Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 37
36 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 3^ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MALEFNI LINDAR ÞÆR UPPLÝSINGAR, sem nú liggja fyrir um málefni eignar- haldsfélagsins Lindar hf., sem Landsbanki íslands eignaðist með kaupum á Samvinnubankanum, sýna, að á málinu eru ýmsar hliðar. Þó er ljóst, að ekki fæst yfirsýn yfir þau mál, sem að þessu fyrirtæki snúa fyrr en bankaráð Landsbankans hefur tekið ákvörðun um að leggja fram opinberlega frekari gögn um málið. Gera má ráð fyrir, að það verði gert í dag. Raunar hefði verið eðlilegra, að þau hefðu verið lögð fram á blaðamannafundi við- skiptaráðherra strax í gær til þess að umræður um málið gætu þá þegar farið fram á grundvelli allra þeirra gagna og upplýsinga, sem fyrir liggja. Tap Landsbankans á rekstri Lindar er gífurlegt, bæði í krón- um talið en einnig og ekki síður, ef tekið er tillit til þess, að hér var ekki um stórt fyrirtæki að ræða. Það er skiljanlegt, að spurn- ingar vakni um þetta mikla tap. Ekki má gleyma því, að það varð, þegar fjölmörg fyrirtæki og þ.á m. fjármálafyrirtæki áttu við mikla erfiðleika að etja í rekstri sökum kreppunnar, sem gekk yf- ir þjóðfélagið á þeim árum. Bankarnir sjálfír töpuðu miklum fjármunum á þessum tíma. Engu að síður er ljóst, að rekstur fyr- irtækisins hefur farið algerlega úr böndum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindar, sem dagsett er 29. marz 1996 eða fyrir rúmum tveimur árum, sýnir, að þá þeg- ar hafa legið fyrir upplýsingar um mjög ámælisverða þætti í rekstri félagsins. Þar hlýtur framkvæmdastjóri fyrirtækisins að bera mikla ábyrgð en einnig stjórn fyrirtækisins. Skoðanir hafa verið skiptar á undanförnum árum um ábyrgð stjórnarmanna í fyrirtækjum en þó er ljóst, að hún er umtalsverð. Tap Landsbankans á Lind hefur vakið mikla athygli en þó ekki síður sú staðreynd, að Ríkisendurskoðun lýsir þeirri skoðun í skýrslu til bankaráðs 29. marz 1996, að brýn þörf sé á frekari rannsókn á málefnum fyrirtækisins. Sú rannsókn fór aldrei fram og er ekki hægt að leggja mat á röksemdir bankaráðs Lands- bankans fyrir þeirri niðurstöðu fyrr en bankaráðið hefur að lokn- um fundi sínum í dag birt opinberlega frekari gögn um málið. Hins vegar hefur Kjartan Gunnarsson, þáverandi formaður bankaráðs og nú varaformaður bankaráðs, ákveðið að leggja fram tillögu á bankaráðsfundi í dag um sakamálarannsókn á málefnum fyrirtækisins. í ljósi þeirra umræðna, sem fram hafa farið á Alþingi síðustu tvo daga og blaðamannafundar Finns Ingólfsson- ar, viðskiptaráðherra, í fyrradag er sú tillaga varaformanns bankaráðs eðlileg. Andrúmsloftið í kringum þetta mál og þar með Landsbankann verður ekki hreinsað nema slík rannsókn fari fram. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, hefur legið undir þungu ámæli stjórnarandstöðunnar á Alþingi síðustu daga fyrir það að hafa leynt Alþingi upplýsingum um þetta mál, þegar fyrirspurn var borin fram um það 3. júní 1996. Samkvæmt þeim gögnum, sem nú hafa verið lögð fram, fékk ráðherrann skýrslu Ríkisend- urskoðunar, þar sem brýn þörf er talin á frekari rannsókn máls- ins, til meðferðar 19. apríl 1996 eða u.