Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNB L AÐIÐ > AÐSENDAR GREINAR Það er svo mörgfii skrökvað NUVERANDI háskólai-ektor hefur þau misseri, sem hann hefur gegnt því embætti, ítrekað hvatt háskólamenn til aukinnar þátttöku í þeim opinberu, málefnalegu rök- ræðu, sem fram þarf að fara í þjóð- félaginu og hann hefur réttilega lýst ómissandi til að lýðræðið geti verið virkt. Enginn getur haft vit- lega skoðun á nokkrum hlut, hvorki í kosningum né endranær, nema hann hafi sæmileg tök á stað- reyndunum, sem málið varða og röksamhengi þeirra. Og engir eru betur til þess fallnir að gera al- menningi grein fyrir staðreyndum mála, þannig að því sé ástæða til að trúa, en það safn af snjöllum mönn- um, sem til eru í háskólanum. Frá þessu eru að vísu undantekningar, sem sanna regluna, en almenning- ur þekkir þær og varast. Nú síðast hefur háskólarektor með sama hætti hvatt kandidatana, sem út- skrifuðust á dögunum til virkrar þátttöku í rökræðunni um þjóðmál- in. Skörp sýn háskólarektors á mikilvægi hinnar óheftu opinberu rökræðu fyrir lýðræðið og þróun samfélagsins verður ekki dregin í efa. Jarðveginn fyrir hana þarf að plægja og herfa til að orðræðan geti blómstrað. Það er nefnilega svo miklu skrökvað að almenningi í þessu þjóðfélagi, stundum beint, stundum óbeint, stundum með þögninni. Það er skrökvað af ráðn- um hug til að boða fólk fylgi við skoðanir, sem reistar em á stað- hæfingum, sem ekki standast rök- ræðu þeirra, sem leita staðreynd- anna og vilja nýta þær til að móta sér skoðanir. Þessar staðhæfingar eru endurteknar í sífellu í fjölmiðl- _j. um, stundum ókeypis í krafti að- stöðu flytjandans (t.d. ráðherra eða formanns hagsmunasamtaka), stundum gegn því gjaldi, sem aðgangur að öflugum fjölmiðlum kostar (sbr% áróðurs- herferð LÍÚ). Mark- miðin eru varðstaða um valdastöður og varsla sérhagsmuna, sem greiða herkostn- aðinn. Leiðin að mark- miðunum er að villa um fyrir almenningi, svo hann viti ekki sitt rjúkandi ráð og halli sér áfram í öryggisleit að þeim, sem með völdin fara. Og til- gangurinn helgar með- alið eftir ævagömlum forskriftum. Hér og í greinum, sem kunna að fylgja í kjölfarið, verður gerð grein fyrir dæmum um hálfsannleika og skrök, sem almenningi í landinu hefur verið boðið upp á síðustu vik- ur áður en þeta er skrifað. Sá skoð- anahernaður fellur býsna vel að greiningunni hér að ofan. A dögunum var frá því skýrt í fréttum, að utanríkisráðherra hafi lýst því yfir í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum, að á Islandi sé útgerð án allra ríkisstyrkja og hvatt þjóðir heims til að láta af slíkum ósóma. Sama staðhæfing er höfð uppi í áróðursauglýsingu LIÚ, sem birt- ist í einni opnu Morgunblaðsins laugardag nokkurn nýverið, undir yfírskini „fræðslu“ fyrir almenn- ing. En hvert er sannleiksgildi þessara staðhæfinga? Sérstakur sjómannaafsláttur kostar ríkissjóð um 1,5 milljarða króna á ári hverju í glötuðum tekj- um. Þessi sérstaki afsláttur er ígildi nál. 2,5 milljarða króna á ári fyrir útgerðina. Það er sú fjárhæð, sem útgerðin þyrfti að greiða sjómönnum í viðbótartekjur til að þeir yrðu jafnsettir eftir að sjómannaaf- slátturinn væri felldur niður. Og hvað er þetta nema beinn