Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásta Guðrún Ey- vindardóttir list- málari var fædd f Ileykjavik 24. maí 1959. Hún lést í Reykjavík 16. maí sfðastliðinn. Hún var dóttir Sjafnar Hall- dórsdóttur, nú blómakaupmanns, frá Heiðarbæ, og Ey- vindar Erlendssonar, iistamanns frá Dals- mynni. Ásta stundaði nám f Myndlista- og handfðaskóla Is- lands og Central School of Art and Design f London, graffkdeild, en lauk einnig prófi í tækniteikn- un frá Iðnskólanum f Reykjavík. Eitt ár dvaldi hún í París. Hún hélt sýningar á verkum sfnum á Hún Ásta gaf mér mynd. Á mynd- inni er stúlka í rauðri peysu. Hún stendur í dyragátt, brosir breitt, heldur á tösku og við hliðina á henni er hvítur kálfur. Ásta sagði að stúlk- an minnti sig á mig. Mér hefur hins vegar alltaf þótt stúlkan á myndinni minna mig á Ástu, enda málum við ^gjaman veröld okkar sjálfra. Þessi stúlka er örlítið innskeif með hvítar tennur. Hún er á sokka- leistunum. Kálfurinn er næstum eins og dádýr þótt þetta sé vissulega ekta kálfur. Minnir á einhyrnings- kálf þó samkvæmt nútíma trú ætti hann þá að vera folald. I myndum er hins vegar allt mögulegt og áður fyrr gátu hrútar, asnar, nashyrning- ur eða naut tekið að sér þetta hlut- verk. Einhymingur táknar styrk- leika og hreinleika því hann verður aðeins taminn af meyju sem hann á hættustund hefur flúið upp í fangið á. Þetta er að vísu kristin túlkun því homið er augljóslega tákn hins karl- lega en verður þarna bæling þess eðlis. Þetta eina horn, sem spratt fram úr enninu, þar sem hugsunin býr, fól líka í sér eðli dulmögnunar. Núna þegar ég horfi á þessa mynd minnir hún mig enn meir á Ástu og merkingin fer að skýrast. Hvernig hún eins og bankar upp á lífsins dyr á sokkaleistunum með smátösku í hendinni, sem sannar- lega rúmar ekki mikinn farangur, rétt eins og hún hafi aldrei ætlað sér að staldra lengi við. f austurlenskum sögum kenndar við Zen, er glíman við að temja nautskálfinn, sitt innra eðli, fagurlega túlkuð í tíu spakmæl- um og myndum sem, þótt gjörólíkar að eðli séu, minna á fjórtán stöðvar píslargöngunnar. Þegar við höfum + Ingólfur Kristjánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reyk- hólasveit 12. október 1902. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 26. maí. Hann er látinn mannvinurinn og öðlingurinn hann Ingólfur Krist- jánsson fyrrverandi yfirtollvörður og hestamaður. Eg kynntist Ingólfi vini mínum íyrst fyrir rúmum tutt- ugu árum þegar leiðir okkar lágu saman í hesthúsum Fáks eða Neðri Fák eins og það var oftast kallað. Ég dáðist strax að dugnaði og gæsku þessa roskna manns og hvað hann talaði fallega við hestana sína. Hann átti þá rauðan hest sem Kóngur hét og gráa hryssu. Kóngur -var mikill gæðingur og vöktu þeir athygli og aðdáun hvar sem þeir fóru. Og hver man ekki eftir Ingólfi sýna listir sínar á hesti sínum á Reiðhallarsýningu íyrir réttu ári. Þar fór um höllina sannkallaður höfðingi. En Ingólfi var fleira til lista lagt V'in að umgangast hesta af stöku mörgum stöðum í Reykjavík, á Selfossi og víðar. Vann að uppfinningum í fata- hönnun um árabil og starfaði við leikhús. Auk listar sinnar vann hún allskonar tímabundna vinnu til lands og sjávar; við afgreiðslu, fram- reiðslu á veitinga- húsum, fóstrun barna, fiskvinnslu, sem kokkur og