þ.b. einum og hálfum mán- uði áður en hann svaraði fyrirspurn á Alþingi um málið. Þótt erfitt sé að halda því fram, að ráðherrann hafi í þeim umræðum beinlínis sagt ósatt fer tæpast á milli mála, að hann veitti Alþingi ekki upplýsingar, sem hann þó hafði undir höndum á þeim tíma. Það er hægt að fallast á það, að ráðherrar eigi að fara varlega í að fara með tölur eftir minni á Alþingi. Hins vegar er ekki hægt að fallast á, að ráðherrann hafi ekki munað eftir skýrslunni sjálfri um svo veigamikið mál og í ljósi þess, hvernig fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, alþingismanns, var orðuð á þeim tíma, hefði verið eðlilegt, að ráðherrann hefði skýrt þinginu frá því, að Ríkisendurskoðun hefði þá þegar tekið saman álitsgerð um málefni Lindar. Það er alvarlegt mál að gefa Alþingi ekki réttar upplýsingar eða halda upplýsingum frá Alþingi með einhverjum hætti. Það var mikill álitshnekkir fyrir Landsbanka íslands, þegar í ljós kom, að bankinn hafði ekki sent frá sér réttar upplýsingar vegna fyrirspurnar, sem fram kom á Alþingi. Lindarmálið snýst því um þrennt um þessar mundir. I fyrsta lagi um hið mikla tap Landsbankans á fyrirtækinu og sjálfsagt liggja allar upplýsingar fyrir um það nú þegar, þótt það hafi ekki verið upplýst fyrr en nú hvað þetta tap var mikið. I öðru lagi um það hvers vegna ekki var farið að ráðum Ríkisendurskoðunar um frekari rannsókn á málefnum fyrirtækisins hinn 29. marz 1996 en væntanlega koma efnisleg rök bankaráðsins fyrir þeirri niður- stöðu fram í dag og í þriðja lagi um það, hvers vegna við- skiptaráðherra skýrði Alþingi ekki frá því að Ríkisendurskoðun hefði tekið saman greinargerð um málið, þegar beinlínis gafst til- efni til þess að veita slíkar upplýsingar vegna framkominnar fyr- irspurnar í júníbyrjun 1996. Flest bendir til þess að frekari um- ræður fari fram um málið á Alþingi og þá fær viðskiptaráðherra væntanlega tækifæri til að gera frekari grein fyrir þeirri hlið málsins. Fyrirsjáanlegt er að sú opinbera rannsókn, sem tillaga verður gerð um í bankaráði Landsbankans í dag, verður væntanlega ein- hver umfangsmesta slík rannsókn, sem fram hefur farið hér á landi. Eins og málum er komið er hún hins vegar óhjákvæmileg. Ásta R. Jóhannesdóttir f umræðum á Alþingi f gær um málefni Lindar hf. F: : JINNUR Ingólfsson við- 'skiptaráðherra sætti enn á ný harðri gagnrýni stjórn- arandstæðinga í upphafi þingfundar á Alþingi í gærmorgun. Hann var sakaðar um að hafa sagt þinginu ósatt og leynt það upplýs- ingum þegar Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður spurðist fyrh- um tap Landsbanka Islands vegna fjár- mögnunarfyrirtækisins Lindar hf. í óundirbúinni fyrirspurn fyrir tveim- ur árum. Sögðu þeir að nú væri vitað að á sama tíma og ráðherra hefði sagt að hann kannaðist ekki við þær tölur, sem Ásta Ragnheiður hefði nefnt í fyrirspurn sinni um sex tO sjö hundruð milljóna króna tap, hefði hann haft undir höndum skýrslu Ríldsendurskoðunar um við- skipti Landsbankans og Lindar hf. og bréf formanns bankaráðs Lands- bankans, Kjartans Gunnarssonar, sem segði að tap Landsbankans væri enn meira en 400 milljónir króna. Sögðu stjórnarand- stæðingai’ að í ljósi þessa ríkti alger trúnaðarbrestur milli Alþingis og við- skiptaráðherra og jafnvel að ráðherra ætti skilið van- traust af hálfu þingsins. Viðskiptaráðherra ítrekaði hins vegar fyrri ummæli sín um að í skýrslu Ríkisendur- skoðunar hefðu ekki falist nægilegar upplýsingar til að hann gæti svarað fyrirspurn- inni og benti jafnframt á að ábyrgð á þessu máli væri einnig hjá Alþingi, þar sem það hefði kjörið það bankaráð Landsbankans sem sat árið 1996. