Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 12. NOVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR * Olafur Arnalds tekur við nor- rænu umhverfisverðlaununum Ósló. Morgunblaðið. EYÐIMERKURMYNDUN er ekki aðeins hitabeltisfyrirbæri, heldur er íslenskur uppblástur af sama toga. Niðurstöður dr. Ólafs Arnalds úr verðlaunaverkefni hans, „Jarðvegs- vernd“, hafa því alþjóðlega skír- skotun, enda eru hann og sam- starfsmenn hans aufúsugestir á alþjóðlegum ráðstefnum um jarð- vegseyðingu til að miðla íslenskri reynslu. I gær tók Ólafur við norrænu um- hverfísverðlaununum fyrir verkefn- ið, en hann leggur mikla áherslu á að verðlaunin séu ekki persónuleg viðurkenning, heldur viðurkenning til rannsóknarhópsins, sem hann hefur veitt forstöðu. Eftir að lesa landið stendur hugur hans nú til verkefnis, þar sem stefnt yrði að því að afla upplýsinga um nytjaland. Ólafur vinnur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Með hon- um í Ósló var einnig kona hans, Ása Lovísa Aradóttir, sem starfar hjá Landgræðslu ríkisins og fæst meðal annars við að þróa aðferðir við land- græðslu. Árangur þess starfs mun væntanlega nýtast til að græða svæðin, sem maður hennar og sam- starfsmenn hans hafa kortlagt. Vigdís tilnefndi Ólaf Verkefni til verðlaunanna eru ýmist send inn eða tilnefnd og það var Vigdís Finnbogadóttir, íyrrver- andi forseti, sem tilnefndi verkefni Ólafs. Ólafur segist henni mjög þakklátur, ekki aðeins fyrir tilnefn- inguna, heldur íyrir hve hún hafí alla tíð sýnt verkefni hans mikinn áhuga og þannig veitt sér mikinn stuðning. Alls voru send inn 110-120 verkefni og úr þeim hópi var verkefnið um „Jarðvegsvernd" valið. „Verkefnið fólst í því að lesa landið,“ segir Ólafur, en fyrir þá sem óvanir eru slíkum lestri bætir hann við að tilgangurinn hafi verið að þróa aðferðir til að kortleggja landrof og koma á framfæri að- gengilegum upplýsingum um það. „Fyrsta stigið var kortlagning, en síðan tók við að koma upplýsingun- um á framfæri, þannig að bæði yfir- völd og almenningur gæti gengið að þeim.“ 90 ára reynsla Það er of algengt að rannsóknanið- urstöður lendi niðri í skúffu, en það átti ekki að gerast í þessu tilfelli. „Við höfum lagt ofuráherslu á kynn- ingu. Bæklingnum „Að lesa iand“ var dreift í tólf þúsund eintökum og hann er nú meðal annars notaður í kennslu," segir Ólafur. Liður í þessu átaki eru vefsíður, þar sem ís- lenska útgáfu er að fínna á slóðinni www.rala.is/kvasir. „Islendingar hafa tækni, þekk- ÓLAFUR Arnalds tekur við verðlaununum úr hendi Berit Brörby forseta Norðurlaiidaráðs. Athöfnin fór fram í heimskautaskipinu Fram í höfninni í Ósló. Scanfoto ingu og reynslu á sviði landrofs, sem fá lönd hafa,“ segir Ólafur og minnir á að Landgræðsla ríkisins sé 90 ára og ein elsta stofnun af sínu tagi í heimi. íslendingar hafa því miklu að miðla á þessu sviði á alþjóðavettvangi. Ólafur rifjar upp að í fyrra var haldin alþjóðleg ráðstefna um jarð- vegsrof á Islandi. „Það var óneitan- lega táknrænt að sjá bæði Kínverja og Mongóla standa úti í miðri ís- lenskri eyðimörk," segir Ólafur. „Erlendum vísindamönnum, til dæmis frá Eritreu eða Eþíópíu, finnst undarlegt að sjá íslenskar eyðimerkur, því þeir vita að við bú- um við auð og þekkingu, en samt eru eyðimerkur hér. I þeirra huga væri lausnin að hafa pening, en hér vantar greinilega skilning. Það vantar að samfélagið fari að taka ábyrgð á landinu.