Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í DAG
Kristniboðssambandið
með fjáröflunarátak
NÚ stendur yfir fjáröflunarátak á
vegum Sambands íslenskra kristni-
boðsfélaga og er með því leitast við
að stækka hóp þeirra sem styðja
vilja kristniboðs- og þróunarstarf
SÍK. Kristniboðar sambandsins
eru nú að störfum í Eþíópíu og
Kenýa.
Starfsemi SÍK á þessu ári kostar
tæplega 22 milljónir króna en þar er
bæði um að ræða laun kristniboð-
anna erlendis og tveggja til þriggja
starfsmanna sem sinna kynningu og
fræðslu heima fyrir og framlag til
Gormabindivélar.
Vírgormar.
Plastgormar.
Kápuglærur og karton
Otto B. Arnar ehf.
Ármúla 29, Reykjavík,
sx'mi 588 4699, fax 588 4696
lútersku kirknanna í Eþíópíu og
Kenýa. Starfið er borið uppi af
frjálsum framlögum velunnara og
sem fyrr segir er nú unnið að því að
stækka þann hóp. Er haft samband
við fólk símleiðis, því kynnt starfið
og boðið að leggja fram skerf, ann-
aðhvort einstakt framlag eða
styrkja starfið reglulega í t.d. 12
mánuði.
Hefur þegar verið hringt í um tvö
þúsund manns og fengust framlög
frá um 12% þeirra eða um 240
manns.
Heilsusetur
Þórgunnar
flytur
HEILSUSETUR Þórgunnar, sem
staifrækt hefur verið undanfarin 6
ár, hefur flutt starfsemi sína í ný og
betri húsakynni í Skipholti 50c.
Laugardaginn 14. nóvember frá
kl. 14-17 hefst starfsemin með opnu
húsi og kynningu á eftirfarandi
starfsemi: Svæðameðferð, ung-
bamanuddi, heildrænu nuddi,
hómópatíu, rafsegulmælingum, pól-
unarmeðferð og ráðgjafaþjónustu
við skilnað, missi og hvers konar
áföll.
A Heilsusetrinu verða sjálfstætt
starfandi 8 fagaðilar. AUir þeir sem
starfa á Heilsusetrinu eru vel
menntaðir á sínu sviði og flestir
með margra ára starfsreynslu.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfii-.
4401 URIA 24/37
Svart
Verð frá
kr. 2.500
4373 MACIS 24/40
Svart leður og
rúskinn
Verð frá
kr. 3.900
Mikið úrval af stelpu-
og strákaskóm frá
50LARIA
Ath.: Nýtt kortatímabil
Póstsendum samdægurs
SKm
Kringlunni -1. hæð.
S. 5689345.
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Vonbrigði
með Iðnó
ÉG og vinkona mín, fór-
um í Iðnó sunnudags-
kvöldið 8. nóvember. Er
komið var í anddyrið var
þar yfirfullt af fólki að
bíða eftir að komast inn í
salinn, ótölusett sæti.
Hleypt var inn 20 mínút-
um fyrir sýningu, höfðu
þá margir orðið að
standa utandyra vegna
þrengsla. Aðeins einn
maður tók á móti miðum
í inngöngudyrum í sal,
þannig að mikil þrengsli
mynduðust þar. Ékki tók
betra við í sjálfum saln-
um, þar eru „óbifanlegir
stólar“ og aðeins hægt
að fara inn öðrum megin
fyrir utan hjá fyrsta og
öðrum bekk. Annaðhvort
verða sýningargestir er
sitja fremst í bekk að
láta aðra troðast framhjá
sér, sem er illmögulegt,
eða fara útúr bekknum,
hleypa fólki inn, fara síð-
an aftur í sætin. Er þetta
ekki afturfór? Við heyrð-
um á tali margra gesta
að þeir voru á sömu
skoðun og við. Þvílíkur
vandræðagangur var
aldrei í „gamla“ Iðnó. Ég
vil taka fram að leikritið
Rommý var frábært í
alla staði. Eiga þau heið-
ur skilið Guðrún Ás-
mundsdóttir og Erlingur
Gíslason fyrir sína
frammistöðu, þökk sé
þeim báðum.
Asta í Garðabæ.
Dýr viðgerðarþjónusta
VELVAKANDA barst
eftirfarandi bréf:
„Ég hringdi um daginn
á verkstæði Heimilis-
tækja í Sætúni og bað um
viðgerðarmann til að líta
á ísskápinn hjá mér.
Hann kom nokkrum dög-
um seinna en þegar allt
kom til alls reyndist alls
ekkert vera að ísskápn-
um. Fyrir að koma upp í
Breiðholt, opna ísskápinn
og loka honum aftur,
rukkaði hann mig um
5000 kr. Mér fannst þetta
heldur mikið þar sem
hann þurfti ekkert að
gera, þannig að ég talaði
við yfirmann verkstæðis-
ins. Hann spurði mig
hvort ég ætlaðist til þess
að maðurinn gæfi vinnu
sína. Hvaða vinnu? Eina
vinnan var fólgin í því að
keyra upp í Breiðholt. Ég
sagði aldrei að ég vildi
ekkert borga, einungis að
mér fyndist 5000 kr. vera
heldur mikið.
Ég vil benda öllum
þeim sem þurfa á þess
konar viðgerðarþjónustu
að halda að snúa sér ekki
til Heimilistækja þar
sem þeir taka 5000 kr.
eir.göngu fyrir að mæta
á staðinn.
Þórunn
Aðalsteinsdóttir,
Erluhólum 5, Rvk.
Tapað/fundið
Steingrátt karl-
mannsúr týndist
KARLMANNSÚR,
steingrátt, týndist sl.
laugardag líklega í leigu-
bíl eða miðbænum. Skil-
vís finnandi hafi sam-
band í síma 557 6927.
