Morgunblaðið - 28.05.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 28.05.1998, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins Ábyrgð eða áhrifaleysi? Verður Danmörk hvítur blettur á landa- kortinu með því að hafna Amsterdam-sátt- málanum eða gerir það Dönum kleift að hnika Evrópu í áttina frá pólitískum sam- runa? Þetta eru meðal annars röksemdir sem heyrast, segir Sigrún Davíðsdóttir, fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag. Reuters VEGFARENDUR í Kaupmannahöfn virða fyrir sér áróðursspjöld frá fylgjendum og andstæðingum Amsterdam-sáttmálans. AGÖTUM Kaupmannahafn- ar er ekki að sjá að and- stæðingar Amsterdam- sáttmálans hafi fimm sinn- um minna fé umleikis en stuðnings- menn hans, því það hanga spjöld með hvetjandi nei-áletrunum upp um alla staura og húsveggi. And- stæðingarnir hafa einnig rekið markvissari, ákafari og einfaldari málflutning en stuðningsmennirnir. Meðan stuðningsmenn eins og Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra segja sáttmálann mikil- vægan til að treysta friðinn í Evr- ópu, þá hamra andstæðingar ýmist á hræðslunni við að opin landamæri leiði til aðstreymis útlendinga eða að Evrópusambandið sé orðið of stórt og voldugt miðað við litlu Dan- mörku. En á bak við margvísleg rök and- stæðinganna liggur sú bjargfasta skoðun Dana að þeir geti ekki þegið neitt frá öðrum, sem taki því fram er þeir sjálfir hafi. „Þeir hafa líka rétt fyrir sér!“ gall í forsætis- ráðherra er Morgunblaðið bar þessa skoðun undir hann nýlega, áður en hann undirstrikaði að auðvitað mætti ekki taka orð hans of bókstaflega og hann væri heldur ekki sannfærður um að þetta væri rétt. Atkvæðagreiðslan í dag verður ekki sú síðasta um afstöðu Dana til Evrópusamstarfsins en vísast munu úrslitin sýna að tortryggni þeirra hefur ekki minnkað í þau 25 ár sem Danmörk hefur verið aðili að því. Röksemdir á tvist og bast Baráttan um atkvæði Dana fór hægt og rólega af stað, meðal ann- ars af því að stuðningsmennirnir voru öryggir með sig í ljósi þess að skoðanakannanir sýndu tryggan meirihluta. En hjartslátturinn hefur aukist er nær hefur dregið því for- skot stuðningsmanna hefur minn- kað og stór hópur óvissra hefur haft tilhneigingu til að leita heldur í nei- en já-áttina. Það er nánast sama hver er spurður: Fólk trúir almennt á að sáttmálinn verði samþykktur, en undirstrikar jafnframt að niður- staðan sé fima óviss. I almennum umræðum undir- strikar forsætisráðherra gjaman að Evrópusam- starfið miði að því að tryggja frið í Evrópu. Þegar hann kemur í heimsókn til dæmis á elliheimili hefur hann gjaman byrjað á að segja að enginn taki ellilífeyrinn frá gamla fólkinu. „Ég mun sjálfur sjá til þess persónulega," bætir hann gjaman við og setur sig þar með í hlutverk hins vemdandi landsfoður, Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi Venstre, undirstrikar einkum þrjú atriði til stuðnings sáttmálanum. Danir þurfi að samþykkja sáttmál- ann til að vera áfram með í ESB og hafa þar áfram áhrif á frekari þróun samstarfsins og stækkun ESB. Með því að samþykkja sáttmálann verði nýju ESB-löndunum veitt aðhald og styrkur til að bæta ástand umhverf- isins og eins geti Danir þá haft áhrif á baráttu gegn glæpastarfsemi og samhæfingu á móttöku flótta- manna. Það þarf þó ekki að spyrja marga Dani um Amsterdam-sáttmálann til að komast að raun um að kjósendur em vægast sagt óklárir á hvað þeir eru að kjósa um. Maastrieht-sátt- málinn var viðamikið plagg en í honum vora þó ákveðnar línur, sem taka mátti afstöðu til. Amsterdam- sáttmálinn er mun minna afgerandi skjal og útlínurnar mun óskýrari. Um leið er erfiðara að benda á hver atriðin séu og hvað þau þýði. Um- ræðan hefur því mjög snúist um hvort þetta og hitt standi í raun í sáttmálanum og hvað það þýði. Fyr- ir Maastricht-atkvæðagreiðsluna lét danska stjórnin dreifa sáttmálanum inn á hvert heimili í Danmörku. Þá var því fleygt að þjóðin