“ Ábyrgð í stað ásakana Umræða um uppblástur á íslandi hefur löngum snúist um hverjum hann sé að kenna. Ólafur segist þreyttur á þeirri umræðu. „Lands- menn allir þurfa að axla ábyrgð á landinu. Það skilar engu að kenna sauðkindinni og bændum um,“ segir hann. „Það sem þarf til eru breytt lög, sem ganga út frá banni á að nýta auðnir eða land í mjög slæmu ástandi og það á þá við um stóran hluta hálendisins. I öðnx lagi þarf að styðja við þá sem vinna við að bæta landkosti og hjálpa þeim að gerast vörslumenn landsins. Þá þurfa að vera til miklu betri upplýsingar um nýtanlegt land.“ Og þá er komið að næsta verkefni Ólafs, sem á að fjalla um nytjaland. „Hugmyndin er að afla upplýsinga um bújarðir landsins, nytjalandið, og styðja þá um leið við þá, sem vilja nýta landið á ábyrgan hátt.“ Verkefnið hefur verið kynnt og von- ir standa til að geta hafið verkið á næsta ári, ef ríkisstjóm íslands samþykkir fjárveitingar til verkefn- isins. Fimm megavatta borhola við Kröflu NÝJASTA borholan sem lokið hefur verið við að bora á jarðhitasvæðinu við Kröflu gefur af sér 5 mega- vatta afköst og að sögn Ás- gríms Guðmundssonar jarðfræðings hjá Orkustofn- un hefur holan nú blásið í um hálfan mánuð. Hann sagði óvíst hvenær borholan yrði tekin í gagn- ið, en eftir á að prófa hana endanlega og athuga gæði gufunnar, sem hann segir líta út fyrir að vera viðun- andi. „Þetta var hola 32 sem við vorum að bora, en þetta hefur gengið mjög vel eftir að byrjað var að bora fyrir seinni vélina. Menn þekktu þá svæðið orðið vel og það var farið að jafna sig nokkuð eftir umbrotahrin- una sem var frá 1975 til 1984,“ sagði Ásgrímur. Hann sagði frekari bor- anir ekki framundan við Kröflu á næstunni en þar væri nú unnið að frágangi. „Það tekur auðvitað alltaf einhvern tíma að ganga endanlega frá öllum hlut- um, en sennilega ætti nú að vera komin nægileg gufa til að keyra þetta allt saman,“ sagði Ásgrímur. Flugfélagið Atlanta fékk ekki heimild til flugs inn í rússneska eða kínverska lofthelgi Ekkí var sótt um leyfí nógu snemma LJÁÐB ÞEIM EYRA í kvöld á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar ævisögur Gylfi Gröndal: Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk - Saga athafnaskálds Jakob F. Ásgeirsson: Pétur Ben. - Saga Péturs Benediktssonar sendiherra og bankastjóra Jón Múli Árnason: Þjóðsögur II Már Jónsson: Ævisaga Árna Magnússonar Sveinn Skorri Höskuldsson: Svipþing - minningarþættir Aðgangur ókeypis - Hefst kJ. 20.30 Mál og mennlng • Laugavegl 18 • Sími 515 2500 ATLANTA sótti ekki nógu snemma um heimild til flugs inn í kínverska lofthelgi og lendingar í Peking, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið hefur aflað sér frá Kína. Félagið ráðgerði að fljúga þangað frá Islandi með millilendingu í Moskvu í fyrradag með 234 farþega. Sækja ber um slíkt leyfí með minnst 15 daga fyrirvara og umsókn þeirra barst kínverskum loftferðayfírvöld- um fyrst á þriðjudagsmorgni. Samkvæmt frétt frá Atlanta í gær neituðu rússnesk yfirvöld félaginu einnig um lendingarleyfi í Moskvu eftir að ljóst var að félaginu yrði ekki heimilað flug til Kína. Seg- ir í fréttinni að engin ástæða hafi verið gefin fyrir neituninni af hálfu Rússa og þrátt fyrir að sendiráð Rússlands hér og utanríkisráðu- neytið