Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 53 + Súsanna Þórð- ardóttir fæddist í Borgarncsi 2. febr- úar 1913. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Selja- hlíð 4. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Jóna Ein- arsdóttir frá Trað- arhúsum á Eyrar- bakka og Þórður Ingvarsson, söðla- smiður, en þau voru þá búsett í Borgar- nesi. Súsanna átti tvær alsystur, sem báðar eru látnar. Auk þess átti hún tíu eldri hálfsystkini samfeðra og þijú yngri hálfsystkini sam- mæðra. Af þeim eru tvö á lífi. Súsanna giftist í Kaupmanna- höfn 2. september 1938 Valfred Robert Sievers, f. 16. apríl 1913, d. 1. maí 1988. Valfred starfaði á dönsku skipi sem kyndari og var af þýskum og norskum ættum, faðirinn frá Slesvig og móðirin frá Ósló. Súsanna og Valfred skildu í Kaupmannahöfn á stríðsárunum. Sonur þeirra er Arnold Ró- bert Sievers, f. 3. júní 1939, búsettur í Reykjavík. Fyrrverandi sambýlis- kona Arnolds Róberts er Jóna Guðrún Skúladóttir. Þeirra sonur er Halldór Óskar, f. 3. janúar 1968. Fyrrverandi sambýliskona Halldórs Óskars er Aðalheiður Daníelsdóttir og eiga þau tvo unga syni, Arnold, f. 22. júlí 1992, og Jökul, f. 9. febrúar 1995. Núverandi sambýliskona Arnolds Róberts er Guðríður Steinsdóttir. Mjög ung fluttist Súsanna til móðurforeldra sinna sem bjuggu í Traðarhúsum á Eyrar- bakka, þeirra Aldísar Guð- mundsdóttur og Einars Jóns- sonar. Ólst hún þar upp ásamt annarri alsystur sinni og gekk þar í skóla. Árið 1934 fluttist Súsanna til Kaupmannahafnar og bjó þar í tæp fjórtán ár. Þar vann hún meðal annars við framreiðslustörf og matargerð á veitingahúsum og smurbrauð- stofum. Þegar hún fluttist aftur heim til Islands árið 1947 vann hún við framreiðslustörf á hin- um ýmsu stöðum í Reykjavík og einnig sem húshjálp á mörgum heimilum. Útför Súsönnu Þórðardóttur fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. SUSANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Með nokkrum línum langar mig að minnast Súsönnu Þórðardóttur, en leiðir okkar lágu fyrst saman er ég og Arnold sonur hennar hófum sambúð fyrir um það bil sautján ár- um. Mig grunaði strax að hér væri á ferð hörkudugleg og ákveðin kona, enda kom það á daginn þegar við kynntumst betur og hún fór að segja mér frá mörgu sem á daga hennar hafði drifið og hvernig hún hafði brugðist við og yfírstigið hina ýmsu erfiðleika sem á vegi hennar urðu. En það voru líka margar ánægju- legar enduiTninningar og frá bernskuárum hennar á Eyi'arbakka var margs að minnast enda var Eyr- arbakki og fólkið þar og nálægðin við sjóinn henni kær alla tíð. I mín- um huga hafði Eyrarbakki alltaf verið áhugaverður staður og sveip- aður einhverjum dýrðarljóma og ég hafði heyrt mikið af samferðafólki mínu um staðinn og mannlífið þar. En nú fékk ég meira að heyra. Eink- um eru mér minnisstæðar frásagnir hennar af hinu hættulega ástandi er gat skapast á augabragði í vondum veðrum á sundinu fyrir utan Eyrar- bakka þegar fiskibátar voru að sigla að landi. Þá var það tekið tO ráðs að flagga aðvörunarflaggi fyrir sjó- mennina á dönsku verslunarhúsun- urn þar á staðnum. Á árunum 1934 til 1947 þegar Súsanna bjó í Kaupmannahöfn vann hún við þau störf sem henni voru hugleikin og hún gat unnið áfram við eftir að hún fluttist aftur heim til íslands og var hún vandvirk, dugleg og samviskusöm. Hún giftist manni sínum árið 1938 en þau skildu eftir nokkurra ára hjónaband og þá tók við hjá henni að brjótast áfram ein með ungan son sinn og eftir að heimsstyrjöldin skall á urðu það henni erfiðir tímar. Hættuástand skapaðist oft í Kaup- mannahöfn vegna stríðsins og það tók á taugarnar og þeir erfiðleikar sem hún þurfti að ganga í gegnum höfðu varanleg áhrif á líf hennar og heilsu eftir það. Allt samband við heimalandið rofnaði vegna stríðsins og hún frétti ekkert að heiman. Því var hugur hennar oft heima á Is- landi og við sambandsslitin milli landanna 1944 stóð hún vel með löndum sínum. „Þá lenti ég stundum í smá orðaskaki við Danina", sagði hún einu sinni við mig og kímdi. En að mörgu leyti líkaði Súsönnu afar vel að búa í Danmörku. Danir og danskt andrúmsloft átti vel við hana og hún saknaði Danmerkur alla tíð eftir að hún fluttist aftur heim til ís- lands. Seinasta áratuginn hrakaði heilsu Súsönnu og kraftar hennar þrutu tO að vinna að ýmsu sem henni þótti svo ánægjulegt að vinna að. Hún var mjög