hefði orðið íyrir slíku áfalli að lesa svo tyrfið plagg að því hefði verið hafnað. Hvort sem stjómin nú tók mark á þessu eða ekki, var sáttmálanum allavega ekki dreift opinberlega nú, heldur hægt að panta hann. Þjóðin hefur nýkosið yfir sig þing, þar sem mikill meirihluti styð- ur sáttmálann, en skoðanakannanir benda til að sú afstaða endurspegli á engan hátt afstöðu almennings til hans. Nýleg skoðanakönnun sýnir að eftir minnkandi tiltrú undanfar- inn áratug á stjórnmálamönnum hefur traust Dana til þeirra nú tekið stefnuna upp á við. Það er hins veg- ar ekkert sem bendir til að aukið traust leiði til meiri fylgispektar al- mennings við kjörna fulltrúa sína. Ef og ef... „Ef og ef...“ eru orð sem heyrst hafa hvað eftir annað í umræðunum undanfarnar vikur. Hvað gerist ef Danir segja nei? Gífuryrðin heyrast líka. Marianne Jelved efnahags- ráðherra segir að þá verði Danmörk hvítur blettur á kortinu. En það getur enginn svarað hver áhrifin verði. Hvað eiga Danir að gera og hvemig bregðast hin ESB-löndin við? Því getur enginn svarað, en í vikunni Ijáði Nyrup í fyrsta skipti máls á að einhvers konar endur- samning gæti átt sér stað og tók þar með varlega undir ftillyrðingar and- stæðinganna í þá átt. Þeir halda því ákaft fram að í lýðræðislegu sam- starfi þurfi allir að taka tillit hver til annars. And- ers Fogh Rasmussen hefur tekið undir svipaðar athuga- semdir, sem líta má sem skynsam- leg tök ef svo færi að það yrði í raun að takast á við höfnun þjóðarinnar á Amsterdam-sáttmálanum. Eins og áður era konur tor- tryggnari en karlar. Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra kallaði yfir sig reiði kvennasamtaka er hann sagði að skýringin væri sú að svo margar konur væra án tengsla við alþjóðlegt samstarf í starfi sínu. Það stenst þó ekki því Morgun- blaðinu er kunnugt um alþjóða- stofnun, þar sem ekki skortir alþjóðatengslin. Það kemur þó ekki í veg fyrir að nánast allir ritaramir, allt konur, hyggjast segja nei í dag. En ef marka má sjötta bekk barna- skóla á Austurbrú þar sem krakk- amir kusu í gær að gamni sínu, var niðurstaðan yfirgnæfandi stuðning- ♦ ♦♦------ Um hvað kjósa Danir? Megin inntakið í Amsterdam- sáttmálanum er: Sáttmálinn íjallar um stækkun ESB Schengen-sáttmálinn, sem ís- lendingar verða einnig aðilar að, er færður inn í Amsterdam-sátt- málann. Schengen tekur til op- inna innri landamæra ESB, herta gæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins og sameigin- legar reglur um móttöku flótta- manna. Stefnt er að mótaðri ESB- stefnu í utanríkismálum. Sáttmálinn eykur möguleika á sameiginlegum hernaðaraðgerð- um, þar sem markmiðið er eink- um friðargæsla. Sáttmálinn gefur tækifæri til sveigjanlegra samstarfs á ein- stökum sviðum. Markmiðið er sjálfbærni og aukin umhverfisvernd. Baráttan gegn atvinnuleysi og samhæfðar aðgerðir á því sviði. Niðurstaða undanfarinna at- kvæðagreiðsla um Evrópusamstarfíð: 1986: Já 56.2 %, nei 43.8 % 1992: Já 49.3%, nei 50.7 % 1993: Já 56.7 %, nei 43.3 % ur við sáttmálann og það lofar góðu fyrir framtíð danskra Evrópusinna. Hin klofna Evrópuafstaða „Það er bein lína í afstöðu Dana til Evrópusamstarfsins alveg frá upphafi og þangað til nú,“ segir Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins. Þar á hann við að Danir hafi frá upphafi miðað á verslunar- og viðskiptasam- starf fullvalda þjóða, en ekki pólitískt samstarf er miðaði að yfir- þjóðlegu valdi. Þetta var þegar Ijóst árið 1972, er kosið var um aðild að Evrópusamstarfinu þá. Þar virtist muna um að Danir voru sannfærðir um að það lægi engin pólitísk skuld- binding í aðild. Þegar kom að því að kjósa um næsta sáttmála 1986, sem margir álíta að marki upphafið í átt- ina að hinni pólitísku þróun ESB og stefnu á myntbandalag, kvað Poul Schlúter þáverandi forsætis- ráðherra upp úr með að „hið pólitíska samband er steindautt". Engin ummæli um Evrópusam- starfið hafa verið endurtekin jafn oft, en