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingflokki jafnaðarmanna, hóf umræðuna um málefni Lindar og sagði tilefnið vera að frekari upplýsingar hefðu borist um málefni Lindar hf. og Landsbanka Islands. Þar átti hún m.a. við skýrslu Ríkisendurskoðunar sem viðskiptaráðherra lagði fram á blaðamannafundi í fyrra- dag og bréf formanns bankaráðs til ráðherra fyrri part árs 1996 þar sem kemur fram að tap bankans vegna Lindar sé mun meira en 400 milljónir króna. „Þetta eru allt upplýsingar sem ráðherra hafði undir höndum í margar vikur fyrir 3. júní 1996 þegar ég spurðist fyrir um tapið vegna Lindar," sagði Ásta og bætti því síðar við að hann hefði þar með verið að segja þinginu ósatt. Hún vitnaði í orð ráðherra, þegar hann svaraði um- ræddri fyrirspum fyrir tveimur árum, en þá sagði hann eftirfarandi: „Þessar heildarupplýsingar liggja fyrir og ég ítreka að ég þekki þær ekki nákvæm- lega. Ég hef reyndar heyrt eins og háttvirtur þingmaður í fjölmiðlum að tap bankans hafi verið mikið vegna tiltekins fyrirtækis, en ég treysti mér ekki til að fullyrða að þær upplýsingar séu réttar.“ Ásta spurði því næst hvernig Alþingi hefði átt að geta brugðist við þegar viðskiptaráðherra hafði leynt það upplýsingum. „Hann leyndi þingið upplýsingunum þegar hann var með upplýsingar sem fyrrver- andi formaður bankaráðsins telur nú að þurfí opinbera sakarannsókn á. Hæstvirtur ráðherra brást upp- lýsingaskyldu sinni gagn-_________ vart Alþingi fyrir tveimur árum. Það er orðinn alger trúnaðarbrestur milli þings og ráðherrans og það er álitamál hvort hæstvirt- um ráðherra sé sætt áfram á ráðherrastóli. Svo mikill er trúnað- arbresturinn," sagði Ásta „Hefði reynt að snúa út úr“ Viðskiptaráðherra, Finnur Ing- ólfsson, sagði í upphafí máls síns að skýi-sla Ríkisendurskoðunar væri Álitamál hvort viðskiptaráðherra sé sætt áfram Þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi virðast ekki hafa sagt sitt síðasta orð um málefni Lindar hf. Arna Schram gerir grein fyrir gagnrýni þeirra á viðskiptaráðherra í upphafí þingfundar í gær. ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir ræða málin í þingsal í gær en báðar hafa þær fjallað um málefni Lindar á Alþingi. Morgunblaðið/Golli Leyndi þingið upplýsingum staðfesting á þeim upplýsingum, sem hann hefði haldið fram á Alþingi í fyrradag. En í skýrslu Ríkisendurskoðunar kæmi fram að bankinn hefði gengið í ábyrgðir fyr- ir Lind hf. upp á 400 milljónir króna. Hins vegar kæmi þar ekkert fram hvert tap Landsbankans væri vegna Lindar. Þegar hér var komið sögu kallaði Ásta Ragnheiður fram í og sagði að þessar upplýsingar hefðu hins veg- ar ekki komið fram í umræðunni um Lind fyrir tveimur árum. „Það ________ er hárrétt, háttvirtur þingmaður," sagði ráðherra „vegna þess að ef að ég hefði sagt það fyrir tveimur árum að ..tapið væri 400 milljónir króna eða ábyrgðir þar væru 400 milljónir króna þá býst ég við því að háttvirtur þingmaður, eins og hann gerir sér að leik hér hvað eftir annað, hefði reynt að snúa út úr því og sagt nú að sá sem hér stendur hefði farið með rangar upplýsingar gagnvart þinginu. Þess vegna passaði ég mig á því að fullyrða ekkert um það hvert tapið væri vegna þess að ég hafði ekki grein- argóðar upplýsingar um það.