listfeng og hafði haft gaman af að búa til hluti sem hún málaði á eða skreytti með blómum og jurtum sem hún tíndi og þurrkaði. Ennfremur notaði hún skeljar, steina og þang til skrauts. Hún var mikil hannyrða- og prjónakona og prjónaði meðal ann- ars margar fallegar lopapeysur. Urðu allir þessir hlutir eftirsóttir tO sölu í minjagripaverslunum. Frá því í ágúst 1996 dvaldi Sús- anna á Dvalar- og hjúknmarheimil- inu Seljahlíð þar sem hún fékk góða urnönnun og hjúkrun. Eg kveð þig, Súsanna, með tveim- ur af hinum mörgu fallegu versum sem fóðuramma mín kenndi mér í bernsku og mér þótti sem barn og þykir enn svo undur gott og traust að sofna út frá að kvöldi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sv.E.) Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (M.J.) Guð geymi þig, Súsanna, og verndi um alla eOífð. Guðríður. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN VALDIMAR KRISTJÁNSSON kjötiðnaðarmeistari, Lambhóli v/Starhaga, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 9. nóvember. Ragnhildur J. Magnúsdóttir, Sigurlína Sjöfn Kristjánsdóttir, Trausti Björnsson, Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Magnús Helgi Kristjánsson, Jóhannes Bragi Kristjánsson, Svava Hansdóttir, Auður Gróa Kristjánsdóttir, Guðmundur Bragason, Unnar Jón Kristjánsson, Guðný Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær systir okkar, mágkona og föðursystir, SIGRÍÐUR VALFELLS, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur miðvikudaginn 11. nóvember. Ágúst Valfells, Matthildur Valfells, Sveinn Valfeiis, Svava Kristín Vaifells, bræðrabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og amma, SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR, Drekagili 3, Akureyri, sem lést á FSA laugardaginn 7. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Gunnar Bergmann, Sveinn Jóelsson, Guðrún Dóra Clarke, Sigrún S. Jóelsdóttir, Vernharð Þorleifsson, Hjálmar B. Júlíusson, Jódís Kr. Jósefsdóttir, Þórdís Hjálmarsdóttir, Unnur M. Hjálmarsdóttir, Jón Björn Hjálmarsson, Brynja Þorvaldsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðbjörg Óladóttir, Magdalena Bergmann Gunnarsdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur minn, bróðir minn og tengdasonur okkar, GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON framkvæmdastjóri, Lynghaga 28, Reykjavík, sem lést af slysförum föstudaginn 6. nóvem- ber, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn 13. nóvember, kl. 13.30. Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Heiga Björg Gylfadóttir, Magnús Þór Gylfason, Sigríður Guðrún Benónýsdóttir, Elisabet S. Magnúsdóttir, Björg Jónsdóttir, Jóhann Tómas Egilsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, mágur, tengdafaðir og afi, SKÚLI BIRGIR KRISTJÁNSSON frá Skálmarnesmúla, Hraunbraut 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju á morg- un, föstudaginn 13. nóvember, kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Steinunn Pétursdóttir, Pétur Skúlason, Steinunn Skúladóttir, Þórdís Skúladóttir, Vígmundur Pálmarsson, Þórdís Magnúsdóttir, Jón Finnbogason, Páll Pétursson og barnabörn. + Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, barna- barn og frændi, JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON, Tungusíðu 4, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 7. nóvember. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju föstu- daginn 13. nóvember kl. 15.00. Baldur Ragnarsson, Thelma Baldursdóttir, Berglind Baldursdóttir, Júlíus Fossdal, Þuríður Guðmundsdóttir, Baldur Smári Friðbjörnsson. Þorgerður Fossdal, Friðbjörn Benediktsson, Tómas Arason, Sigríður Árnadóttir, + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES L. STEFÁNSSON á Kleifum í Gilsfirði, lést föstudaginn 6. nóvember sl. Hann verður jarðsunginn frá Garpsdalskirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 10.00 Unnur Guðjónsdóttir, Guðjón Jóhannesson, Stefán Jóhannesson, Brynja Bernharðsdóttir, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR söngkona, áður til heimilis á Birkimel 8b, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn, Horna- firði, föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Minningarathöfn verður í Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Johansen, Haukur Dan Þórhallsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.