Morgunblaðið - 28.05.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 23
Svalbakur landaði 675 tonnum af úthafskarfa að verðmæti 85 milljónir kr. eftir 29 daga túr
Betri búnaður
og bætt ástand
auka veiðina
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
KRISTJAN Halldórsson, stýrimaður á Svalbak, í brúnni ásamt Bernd
Moschner, skipstjcíra.
MIKIL og góð úthafskarfaveiði
hefur verið á Reykjaneshryggnum
að undanförnu. Til marks um það
var togarinn Svalbakur, sem
þýska útgerðarfyrirtækið Meck-
lenburger Hochseefischerei leigir
af Utgerðarfélagi Akureyringa, að
landa 675 tonnum af heilfrystum
og hausuðum úthafskarfa í Hafn-
arfirði í gær og nemur afla-
verðmætið um 85 milljónum
króna. A-flokkurinn fer á Japans-
markað, en B-flokkurinn á Evr-
ópumarkað. Að sögn Kristjáns
Halldórssonar, stýrimannas á
Svalbaki, var það veiði upp á 1.300
tonn upp úr sjó eftir 39 daga veiði.
Þá er þýski togarinn Dorato, sem
er í eigu sömu útgerðar, væntan-
legur til Hafnarfjarðar nk. þriðju-
dag með 330 tonn af frystum út-
hafskarfaflökum að afla-
verðverðmæti um 100 milljónir
króna eftir 50 daga veiðiferð, en
samtals gerir Meclenburger út
fimm frystitogara á Hrygginn.
„Skipið var alveg smekkfullt,“
sagði Kristján. Hann sagði veiðina
í heild betri en í fyrra, en ýmislegt
hefði breyst, þannig veiði stór hóp-
ur skipanna á svæðinu mun minna
en önnur og mikið er af út-
hafskarfa á svæðinu, en hann sást
þar varla í fyrra og var uppistaðan
í veiðinni þá djúpkarfi.
Kristján sagði Svalbak einkum
hafa verið rétt utan íslensku land-
helgislínunnar. „Eg er útlendingur
núna, Svalbakur er gerður út af
þýsku fyrirtæki og við förum ekki
inn fyilr. Allt í kringum okkur er
mikill fjöldi skipa, m.a. 50 til 60
Rússar og Litháar. Svo eru nokkr-
ir Færeyingar,“ sagði Kristján.
Eru þá ekki allir ísama mokinu?
„Nei, það er nú öðru nær. Fullt
af þessum skipum fær lítið. Pað
stafar af því að þau eru með gaml-
an og úr sér genginn veiðibúnað.
Það eru einkum Rússamir og Lit-
háarnir. Við erum með þessi nýju
Gloríutroll frá Hampiðjunni. Þau
eru með nýri tegund af belg, eru
grennri, þenjast betur og gefa
miklu meiri veiði. Suma daga eru
bara örfá skip í öllum hópnum að fá
alla veiðina og undantekingalaust
skip sem eru búin þessum troll-
um.“
Verða menn ekkert pirraðir og
kalla ykkur upp til aðræða málin?
„Jú, jú, menn eru í góðu sam-
bandi þama úti og samskiptin em
góð. Sumir em auðvitað pirraðir á
því að veiða lítið. Sumir, einkum
Rússamir og Litháarnir, líta nán-
ast á það sem nauðungarvinnu að
vera á Hryggnum. Þeir vilja ekki
vera þar og em að bíða eftir því að
komast í Sfldarsmuguna eða á
makrfl. Það er þeirra gullnáma.“
24 íslensk skip á út-
hafskarfaveiðum
Alls era 24 íslensk skip að veið-
um á Reykjaneshrygg og em þau
um 40 mflum austar en Svalbakur
og nágrannaskip hans. Þau era
innan landhelginnar og segir Krist-
ján þau í síst minni veiði heldur en
betri aflaskipin utan landhelginnar.
Sumir halda því fram að þarna
séu alls ekki tveir stofnar, út-
hafskarfí og djúpkarfí, heldur sé
þetta allt sama tegundin?