“ Á eftir ráðherra steig Steingrím- ur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalags og óháðra, í pontu og sagði: „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að horfast í augu við það að hæstvirtur við- skiptaráðherra er í vondum málum eins og sagt er nú til dags. Þetta er sami hæstvirti ráðherrann og varð það á hér í vetur að bera ábyrgð á því að rangar upplýsingar voru lagðar fyrir Alþingi. Nú kemur í ljós að hæstvirtur ráðherra hefur einnig með mjög alvarlegum hætti algerlega brugðist upplýsinga- skyldu sinni gagnvart Álþingi. Engu að síður vísar hæstvirtur ráðherra á Alþingi og reynir að velta ábyrgðinni af sjálfum sér og sínum herðum yfir á Alþingi með því að vísa til þess að það hafi verið Alþingi sem hafi kosið bankaráð Landsbankans á sínum tíma,“ sagði Steingrímur og var að vísa til orða ráðherra sem féllu á blaðamanna- fundi í fyrradag. „Samt bregst hæstvirtur ráðherra þeirri skyldu sinni að upp- lýsa Alþingi um þá alvarlegu hluti sem ráðherrann hefur haft vit- neskju um árum saman,“ sagði Steingrímur. „Ráðherra ævinlega saklaus" „Og ég tók eftir því á blaða- mannafundinum,“ sagði Steingn'm- ur, „að hæstvirtur ráðherra nefndi ýmist bankaráð Landsbankans, bankaeftirlitið, Ríkisend- ______ urskoðun eða Alþingi. Það báru sem sagt allir aðrir ábyrgð nema hæstvirtur ráðherra. Hann ber aldrei neina ábyrgð; er ævinlega ~ saklaus." í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðarmanna, kom fram að í annað sinn á nokkrum vik- um væri kominn upp alvarlegur trúnaðarbrestur milli þingsins og viðskiptaráðherra og að ráðhen-a ætti jafnvel skilið vantraust. Fyrr í vetur hefði ráðherra komið með rangar upplýsingar um laxveiði- kostnað Landsbankans og nú væri það ljóst að hann hefði gefið rangar upplýsingar um tap Landsbankans vegna Lindar. Jóhanna sagði að ótrúverðugleiki ráðherrans væri æpandi í þessu máli og að hann gæti ekki fríað sig ábyrgð á því, frekar en bankaráðið, bankastjórar eða stjórn Lindar. „Og hann ber ábyrgð á því að gera Alþingi ekki grein fyrir stöðu málsins og skýrslu Ríkisend- urskoðunar fyrir tveim árum,“ sagði hún. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, tók fram í upphafi máls síns að umrætt mál væri eitt það alvarlegasta sem hefði komið upp í samskiptum þings og framkvæmdavalds. Hún fór síðan yfir atburðarásina hinn 3. júní árið 1996 og gerði m.a. að umtalsefni bréf formanns bankaráðs Lands- bankans til viðskiptaráðherra þar sem kemur fram að tap Landsbankans vegna Lindar væri meira en 400 milljónir kr. Rannveig spurði síðan hvernig ráðherra hefði getað gleymt slíku bréfi sem og skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Þetta er vanvirða við Alþingi," sagði hún. „Ráðherrann vísar á aðra en nú er komið að skuldadög- um.