sem ekki reyk-
ir kaupi meira og því hafa þeir
ákveðið að gera vel við þá sem ekki
reykja."
Morgunblaðið/Golli
KRISTJÁN Gunnarsson, formaður húsnæðisnefndar BSRB, afhendir Davíð Oddssyni
forsætisráðherra áskorunina.
Húsnæðis- og hálendisfrumvörp rikisstjórnarinnar
Forsætisráðherra af-
hent áskorun um frestun
DAVIÐ Oddssyni forsætisráðherra
var í gær afhent áskoran um að
beita sér fyrir því að Alþingi fresti
afgreiðslu húsnæðisfrumvarpsins
og hálendisframvarpsins svo-
kallaða. Kristján Gunnarsson for-
maður húsnæðisnefndar ASÍ af-
henti forsætisráðherra áskoranina
fyrir hönd 40 verkalýðs- og félaga-
samtaka.
I áskoraninni er lögð áhersla á að
mikilvægt sé að fresta afgreiðslu
framvarpanna svo hægt verði að
skoða betur helstu ágreiningsefnin
og finna leiðir til að ná víðtækri sátt
um afgreiðslu þeirra á þessu ári.
Davíð Oddsson sagði málin mikil-
væg og hafi því hlotið mikla um-
ræðu á þinginu og í þjóðfélaginu.
Umræðu um málin er nú lokið og
atkvæðagreiðsla ein eftir og fer hún
fram á þinginu í dag. „Það yrði
töluverð kúvending hjá ríkisvaldinu
að eftir að hafa tekið mjög mikinn
tíma alþingismanna yrði skyndilega
hætt við afgreiðslu málsins," sagði
Davíð og taldi ekki miklar líkur á
að hægt yrði að verða við því að
fresta afgreiðslunni.
„Ég mun kynna málið fyrir mínum
félögum í ríkisstjórninni en ég vil
ekki gera ykkur of miklar vonir,“
sagði Davíð.
Andlát
SIGURÐUR
HELGASON
SIGURÐUR Helga-
son, fyrrverandi bæj-
arfógeti á Seyðisfirði
og formaður Lands-
samtaka hjarta-
sjúklinga, er látinn 66
ára að aldri.
Sigurður fæddist 27.
ágúst 1931 á Vlfilsstöð-
um, sonur hjónanna
Helga Ingvarssonar
yfirlæknis og Guðrún-
ar Lárasdóttur.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1951, prófi í viðskigta-
fræði frá Háskóla íslands 1954 og
embættisgrófi í lögfræði frá
Háskóla íslands árið 1957. Hann
stundaði um skeið nám í
markaðsmálum við Harvard og hef-
ur lokið fjölmörgum námskeiðum
við HÍ í framhaldsnámi. Sigurður
hlaut réttindi hæstaréttarlögmanns
1969.
Sigurður Helgason var erindreki
Sjálfstæðisflokksins frá 1. júní 1957
til 1. júní 1958 en starfaði síðan hjá
Verzlanasambandinu hf. í Reykja-
vík, lengst af sem framkvæmda-
stjóri, til ársins 1967 er hann hóf
rekstur eigin lögfræðistofu í Kópa-
vogi. Árið 1981 var Sigurður skipað-
ur bæjarfógeti á Seyðisfirði og
sýslumaður í Norður-Múlasýslu.
Því embætti gegndi hann til 1. mars
1989 er hann fluttist að nýju á
höfuðborgarsvæðið og hóf rekstur
lögfræðistofu í Kópa-
vogi, auk þess að starfa
sem ritstjóri og
fræðslustjóri Hjarta-
verndar.
Sigurður gegndi
ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann var
varaformaður
Heimdallar og í stjórn
SUS frá 1958-1960, for-
maður Týs, f.u.s. í
Kópavogi 1960-1962 og
var formaður í samtök-
um og fulltrúaráði
sjálfstæðismanna í
Kópavogi. Hann var bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi frá
1962-1975, tvö síðustu árin sem for-
seti bæjarstjórnar og var aftur
varabæjarfulltrúi frá 1990. Þá sat
hann í stjórn Sparisjóðs Kópavogs
um árabil og gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum á Seyðisfirði og í Norður-
Múlasýslu. Sigurður var formaður
Landssambands hjartasjúklinga frá
1990-1997, sat í stjóm SÍBS frá
1992 og vann milrið að félags- og
kirkjumálum. Hann beitti sér gegn
aðild íslands að Evrópubandalaginu
og ritaði íjölda greina um þjóðmál í
blöð og tímarit.
Sigurður Helgason var sæmdur
Riddarakrossi íslensku fálka-
orðunnar árið 1995. Eftirlifandi eig-
inkona hans er Gyða Stefánsdóttir.
Þau eignuðust sex böm sem öll eru
uppkomin.