Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúmlega 60 milljónir í styrki NÝVERIÐ var úthlutað styrkjum úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðu- neytisins fyrir árið 1998. Styrkveiting nemur alls 60.382.000 og skiptist á milli 37 aðila og 116 verkefna. Sér- staklega var kynnt úthlutun til tveggja styrkþega, Rafíðnaðarskól- ans og Samstarfshóps um þróun fagnáms. Auk þess var kynnt verk- efnið „Pi’óun starfsmenntunar í iðnaði.“ Níu sinnum hefur verið úthlutað úr starfsmenntasjóði alls um 350 millj- ónum ki-óna. Fjöldi þeirra sem hafa sótt námskeið styrkt af starfsmennta- sjóði er nú um tuttugu þúsund. Með styrkveitingunum er stutt við skipu- lega starfsmenntun, frumkvæði og mótun heildarstefnu varðandi starfs- menntun í atvinnulífinu. Þingflokkur j afnaðarmanna Nefnd rannsaki málefni Lands- bankans ÞINGMENN þingflokks jafn- aðarmanna hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að nefnd sérfróðra aðila verði skipuð til að rannsaka málefni tengd Landsbanka íslands. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðu- flokksins. „I svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um risnukostnað bankastofnana í eigu ríkisins komu í fyrstu fram rangar upplýsingar um risnukostnað Landsbanka ís- lands. I framhaldi af því vann Ríkisendurskoðun skýrslu um Landsbankann sem var m.a. rædd á Alþingi. í kjölfar þess hafa bankastjórar Landsbank- ans og einn bankaráðsmaður þegar sagt af sér,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Síðar hafa komið fram ýmsar upplýsingar og fullyrðingar, um starfshætti stjómenda bankans, þar með talið í sam- skiptum við dótturfyrirtæki hans og um ábyrgð þeirra á ákvörðunum sem valdið hafa bankanum umtalsverðum fjár- hagslegum skaða. Einnig hefur komið fram alvarleg gagmýni á hendur þeim aðilum sem höfðu með höndum eftirlit og endurskoðun," segir ennfrem- ur. Vegna þessa vilja flutnings- menn að skipuð verði nefnd sérfróðra aðila, til dæmis end- urskoðenda, kosnum af Alþingi, til að rannsaka málefni Landsbanka Islands og að hún skili skýrslu um málið í haust. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 9.30 í dag og verða fyrst atkvæðagreiðslur um 23 þingmál. Þá verða tekin fyrir ýmis þingmál sem bíða annarrar eða síðari umræðu, eins og til dæmis stjórnar- frumvörp um lögmenn, póstþjónustu og leigubifreið- ar og þingsályktunartillögur um vegtengingu milli lands og Eyja og langtímaáætlun í vegagerð, svo einhver af þeim mörgu málum sem eru á dagskrá Alþingis í dag séu nefnd. Bolungarvík, D" MMÍ íwl "-P [V ■Jn HMOÐO MMÍ Ólafsfiörður, D Húsavík, H ;) m m ) ^ V '\l .1 / # Snæfellsbær, ¥W\> V.n~ XYVXÍ ! / ^^^^ín/j;nj Stykkishólmur, D1 ‘v„ M X t- v l Seltjamarnes, D MMÍÖO MMÖOO Bessastaðahr., D Sandgerði, K HH MM.n Garðabær, U MM000n MM n Ölfushreppur, D Vestmannaeyjar, D MM Seyðisfjörður, D Firðir, F tMMM Hreinir meirihlutar eftir kosningarnar í kaupstöðum Hreinir meirihlutar í fimmtán kaupstöðum á landinu eru hreinir meirihlutar við völd í sveitarstjórnum eftir sveit- arsljórnarkosningarnar á laugardag. í tíu sveitarfélaganna er um að ræða lista sem bornir voru fram af Sjálfstæðisflokknum. I íjórum sveitarfélaganna er um að ræða lista sem bomir eru fram af sameinuðum félagshyggju- mönnum. I einu sveitarfélaganna, Hveragerði, er um að ræða klofningslista úr Sjálfstæðisflokknum. Sæti Hrannars B. Arnarssonar í borgarstjórn Sjálfsagt að alþýðu- flokksmaður komi inn „PÉTUR Jónsson mun leysa mig af á meðan ég er ekki þama inni,“ sagði Hrannar B. Amarsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær að- spurður hver tæki sæti hans í borgarstjórn á næstunni. „Það verður ekki formlega geng- ið frá því fyrr en ný borgarstjóm tekur við en þetta er í rauninni sjálfgefíð. Þessi meinti ágreining- ur, sem talað hefur verið um í fjölmiðlum, hefur ekki verið til staðar. Ég kem frá Alþýðuflokkn- um og í slíku dæmi er sjálfsagt að alþýðuflokksmaður fari inn.