“ Svanfríður Jónasdóttir, þingflokki jafnaðarmanna, benti á að Ásta Ragnheiður hefði ekki einungis spurt um fjárhagslegt tap Lindar hf. í fyrirspurn sinni sumarið 1996 heldur hefði hún einnig spurt að því hvort ráðherra teldi ástæðu til að láta utanaðkom- andi aðila skoða eða kanna hina ýmsu þætti málsins. Ráðherra hefði hins vegar ekki séð ástæðu til að svara þeirri spurningu á sínum tíma. Þrátt fyrir það gerði hann sér það nú að leik að varpa ábyrgð á málinu yfir á herðar Alþingis. „Hann varp- ar ábyrgð á Alþingi, þegar hann sjálfur var sá eini sem vissi að þessar upplýsingar lágu fyrir,“ sagði hún meðal annars. „Ábyrgðin er skýr“ í máli sínu gerði Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalista, trúnaðarbrest milli Alþingis og við- skiptaráðherra m.a. að um- talsefni og sagði einnig eftir- farandi: „Nú eru það ríkis- stjórnarflokkarnir sem eru að hengja hvor annan, von- andi, og karpa um það hvor sé sekari, Kjartan Gunnars- son, formaður bankaráðsins og skjólstæðingur Sjálf- stæðisflokksins, eða Finnur Ingólfsson, bankamál- aráðherra Framsóknar- flokksins. Og það dylst engum að fjármögnunarfyi’irtækið Lind hf. hefur starfað í skjóli Framsóknar- flokksins og framkvæmdastjóri þess er vel þekktur framsóknar- maður.“ Undir lok umræðunnar kom við- skiptaráðherra aftur í ræðustól og ræddi m.a. um það hver bæri ábyrgð í þessum máli og benti á að bankaráð Landsbankans sem setið hefði árið 1996 hefði verið kjörið af Alþingi. Þar af leiðandi hefði það starfaði á ábyrgð Alþingis. „Og um ___leið og ábyrgðin er skýr er það líka alveg klárt að upplýsingaskylda bankaráðsins er sú sama gagnvart Alþingi,“ sagði hann. Ráðherra benti ennfremur á að fulltrúar kjörnir af stjórnarand- stöðunni hefðu verið í meirihluta í bankaráðinu á árinu 1996 og að í bréfi sínu dagsettu 14. júní 1996 hefði hann vísað málefnum Lindar til ákvörðunar og ábyrgðar bankaráðs Landsbankans. Hafði ekki greinargóðar upplýsingar Ráðherra gat ekki um skýrslu Ríkisendur- skoðunar á þingi 1996 Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur verið sakaður um að leyna Alþingi upplýsinfflim um málefni Lindar hf. í þingumræðum fyrir tveim- ur árum. Hér birtast rær umræður orðréttar og einnig h' uti af svörum ráðherrans á þingfundi í fyrradag IUMRÆÐUM á Alþingi síðustu daga um málefni eignarleigu- fyrirtækisins Lindar hf. hefur Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra verið sakaður um að leyna Alþingi upplýsingum er hann svaraði fyi’irspurn um mál fyr- irtækisins í júní 1996. Fram hefur komið að ráðherrann fékk 19. aprfl sama ár bréf frá for- manni bankaráðs Landsbankans, þar sem skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindar fylgdi með. I bréfinu var tekið fram að enn hærri fjárhæðir en þær 400 milljónir króna, sem nefndar era í skýrslunni, væra tapaðar. Tviþætt fyrirspurn Astu árið 1996 Á Alþingi hinn 3. júní 1996 spurði Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður j afnaðannanna, viðskiptaráðherr- ann um þetta mál. Spuming Ástu var tvíþætt, annars vegar um það hversu miklu Landsbankinn hefði tapað á Lind og hins vegai’ um það hvort ráðherr- ann sæi ástæðu til að utanaðkomandi aðili skoðaði málið. Orðaskipti þeirra Ástu og Finns fara hér á eftir: Asta R. Jóhannesdóttir: „Hen-a forseti. Á undanfómum ár- um hefur eiginfjárstaða Landsbank- ans verið það slæm að jnkið hefur þui-ft að koma til aðstoðar sem ábyrgðaraðili til að styrkja stöðu hans. Ég minni á 1.250 millj. kr. víkj- andi lán hjá Seðlabanka í desember 1992, 2 milljarða kr. fjárhagsaðstoð frá ríkissjóði í mars 1993 og 1 millj- arðs kr. víkjandi lán úr Trygginga- sjóði viðskiptabanka. Svo má nefna milljarðinn frá í vetur, víkjandi lán reyndar, vegna endurfjármögnunar. Nýverið kom fram í fjölmiðlum að