ríkisstyrk- ur, sem greiðir niður laun í þágu útgerðar- innar sem þessari fjár- hæð nemur ár hvert? Að afneita þessu sem ríkisstyrk er orðheng- ilsháttur eða feluleikur með staðreyndir. Annað form opin- berra styrkja til út- gerðar fiskiskipa, sem áratuga hefð er fyrir í landinu, er niðurgreiðsla hafnarþjónustu, sem þau þurfa á að halda. Hafnargjöld fiskiskipa eru hefðbundið mun Of grunnt er á til- hneigingunni til skoð- anakúgunar, segir Jón Sigurðsson í fyrstu grein sinni af 5. lægri en hafnargjöld flutninga- skipa og gjöld af afla sömuleiðis mun lægi'i en vörugjöld af öðrum flutningi. Reykjavíkurhöfn mun vera eina, rekstrarlega sjálfbæra fiskihöfnin í landinu og þar eru gjöld af flutningi nauðsynjavara til almennings- og atvinnurekstrar í landi látin greiða niður þjónustuna fyrir fiskveiðarnar. I öðram fiski- höfnum landsins er öðru vísi farið að. Ríkissjóður greiðir strax í upp- hafi 60-100% framkvæmdakostn- aðar við slíkar hafnir til að unnt sé að hafa þjónustugjöldin sem lægst. Þar á ofan mun ekki óþekkt, að sveitarfélög þurfi að greiða halla af hafnarekstri til viðbótar hluta sveitarfélags í upphaflegum fram- kvæmdakostnaði. I fjárlagafrum- varpi fyrir 1999 er fjárframlag rík- issjóðs vegna þessa röskar 600 milljónir og á sú fjárhæð varla eftir að lækka í meðförum Alþingis. Skv. þessu eru ársframrlög heima- manna á bilinu 300^100 milljónir og er þá ótalin sú niðurgi-eiðsla, sem endanlegir greiðendur allra viðskipta við Reykjavíkurhöfn, aðr- ir en fiskiskipaútgerð, leggja henni til. Heildarfjárhæðin er þannig vís- ast yfii' milljarði króna á ári. Til eru þeir, sem í öðru samhengi telja slíkar sósíalískar millifærslm- mestu óhæfu, því varla verður þetta kallað neitt nema opinberir styrkir til útgerðarinnar. Samtals nema þessir styi'kir meiru en 5% af veltu útgerðarinn- ar, meiru en tvöföldum hagnaði hennar skv. opinberam upplýsing- um LÍÚ, svo þeta er alls ekki lítil- ræði, sem menn geta bara gleymt. Þá er það mikilsverðasta í þess- um efnum ótalið. Hvað ætli mörg evrópsk fiskveiðifyrirtæki vildu gefa eftir alla sína ríkisstyrki til að fá ókeypis aðgang að fiskimiðunum við Island? Útgerðarmenn á Is- landi hafa í viðskiptum sín í milli metið verðmæti þessa aðgangs á æði marga tugi milljarða króna á ári. Það er að vísu engin vitglóra í því mati þeirra, en engu að síður er ljóst, að sá aðgangur, eins og hann er nú veittur án teljandi endur- gjalds, er ígildi mikilla ríkisfram- laga. Þannig hefur LIÚ ski'ökvað að þjóðinni og utanríkisráðherra að henni og öllum heiminum. Fleira er Jón Sigurðsson M/ Laugardaginn 14. nóvember 1998 Efla ljósvakamiðlar íslenska tungu? 11.00 11.05 11.20 11.50 12.30 13.15 14.15 14.25 Borgartúni6 *kl. 11.00- 14.30 Setning. Baldurjónsson práfessor. Ávarp. Bjöm Bjamason menntamálardðherra. Ljóðalestur. Tjánlngartæki og fyrirmynd. Um mál í útvarpi og sjónvarpi. Ari Páll Kristinssonjorstöðumaðuríslenskrarmálstöóvar. Hádegishlé. Veitingar. Ljóðalestur. Kynntar niðurstöður úr nýrri athugun á notkun íslensks máls í útvarpsstöðvum. GuðríðurHaraldsdóttirogPéturArason, nemar í hagnýtriJjölmiðlun íHáskóla íslands. PaUborðsumræður. StjómandiSigríðurÁmadóttirJféttamaður. Þátttakendur: