Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fj ölmiðlakönnun Félagsvísmdastofnunar 64% lesa sunnu- dagsblað Morg- unblaðsins MORGUNBLAÐIÐ er að jafnaði lesið af 57% landsmanna á aldrinum 12-80 ára sérhvern útgáfudag, sam- kvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönn- unar Félagsvísindastofnunar Há- skóla Islands, sem gerð var 15.-21. október síðastliðinn. I síðustu könn- un var meðallestur á Morgunblað- inu 59%. í könnuninni kemur fram að 64% lesa sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar lesa 42% DV að meðaltali hvern útgáfudag, sem er óbreyttur meðallestur frá síðustu körthun. Meðallestur á hvert tölublað Dags er nú 13% samanborið við 14% í síð- ustu könnun. I niðurstöðunum kemur fram að 74% höfðu eitthvað lesið í Morgun- blaðinu í könnunarvikunni, 67% eitthvað í DV, 24% eitthvað í Degi og 5% eitthvað í Viðskiptablaðinu. Morgunblaðið mest lesið í öllum aldurshópum Séu niðurstöðurnar greindar eftir aldri kemur í ljós að 48% lesenda í aldurshópnum 12-19 ára lesa Morg- unblaðið að meðaltali hvern útgáfu- dag, 39% lesa DV og 6% Dag. 55% í aldurshópnum 20-24 ára lesa Morg- unblaðið að jafnaði, 45% lesa DV og 14% Dag. Meðallestur Morgun- blaðsins í aldurshópnum 25-34 ára er 54%, meðallestur DV er 39% og meðallestur Dags 11%. 63% í ald- urshópnum 35-49 ára lesa Morgun- blaðið að meðaltali dag hvem, 46% DV og 13% Dag. 63% svarenda í aldurshópnum 50-67 ára lesa Morg- unblaðið að meðaltali dag hvern, 45% lesa DV og 18% Dag. Meðal- lestur Morgunblaðsins í aldurs- hópnum 68-80 ára er 55%, 25% lesa DV og 20% Dag. Jafnt áhorf á fréttatíma sj ón varpsstöð vanna Spurt var um hlustun á útvarp og sögðust ílestir hlusta á Rás 2, eða 60% svarenda á landinu öllu, sem sögðust hafa stillt á hana einhvern tímann í könnunarvikunni. 50% höfðu einhvern tímann hlustað á Rás 1, og 49% á Bylgjuna. í Reykjavík og á Reykjanesi sögðust 52% hafa stillt á Rás 2 ein- hvern tímann í könnunarvikunni, 51% á Bylgjuna, 48% á Rás 1, 37% á FM 95,7, 31% á Gull, 22% á X-ið, 17% á Matthildi, 9% á Skratz, 8% á Mono, 7% á Klassík FM, 6% á Stjörnuna og 4% á Létt. Þá höfðu 93% einhvern tímarin stillt á Ríkissjónvarpið, 84% á Stöð 2, 22% á Sýn og 33% á eitthvert annað sjónvarp. Að meðaltali horfðu jafnmargir á fréttatíma Ríkissjón- varpsins og Stöðvar 2 í könnunar- vikunni, eða 39%. Vinsælasta sjón- varpsefnið í Ríkissjónvarpinu var Spaugstofan, sem 40% horfðu á, og næst á eftir fréttunum horfðu flestir á ísland í dag á Stöð 2, eða 28%. í Ríkissjónvarpinu horfðu 26% á Stutt í spunann, 25% á Sunnudags- leikhúsið og 18% á Titring. Á Stöð 2 horfðu 16% á Heima, 10% á Að hætti Sigga Hali og 8% á Kristal. Hærra hlutfall les Morgunblaðið séu niðurstöður vegnar Könnun Félagsvísindastofnunar var í dagbókarformi. Tekið var 1.500 manna úrtak úr þjóðskrá með hendingaraðferð og samtals voru sendar út 1.205 dagbækur. Úr- vinnsla úr könnuninni hófst 5. nóv- ember og höfðu þá borist 837 dag- bækur, sem eru lakari heimtur en voru lengst af í fjölmiðlakönnunum Félagsvísindastofnunar. Nettósvör- un í könnuninni var 57% og 69% ef miðað er við útsendar dagbækur. Fram kemur að svarendahópur- inn endurspegli þjóðina ágætlega hvað varðar kyn og aldur. Hins vegar séu svarendur úr Reykjavík og af Reykjanesi hlutfallslega of fá- ir, eða um 61% svarendahópsins, en þar búa 66% landsmanna. Til FRÉTTIR Lestur blaða í vikunni 15.