áætlað er að Landsbankinn hafi tapað um 600 millj. kr. vegna dótturfyrir- tækis hans, eignarleigufyi-h’tækisins Lindai’. Þar sem Landsbankinn er í eigu allra landsmanna og þetta eitt mesta tap bankans vegna eins fyrir- tækis frá upphafi, óska ég eftir af- stöðu hæstv. viðskrh. og upplýsinga frá honum um eftirfarandi atriði: Er það rétt að tap Landsbankans vegna Lindar hafi verið á milli 600 og 700 millj. ki’.? Ef svo er hvemig er bankanum ætlað að ráða við þetta mikla tap miðað við erfiða eiginfjár- stöðu bankans? Hvaða ákvarðanir leiddu til þessa mikla taps og hverjir eru ábyrgir fyr- ir því? Telur hæstv. ráðherra ástæðu til þess að láta utanaðkomandi aðila skoða eða kanna hin a ýmsu þætti þessa máls þar sem um háar upphæð- ir er að ræða af almannafé?“ Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson): „Herra forseti. Þær upplýsingar sem hv. þm. var með um tap Lands- bankans á einstökum eignarfyrir- tækjum bankans eða einstökum við- skiptamönnum bankans þekki ég ekki. Það hefur hins vegar oft komið fram á Alþingi hvert tap Landsbank- ans hefur verið í heild sinni á undan- gengnum árum. Þær upplýsingar liggja allar fyrir í þingskjölum og era hverjum og einum þingmanni opinberar, sem og öðram. Nú veit ég, hv. þm., að bankaráð Landsbankans er að fjalla um útlánatöp bankans á undanfornum áram. Ég býst fastlega við að málefni Lindar sem og töp annarra aðila sem Landsbankanum tengjast verði skoðuð í því samhengi.“ Ásta R. Jóhannesdóttir. „Herra forseti. Það er mjög merkilegt að heyra það hér af vöram hæstv. bankamálaráðherra að hann þekki ekki tap vegna Lindar sem er eitt stærsta tap Landsbankans frá upphafi vegna eins fyrirtækis. Það er krafa al- mennings að fá svör við þeim spurningum sem ég lagði fram þannig að það komi skýrt fram hvers vegna þetta mikla tap varð. Hverjir bera ábyrgð á því? Á að láta þá menn sæta ábyrgð? Eða eiga þessir menn áfram að sitja í toppstöðum í Lands- bankanum eftir þetta mikla tap? Það er full ástæða til að kalla eftir þessum svöram þvi auðvitað er það almenningur í landinu sem þarf að borga brúsann. Þetta kemur fram í hærri vöxtum og hærri gjöldum sem bitna á almenningi og viðskiptavin- um Landsbankans. Ég kalla eftir svöram við þeim spurningum sem ég lagði hér fram áðan.“ Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson): „Herra forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að það hefur kom- ið fram á hinu háa Alþingi hver töp Landsbankans hafa verið á undan- förnum áram. Það hefur ekki verið sundurgreint nákvæmlega hverju bankinn hefur tapað, hvorki á ein- stökum fyrirtækjum né á einstak- lingum sem hafa átt viðs kipti við bankann. Enda hygg ég að það séu trúnaðarmál milli viðkomandi bankastofnana hvort sem það eru hlutafélagabankar eða ríkisvið- skiptabankar sem þar er um að ræða. Þessar heildarupplýsingar liggja fyrir og ég itreka að ég þekki þær ekki nákvæmlega. Ég hef reyndar heyrt eins og hv. þm. í fjölmiðlum að tap bankans hafi verið mikið vegna tiltekins fyrirtækis en ég treysti mér ekki til að fullyrða að þær upplýsingar séu réttar. Bankaráð bankans sem ber auðvitað ábyrgð á rekstri bankans og banka- stjórarnir síðan ábyrgð á rekstri bankans gagnvart bankaráðinu.