há- seti til sjós og við afleysingavinnu á bændabýlum. Eftir hana liggur einnig allmargt af rituðu máli ásamt myndgerðum dagbókum. Útför Ástu fer fram frá Kot- strandarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. loks fundið nautið, komið á það múl og leitt það heim er ekki annað að gera en að hefjast handa þar sem upp var staðið og horfast í augu við lífið eins og það er. Kannski lauk Ásta ekki ætlunar- verki sínu, eða gerði hún það? Vissu- lega lifir hún, ekki aðeins í minning- unni heldur líka í verkum sínum, því það eru forréttindi listamannsins að fá tækifæri til að skilja eftir túlkun sína á lífinu og fjölbreytileika þess og við fáum að eiga verkin og þeirra einstæða skilning um langan aldur. Hildur Hákonardóttir. Bjartar nætur, geymir minning bemskuára, og birta löngu horfnar hugaminjar. Myndir, faldar í fylgsnum gleðitára, fagrar auðnarinnar gróðurvinjar. (JRL.) Minningar bernskuáranna eru fjársjóður sem við eigum og njótum alla Iífsgönguna. Sjóður, sem skart- ar perlum mannlegrar tilvistar okk- ar og færir birtu í líf okkar á erfið- um stundum. Ein af þessum skæru perlum minninganna er æskuvinkona mín og frænka Ásta Guðrún Eyvindar- dóttir sem nú er fallin frá svo ótíma- bært. Minningar um glaðar stundir upp- vaxtaráranna streyma fram í hug- ann, þar sem leiðir okkar lágu sam- an í mörg ár. Náið sambýli fjöl- skyldnanna var sem ein heild, ein stór fjölskylda enda skyldleikinn mikill og samvinna við öll verk sem unnin voru í sveitinni okkar. Minning um glaðlynda og síbros- andi Ástu, sem börn að leik og síðar sem unglingur að stíga okkar fyrstu næmi og hlýju. Hann var góðmenni og einstakur mannvinur. Hann var jafnan jákvæður og glaðvær. Góð- mennska hans einkenndist af hóg- værð og fágun í framkomu við alla, þar var engin undantekning. Um- hverfið breyttist hvar sem hann kom og manni leið strax vel í návist hans. Ég hugsaði oft með sjálfum mér hvemig stæði á því að hann varð ekki prestur. En hann var mikill íþróttamaður og lærði svo- kallaðar Mullers-æfingar í Kaup- mannahöfn sem hann stundaði sjálfur fram á síðasta dag. Við átt- um margar ljúfar og ógleymanleg- ar stundir saman sérstaklega í kringum hestana og er mér efst í huga ferðalag okkar fyrir sex árum norður í land með hryssu sem ég átti og var að fara undir stóðhest. I þeirri ferð lærði ég mikið í landa- fræði og sögu og um búskaparhætti fyrri tíma. Hann gat rakið nöfn og ættir manna og hesta eins og ekk- ert væri svo að maður varð alveg orðlaus. Frásagnargleðin var ólýs- anleg og minnið svo ótrúlegt hjá manni á þessum aldri. Við fórum um Skagafjörðinn þar sem hann átti vini á hverjum bæ og að skref í átt til fullorðinsára í róm- antík sveitarinnar, fyrstu ballferð- imar og allt sem brallað var, fram- tíðin svo spennandi en svo óljós og óráðin. Árin líða, og hver stefnir í sína áttina, við fjarlægjumst hvert annað óhjákvæmilega og sambandið minnkar en í hjartanu er nálægðin meiri en við gerum okkur grein fyr- ir, við finnum að hún er enn sú sama, því þessi perla skartar sínu fegursta í fjársjóði minninganna. Elsku Sjöfn, Eyvindur, Dóra, Reynir, Heimir, Erlendur og aðrir aðstandendur, innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þín, Ásta mín. Jónas Rafn Lilliendahl. Síglaði sunnanblær og sólgyllta haf, ljúfar