„Það er nú ekkert til í því. Þetta
em klárlega tveir stofnar. Það þarf
kannski fiskifræðing til að útskýra
muninn í smáatriðum, en þú þarft
ekki annað en að leggja annan við
hlið hins þá sérðu það á auga-
bragði. Munurinn er skýr.“
Samkvæmt ástandsskýrslu Haf-
rannsóknastofnunar hófust veiðar
á úthafskarfa árið 1982, en íslend-
ingar byrjuðu þó ekki fyrr en árið
1989. Uthafskarfi veiðist að hluta
til í lögsögu Grænlands og Islands,
en aðallega á hinum alþjóðlega
hluta Grænlandshafs og nærliggj-
andi svæðum. Veiði Islendinga
jókst úr tæpum 4.000 tonnum árið
1989 í rúm 53 þúsund tonn á árinu
1994. Aflinn minnkaði í tæplega 31
þúsund tonn á árinu 1995, en jókst
aftur í 63 þúsund tonn 1996, að
meðtöldu áætluðu 10% úrkasti árið
1996, en 16% fyrir þann tíma. Á ár-
inu 1997 veiddu fslendingar 41
þúsund tonn að meðtöldu úrkasti
sem var áætlað 10% af aflanum.
45 þúsund tonní hlut
Islendinga
Norður-Atlantshafsfisk-
veiðinefndin (NEAFC) hefur
samþykkt hámarksafla úr út-
hafskarfastofninum fyrir yfirstand-
andi ár. Samkvæmt því verður há-
marksafli árið 1998 153 þúsund
tonn og hlutur íslands þar af 45
þúsund tonn.
Hvaða kenningar hafa sjómenn
sín á milli um ástæðu veiðiaukning-
arinnar?
„Ein skýringin er þessi stór-
bættu veiðarfæri sem ég nefndi áð-
an, Gloríutrollin. Þeir sem nota þau
eru að veiða miklu meira en áður.
Önnur ástæða er almennt betra
áferði í sjónum. í fyrra sáum við
t.d. ekki úthafskarfa á þessum
slóðum í mai. Hann kom ekki fram
fyrr en í júlí og þá við Grænland.
Síðan vora september og október
bestu veiðimánuðimir. Þetta er allt
öðravísi í ár og varla annað en
breytt ástand í sjónum sem veldur
því,“ svarar Kristján, en þess má
geta, að í ástandsskýrslu Hafró
segir að hafa beri í huga að „veru-
legar breytingar hafi orðið á um-
hverfisaðstæðum á veiðislóðinni,
allt að 1,5 til 2 gráðum hækkun á
sjávarhita sem áhrif kunna að hafa
á hegðun úthafskarfans og þar með
aflabrögð."
Mikið úrval fyrir alla fjölskylduna
TREK 800 5P0RT
Fyrir krakka (fra 10 ára), unglinga og fullorðna, karia og konur.
Kvenhjólin eru með uppháu stýri og kvenhnakk. 26" dekk,
8 stellstærðir, 21 gír, V-bremsur.
Kr. 25.831,- stgr.
■M31.LLQN.3Q
Fyrir böm fra 5/6 ára 619/10 ára,
straka og stelpur 20" dekk, lágt
stell, löng sætispípa og fótbremsu-
drif. Standari, keðjuhlíf og bretti.
Kr. 14.913,- stgr.
MT.CUB16"
Fyrir böm frá 3/4 ára 617/8 ára,
stráka og stelpur. 16" dekk, lágt
stell, löng sætispípa og fótbremsu-
drif. Kjálpardekk, keðjuhlíf og
bretti.
Kr. 13.943,- stgr.
Kr. 11.881.- stgr.
Ævilönq ábyrgð á öllum hjólum frá TmEM*. á stfilli ng gaffli
Helstu útsölustaöir: Örnirm Reykjavík, Hjóliö v/Eiðistorg Seltjarnamesi, Músik og Sport Hafnarfiröi, Stapafell Keflavík, Pfpó Akranesi, Olíufélag útvegsmanna ísafirði, Hegri Sauðárkróki, Sportver Akureyri, KÞ Húsavtk, Króm & Hvltt Hðfn, Klakkur Vík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Birgir Oddsteinssson Hveragerði, Hjólabaer Selfossi.
Opið laugardaga frá 10-16
ÖRNINNu
ALLAR GÖTUR SÍÐAN 1925
.. SKEIFUNN111, SÍMI 588-9890
Öll varahluta- og verkstæðisþjónusta.