Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 46

Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 46
.46 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SAGA ÚR SVEITINNI NÚ UM skeið hefur gengið yfir þjóðina óvenju hörð umræða, bæði í fjölmiðlum og manna á milli. Það er í mínum huga algjört gnandvallaratrið að menn séu sannorðir og heiðarlegir bæði við sjálfa sig og aðra. Allir þurfa að finna fyrir ábyrgðartilfinningu og skiptir þá ekki máli í hvaða stétt *■ eða stöðu menn standa. I þessari blaðagi-ein ætla ég að segja frá fólki sem ætti að vera orðið nokkuð þekkt, því að í meira en einn áratug hefur það stundað þá iðju að auglýsa sig í flestum þeim fjölmiðlum sem í boði eru í þjóðfélaginu. Þetta fyrirbæri hlýtur að flokk- ast undir það sem kallað er at- hyglissýki. Aður en lengra er haldið vil ég segja þetta af sjálfum mér. Eg er fæddur 15. janúar 1919 að Hvammi í Vatnsdal, þar lifði ég mín bernsku- og æskuár. Þegar ég var 12 ára gamall fluttist ég fct neð foreldrum mínum á aðra jörð þar í sveitinni. Ekki seldu þau Hvamm fyrr en haustið 1945 að ég keypti af þeim og byrjaði svo búskap minn vorið eftir 1946. Vorið 1985 varð ég óvænt og snögglega fyrir því að fá kransæðastíflu eins og því miður gerist oft. Afleiðingarnar urðu þær að ég varð að selja bústofn minn og jörð eftir tæplega 40 ára búskap. Vegna þeirra sem ekki þekkja til . skal það tekið fram að jörðin Hvammur hefur verið tvö lögbýli síðan árið 1926. Sá hiuti jarðarinn- ar, sem ég átti, kallast Hvammur II. Eg þurfti ekki að auglýsa jörð mína, það spurðist fljótt og barst víða að hún væri til sölu. Það var nú svo, að á árum áður þótti það fréttnæmt þegar þekktar jarðir í góð- sveitum voru boðnar falar. Eg fékk margar upphringingar þar sem menn lýstu áhuga sínum á jörðinni. Einn þeirra, sem hafði sam- band, var maður að nafni Stefán Ingólfs- son í Reykjavík, hann sagði að besti vinur sinn hefði gífurlegan áhuga á sveitabúskap, hann væri búinn að Hallgrímur leita allvíða fyrir sér Guðjónsson með það í huga að kaupa jörð til búskapar. Stefán hældi þessum manni mikið, hann heitir Gunnar Astvaldsson og titl- ar sig búfræðing og verktaka. Kona hans heitir Þufíður Guð- mundsdóttir. Ég fór á fund þessara hjóna ásamt Stefáni. Þar var fastmæl- um bundið að ég léti þau vita áður en ég gerði út um sölu á jörðinni. Þetta leiddi til þess að hinn 8. september 1985 var undirritaður heima í Hvammi samningur þar sem ég seldi þeim Þuríði og Gunn- ari jörð mína Hvamm II ásamt bústofni og vélum. Afhendingar- dagur var ákveðinn 20. október 1985. Samninginn gerði Hjalti nokkur Steinþórsson, sem Gunnar sagði að væri vinur sinn og að hann gerði m.a. skattskýrslu fyrir þau hjónin. Samningarnir voru reyndar tveir. Annar er maka- skiptasamningur, þar sem kaup- endur láta íbúð sína í Reykjavík upp í jarðarverðið. Hinn er um kaup og sölu á búfé og vélum. Að Vanfar — staðgreiðsla Hlíðar — Háaleiti — Fossvogur Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-6 herb. íbúð eða hæð í ofangreindum hverfum á verðbilinu 8,0—12,0 millj. Nánari upplýsingar veita Bárður sölustjóri eða Bogi sölumaður. Hafið samband, það kostar ekkert. Einnig mætti skoða eignir í miðbæ eða vesturbæ, Teigum eða Lækjum. Vantar 4ra-6 herb. Selás/Árbær Verð 8,0—11,0 millj. Fjársterkur kaupandi. Upplýsingar veita Barður eða Bogi hjá Valhöll. Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477. mínu mati og margra annarra eru þessir samningar óvenjulegir vegna þess hve ég reiknaði eignir mínar á lágu verði, þegar tekið er tillit til þess að ég var að skipta við óvandabundið fólk. T.d. reiknaði ég ekki heyin sem kaup- endurnir tóku við en þau munu hafa verið að verðmæti um 500- .000 kr. á verðlagi við- komandi árs, þá má ekki gleyma fram- leiðsluréttinum, sem jörðin hafði, en hann var mjög mikill. Ég verð bara að játa hrein- skilnislega að ég áttaði mig ekki á að hægt væri að selja þennan rétt frá jörðinni eins og nú hefur verið gert fyrir þá gífurlega peninga sem raun varð á. En í því sam- bandi hef ég heyrt nefndar töl- urnar 12-13 milljónir. Viðskipti mín við þetta fólk hafa orðið mér og minni fjöl- skyldu mikil raunasaga. Það er Hvammur í Vatnsdal hefur verið fjölmiðla- matur á liðnum árum. Hallgrimur Guðjóns- son fjallar um sölu jarðarinnar og atburða- rás henni tengda. skemmst frá að segja að í marsmánuði 1988, fóru mér að berast kvartanir vegna galla sem þau töldu vera á eigninni. Sú fyrsta fjallaði um sprungu á haug- húsi, sem þau sögðu síðar fyrir dómi að ég hefði sýnt þeim og að við hefðum rætt um hana þegar kaupin voru gerð. Næstu árin rigndi yfir mig því sem ég get ekki kallað annað en ofsóknir. Það var stöðugt verið að koma með kröfur og aðdróttanir um svik og hvers konar óheilindi, sem ég hefði sýnt í þessum við- skiptum. Þau Þuríður og Gunnar létu ekki sitja við orðin tóm. Hinn 21. nóvember 1993, 8 árum eftir að ég seldi jörðina, höfðuðu þau dómsmál á hendur mér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm- urinn var fjölskipaður í þessu máli. Annar af tveimur meðdóm- endum er doktor í byggingar- verkfræði en hinn tæknifræðing- ur. Hinn 1. júlí 1994 fóru allir dómarar, lögmenn og aðilar máls- ins til vettvangsskoðunar að Hvammi II. Dómarar tóku mynd- ir og skoðuðu allar aðstæður. Hinn 21. október 1994 var ég sýknaður í Héraðsdómi af öllum kröfum stefnenda. Einum kröfulið var vísað frá dómi og stefnendur dæmdir til að greiða mér óskipt 525.000 kr. í málskostnað. En þessi góðu og guðhræddu hjón í Hvammi II voru ekki enn af baki dottin, þau leituðu til Hæstaréttar, sem felldi dóm hinn 21. mars 1996. Þar tókst þeim að fá sér tildæmdar skaðabætur ásamt dráttarvöxtum og máls- kostnaði verulegar upphæðir sem ég ætla ekki að kvarta hér undan. Hitt er mér umhugsunarefni hvað þetta fólk sem ég er hér að ræða um, hefur náð langt með ósvífni og hræsni. Þetta get ég sagt að gefnu tilefni. Þegar Gunnar kom norður með það fyrsta af búslóð sinni haustið 1985 sagði hann við mig á hlaðinu í Hvammi II að ekkert í sinni eigu færi inn í íbúð- arhúsið nema Biblían yrði borin á undan. Það þykir nú ef til vill barnalegt af mér en þetta styrkti mig í þeirri trú að ég hefði gert viðskipti við gott og heiðarlegt fólk. Þáttur Stefáns Ingólfssonar í þessu máli hefur orðið okkur hjónunum bæði undrunarefni og vonbrigði. Sonur hans Ingólfur, þá drengur á unga aidri, var hjá okkur tvö eð þrjú sumur við snún- inga í sveitinni, við töldum þau góða kunningja okkar. „En lengi skal manninn reyna.