-21. október 1998 56% DV 60% 43% |42% 15% 14% Fimmtu- dagur Föstu- dagur Laugar- Sunnu/ Mánu- dagur dagur dagur Þriðju- Miðviku- dagur dagur Meðallestur Eitthvað lesið áeintak i vikunni 39% Meðallestur á tölublað skipt eftir aldri 12-19 liHHHHHHHil 48% i ~~ 20-24 55% —45% 25-34 35-49 50-67 68-80 n 6% ] 14% 11% ] 13% Z]18% □ 20% 1 2% H 4% I 3% greina hafi komið að vega niður- stöður með tilliti til þessa, en hins vegar breytist hlutfallstölur að jafnaði lítið við slíka vigtun, enda flestir miðlarnir með svipaða út- breiðslu á landsbyggð og höfuð- borgarsvæði. Fram kemur að vigt- un hafði þó nokkur áhrif á lestrar- tölur Morgunblaðsins og Dags, enda útbreiðsla þeirra ólík milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggð- ar. Þannig hækkaði hlutfall þeirra sem lesa Morgunblaðið um 1,1 til 1,4% á tölublað ef niðurstöður voru Konum í Bosníu verði veittur stuðningur KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingflokki óháðra, hefm- lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stuðning við konur í Bosníu. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela utanríkis- ráðherra að beina hluta þeiirai' fjár- hagsaðstoðar sem ætluð er til upp- byggingar í Bosníu á komandi árum til kvenna þar í landi í samvinnu við kvennasamtök. Verði aðstoðin notuð til að styrkja uppbyggingu kvenna- húss í Sarajevo og til annarra brýnna verkefna sem konur í Bosníu fást við. Meðflutningsmaður tillögunnar er Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðis- flokki. í greinargerð segir m.a. að konur séu nú 68% íbúa í Bosníu en að þær komi afar lítið nálægt stjómun lands- ins. Að sögn „kvenna sem hafa unnið að málefnum Bosníu-kvenna er lítill skilningur meðal ráðamanna á því að taka þurfi sérstaklega á vandamálum þein'a. Meðal annars neitaði einn af borgarstjórum Sarajevo BISER- kvennasamtökunum um húsnæði fyrir kvennahús með þeim rökum að hann vildi ekki sjá nein kvennahús í sínum borgarhluta. Samt sem áður tókst að festa kaup á húsi sem er verið að taka í notkun og stækka með aðstoð ýmissa ríkja og kvennasamtaka í Evrópu." vegnar, og hlutfall þeirra sem lesa Dag lækkaði um 0,5 til 0,7% á tölu- blað. Fyrir aðla miðla, þ.m.t. allar útvarpsstöðvarnar hafði vigtun mun minni áhrif, eða frá 0% til 0,5% frávik. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á óvegnum niðurstöðum. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfar- andi mál verða m.a. til um- ræðu: 1. Framleiðsla og sala á bú- vörum. 2. umr. 2. Hækkun á kvóta Islands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. 2. umr. 3. Viðauki við stofnskrá Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. 2. umr. 4. Þriggja fasa rafmagn. Fyrri umr. 5. Hvalveiðar. Fyrri umr. 6. Uttekt á útlánatöpum Landsbankans og Búnaðar- bankans. Fyrri umr. Vírus og vandræði Mprgunblaðið/Árni Sæberg EGGERT Kaaber, Dofri Hermannsson og Hinrik Ólafsson í hlutverk- um sínum í Vírusi. I dómnum segir meðal annars að túlkun Eggerts hafi oft og tíðum verið óborganleg. „Vel má segja að Eggert hafi átt stórleik og átti hann stærstan þátt í að halda sýningunni á floti, því hún var í heild nokkuð misjöfn.11 LEIKLIST Hermóður og Iláðvör og Stopp-Ieikhópurinn VÍRUS EFTIR ÁRMANN GUÐMUNDSSON, SÆVAR SIGURGEIRSSON OG ÞORGEIR TRYGGVASON. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Leikar- ar: Björk Jakobsdóttir, Dofri Her- mannsson, Eggert Kaaber, Erla Ruth Harðardóttir, Hinrik Ólafsson, Jón St. Kristjánsson og Katrín Þorkels- dóttir. Leikmynd: Magnús Sigurðar- son. Búningar: María Ólafsddttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Hljdð- mynd: Jón Ingvi Reimarsson. Leik- gervi: Ásta Hafþórsdóttir. Hafnar- fjarðarleikhúsið 11. nóvember. VÍRUS er leikverk af farsaætt, skopleikur sem meðal annars snýst um katastrófur, missldlning og framhjáhald eins og flestir góðir farsar. Höfundatríóið Armann, Sævar og Þorgeir hafa nokkra