Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hugarflækjur
módelsmiðsins
MYMILIST
Listasafn ASl
INNSETNING
KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR
Opið alla daga nema mánudaga frá
14-18. Aðgangseyrir 200 kr.
Til 15. nóv.
„FYRIRMYND“ er yfirskriftin á
sýningu Katrínar Sigurðardóttur.
Þetta er óneitanlega nokkuð furðu-
leg og óvænt sýning, sem getur vak-
ið skemmtilegar pælingar. Katrín
hefur útbúið smágert líkan af vega-
kerfi, með vegmerkingum og lands-
lagi í vegkanti, sem teygir sig yfir
stóran hluta af gólfinu og leitar
einnig upp á veggi.
í sýningarskrá nefnir Katrín að
módelið hennar er „byggt á skýring-
arteikningu af boðleiðakerfí sjón-
skynjunar og tilfinningaviðbragða
við sjónskynjun innan heilans",
módel af „staðsetningum og leiðum
minnisins, þeim leiðum sem minnið
geymir en einnig og ekki síður þeim
leiðum sem minnið fer“. Hugmyndin
er sú að ef tekin væri sneiðmynd,
langsum eftir heilanum miðjum, og
teiknaðar inn á sneiðmyndina boð-
leiðir sjónskynjunar, þá myndum við
fá nokkurs konar vegakort yfir þær
leiðir innan heilans sem taugaboðin
myndu leita. Líkanið á sýningunni
jer einmitt slíkt líkan.
Katrín hefur áður gert líkön af
stöðum sem eru endurgerðir eftir
minnij inni í kössum og ferðatösk-
um. A sýninguni „Flögð og fögur
skinn" á Nýlistasafninu í sumar
sýndi hún kort sem unnin voru eftir
nýjustu kortagerðartækni í land-
mælingum og jarðfræðilegum upp-
lýsingakortum, af fæðingarbletti. A
þessari sýningu leikur Katrín sér
með samlíkingu milli vegakorta og
þeirra anatómísku mynda sem
læknisfræðin hefur gert af boðleið-
um taugafrumna.
En líkanið, eins og það birtist á
þessari sýningu, hefur enga miðju,
það er leiðakerfi sem virðist ekki
leiða eitt eða neitt og er opið í alla
enda. Það er meira eins og flækja,
eða eins og það sem franski heim-
spekingurinn Gilles Deleuze kallaði
svo skemmtilega „rhizome", eða
rótarflækja. Fyi’ir Deleuze var rót-
arflækjan andstæða híerarkíunnar,
kvíslgreindrar skipunar, sem er
áreiðanleg eitt af undirstöðulíkön-
um vísindalegrar rökhugsunar.
Heilinn er ein slík rótarflækja þar
sem eitt leiðir af öðru án skipulags,
og þar sem maður getur hæglega
farið í hringi og lent á byrjunarreit
án þess að vita af því.
Það má einnig sjá í vegakorti
Katrínar paródíu á þá hugmynd,
sem hefur loðað við gervigreindar-
fræði, að með því að gera sér líkan
af starfsemi tölvu, sem framkvæmir
sambærileg verk við þau sem hug-
urinn framkvæmir, þá væri hægt að
gera sér líkan af starfsemi manns-
andans og skýra starfsemi hans.
Aftur á móti er líkan Katrínar skýr-
ingarmynd sem skýrir ekki neitt,
enda eru hliðstæðurnar sem Katrín
leikur sér með myndrænar og tákn-
rænar, ekki vísindalegar.