spurningin er hvort þau standast. Þau höfðu hins vegar tvímælalaust áhrif í þá átt að vinna sáttmálanum þá fulltingi meirihluta kjósenda. Nýlega lýsti Nyrup því yfir að nú hefði hægt mjög á hinni pólitísku þróun ESB og átti þá meðal annars við að fyrri hugmyndir um sameig- inlega utanríkisstefnu væru dottnar upp fyrir. Aðrir geta verið ósam- mála um skilning hans en það er ljóst að meðan ESB stefnir á pólitískt samstarf verður æ erfiðara fyrir Dani að halda því til streitu að samstarfið eigi fyrst og fremst að snúast um sameiginlega markaðinn og reglur er lúta að honum. Deilan stendur einnig um hver áhrif sam- eiginlegur gjaldmiðill hafi, hvort hann leiði til skattasamræmingar og samræmingar félagsgreiðslna þegar fram í sæki og hvemig sam- starfinu verði háttað þegar nýju löndin koma til sögunnar einhvern tímann í blárri framtíðinni. En áður en að slíkum breytingum kemur eiga Danir öragglega eftir að lýsa skoðun sinni nokkrum sinnum á Evrópusamstarfinu. Deilt um greiðslur til barna- morðingja RITSTJÓRAR bresku dag- blaðanna The Times og The Daily Telegraph hafa deilt um þá ákvörðun The Times að kaupa réttinn til að birta kafla úr bók um bamamorðingjann Mary Bell. Mary Bell, sem er nú 41 árs, var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvo drengi, þriggja og fjögurra ára, árið 1968 þegar hún var ellefu ára. Hún var leyst úr haldi árið 1980 og nýtur nafnleyndar samkvæmt dómsúrskurði til að vernda 14 ára dóttur hennar. Gitta Sereny, 74 ára höfund- ur nýlegrar bókar um ævi Mary Bell, greiddi henni hluta höfundarlaunanna en hefur ekki viljað upplýsa hversu há greiðslan var. Sagt þjóna hagsmunum al- mennings Peter Stothard, ritsjóri The Times, varði þá ákvörðun sína að kaupa birtingarréttinn. Stot- hard kvaðst hafa þekkt Sereny lengi og treysta því mati hennar að hún hefði ekki getað skrifað bókina án samstarfs við bama- morðingjann. Mary Bell var dóttir vændis- konu, sem misþyrmdi henni og misnotaði hana kynferðislega, og Stothard sagði að bóldn veitti „einstaka innsýn í það hvers vegna ellefu ára stúlka gerði það sem hún gerði. Þetta er einnig mjög mikilvæg frásögn af því hvað verður um bamamorðingja í fangelsiskerf- inu. Með hliðsjón af því að við höfum nú morðingja Jamie Bul- gers [ungbams sem tveir breskir drengh' myrtu] í þessu kerfi tel ég að þetta þjóni hags- munum almennings.“ Charles Moore, ritstjóri The DailyTelegraph, er á öndverð- um meiði við Stothard og segist hafa hafnað tilboði um að birta kafla úr bókinni að vel athug- uðu máli. Moore skírskotar til siða- reglna breskra blaðamanna, sem kveða á um að greiðslur megi „ekki inna af hendi beint eða í gegnum umboðsmenn til dæmdra glæpamanna eða manna sem tengjast þeim - meðal annars skyldmenna, vina og samstarfsmanna þeirra - nema þegar það þjónar hags- munum almennings að birta efnið og greiðslur era nauðsyn- legar til að það sé gert.“ Moore segir að færa megi rök fyrir því að útgáfa bókar- innar þjóni hagsmunum al- mennings en efast um að hægt sé að réttlæta greiðslur frá dag- blaði með sama hætti. „Ef sagt er að Mary Bell hefði ekki rætt við Gittu Sereny nema fyrir peninga, þá virðist það kalla á að allir glæpamenn geri kröfu til greiðslna fyrir frásögn sína þegar skírskotað er til hags- muna almennings.“ The Times sagði í forystu- grein að Mary Bell hefði fengið „bætur“ fyrir þann tíma sem það tók hana að ræða við höfund bókarinnar. „Hugmynd- in um „bætur“ til morðingja er í mínum huga jafnvel enn ógeð- felldari en bláköld viðskipti,“ sagði Moore. „Nú er það ekíd svo að Mary Bell hafi fengið sakarappgjöf: hún er enn sek.“ Moore kvaðst hafa hafnað því að birta kafla úr bókinni þar sem hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að keppinautamir myndu saka blaðið um annar- legar hvatir og lesendur þess trúa þeim. Ekki síðasta atkvæða- greiðslan um afstöðu Dana til ESB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.