“ Ásta R. Jóhannesdóttir: „Það kom fram hjá hæstv. ráðherra, herra forseti, að það eru bankastjórarnir sem bera ábyrgðina. Verða þeir látnir sæta ábyrgð? Ég spyr hæstv. ráðherra um það. Það er greinilegt á svöram ráðherrans hér að það er ýmislegt óupplýst í þessu máli, upplýsingar sem almenningur á rétt á að fá. Það er greinilega eng- um blöðum um það að fletta, hæstv. ráðherra." Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson): „Herra forseti. Áður en mönnum era gerð upp mistök í starfi eða á þá lögð ákveðin ábyrgð þá held ég að það sé rétt að fá það upplýst hver sú ábyrgð er sem þeir menn eiga að sæta ef ástæða er til. Þess vegna er fáránlegt að reyna eins og hv. þm. að útbúa sök eða koma sök jafnvel á saklausa menn.“ Hafði skýrsluna en kannaðist ekki við tölumar í svörum sínum í júní 1996 nefndi viðskiptaráðherra ekki bréf fori' manns bankaráðsins, skýrslu Ríkisendurskoðunar eða þær tölur, sem komu fram í henni. I umræðum á Alþingi í fyrradag var ráðherrann gagnrýndur fyrir að hafa ekki treyst sér til að staðfesta það fyrir tveimur árum að tapið vegna Lind: ar væri á bilinu 600-700 milljónir. í umræðunum sagði Finnur Ingólfs- son: „Ég kannaðist ekki við þessar tölur sex til sjö hundruð milljónir króna. Ég var þá með undir hönd- um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem mér var send frá Landsbank- anum. í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að bankinn hafi gengið í ábyrgðir fyrir eignarleigufyrirtækið Lind hf. upp á 400 milljónir króna. Hefði ég við óundirbúna fyrirspurn frá háttvirtum þingmanni staðfest eða hafnað því að þessar upplýsing- ar væra réttar, hefði ég ekki farið með rétt mál. Það hefði verið óá- byrgt af mér, með engin gögn í höndum, að taka undir með hátt- virtum þingmanni eða staðfesta það hvort þær upplýsingar sem hátt- virtur þingmaður hafði úr fjölmiðl- um væru réttar eða rangar.“ I umræðunum í fyrradag sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, að svör ráðherrans árið 1996 hefðu ekki ver- ið nógu greinargóð og hefði ráðherr- ann ekki sagt þinginu ósatt, hefði hann að minnsta kosti leynt það upp- lýsingum. Þessu svaraði Finnur þannig: Skýrslan opinbert plagg „Ég tek undir það með hv. þing- manni, Steingrími J. Sigfússyni, að það er mikilvægt að ráðherra svari eins ýtarlega og rétt og nokkur kost- ur er. Það er hins vegar mjög erfitt að svara mjög ýtarlega í óundirbún- um fyrirspumum ef menn ætla að vera mjög nákvæmir á tölum. Og aþ því að hv. þingmaður kom inn á það að tapið væri 6-700 milljónir króna og mig rámaði í það, eftir að hafa lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar, að þær upphæðir gæti ég hvergi fundið í þeirri skýrslu. Og ég mundi að þær ábyrgðir, sem Landsbanldnn hafði gengið í fyrir Lind, voru 400 milljónir króna. Ég treysti mér ekki heldur til þess á grundvelli skýrslunnar að staðfesta að sú tala væri rétt. Hefði ég gert það, hefði ég hugsanlega ver- ið að gefa rangar upplýsingar. Hins vegar, eins og hv. þingmaður Sig- hvatur Björgvinsson hefur beðið um, að fá skýrslu Ríkisendurskoðunar birta - hún er opinbert plagg, því að hún liggur fyrir í ráðuneytinu og í henni kemur skýrt fram að ábyrgðir, sem Landsbankinn hefði gengið í fyr- ir Lind, vora 400 mflljónir króna á þessum tíma. Þannig að það verðui’ opinbert plagg og þá kemur það í ljóf^ hvemig þessum málum er háttað." mW-H- ^ ALÞINGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.