Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Samkomlag um meirihlutasamstarf Akureyrarlista og Sjálfstæðisflokks
Ársfundur FSA
Kristján Þór bæjarstjóri
SAMKOMULAG hefur tekist milli Akureyi-ar-
listans og Sjálfstæðisflokksins um meirihluta-
samstarf í bæjarstjórn Akureyrar á þessu kjör-
tímabili. Kristján Þór Júlíusson verður bæjar-
stjóri á Akureyri, forseti bæjarstjómar verður af
lista Sjálfstæðisflokksins en ekki hefur verið rætt
innan flokksins hver muni skipa það, formaður
bæjamáðs verður af Akureyrarlista og líklegast
að Ásgeir Magnússon oddviti listans muni gegna
því embætti.
Byggist á trausti og eljusemi
Málefnasamningur flokkanna verður lagður
fyrir fundi bæjarmálafélags Akureyrarlistans og
fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins næstkomandi
þriðjudagskvöld. Ný bæjarstjóm tekur við á
næsta fundi bæjarstjórnar sem verður 9. júní
næstkomandi.
Kristján Þór Júlíusson sagði að framboðin
hefðu setið síðustu daga yfir gerð málefnasamn-
ings og allt hefði gengið upp. Grannurinn að
vinnu næstu fjögurra ára væri að finna í ítarleg-
um stefnuskrám flokkanna. „Okkar starf næstu
fjögur ár byggist á trausti og eljusemi, menn
verða að vinna verkin sín. Það bíður mikil vinna,
verkefni á mörgum sviðum, en við höfum á að
skipa baráttuglöðu fólki sem er tilbúið að takast
á við þau,“ sagði Kristján Þór.
Ásgeir Magnússon sagði að niðurstaða að-
standenda Akurewarlistans strax eftir kosningar
hefði verið sú að eðlilegast væri að kanna þennan
flöt fyrst í ljósi niðurstaðna kosninganna. „Stefnu-
skrár flokkanna vora um margt líkar, við lögðum
áherslu á svipuð atriði, m.a. að fá hjólin til að snú-
ast hraðar í bænum, fara hraðar í að byggja upp
t.d. á sviði skólamála og ýmsu því sem snýr að at-
vinnulífinu og eins vorum við með álíka áherslur
varðandi stjómsýslu bæjarins. Nú er kosninga-
slagurinn frá og verkefnin framundan er að
standa við það sem við lofuðum kjósendum í kosn-
ingabaráttunni, að vinna þessu bæjarfélagi gagn
og við það verður staðið," sagði Ásgeir.
Karlakór Akureyrar-
Geysir í Skemmunni
KARLAKÓR Akm-eyrar-Geysir
heldur vortónleika, Vorklið ‘98 í
íþróttaskemmunni á Akureyri
föstudagskvöldið 29. maí kl. 20.30
og laugardaginn 30. mai kl. 17.
A tónleikunum verður flutt
fjölbreytileg tónlist með og án
undirleiks. Um er að ræða hefð-
bundna karlakóratónlist, tónlist
úr söngleikjum, negi-atónlist,
norræna tónlist, óperatónlist og
Vínartónlist. Richard Simm leik-
ur einleik á píanó.
Tvöfaldur kvartett skipaður
kórfélögum syngur, en einsöngv-
ari með kórnum verður Steinþór
Þráinsson barítonsöngvari, en
undirleik annast Richard Simm.
Stjómandi kórsins er Roar
Kvam.
Upplýsingatækni í rekstri —
Þjóðbraut framtíðarinnar
Gildi upplýsingatækni í byggðaþróun á nýrri öld
Staðsetning: Hótel Húsavílc.
Tími: 29.05.1998 (föstudagur).
Dagskrá:
12.45 Skráning.
13.00 Setning — Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík.
13.10 Ávarp — Halldór Blöndal, samgönguráðherra.
13.20 Stefnumótun ríkisstjómarinnar — Guðbjörg Sigurðardóttir,
forsætisráðuneytinu.
13.40 ATM-rannsóknamet — Sæmundur Þorsteinsson, Landssíma
Islands hf.
14.00 Upplýsingatækni og landsbyggðin — Ingi Rúnar Eðvarðsson,
Háskólanum á Akureyri.
14.20 Fjarkennsla við VMA: Framtíðarsýn — Haukur Ágústsson,
Verkmenntaskólanum á Akureyri.
14.40 Upplýsingatækni við Háskólann á Akureyri — Þorsteinn
Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
15.00 Kaffi.
15.20 Breiðbandið og ný þjónusta í fjarskiptum — Þór Jes Þórisson,
framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Landssíma Islands hf.
15.40 Framtíðarsýn hugbúnaðarfyrirtækja úti á landi — Gunnar
Ingimundarson, Hug.
16.00 Tölvutækni til fjarmælinga — Hallur Birgisson,
Verkfræðistofunni Vista.
16.20 Pallborðsumræður: „Framkvœmd til framtíðar" — Bjami
Kristinsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar,
stýrir umræðum.
17.00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnan er öllum opin.
I hjólatúr á stuttbuxum
NEMENDUR í 7. bekk Brekku-
skóla, alls rúmleg-a 40 börn,
brugðu sér í hjólatúr inn á
Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit í
góða veðrinu. Með þeim í för
voru nokkrir fullorðnir hjóla-
garpar.
Aður en hópurinn Iagði af
stað fór lögregluþjónn yfir
helstu umferðarreglur sem
börnunum bar að virða á leið
sinni inn fjörðinn.
Börnin voru léttklædd, niörg
þeirra t' stuttbuxum og bol en öll
voru þau með reiðhjólahjálma
eins og Iög gera ráð fyrir.