“ Hrannar, sem hefur tilkynnt að hann muni ekki taka sæti í borgar- stjóm fyrr en skattyflrvöld hafi lokið umfjöllun um mál hans, sagðist eiga von á því að Alþýðu- flokkurinn ætti varamannasæti í borgarráði fyrsta árið. Ekki væri frágengið hvort Pétur eða Helgi Pétursson tæki það sæti en hann teldi líklegra að það yrði Helgi. Spurning um stöðu Önnu Hjörleifur B. Kvaran borgarlög- maður sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að samkvæmt sveitar- stjómarlögunum væri aðalreglan sú að varamenn tækju sæti í sveit- arstjóm í þeh-ri röð sem þeir væm á lista. I sveitarstjómarlögunum væri hins vegar einnig að finna svohljóðandi undanþágu: „Nú er framboðslisti borinn fram af tveim- ur eða fleirum stjórnmálaflokkum eða samtökum og geta þá aðal- menn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmannanna hefur for- fallast." „Samkvæmt þessu er heimilt að raða varamönnum með sérstökum hætti þegar listi er borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokk- um,“ sagði Hjörleifur. „Hvað Reykjavíkurlistann varðar verður þetta væntanlega gert með þeim hætti að varamenn Hrannars B. Amarssonar og Helga Péturssonar verði einhverjir sem Alþýðuflokk- urinn leggur til og þar fram eftir götunum." Hjörleifur sagði þetta hins vegar kalla á spurningar um það hver staða Önnu Geirsdóttur væri og sagði þá sem standa að Reykjavík- urlistanum hljóta að þurfa að svara því um leið og þeir sendu frá sér tilkynningu um það hvemig staðið verði að meðferð varamanna. Hafa nokkuð frjálsar hendur „Menn era kjörnir í sveitar- stjórnir til fjögurra ára og sam- kvæmt sveitarstjómarlögunum eiga varamenn einungis að taka sæti í borgarstjórn ef aðalmenn falla frá, fytjast í burtu eða forfall- ast varanlega,“ sagði Hjörleifur. „Það hefur hins vegar viðgengist að menn hættu á miðju kjörtímabili án þess að amast væri við því þannig að ég á von á því að menn geti haft tiltölulega frjálsar hendur með það hvemig þeir fari inn og út úr sveitarstjómum.“ Hjörleifur sagði útskiptareglu Kvennalistans, þar sem konur hættu á miðju kjörtímabili, ekki hafa staðist ýtrastu túlkun sveitar- stjómarlaganna. „En eins og ég segi hafa menn látið ýmislegt yfir sig ganga og ýmislegt verið heim- ilað,“ sagði hann. Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Full ástæða til úttektar á umfjöllun um borgarmál KJARTAN Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að full ástæða sé til að gera úttekt á umfjöllun fjölmiðla um kosningabaráttuna og borgarmál síðasta hálft til eitt ár. í Morgun- blaðinu á þriðjudag gagnrýndi Davíð Oddsson fjölmiðla fyrir framgöngu sína í máli Hrannars B. Amarssonar og Helga Hjörvar og að mati Kjartans er auðvelt að sjá misvægi í umfjöllun um borgar- málefnin hjá fjölmiðlum og þá hjá Ríkisútvarpinu sérstaklega. „Það þarf ekki að hafa fylgst neitt nákvæmlega með fréttum af borg- armálum síðustu mánuðina til þess að átta sig á þessu,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið. Keríísbundið misvægi í umfjöllun Kjartan segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um neina rannsókn enn sem komið er þó ástæða sé til rannsóknar. „Ég held að ef svona könnun verði gerð muni koma í ljós afskaplega sérkennilegt mis- vægi í umfjöllun fjölmiðla.