hafi beitt sér í málinu hafi það engan árangur borið. Þegar umsókn írá Atlanta barst kínverskum yfirvöldum á þriðjudag fékkst hún afgreidd með hraði meðal annars vegna vinsamlegra samskipta við Island og fékkst leyfi til að lenda í Tianjin, borg í 140 km fjarlægð frá Peking en þangað er leiguflugvélum iðulega stefnt. Hefði umsóknin borist nógu snemma er talið að leyfi hefði fengist til lend- ingar í Peking. Mistök cmbættismanna í Peking Hafþór Hafsteinsson, flugrekstr- arstjóri Atlanta, sagði að ástæðu þess að þota félagsins fékk ekki heimild til lendingar í Moskvu á leiðinni til Peking með 234 farþega á vegum Úi'vals-Útsýnar mætti rekja til mistaka embættismanna í Peldng. Lendingarleyfi í Moskvu hefði upphaflega legið fyrir en síðan fallið niður vegna mistakanna. Þota félagsins flaug til London og þaðan verður flogið með farþegana til Peking í dag með þotum British Airways og Lufthansa. Hafþór sagði að Atlanta myndi hafa ein- hvern kostnað af þessu en ekki væri búið að taka hann saman. ,Við voram búnir að fá lendingar- leyfi hjá Rússunum. Síðan neituðu Kínverjamir og þegar Rússamir áttuðu sig á því drógu þeir sína heimild sjálfkrafa til baka. Ástæðan fyrir því að Kínverjar synja okkur um lendingarheimild er sú að sérstök tengiskrifstofa í Pek- ing fyrir erlend flugfélög, sem tekur við öllum umsóknum um flug til landsins og kemur þeim áfram í kerfinu, lét hjá líða að senda hana til flughersins. Var hún einungis send flugmálastjóminni en ekki hemum sem er nauðsynlegt líka því hann stjórnar allri flugumferð yfir Kína og þarf því að samþykkja þá leið sem þotan fer í kínverskri loft- helgi,“ sagði Hafþór. Starfsmenn flugmálastjómar- innar í Moskvu farnir heim Hann sagði að Kínverjar hefðu gefið lendingarleyfi á síðustu stundu og þotan farið í loftið en þegar leitað var eftir lendingar- heimild í Moskvu hefði ekki náðst í öll yfirvöld sem koma við sögu flug- heimildar þangað. „Rússneski sendiherrann hér á landi gekk í málið fyrir okkur en fékk ekki við ráðið, því miður, og var hann mjög leiður yfir því. Menn vora hættir að vinna í Moskvu. Flugvallaryfirvöld þar gáfu þó strax grænt ljós en síðan þurfa flugmála- stjómin og herinn að gera slíkt hið sama. Ekki veit ég um herinn, en á skrifstofum flugmálastjórnarinnar vora flestallir farnir heim þar sem klukkan var orðin 17 í Moskvu og þeir sem eftir vora á skrifstofunni og náðist til þorðu ekkert að gera og þar við sat,“ sagði Hafþór Haf- steinsson. ,Á þessu stigi var þotan farin í loftið og við vildum ekki taka þá áhættu að fljúga inn í rússneska lofthelgi án leyfis og snerum þot- unni því til London og gerðum sam- komulag við British Airways og Lufthansa um að koma farþegunum í dag til Peking,“ bætti Hafþór við. Farþegum boðin framlenging í Peking sér að kostnaðarlausu Hafþór sagði að Atlanta hefði komið öllum farþegunum inn á eitt og sama hótelið í London. Þrátt fyr- ir allt væri ágætis andi í hópnum og farþegarnir hefðu sýnt vanda félagsins fullan skilning. „Það sem er leiðinlegast við þetta er að þetta er stutt ferð og það klípst af henni sólarhringur í Kína. Verið er að kanna í hópnum hvort áhugi sé fyrir því að framlengja dvölina farþegun- um að kostnaðarlausu og liggur væntanlega niðurstaða fyrir í dag eða á morgun,“ sagði Hafþór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.