Sigurður VE landaði sfld í Krossanesi
Sfldin á leið í
íslensku lögsöguna
NÓTASKIPIÐ Sigurður VE land-
aði um 1.200 tonnum af síld í
Krossanesi í gær og hafa því alls
borist um 4.700 tonn af sfld til verk-
smiðjunnar á þessari vertíð.
Jóhann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri Krossaness, sagðist
hafa heyrt af því að heldur dauft
væri yfir veiðunum. Hann sagði að
síldin veiddist nú í færeysku lögsög-
unni suður af Síldarsmugunni en
hún væri alltaf að færast nær land-
inu og þá aðeins norðar. „Mér heyr-
ist á mönnum að ef síldin heldur
svipuðu striki verði hún komin í ís-
lensku lögsöguna um helgina. Sfldin
er að fitna og maður gerir sér vonir
um að hún verði um leið viðráðan-
legri."
Forsvarsmenn Krossanesverk-
smiðjunnar hafa óskað eftir því við
Hollustuvemd að fá bráðabirgða-
leyfi til að keyra verksmiðjuna á
auknum afköstum. Áður hafði Holl-
ustuvernd synjað umsókn um
stækkun fiskimjölsverksmiðjunnar
á þeirri forsendu að veruleg lyktai--
vandamál væra tengd verksmiðj-
unni og stækkun hennar myndi ekld
leysa þann vanda.
Ymsar breytingar og endurbætur
hafa verið gerðar í mengunarmálum
verksmiðjunnar og því hafa for-
svarsmenn hennar leitað eftir því að
fá að keyra verksmiðjuna á auknum
afköstum. Bræðslugetan er nú um
500-600 tonn á sólarhring en mun
aukast um 200-250 tonn til viðbótar
fáist tilskilin leyfi.
Jóhann Pétur vonast eftir svari
frá Hollustuvernd fyrir miðjan
næsta mánuð.
í göngugötunni á Akureyri
Verslunarhúsnæði, ca. 50 m2 ásamt geymslu
og einkabílastæði, til sölu á besta stað í
göngugötunni á Akureyri.
Nánari upplýsingar gefur fasteignasalan Holt.
□□HOLT
_ILJ FAST EIGNASALA
Sími 461 3095.
Hlutverk
til fram-
tíðar
ÁRSFUNDUR Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri verð-
ur haldinn í dag, fimmtudaginn
28. maí, í nýbyggingu sjúki-a-
hússins á þriðju hæð og hefst
hann kl. 14.
Á fundinum verða fluttar
skýrslur um starfsemi sjúkra-
hússins á liðnu ári og fjallað
um stöðu þess nú. Viðurkenn-
ingar verða veittar þeim starfs-
mönnum sem starfað hafa í 25
ár á sjúkrahúsinu.
Sérstök umfjöllun verður um
„hlutverk og þróun Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri í
næstu framtíð". Stutt erindi
þar um flytja Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra, Jak-
ob Björnsson bæjarstjóri, Júlí-
us Gestsson, varaformaður
læknaráðs FSA, Ólafur H.
Oddsson héraðslæknir og
Baldur Dýrfjörð, formaður
stjórnar FSA.
Tónleikar í
Akureyrar-
kirkju
ELMA Atladóttir sópransöng-
kona og Eyrún Jónasdóttir
mezzó-sópransöngkona ásamt
Ólafi Vigni Albertssyni píanó-
leikara halda tónleika í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju
laugardaginn 30. maí kl. 16.
Á efnisskránni era dúettar,
íslensk og erlend sönglög og
ariur eftir H. Purcell, G.B.
Pergolesi, Pál Isólfsson, Jór-
unni Viðar, J. Brahms, F.
Liszt, P.I. Tsjajkovskí, A.
Dvorák og G. Rossini.
Elma lauk 8. stigi í söng frá
Tónlistarskólanum á Akureyri
vorið 1995 og hóf þá nám við
framhaldsdeild Söngskólans í
Reykjavík ogg tók burtfarar-
próf - Advanced Certificate
vorið 1996.
Eyrún lauk 8. stigi í söng frá
Söngskólanum í Reykjavík
vorið 1994, og tók burtfarar-
próf - Advanced Certificate frá
sama skóla vorið 1996.
Elma og Eyrún luku báðar
söngkennaraprófi frá Söng-
skólanum í Reykjavík, nú í vor.
Þær hafa báðar tekið þátt í
uppfærslum Nemendaóperu
Söngskólans og komið fram
sem einsöngvarar við ýmis
tækifæri.
Miðaverð á tónleikana er
1.000 krónur.
Vordjass
KVARTETT Árna Scheving
ásamt söngkonunni Þóra
Grétu Þórisdóttur leikur í
Deiglunni á fimmtudagskvöld,
28. maí kl. 21.
í kvartettinum era Carl
Möller á píanó, Gunnar
Hrafnsson á kontrabassa, Ein-
ar Valur Scheving á trommur
auk Áraa sem leikur á ví-
brafón. Efnisskrá tónleikanna
verður með vorbirtu og sann-
kallaður upptaktur heitrar
stemmningar á listasumri.
Okeypis er inn fyrir félaga í
Jazzklúbbi Akureyrar en fyrir
aðra kostar 700 krónur.
Aksjón
Fimmtudugur 28. Maí
21 .OOÞ-Tall Guy Leikarinn
Dexter á ekki frama vísan meðan
hann er mótleikaiá Rons sem er
nýskupúki og leiðindagaur. Iðil-
fögur hjúkka flækist í málin og úr
verða di'epfyndnar flækjur og
djarfar uppákomur. Aðalhlut-
verk: Jeff Goldblum, Rowan Atk-
inson og Emma Thompson. 1990.