eru vonimar, sem vordagur gaf. Segið mér að sunnan - ég síst fæ skilið í, - hví er út við hafsbrún ógnandi ský? Blær í blöðum þýtur, - breytast skýjadrög. Dimmir líða skuggar yfir skóginn og lög. Vindsog í skógi, - og skruggur - og skúr! - Smáfuglamir leynast bak við limgarð og múr. Þramugnýr í fjarlægð, - þrangið andartak. - Strjálir dropar detta, sem dúfur stígi’ á þak. Rofar fyrir röðli og repboginn skín. - Dularfúlla, dásama, dýrlega sýn! Síglaði sunnanblær og sólgyllta haf, huggið þá sem hreggviðri harmsefiii gaf. (Jakobína Johnson.) Elsku litla ljósið. Guð gefi sál þinni frið og fólkinu þínu styrk. Edda, Ágúst og Ágúst Már. Ekki man ég nákvæmlega á hvaða stað eða stund kynni okkar Ástu Guðrúnar hófust en víst er að þá varð til vinátta sem á sérstakan sess í hjarta mér. Vinátta sem varaði þrátt fyrir að okkur væri úthlutað ólíkum hlutverkum í lífsins leik. Vinátta við fallega káta stelpu sem átti það líka til að slá á alvarlegar nótur. Að geta varðveitt vináttu í ár- anna rás án tíðra samfunda sýnir vel tryggðina sem Ásta Guðrún bjó yfir. Minningamar um glæsilegu stúlk- una sem ætíð bar með sér þokka og reisn og vakti hvarvetna athygli með brosinu sínu bjarta og geislandi framkomu, vakna hver af annarri. Minningar um glaðværar stundir við eldhúsborðið í Hátúni þar sem oft var vakað fram á nótt, sagðar sögur og búnar til sögur. Þar naut kímnigáfa Ástu Gunnu sín hvað best í hópi systkina hennar og foreldra á heimili þar sem vinir systkinanna sjálfsögðu gisti hann hjá vini sínum Ottó í Viðvík. Hann vildi endilega líta á ungan fola sem hann átti á Tumabrekku og spenningurinn var svo mikill að hann varð eins og lítill strákur. Oft fórum við austur að Ragnheiðarstöðum að líta á folöld- in, en það var jafnan sérstakt til- hlökkunarefni hjá honum. Ingólfur var sannur guðsmaður en fór af stakri hógværð með það eins og annað sem hann gerði. Éitt sinn kemur hann upp á skrifstofu til mín með Guðfræðingatal og sagði mér að lesa um langafa minn sem hafði verið prestur á Þingeyrum. Hann vildi að ég læsi einnig um hann og hestana hans í Horfnir góðhestar þar sem segir frá er hann gaf kaupmanni nokkrum, Eggerti Laxdal á Akureyri, afburða vakran hest sem hann átti og Skjóni hét. Hann var ávallt að kenna manni og maður fann að hann vildi bæta sál- ina í manni, hann ávarpaði mann jafnan með, komdu sæll „elskan mín“, mikið er gaman að sjá þig. Já, elsku Ingólfur minn, þakka þér fyr- ir allar okkar samverustundir sem voru samt alltof fáar. Fyrir mig finnst mér það hafa verið forréttindi að hafa kynnst þér, betri mann á lífsleiðinni hef ég ekki hitt. Að- standendum sendi ég samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu mikil- hæfs manns. Arnar Guðmundsson. eru alltaf velkomnir og alltaf tími til að spjalla um heima og geima í gamni og alvöru. Listrænir hæfileikar hennar, at- hafnasemin og þörfin tU að skapa einkenndu hana. Og hvað hún var flink, ekki bara við að teikna og mála, líka við að sauma úr allskyns efnum ótrúlegustu flíkur, hug- myndafluginu engin takmörk sett. Enda var snemma ljóst hvert halda skyldi, hún lagði stund á listnám bæði hér heima og erlendis. Fetaði grýttan veg listarinnar með gott veganesti úr foðurranni að viðbættum meðfæddum hæfileikum. Sköpunarþörfin og sannleiksleitin héldust