reynslu af því að skrifa gamanleiki og hafa þeir meðal annars starfað með Hugleik undanfarin ár. Þetta verk þeirra er vel skrifað, plottið ágætt þótt ýmsir þræðir þess séu nokkuð fyrirsjáanlegir og það sama má segja um húmorinn: stundum frumlegur, oft leiftrandi en byggist stundum á mjög ódýr- um orðaleikjum. Efniviðurinn er sprottinn upp úr nútímanum. Sögusviðið er lítið tölvufyrirtæki, Hugdirfska, sem er við það að setja á markað snilldar- lega hannað forrit sem bjarga á því dagsetningar-vandamáli sem blasir við tölvuveröldinni um ára- mótin 1999/2000. Eigandi og starfsmenn fyrirtækisins sjá fram á milljónagróða og eru að halda upp á komandi frægð og frama þegar leikurinn gerist. Það leynast hins vegar ýmsir maðkar í mys- unni, flestar persónur hafa eitt- hvað misjafnt á samviskunni og smám saman er flett ofan af göll- um þeirra og „glæpum". Endir leiksins er þónokkuð óvæntur og skemmtilegur. Það er hinn fjögurra manna Stopp-leikhópur sem stendur að þessari sýningu ásamt Hafnar- fjarðarleikhúsinu Hermóði og Háð- vöru. Einn þeirra fjórmenninga er Eggert Kaaber og mun hann eiga stóran hlut í hugmyndinni að þessu verki, inntaki þess og persónu- sköpun. Eggert leikur sjálfur Sig- urð, annan forritaranna tveggja sem vinna hjá Hugdirfsku, og er hlutverk hans það skemmtilegasta í verkinu og túlkun Eggerts oft á tíðum óborganleg. Vel má segja að Eggert hafi átt stórleik og átti hann stærstan þátt í að halda sýn- ingunni á floti, því hún var í heild nokkuð misjöfn. Alls eru það sjö leikarar sem fara með hlutverk í sýningunni. Jón St. Kristjánsson leikur Agnar Smára, eiganda Hugdirfsku. Jón St. hefur áður sýnt að hann er gamanleikari af guðs náð, en hann átti ekki sínar bestu stundir hér. Konu hans, Stellu, leikur Erla Ruth Hai'ðardóttir og þótt hún byrjaði frekar illa náði hún ágæt- um tökum á hlutverkinu þegar leið á leikinn. Katrín Þorkelsdóttir leik- ur Erlu, bókhaldara fyrirtækisins, og lék hún á háu, hysterísku nótun- um allan tímann og var það til lengdar fremur þreytandi en fynd- ið. Björn, eiginmann Erlu, leikur Dorfí Hermannsson og skapaði hann skemmtilegan vitgrannan karakter. Hinrik Ólafsson leikur Jón Þór forritara og var hann kraftmikill í byrjun en fylgdi því ekki vel eftir. Björk Jakobsdóttir fer með hlutverk ungs upprenn- andi tölvufræðings, og var hún sannfærandi sem útsmogið flagð undir fögm skinni. Vírus er fyi'sta leikstjórnarverk- efni Gunnars Helgasonar og bar sýningin nokkur merki þess reynsluleysis. Þannig skorti mark- vissan stíl í leik og samleik, ein- stakir kaflar uppfærslunnar voru afar misjafnir, stundum var góður hraði og fjör í leiknum, en á milli datt dampurinn niður. Hraði og réttar tímasetningar eru grund- vallaratriði í góðum farsauppfærsl- um og hér virtist oft sem hávaði ætti að bæta upp skort á þessu tvennu. Þetta var einna mest áber- andi í hlutverkum Katrínar og Erlu Ruthar, þannig var byrjunar- atriði þeirra fremur pínlegt og ýkt kátínan ótrúverðug. Erla Ruth náði síðan að dempa þennan leikstíl, eins og áður er sagt, en Katrín ekki. Leikmynd Magnúsar Sigurðar- sonar og lýsing Kjartans Þórisson- ar hæfðu verkinu ágætlega, skærir litir og ljós gáfu sviðinu léttklikkað andrúmsloft sem hæfði söguefninu. Einnig var notkun á tölvu- og sjón- varpsskjám hugvitssamleg og hljóðmynd Jóns Ingva Reimars- sonar vel unnin. Búningar Maríu Ólafsdóttur hæfðu persónum vel. Það má skemmta sér ágætlega á þessari sýningu á Vírusi, en hún á varla eftir að slá í gegn eins og ýmsar fyrri sýningar Hafnafjarð- arleikhússins, til þess er hún of misjöfn. Soffía Auður Bii'gisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.