Morgunblaðið - 28.05.1998, Page 14

Morgunblaðið - 28.05.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Eignaraðild á auðlindum í jörðu rædd við borholu Stærsta mál á þessu þingi ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalags- ins og óháðra gekkst fyrir frétta- mannafundi við borholu í Elliðaárdal sl. þriðjudag. I máli Svavars Gests- sonar alþingismanns kom fram að fundurinn hafi verið haldinn í tilefni af því að verið sé að afgreiða frum- varp á Alþingi sem færi landeigend- um allar auðlindir í jörðu undir yfir- borði, sem eru ófundnar og eru nýjar til þessa tíma, sem hingað til var gert ráð fyrir að þjóðin ætti. Við þriðju umræðu um málið á Alþingi var lögð fram breytingatil- laga um málið frá þingmönnum stjómai-andstöðunnar í minnihluta iðnaðarnefndar. I fréttatilkynningunni er bent á að um sé að ræða milljarða tilflutning eigna frá þjóðinni í heild til einstakra landeigenda. í breytingatillögunni sem greidd verða atkvæði um á morgun felst í aðalatriðum það að takmarka eigi eignaréttindi á auðlindum í jörðu við nýtingu sem þekkt er til þessa og að málið verði endurskoðað í sumar í sérstakri nefnd svo unnt verði að skýra tak- mörkunarákvæði enn frekar í löggjöf á næsta þingi. Auðlindir til erlendra auðmanna Auk þess gagnrýnir þingflokkiir- inn að ekki er gert ráð í frumvarpinu fyrir samráði við umhverfismála- stofnanir og gerir breytingatillögur á umhverfisþætti frumvarpsins. ,AJþýðubandalagið getur ekki tekið þátt í því að flytja ómæld auðæfi úr þjóðareign í einkaeign og telur áform ríkisstjórnarinnar fara í bága við hagsmuni þjóðarinnar," segir í tilkynningunni. _ ^ Morgunblaðið/Golli FULLTRUAR Alþýðubandalagsins og óháðra við borholuna. Árni Þór Sigurðsson, Ögmundur Jónasson, Sigrfður Jóhannsdóttir, Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfusson. Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, segir að með þessu frumvarpi sé þeirri hættu meðal annars boðið heim að erlendir einkaaðilar geti eignast íslenskar auðlindir. „Það er búið að stíga það skref að fjársterk fyrirtæki og auð- menn á EES svæðinu geta fest kaup á eignarlandi hér og með þessu frumvarpi er verið að færa þeim eignarhald á auðlindum eins og jarðhita og öðrum efnum sem fyrir hendi eru eða eiga einhverntíma eft- ir að finnast á landinu. Ég tel að hér sé á ferðinni eitt alvarlegasta frum- varp sem komið hefur til tals að lög- leiða hér. Það er lágmarkskrafa okk- ar að meiri umræða verði gefin um þetta mál en svona þætti á náttúru- lega aldrei að lögfesta. Þetta er svona ein allsherjar einkavæðing á iðrum jarðar," sagði Ögmundur og bætti við: „Ef litið er til landa OECD þá er hvergi að finna lög um jafn víðtækt eignaafsal, þó ein undan- tekning sé á í sambandi við olíu í Bandaríkjunum." 500 milljónir fyrir litla borholu Svavar Gestsson tók dæmi um borholu þá sem fundurinn fór fram við en hún er að hans sögn minnsta borholan í Elliðaárdalnum. Þar koma upp 19,7 sekúndulítrar af 86 gráðu heitu vatni. „í tekjum gerir það 621 milljón krónur á ári. Þetta þýðir það til dæmis að ef ég, sem bý nú hérna hinum megin við ána, fengi þar litla holu í landareign minni, yrði ég með tekjui' af henni upp á 500 milljónir króna á ári,“ sagði Svavar. Hann sagði einnig að þetta myndi þýða það að ef olía fyndist til dæmis í landinu eða í setlögum í kringum landið þá myndi landeigandi fá allar tekjur af