EddaBjörgvinsdðttir, dagskrárgerðamiaður og leikkona, GuðlaugurÞór Þórðarson, borgarfulltníi og fyrrverandi útvarpsstjóri, Hreggviðurjónsson útvarpsstjóri, Margrét Blöndal dagskrárgerðarmaðurogMarkús ÖmAntonsson útvarpsstjóri. Samantekt. Þórarinn Eldjám rithöfundur. Þingslit. Guðrún Kvaran, varafonnaðuríslenskrar málnefndar. Fundarstjóri Bessí lóhannsdóttir, nefndarmaður í Útvarpsréttaniefnd. Sigurvegarar 1 upplestrarkeppni bama síðastliðið skólaár annast Ijóðalestur. Að þinginu standa íslensk málnefnd og Útvarpsréttamefnd Ráðstefnugjald 500 kr. AU» er títvarps- M réttarneiiid ÍSLENSK MÁLNEFND mjólkursamsalan nrnr Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit <&■■ w.mbl.is/fasteignir Fjölskyldan, orð og efndir BÖRNIN eru dýr- mætasta eign samfé- lagsins en þegar við skoðum hvernig tekið er á móti þessum nýju þegnum þá fer maður að efast um að það sé unnið miðað við þá stað- hæfingu. Jafnvægi milli fjöl- skyldulífs og atvinnu Það er staðreynd að mikill meirihluti kvenna vinnur utan heimilis en samfélagið hefur ekki tekið tillit til þessara þjóðfélagsbreytinga. I flestum sveitarfélögum er einungis boðið upp á leikskóla- pláss frá 2ja ára aldri. Samt er sveitarfélögunum kunnugt um að börn fæðast fyrir 2ja ára aldur. Ég veit að tekjur sveitarfélaga eru takmarkaðar en verkefnin æði- mörg, engu að síður er nauðsynlegt að mæta óskum foreldra um lausn- ir til að ná jafnvægi milli atvinnu og fjölskyldulífs. Samþætting náms og íþrótta I stærri bæjarfélögum fer iðu- lega mikill tími foreldra í að aka bömum í íþróttir og tónlistartíma. Það geta hins vegar ekki allir for- eldrar veitt börnum sínum slík tækifæri, vegna atvinnu eða fjár- skorts. Best væri að íþróttum og tónlistartímum yngstu bamanna yrði fléttað inn í stundaskrá grann- skólanna. Þá hefðu allir foreldrar efni á því að leyfa börnunum að kynnast þessu tvennu. Iþróttir og tónlistarnám eru góð foi-vörn og því mikilvæg til að styrkja heil- brigða æsku. Það er algengt um- kvörtunarefni for- eldra, að sumarleyf- islokun leikskóla sé á allt öðrum tíma en sumarleyfi foreldra og erfiðleikar sem mæta foreldram vegna „frídaga" vegna fundarhalda í skólum og leikskól- um. Hvor tveggja hefur skapað óþarfa vandamál hjá foreldr- um sem sveitarfélög- in geta leyst með öðr- um hætti. Fæðingarorlof Það er að mínu mati mikilvægur réttur allra barna að báðir foreldr- ar fái fæðingarorlof og axli þannig sameiginlega ábyrgð. Fæðingaror- lof er allt of stutt hjá mæðram og ekki fá allir feður fæðingarorlof. Lengja þarf fæðingarorlof beggja og jafnframt veita viðbótartíma sem annað hvort foreldri tekur. Fyrirtækin geta þó ekki tekið á sig þessa viðbót og því verður að koma til sameiginlegur sjóður, annars verða bæði kynin seint jafn kjör- geng á vinnumarkaði. Konurnar verða ekki aftur sendar inn á heim- ilin. Hins vegar finnst mér æski- legt að foreldrar sem vilja annast börn sín fái tækifæri til þess, en þetta val er ekki fyrir hendi í dag. Skattamál Ymsar ákvarðanir stjórnvalda eru óheppilegar fyrir barnafjöl- skylduna og dæmi eru um að í þeim felist óbein hvatning til hjónaskilnaðar. Samt er ég sann- færð um að það var ekki ætlun Drffa Sigfúsdóttir athugavert í téðri ræðu utanríkis- ráðherra