í hendur, löngunin til að vera heil og sjálfri sér trú var rík alla tíð. Ég kveð vin sem kom og fór. Vin sem á sérstakan sess í hjarta mér. Sjöfn, Eyvindi og stórfjölskyld- unni allri í Hátúni sendum við Hin- rik og synir okkar innilegar samúð- arkveðjur og biðjum guð að ganga með þeim á vegi sorgarinnar. Guðmunda Gunnarsdóttir. Stundum er það svo í lífinu, að vonin ein er eftir. Ef sú von á að koma að gagni þá þarf hún að vera einlæg og hún þarf að eiga sér örugga stoð í raunveruleikanum. En stundum er það svo að vonin virðist ekki uppfylla þær væntingar sem til hennar eru gerðar, þá er hún einskis virði og er betur gleymd en geymd. Þegar ég var staddur á erlendri grund nú um daginn, þá hringdi Edda til mín og færði mér þær frétt- ir að Ásta Guðrún væri dáin. Hún Ásta sem ekki hafði neitt nema gæsku að gefa, hún Ásta sem kom með hlýjan blæ í bæinn og gat með nærveru sinni vakið veröldina af værum blundi, hún Ásta sem málaði mynd af froski sem breytist í prins ef hann er kysstur af einlægri ást. Eftir að hafa hugleitt þessa fregn, þá varð mér það ljóst að Ásta Guðrún hafði svo oft komið mér á óvart, að það að hún fór yfir í annan heim, var nánast í rökréttu fram- haldi af því sem á undan var gengin. Hún hafði svo oft sýnt hið óvænta, að þau uppátæki höfðu, með tíð og tíma, orðið vana að bráð. Auðvitað fann ég til sterkrar sorgar, og efi og biturð létu á sér kræla þegar ég settist og ákvað að skrifa niður þær hugsanir sem að mér sóttu. Það fyrsta sem í hugann kom, var þessi vangavelta um vonina, vonina sem stundum er sterk og stundum veik. Og þeirri hugsun fylgdu þank- ar um væntumþykjuna, söknuðurinn og samkenndin. Þama birtust mér á silfurfati þeir gullmolar sem alla tíð voru aðalsmerki Ástu, það sem hún talaði um og sýndi hvar sem hún fór. Hún talaði stundum um vonina sem leiddi elskendur saman, hún sagði frá ungum manni sem hún hafði elskað, manni sem hafði látist á svip- legan hátt, manni sem hún saknaði. Og þegar þessi frásögn fékk vængi og fékk að hljóma þá var allt sagt af nærgætni og án þess að tilfinningum væri haldið undan. En úr augum skein samkennd sem ætluð var öll- um sem einhvers söknuðu. Þegar ég sá ekki hvernig ég gæti haldið áfram skrásetningu hugar- flugsins án þess að tilfinningarnar bæru mig ofurliði, sem var vegna þess að hugmyndir mínar fóru að gerast væmnar, þá greip ég þá einu bók sem ég hafði haft með mér til útlanda, rit sem hafði að geyma eitt- hvað af sögum og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Og þegar ég hafði blaðað þá hnaut ég um þessar línur: Veistu það, Ásta! að ástar þig elur nú sólin? veistu, að heimsaugað hreina og helgasta stjarnaN skín þér í andlit og innar albjört í hjarta vekur þér orð sem þér verða vel kunn á munni? (Úr kvæðinu Ásta eftir Jónas Hallgrímsson.) Og Ásta, það var engin tilviljun að ég rak augun í þetta kvæði. En á meðan ég las, þá varð mér það ljóst að þú varst ekki farin lengra en svo, að til þín var hægt að ná með ein- Iægninni einni saman. Og hugurinn fór að leiða mig á veg þeirrar sýnar ÁSTA EYVINDARDÓTTIR INGÓLFUR KRISTJÁNSSON sem þú sagðir stundum að lesa bæri úr þeim myndum sem þú málaðir, þar sem hugflæði einfeldninnar og andi margbreytileikans fallast í faðma og lyfta ódauðleika sálarinnar á stall. Og þegar þetta