henni. „Þetta er langstærsta mál þessa þings að okk- ar mati,“ sagði Svavar að lokum. Steingrímur J. Sigfússon benti á að ef frumvarpið yrði samþykkt gætu af því skapast grenndar- vandamál. Deilur gætu risið milli landeigenda sem borað gætu til dæmis á ská í jörðu og inn á land hins, án þess að nein lög segi neitt til um takmarkanir á þvi. „Við viljum að sett verði einhver mörk á þessa eign- araðild sem er í raun eignaraðild inn að miðju jarðar,“ sagði Steingrímur. Trygging fyrir menn og búnaður björgunarsveita tryggð Morgunblaðið/Golli ESTHER Guðmundsdóttir, Einar Sveinsson og Björn Hermannsson und- irrita samstarfs- og vátryggingasamning Landsbjargar, Slysavarna- félags íslands og Sjóvár-Almennra hf. SAMSTARFS- og vátrygginga- samningur milli Landsbjargar, Slysavarnafélags íslands og Sjóvá- Almennra ti-ygginga hf. var undir- ritaður í gær. Verðmæti samning- anna fyrir björgunarsveitir er á 7 milljónir króna og er liður í því að fryggja íslenskt björgunarsveit- arfólk og búnað þess við þær erfiðu og síbreytilegu aðstæður sem það á við að etja hér á landi, að því er fram kom á blaðamannafundi. I ti-yggingunum felst trygging á bílum og margvislegum tækjum á borð við vélsleða, talstöðvar og búnað einstaklinga en Landsbjörg tryggir ennfremur 200 manns slysa- tryggingu við leit og æfingar. „Samningurinn hefur mikla þýðingu fyrir björgunarsveitarfólk og þó þetta sé ekki í fyrsta skipti sem við undirritum slíkan samning þá var eindreginn vilji af okkar hálfu að endurnýja þetta samstarf, og menn eru hinir glöðustu og ánægð- ustu með það,“ sagði Björn Her- mannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, af tilefninu. „Með samningunum náum við annars vegar að tryggja búnaðinn okkar, sem er mjög mikilvægt, og hins vegar mannskapinn sem er ennþá mikilvægara,“ bætti hann við og Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra, tók undir og lýsti yfir ánægju sinni með samning- ana. „Það er hluti af stefnu okkai' að vera þátttakendur í þjóðfélaginu og styðja öll málefni sem til góðs horfa og teljum að með þessum hætti þá leggjum við okkar af mörkum til þess að styðja starfsemi björgunar- sveita og Slysavarnafélagsins." Mikilvægur stuðningur Esther Guðmundsdótth', fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags ís- lands, sagði að Sjóvá-Almennar hefðu stutt við bakið á Slysa- varnafélaginu í gegnum tíðina af miklum rausnarbrag en slíkur stuðn- ingur væri ákaflega mikilvægur fyrir félag eins og Slysavarnafélagið þar sem vinnan byggðist á sjálfboða- starfi. „Með endurnýjun á þessum samningi sem fyrst var undirritaður árið 1989 innsiglum við enn betur það góða samstarf sem á milli okkar hefur verið,“ Sagði Esther Guð- mundsdóttir við undh'skriftina. * Aætlun um vernd og nýtingu strand- og hafsvæða FJÓRÐA aðildarríkjaþing samningsins um líf- fræðilega fjölbreytni var haldið í Bratislava í Slóvakíu nýlega. Fulltrúar um 180 ríkja tóku þátt í fundinum ásamt fulltrúum fjölda alþjóðastofnana og samtaka. Umhverfisráðuneytið sér um fram- kvæmd samningsins hér á landi. Samningurinn var lagður fram til undimtunar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um límhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992 og var hann þá undir- ritaður af íslands hálfu. ísland fullgilti samning- inn í september 1994 og tók hann gildi að því er Island varðar í desember sama ár. Markmið