MÁLVERK
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
Guðrún Einarsdóttir hefur af-
markað sér bás í málaralistinni, sem
er þröngur og vandmeðfarinn. Mál-
verk hennar hafa til þessa veríð ein-
lit, ýmist svört eða hvít, þar sem
litefnið hefur verið borið mjög
þykkt yfir flötinn og síðan er litur-
inn mótaður eins og gifs á meðan
hann er enn blautur. Guðrún hefur
t.d. notað tenntar sköfur til að
plægja upp litinn og fá fram áferð
og munstur á strigann. I vissum
skilningi má segja að þau hafi verið
á mörkum málverks og skúlptúrs,
því þau hafa falið í sér bæði málun
með lit á striga og mótun á þjálu
efni í þrívítt form. Hugmyndin var
athyglsiverð og útfærslan oft hug-
vitssamleg, en helsti veikleikinn var
sá að lausnirnar voru oft of fyrirsjá-
anlegar, eins og það væri verið að
íylla út í fyrirframgefna röð af
formstúdíum.
Með þessari sýningu hefur orðið
stefnubreyting, og aðrir þættir eru
komnir inn í þann ramma sem Guð-
rún vinnur út frá. I fyrsta lagi notar
Guðrún aðra liti en svartan og hvít-
an. Hún notar fleiri en einn lit í
Menningarmunurinn sem skiptir máli
EVRÓPUMARKAÐUR
Námstefnan fjallar um þann gríðarlega mun
sem er á venjum og hegðun í menningu þjóða
innan Evrópu og hvernig íslensk fyrirtæki
geta nýtt sér samskiptamunstur þessara
mismunandi þjóða í kynningum og/eða beinu
samstarfi.
Um leiðbeinanda:
Vijay P. Jain, Danmörku er fæddur á
Indlandi. Hann er viðskiptamenntaður í
Þýskalandi, Austurríki og Kanada og hefur
27 ára reynslu af samstarfi við ólíka
menningarheima. Vijay býr nú og starfar
í Danmörku. Hann hefur sérhæft sig á
sviði samskipta ólíkra þjóða tengdum
viðskiptum og er sérfræðingur Danska
útflutningsskólans á sviði Intercultural
Management. Hann er einn af höfundum
bókarinnar „Eksport-handbog í
international markedsföring og salg" útg.
Börsen. Vijay þykir einkar skemmtilegur
fyrirlesari og tekur góð og áhugaverð
vinnudæmi fyrir.
Staður: Hótel Loftleiðir
Tími: Þriðjudagur 17. nóv.
Kl: 14:00-18:00
Sbráning í síma 533 4567 og á heimasíðu á Netinu: www.stjornun.is
MÁLVERK eftir Guðrúnu Einarsdóttur.
hverjum fleti, að vísu er litnum
dreift jafnt yfir allan flötinn, hver of-
an á öðrum, en undirlitur skín í
gegnum þann lit sem ofan á liggur.
Liturinn er enn borinn mjög þykkt
á, en nú bregður svo við að ekki er
lagt eins mikið upp úr að hver flötur
hafi sín sérkenni í áferð eða munstri,
heldur er sama áferð yfir allan flöt-
inn og svipuð áferð á öllum verkun-
um, sem dregur úr vægi hennar.
Auk þess er Guðrún farin að leggja
meira upp úr hlutföllum og stærðum
flatanna og í tveimur verkanna not-
ar hún tvo aðskilda fleti.
Málverk af þessu tagi eru alls
ekki óþekkt, og það sem Guðrún er
að fást við er nokkurs konar sam-
bland af mónókróm (einlitu) mál-
verki og því sem var hér áður kall-
að „all-over“-málverk. Bandaríski
listfræðingurinn Clement Green-
berg lýsti „all-over“-málverki
þannig: „... „afmiðjuð",
„margradda" mynd, sem byggist
upp á yfirborði ofnu úr samskonar
einingum, sem eru endurteknar án
nokkurra tilbrigða yfir allan flöt-
inn. Þetta er mynd sem er án upp-
hafs, miðju eða enda.“ Þessi lýsing,
úr grein (The Crisis of the Easel
Picture) frá árinu 1948 (já, fyrir
hálfri öld), gæti vel átt við myndir
Guðrúnar. Það er athyglisvert að
Greenberg segir að þótt slíkar
myndir geti búið yfir dramatík, þá
komist þær ansi nálægt því að vera
skreytikenndar, en það þarf varla
að taka fram að Greenberg þótti
ski'eyti og dramatík ekki eiga vel
saman. Það sama á við um myndir
Guðrúnar, þær vega salt milli hins
dramatíska og skrautlega (eða
munsturkennda), án þess að annað
hvort hafi vinninginn. Dramatíkin
þarf þó að vera meira afgerandi ef
þær eiga að ná virkilegum slag-
krafti. En þótt Guðrún hafi ekki
leitt þau viðfangsefni sem hún er að
glíma við í þessum myndum til
lykta, þá er þó sú leið sem hún fer
með þessum myndum mun væn-
legri en sú fyrri.