kom í hug- ann, þá fór ég að rifja upp gamlárskvöldið þegar við létum „Intermessóið“ hljóma, og þú sagðist vera í ástarsorg, þú saknaðir þess sem þú elskaðir. Og þegar ég hugsaði um þetta kvöld þá sá ég að sumar vonir lifa betur en aðrar, þær gleymast ekki, því einlægnin hefur lyft þeim á æðra svið. Slíkar vonir eflast með tímanum, þær verða máttugar, og fyrr en varir er einsog þær tilheyri öðrum heimi. Þær eru vonirnar sem taka völdin þegar ást og söknuður ráða ríkjum. Já, Ásta, þetta er skrifað til þess eins að sýna þér þá virðingu sem þér var alltof sjaldan sýnd, meðan þú dvaldir hérnamegin við tjaldið. Én þegar farið er bakvið léreftið þá fá myndii-nar nýtt útlit, og að tjalda- baki er gott að njóta hughrifa þess sem fram fór á sviðinu. Söknuður okkar mun þurfa að fá sínu framgengt, við munum hugsa til þín annað veifið á trítli okkar um Táradalinn, og við munum finna að ekki er annað hægt en gráta veru einsog þig, Ásta. En meðan tárin falla þá birtist í huganum skuggi af þér, þar sem þú brosir og málar í andrúmsloftið mynd með fingri. Þú potar útí loftið og teiknar í sakleysi útlínur sem enginn skilur en allir þrá að eignast. Og þeir sem sjá þennan skugga, þeir finna að þú fórst ekki langt. Áste, okkur þótti alltaf vænt um þig. Ég veit ekki hvort okkur tókst nokkuð að sýna það, en okkur þykir ennþá vænt um þig, okkur á alltaf eftir að þykja vænt um þig og ég vona að við getum fengið að sýna þér það, þó síðar verði. Á bláum hestum hugans . um himin minn ég svíf, ég sé í djúpum draumi að dauðinn skapar líf. Þar búa ótal andar og áfram streyma þeir, þar er í lausu lofti eitt ljós sem aldrei deyr. En djúpt í hugans hafi er heimsins minnsta öp hún býr um alla eilífð í endalausri þögn. (Kristján Hreinsson.) Elsku Ásta, minningin um þig er fegursta málverkið sem í hugann kemur og þeirri mynd mun ekkert granda, jafnvel þó öll von verði úti. Kristján og Edda. Elsku Ásta Gunna, svo falleg, svo falleg, alltaf fallegust. Leikandi prinsessur og verur af öðrum heimi. Alltaf gaman að hittast, leika, bæði í sveitinni hjá afa og ömmu, á Hjalla- veginum, á Selfossi. Alltaf vor, alltaf birta, alltaf gaman. Seinna lágum við saman heilu næturnar og töluðum. Saman undir sömu sæng, þú vissir meira um lífið en ég. Sagðir mér frá. Hugurinn lát- inn reika. Ennþá ævintýr. Farið á flug í huganum. Ævintýri úr hverju sem var, orðum, pappír, litum, hverju sem var. Ymislegt gamalt dót breyttist í ævintýri í höndunum á þér. Litlir nosturslega samsettir hlutir úr verðlausu efni breyttust í ævintýri hjá þér. Ég fékk að vera með. Þú stjórnaðir ævintýraveröld- inni. Alltaf jafnspennandi að hittast, þar til dró í sundur með okkur, við hittumst ekki eins oft, urðum óöruggar í návist hvor annarrar, hjörtun slógu ekki lengur í sama takti. Seinna duttu ýmsir smáhlutir sem þú bjóst til, ofan í kassa til geymslu og eru þar nú. Vissan um að þeir skuli vera þar gefur öryggi. Vissan um að þeir séu ekki glataðir og á vís- um stað er sæt og hlý. Og þótt þeir verði aldrei teknir upp, eru þeir mér meira virði en margt annað. Þeir eru í huga mér minningin um uppvöxt- inn, þroskann, tengdan þér. Þakka þér fyrir að gefa mér hlut- deild í ævintýrinu þínu, elsku Ásta Gunna. Heiðrún Hákonardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.