Fundarlaun.
Kápa tekin
í misgripum
KÁPA, svört með skinn-
kraga, var tekin í mis-
gripum á Kringlukránni
fóstudaginn 6. nóvember.
Uppl. í síma 557 2557.
SKÁK
Ilinsjún Margeir
Péturssun
Staðan kom upp á opna
Najdorf-mótinu í Buenos
Aires um mánaðamótin. Gil-
berto Milos (2.575), Brasil-
íu, hafði hvítt og átti leik
gegn heimamanninum
Hernan Filgueira
(2.400).
22. Rdxb5! _ axb5
23. Rxb5 _ Db8 24.
Bxf6 _ Bxf6 25.
Hxd6 _ Be7 26.
Dxe5 _ f6 27. De6
_ Rc8 28. Hfdl _
Kf8 29. Hd8+
Kg7 30. Hxc8
De5 31. Hc7 og
svartur gafst upp.
Fimm skákmenn
urðu jafnir og
efstir á mótinu,
þeir Bent Larsen,
Danmörku,
Wojtkiewicz og Krasenkov,
Póllandi, Ricardi og Garcia-
Palei-mo, Argentínu. Þeir
hlutu allir IV2 vinning af 9
mögulegum. 6._11. Ulf And-
ersson, Svíþjóð, Poluljahov
og Tregubov, Rússlandi,
Sorin og Hoffman, Argent-
ínu og G. Hernandez,
Mexíkó 7 v.
Um helgina:
DEILDAKEPPNI Skák-
sambands Islands, fyri’i
hluti.
og vinnur.
HVÍTUR leikur
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar...
LESANDI Víkverja hringdi og
sagði sínar farir ekki sléttar.
Lesandinn, sem er kona, hafði
fengið einhvers konar umburðar-
bréf frá Flugfélagi íslands um
„Ladies Night“, konukvöld á Kaffi
Akureyri laugardaginn 21. nóvem-
ber næstkomandi.
í bréfinu segir: „í samvinnu við
Kaffi Akureyri hefur Flugfélag Is-
lands sett saman mjög skemmti-
lega pakkaferð til Akureyrar þann
21. nóvember nk. Það sem hér um
ræðir er flug fram og til baka, gist-
ing í eina nótt og spennandi Konu-
kvöld á Kaffi Akureyri á laugar-
dagskvöldinu.
Fáklæddir þjónar, óvenjuleg
tískusýning, gjafir og óvæntar
uppákomur einkenna Konukvöldið
og kynnir kvöldsins verður einn af
þeim langflottustu á íslandi - Sig-
mundur Ernir sendiherra Akur-
eyrar í Reykjavík.
Hljómsveitin Sköndlarnir, þeir
Eyvi Kristjáns, Björn Jörundur,
Besti og Siggi Gröndal, verða
„prúðbúnir" í tilefni kvöldsins og
skemmta fram á rauða nótt.“
Svo mörg voru þau orð í þessu
makalausa bréfi. Aður hefur komið
fram gagnrýni á tilboðspakka frá
Flugleiðum, þar sem boðið var upp
á „one night stand“ í Reykjavík
flygju menn yfir Atlantshafið með
Flugleiðum. Nú er boðið upp á
konukvöld á Akureyri með létt-
klæddum þjónum og hljómsveitin,
sem heitir Sköndlarnir, leikur fyr-
ir dansi. Hvar er virðing fyrir-
tækja eins og Flugfélags íslands?
xxx
VÍKVERJI dagsins hefur verið
viðskiptavinur Hagkaups í
áratugi, byrjaði að kaupa yfirleitt
allt til heimilisins rétt eftir að
Pálmi Jónsson, sá mikli eldhugi,
opnaði verzlun sína í Skeifunni og
man raunar búðina við Miklatorg.
Síðan hefur Víkverji einstöku sinn-
um einnig farið í Hagkaup í
Kringlunni, en alltaf hefur hann þó
kunnað bezt við sig í gömlu Skeifu-
búðinni. Nú hins vegar hefur vöru-
verð hækkað nokkuð í hinni nýju
Nýkaupsverzlun í Kringlunni og
því hefur Víkverji haldið áfram að
verzla í Skeifubúðinni.
í fyrsta skipti í öll þessi ár fór
Víkverji út úr Hagkaupi í Skeif-
unni óánægður um síðustu helgi.
Astæðan var að hann gat ekki í
fyrsta sinni lokið innkaupum sín-
um og þurfti að fara í aðra verzlun.
Það er búið að loka kjötborðinu og
það verður ekki opnað aftur. Þjón-
ustustig þessarar verzlunar hefur
dalað stórum og það er ekki óeðli-
legt að menn setji þessar breyting-
ar í samband við nýja eigendur
Hagkaups, eldmóður Pálma í Hag-
kaup og fjölskyldu hans virðist á
bak og burt og kúnninn skiptir
ekki sama máli og áður. Það er
eins og menn haldi að kúnninn láti
sér allt lynda, þegar menn eru
orðnir svona stórir í matvöruverzl-
un höfuðborgarsvæðisins eins og
raun ber vitni.
xxx
EN VÍKVERJI ætlar ekki að
sætta sig við þetta. Blessunar-
lega eru enn fleiri möguleikar á
markaðnum. Annars sýna þessar
breytingar hve vafasamt er og
hættulegt að gera stökkbreytingar
á verzlun, sem rekin er með ágæt-
um og viðskiptavinum líkar. Það
má aldrei reyna á þolrif viðskipta-
vinanna. Þeir eru undirstaðan fyr-
ir velgengni fyrirtækja og þá má
ekki stuða.