Gunnar J. Árnason
Morgunblaðið/Golli
JÓN Hjaltason, t.v., og Guðjón Ingi Einarsson afhentu Ólafi G.
Einarssyni eintak af bókinni Hæstvirti forseti.
Nýjar bækur
• HÆSTVIRTUR forseti - gam-
ansögur af íslenskum alþingis-
mönnum. Guðjón Ingi Eiríksson
kennari og Jón Hjaltason sagn-
fræðingur söfnuðu efni og rit-
stýrðu.
í bókinni eru fjölmargar gaman-
sögur af landsfeðrum vorum í gegn-
um tíðina, m.a. Davíð Oddssyni,
Steingn'mi Hermannssyni, Olafi
Thors, Hriflu-Jónasi, Sverri Her-
mannssyni, Lúðvíki Jósepssyni,
Helga Seljan, Þorsteini Pálssyni,
Kristínu Astgeirsdóttur, Hannibal
Valdimarssyni, Halldóri Asgríms-
syni og Sighvati Björgvinssyni.
í kynningu segir: Hvernig stóð á
því að Steingrímur Hermannsson
minnkaði í embætti forsætisráð-
herra?, Vitnaði Ólafur Thors rétt í
Fjallræðuna?, Hví ætli Kristín Ást-
geirsdóttir hafi viljað vita hvar
kvenmannslausir bændur á Suður-
landi byggja?, Hvað hefur Eggert
Haukdal að segja um klónun?,
Hvers vegna hló Ólafur Þ. Þórðar-
son?, og af hvaða tilefni sagði Ólaf-
ur Jóhannesson: Þarf mannhelvítið
aldrei að míga?
Utgefandi er bókaútgáfan Hólar.
Bókin er 184 bls. með heimildaskrá.
Prentun: Ásprent/POB ehf. Kápu-
teikning er eftir Kristin G. Jó-
hannsson. Verð: 2.890 kr.
Nýjar bækur
• FYLGDU mér slóð er önnur
ljóðabók Eysteins Bjömssonar.
Bókin skiptist í þrjá hluta: Tíbrá,
Svipi og Heið-
myrkur.
Fyri’i ljóðabók
hans, Dagnætur,
kom út árið 1993.
Eftir hann liggja
einnig skáldsög-
urnar Bergnum-
inn, 1989, og
Snæljós, 1996,
ásamt smásögum
og ljóðum í blöð-
um og tímaritum.
Útgefandi er Bókaútgáfan Norður-
ljós. Bókin er 60 bls., prentuð í Off-
setfjölritun ehf. Kápu gerði Ágústína
Jónsdóttir. Verð: 2.200 kr.
• SUMARVORIÐ er ljóðabók eftir
Einar Sigurð. Þetta er önnur ljóða-
bók höfundar, áður kom út örljóða-
bókin Grammið,
1994.
I kynningu seg-
ir: í bókinni eru
42 ljóð sem inni-
halda barnslegar
lýsingar höfundar
á uppgötvunum
sínum á ástinni.
Eins og höfundur
sýnir fram á þá
er ástin einföld
og ekki endilega bundin annarri
manneslgu.
Útgefandi er Klæni. Bókin er 51
bls., prentuð í Félagsprentsmiðjunni
ehf. Verð: 1.200 kr.