“ Stefán lét sig hafa það að senda Héraðsdómi vottorð, dómskjal nr. 76, undir- ritað í Reykjavík 13. júní 1994, þar sem hann segist hafa tekið þátt í að handmoka haughúsið í Hvammi II haustið 1991 og tekur fram að vinna sín á dómskjali nr. 49 sé þar síst oftalin. Það er von- andi að Stefán hafi ekki gleymt að telja tekjur af þessari vinnu á viðkomandi framtalsári. En það sem verra er, Ingólfur, sem áður er nefndur, er látinn mæta sem vitni fyrir dómi 10 árum eftir að hann var hjá okkur í sveitinni og þar varð honum á að segja ósatt. Mér finnst að það hefði verið heiðarlegra fyrir Stefán að mæta sjáifur, en hann tekur það ráð að senda vottorð um skítmokstur sinn í Hvammi 6 árum eftir að ég fer þaðan. Ég veit ekki betur en að það hafi verið gripir í fjósinu allan þann tíma, þessir gripir hafa bara líklega ekkert lagt frá sér. Ég veit ekki hvað mér kemur þessi skítmokstur Stefáns við. En fram í huga minn koma orðin skít- legt eðli, sem féllu ómaklega á hinu háa Alþingi fyrir nokkrum árum. Kröfurnar sem þau Þuríður og Gunnar lögðu fram í Héraðs- dómi voru með ólíkindum. Ein var um kostnað vegna hurða á útihúsi. Krafan var sett fram í maí 1994, þegar tæp 9 ár voru liðin frá því að þau tóku við jörðinni og hljóðaði upp á 121.059 kr. Þetta útihús var þá 30 ára gamalt. Dæmi um sannleiksást Þuríðar: Hún sagði fyrir dómi að þau hjón- in hefðu tekið á sig kostnað fyrir mig vegna viðgerða sem fram hefði farið á íbúð sem þau létu upp í jarðarverðið. Eftir að ég tók við íbúðinni, fékk ég mánaðarlega gíróseðil með tilkynningu um greiðslu á afborgunum af skuld sem fyrri eigendur höfðu stofnað til vegna endurbóta. Það skal tekið fram að þau endurgreiddu mér. Enda tekið fram í maka- skiptasamningi: „Ibúðin afhendist skuldlaus við hússjóð." Því miður get ég nefnt fleiri dæmi um ósannindi sem mótaðilar mínir létu sér sæma að hafa í frammi, áminnt um sannsögli frammi fyrir dómara. Það er al- varlegt mál. Ég ætla ekki að tína fleira til núna en af nógu er að taka í dóm- skjölum en þau voru orðin tæpar 300 blaðsíður að umfangi áður en yfir lauk. Þessi málaferli hafa orðið okkur hjónunum mikil lífs- reynsla og við skiljum ekki hvaða hvatir liggja að baki þegar fólk hagar sér á þennan hátt. I upphafi máls, hér að framan, nefndi ég ótrúlega áráttu hjón- anna í Hvammi II, til að komast í fjölmiðla. Umfjöllun mín hér að framan hefur að mestu verið á al- varlegum nótum en það má ekki heldur láta skoplegu hliðarnar fram hjá sér fara. Það var nokkru eftir að málaferl- in gegn mér hófust að maður, sem þekkti vel allan málatilbúnaðinn, sagði við mig að mér fannst í ásök- unartón „þú hefur selt einhverjum apaketti jörðina þína“. Þessi um- mæli rifjuðust heldur betur upp þegar ég hlustaði á þáttinn „Kvöld- gestir" í útvarpinu fyrir rúmlega ári. Þar voru þau Gunnar og Þuríð- ur í viðtali og hún komst þannig að orði að hún hefði verið einstæð móðir og haft áhuga á að fá sér apa. Stjórnandi þáttarins sagði þá við Gunnar: „Hvað segir þú um þetta, Þuríður segist hafa ætlað að hafa apa en svo tók hún þig?“ Hann var sem vonlegt var sagnafár. Ummælin sem tilgreind eru hér að framan um apaköttinn, voru sögð 6 árum áður en ummæli Þuríðar í útvarpsþættinum fræga voru sögð og hafa svo sannarlega hitt í mark. Það væri að æra óstöðugan að telja upp öll þau ósköp sem þetta Hvaó villu vila um kafbáta? 800 7575 Skráðu þig í síma 09-1? virka daga og 12-18 laugardaga Hrait hagsiæli vsró og aldrei ó lali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.