Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 33 ERLENT Mannlíf enn í lama- sessi í Mið- Ameríku MANNLÍF er enn í lamasessi í Mið- Anieríkui-íkjunum sem verst urðu úti er fellibylurinn Mitch fór yfir heimshlutann. Vatn og aur gerir borgarbúum í Tegucigalpa, höfuð- borg Hondúras, erfitt fyrir að kom- ast leiðar sinnar og liggja almenn- ingssamgöngur enn að mestu leyti niðri. Attu konurnar tvær á mynd- inni erfitt með að fóta sig í aurnum þegar þær reyndu að komast á milli hiísa fyrr í þessari viku. Að minnsta kosti ellefu þúsund manns fórust í hamförunum og þrjár milljónir manna eru taldar heimilislausar. Hreinsunarkostn- aður mun líklega kosta þjóðir í heimsálfunni að minnsta kosti helming árlegrar þjóðarfram- leiðslu og endurreisn eðlilegs lífs er talin munu taka mörg ár. Þjóðir heims héldu í upphafi nokkuð að sér höndum en hafa undanfarna daga tekið að lofa um- talsverðri efnahagsaðstoð. Frakk- ar hafa afskrifað allar útistand- andi skuldir Níkaragva og Hondúras, sem verst urðu úti í hamförunum, og lofað að íhuga að fella að hluta til niður skuldir Gvatemala og EI Salvador við franska þjóðarbúið. Bandaríkja- menn hafa heitið meira en 80 milljón bandaríkjadölum, um 5.600 milljónum ísl. kr., í efnahagsað- stoð, Spánverjar um 105 milljóna dala aðstoð til uppbyggingarstarfs (7.000 milljónum ísl. kr.) og Svíar hafa lofað á milli 100 og 200 millj- ónum bandai-íkjadala yfir þriggja ára tímabil, eða 7-14 milljörðum ísl. kr. Scarlett deyr á dramatísk- an hátt London. The Daily Telegraph. SCARLETT O’HARA, söguhetjan í bókinni A hverfanda hveli (Gone With the Wind) mun láta lífið á dramatískan hátt í framhaldi bókar- innar, sem metsöluhöfundurinn Pat Conroy vinnur nú að. Margaret Mitchell skrifaði hina geysivinsælu skáldsögu fyrir rúm- um 60 árum og leitað var til Con- roys um ritun framhalds hennar eft- ir að hann hafði skrifað formála að afmælisútgáfu bókarinnar árið 1996. Conroy segir í viðtali við The Daily Telegraph að fyrirhugaður dauði Scarlett sé honum áskorun um að skrifa „eftirminnilegustu andlátssenu bókmenntanna síðan Anna Karenína fleygði sér fyrir lest“. Erfingjar Mitchells voru hins vegar í öngum sínum yftr þessari hugmynd og vildu hafa hönd í bagga með ritun framhaldsins. Con- roy gat hins vegar ekki fallist á neins konar ritskoðun og eftir tveggja ára samningaumleitanir gaf hann loks eftir kröfu sína um væna fyrirframgreiðslu í staðinn fyrir fullt frelsi til að skrifa það sem hon- um sýndist. Að sögn Conroys höfðu rétthaf- amir einnig krafist þess að í fram- haldssögu hans yrði hvergi minnst á samkynhneigð eða kynþáttablönd- un. Sagðist hann þá myndu hefja bókina svona: „Eftir að þeir höfðu notið ásta sneri Rhett sér að Ashley Wilkes og sagði: „Ashley, hef ég nokkurn tímann sagt þér frá því að amma mín var svört?“ Sumt er okkur ofvaxid Konur búa yfir verðmætri reynslu og þekkingu sem karlmönnum er ómögulegt að öðlast. Þessi verðmæti, ólík sjónarmið og efnistök er auðlind sem þjóðin hefur ekki borið gæfu til að nýta á lýðræðislegan hátt. Það sem skilur okkur að gerir okkur sterkari sem heild. Þess vegna er aukin þátttaka kvenna í stjórnmálum hagur íslensku þjóðarinnar. Lýðræðið rúmar bæði kynin. Ráðherraskipuð nefnd til að auka hiut kvenna í stjórnmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.