“ Hann segir að ekki sé hér eingöngu gagnrýnd umfjöllun um mál Hrannars og Helga. „Þetta er miklu eldra. Ég tel að Ríkisút- varpið sérstaklega sé búið að fjalla kerfisbundið af misvægi um borg- armálefnin síðastliðið hálft eða heilt ár.“ Kjartan segir að sér finnist að miðað við það sem sagt hafi verið um þetta mál opinberlega eigi Ríkisútvarpið að sjá sóma sinn í því að gera sjálft úttekt á þessu máli og birta þær niðurstöður. „Það getur vel verið að við látum gera þetta líka, það hefur þó ekki verið tekin nein ákvörðun um það.“ Kjartan sagði aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki mælst til þess við Ríkisútvarpið að það léti gera slíka könnun hjá sér. Reyklausi dagurinn á laugardag REYKLAUSI dagurinn verður laugardaginn 30. maí en degi síðar er alþjóðlegur reyklaus dagur. Þar sem reyklausa dag- inn í ár ber upp á hvítasunnu- helgi, sem er íyrsta ferðahelgi sumarsins, verða reykingamenn hvattú til að reykja ekki í bíl, hlífa börnum við tóbaksreyk og sýna tiliitssemi í návist þeirra sem ekki reykja. Umferðarráð mun m.a. taka þátt í að beina þessum tilmælum til fólks því oft má rekja umferðarslys til reykinga í bifreiðum. „Af þeim 50.000 núlifandi ís- lendingum, sem hefur tekist að hætta að reykja, notuðu margir reyklausa daginn til að losa sig við tóbaksfíknina,“ segir í til- kynningu frá nefndinni. Obreyttur meirihluti á Hornafírði TEKIST hafa samningar milli D-lista sjálfstæðismanna og H- lista Kríunnai- á Hornafirði um myndun meirihluta í bæjar- stjórn Homafjarðar næsta kjör- tímabil. Þessir aðilar hafa verið í meirihluta frá 1986, en Fram- sóknarflokkurinn í minnihluta. I kosningunum 23. maí sl. hlaut Framsóknarflokkurinn 4 fulltrúa, Kiúan 4 fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn 3 fulltrúa. Gísli Sverrir Ámason (H- lista) verður forseti bæjar- stjórnar en Halldóra B. Jóns- dóttir (D-lista) verður formaður bæjarráðs. Þau hafa gegnt þeim embættum sl. kjörtímabil. Bæjarstjóri verður Sturlaug- ur Þorsteinsson, sem gegnt hef- ur embættinu sl. átta ár. Strikaður út af 13,1% kjörseðla KRISTJÁN Ásgeirsson, oddviti H-lista jafnaðar- og félags- hyggjufólks á Húsavík, var í nýafstöðnum kosningum strik- aður út af 98 kjörseðlum, eða af 13,1% þeirra sem kusu listann. Samtals vora 140 atkvæðaseðlar með útstrikunum á Húsavík, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Þorvaldssyni, for- manni kjörstjórnar. Jón Ásberg Salómonsson, bæjarfulltrúi og annar maður á H-lista, og Sigurjón Benedikts- son, tannlæknir og bæjarfull- trúi, sem var í þriðja sæti á D- lista sjálfstæðismanna, vora strikaðir út næstoftast, eða tíu sinnum. Samtals voru útstrikan- ir á 15,4% þeirra atkvæðaseðla sem féllu í hlut H-listans, á 4,8% atkvæðaseðla D-lista og 2,4% atkvæðaseðla B-lista framsókn- armanna. Bæjarsljðr- inn í Ólafsvík hættir Ólafsvík. Morgunblaðið. NÚ er ljóst að Guðjón Peder- sen lætur fljótlega af störfum, að eigin ósk, sem bæjarstjóri í Snæfellsbæ en hann á skammt í eftirlaun. Hefur orðið að samkomulagi milli Guðjóns og meirihluta sjálf- stæðismanna að hann gegni starfinu meðan leitað er að nýj- um manni. Einnig mun Guðjón setja eftirmann sinn inn í starfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.