frá þessu sjónarmiði, eins og Sveinbjörn Jónsson á Suðureyi'i bendir á í grein í Morgunblaðinu 27. okt. Það er eiginlega óþarft að geta þess, að sjávarútvegsráðherra hefur tekið þátt í leiknum með sínu lagi. Þessi skrif era orðin nógu löng, svo að fleiri dæmi um það, sem er skrökvað, bíða betri tíma. En víkj- um aftur að upphafinu. Er hægt að ætlast til þess, að háskólamenn fari að baka sér óvild valdamanna og jafnvel stofna starfsframa sínum og velvild þægðarmanna í hættu með því að segja svona sannleika, þótt þeim sé hann fullljós? Um það hef ég mínar efasemdir. Nægilegt víðsýni og umburðarlyndi gagnvart opinskárri umræðu á of langt í land og of gi-unnt er á tilhneigingunni til skoðanakúgunar. I þetta skein á dögunum, þegar ég fékk kveðju í Morgunblaðinu frá Brynjólfi Bjarnasyni út af grein, sem ég hafði skrifað. Hann tók upp úr grein minni, að ég hefði skerpt hugsun mína með skrifum í Mbl. „og fengið til þess rými“. Þarna skrapp úr penna Brynjólfs nokkuð, sem hann kannski ekki ætlaði sér, en merkingin og skoðunin að baki hennar er augljós. Það á að þagga niður í svona mönnum. Þeir, sem hafa vald á fjölmiðlum eiga að sjá til þess með því að synja þeim um rýmið. Þegar við er að eiga menn af þessu sauðahúsi er eins gott að þátttakandinn í orðræðunni sé ann- aðhvort kjarkmikill baráttumaður eða maður, sem ekkert þarf að sækja til þeirra, eins og ég, sem þetta skrifa. Tækist þeim hins veg- ar að útrýma prentfrelsinu af síð- um Morgunblaðsins, eins og hug- urinn stendur greinilega til, væri komið að nýjum kafla í baráttunni fyrir lýðræði á Islandi. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og stuðningsmaður Samtaka um þjóðareign. þeirra sem ákvarðanirnar tóku. Það er mikilvægt að endurskoða skattlagningu barnaíjölskyldna og leikskólagjöld. Fjölskyldufræðsla Fræðsla um fjölskylduna og uppeldi barna er fremur fátækleg i skólakerfinu. Samt er það hlutverk flestra að ala upp börn og öll eigum við okkar fjölskyldu. Til forna bjuggu oft nokkrir ættliðir saman og foreldrar gátu því auðveldlega fengið upplýsingar og stuðning við uppeldið. Nútímafjölskyldan er Meirihluti kvenna vinn- ur utan heimilis, segir Drífa Sigfúsdóttir, en samfélagið hefur ekki tekið tillit til þessara þjóðfélagsbreytinga. hins vegar fámenn. Ef litið er á töl- ur t.d. um hjónaskilnaði, upplausn heimila og slys á börnum, þá er ljóst að foreldrar þurfa stuðning og meiri fræðslu um fjölskylduna og uppeldismál. Kennsla m.a. um góð samskipti, lausn deilumála og upp- eldi barna getur styrkt foreldra og bætt samskipti við aðra. Aukin kennsla um uppeldis- og fjöl- skyldumál ásamt annarri upplýs- ingamiðlun mun styrkja foreldra. Auglýsingar sem sést hafa að und- anfórnu til að styrkja foreldra ung- menna til að segja nei, eru jákvætt dæmi um stuðning við foreldra. Mikilvægasta verkefni sem fólk tekur að sép á lífsleiðinni er að ala upp barn. Ég vil ekki gera lítið úr ábyrgð foreldra sem uppalenda en ábyrgð samfélagsins á aðbúnaði bamafjölskylda er einnig mikil. Við þurfum því að skoða öll mál út frá sjónarmiði fjölskyldunnar. Höfundur er varaþingmaður og ný- skipaður formaður Fjölskylduráðs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.