hans er þríþætt: að vemda líffræðilega fjölbreytni, tryggja sjálfbæra nýtingu lifandi náttúruauðlinda og stuðla að sanngjamri skiptingu þess hagnaðar sem hlýst af nýtingu erfðaauðlinda og aðgangi að þeim. Skrifstofa samningsins er í Montreal í Kanada. Vernd og sjálfbær nýting Helstu málefni sem rædd voru á þinginu voru vernd og sjálfbær nýting líffræðilegrar fjöl- breytni við strendur og í hafinu, vernd og nýting skóga, lífríki í fersku vatni og erfðabreyttar líf- verur. Auk þess var rætt um upplýsingamiðlun og vísindalega samvinnu, mikilvægi flokkunarfræði, erfðaauðlindir, fjármál og framkvæmd samnings- ins. Á þinginu var samþykkt heildstæð aðgerðaáætl- un tH þriggja ára um vernd og nýtingu líffræði- legrar fjölbreytni á strand- og hafsvæðum. Að- gerðaáætlunin er sú fyrsta sem samþykkt er á vegum samningsins. Hún skiptist í fimm kafla sem fjalla um samþætta stjórnun á strand- og hafsvæðum, lifandi auðlindir, verndarsvæði, fram- andi tegundir og sjávareldi. Sendinefnd Islands á þinginu skipuðu Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands, sem var formaður sendinefndarinnar, Guðni Bragason frá utanríkisráðuneytinu, Kristín Haraldsdóttir frá sjávai'útvegsráðuneytinu og Sig- ui’ður Á. Þráinsson frá umhverfisráðuneytinu. KRISTJÁN Óskarsson með kippu af vænum sjóbirting- um úr Hróarsholtslæk. Líflegt í Þingvalla- vatni GÓÐ veiði hefur verið í Þing- vallavatni að undanförnu og hafa menn verið að fá fisk á hefðbundnum stöðum innan þjóðgarðsins, í Vatnsviki og frá Öfugsnáða og Lambhaga. Þá hefur spurst til fleiri risaurriða, einkum frá landi Nesja og er haft fyrir satt að tveir hafi veiðst þar sama dag- inn fyrir skömmu, 10 og 12 punda. Aðallega er það þó bleikjan sem gefur sig í vatn- inu, enda margfalt meira af henni, og er hún á bilinu 1 til 3 pund. Fluguveiðimönnum gengur jafnan best í Þingvallavatni og fremur stórar púpur, Killer, Watson, Peacock og fleiri í þeim dúr hafa gefið best. Þetta er hefðbundið og púpur með kúluhausum hafa haldið hér innreið sína eins og víðar. Þó hefur það gerst að undanförnu að menn hafa verið að taka bleikjur sem voru að éta í vatnsskorpunni. Einn fékk t.d. 15 stykki á skömmum tíma og notaði smáar Tiel and Black og dökkar smápúpur. Úr ýmsum áttum Útlit er íyrir því að fyrsti laxinn sé kominn á þurrt. Sterkur orðrómur um það hef- ur borist ofan úr Borgarfirði þar sem veiðimaður einn sem renndi í ónafngreindum vatna- skilum hafi fengið 10 punda hrygnu. Vegna þess að vafi leikur á lögmætinu hefur ekki tekist að fá nánari útlistingu á veiðiskapnum, en fyrir tveimur árum barst fregn í líkum dúr frá sömu slóðum og einmitt um líkt leyti og nú. Þá var laxinn 12 punda. Menn eru að byrja að fá stórbleikjur í Hólaá í Biskups- tungum. Þar veiðast frekar fá- ar bleikjur, en stórai', og menn hafa verið að fá 2 til 5 punda bleikjur að undanförnu. Þá er örlítið farið að glæðast í Hlíðarvatni í Selvogi, en þó menn séu að fá fisk og fisk upp í 2-3 pund, þá er allur þorrinn enn, sem komið er, smáfiskur um og innan við pund. Vorveiði er lokið í Vola og Baugstaðaósi og sumarvertíðin hefst formlega á mánudaginn. Vorveiði var lítið stunduð, en gekk vel þegar rennt var. Sjóbirtingur mun að mestu genginn til sjávar úr læknum, en er liðið hefur á maí hefur farið að bera á birtingi sem kemur og fer í ósinn með sjávarföllunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.