Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskulegur eiginmaður minn, sonur, tengda- sonur og frændi, JOHN SEAGER, andaðist á sjúkrahúsi í Rockling, Kaliforníu, aðfaranótt mánudagsins 9. nóvember. Sigríður Ólafsdóttir Seager, Grace Seager, Inga Waterhouse, Iðunn Björnsdóttir, Kristján G. Kjartansson og börn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA VALGERÐUR SIGVALDADÓTTIR, áður til heimilis á Ásvallagötu 55, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Þráinn Gíslason, Kristín Þ. Gísladóttir, Auðunn Ó. Helgason, Guðrún Gísladóttir, Gunnar Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINSÍNA INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR, Skipholti 47, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 10. nóvember. Árni Jónsson, Jón Emil Árnason, Hjörtur Björgvin Árnason, Unnur Halldórsdóttir, Páll Ingi Árnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Helgi Árnason, Mábil G. Másdóttir, Hilmar Árnason, Guðni Árnason, Lilja Loftsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær bróðir okkar og frændi, OTTÓ VALUR FINNSSON, lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi aðfaranótt þriðjudagsins 10. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 14. nóvember kl. 14.00. Guðný Finnsdóttir, Eiísabet Finnsdóttir og Leifur Ólafsson. Móðir okkar, + SIGRÍÐUR ARNKELSDÓTTIR, Nótatúni 24, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Eyþór Eiríksson, Baldur Skaftason. + Kær bróðir okkar og mágur, RÚTUR HALLDÓRSSON, Sólvallagötu 14, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. nóvember. Blóm vinsamlega afþökkuð. Brynjólfur H. Halldórsson, Guðrún St. Halldórsdóttir, Brian Dodsworth. MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON blaðamanna á þeim tíma og blaða- manna í dag. Það voru hvorki föx né tölvur. Erlendi fréttamaðurinn sat löngum við útvarpstækið og hlustað á fréttir erlendra útvarps- stöðva og mátti hraðskrifa það sem hann náði til og síðan að vinna úr því. Það var bæði seinlegt og ná- kvæmnisverk og ekki öllum hent. Það var ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins að Þjóðviljinn eignaðist gamalt telextæki, og þótti það mikil framför. Og blaðamaðurinn var ekki laus þó hann hefði skilað sínu handriti í prentsmiðju, því þegar vélsetjarinn hafði komið fréttinni, eða öðru efni, fyrir í blýi, var aftur komin röðin að blaðamanninum að fylgjast með umbroti og síðan að lesa prófarkh', fyrr var deginum ekki lokið. En lífíð var ekki bara þrældómur. Menn voru auðvitað að vinna fyrir sínu daglega brauði, en þeir voru líka að vinna fyrir hug- sjón, er þeir trúðu að mundi færa vinnandi fólki betri tíð. Þess vegna spurðu menn ekki alltaf um vinnu- tíma á slíkum vinnustað. Hvernig það endaði svo, það er önnur saga. En þetta var ekki bara langur vinnutími. Við vorum sem stór fjölskylda og áttum oft saman góða og glaða daga. I sumarferða- lögum eða á árshátíðum var Magn- ús Torfi ævinlega hrókur alls fagn- aðar. Og ég þekki ekki marga er gátu gert góða skemmtun skemmtilegri í hópi vina og vinnu- félaga. 1963 kaus Magnús að yfir- gefa Þjóðviljann. Hann fór þó ekki langt. Hann flutti sig aðeins í ann- að mikilvægasta fyrirtæki vinstri hreyfingarinnar. Hann gerðist deildarstjóri í erlendri bókadeild Máls og menningar, sem þá var nýflutt í stóra og mikla nýbygg- ingu á Laugavegi 18, sem vinstri- mönnum undir forystu þeirra bræðra Einars og Kristins Andréssona hafði þá tekist að koma upp með góðum stuðningi fjölda áhugamanna. í dag geta menn séð árangur þess starfs. En þó Magnús færi frá Þjóðvilj- anum var samstarfi okkar síður en svo lokið, því Magnús var ekki bú- inn að vera lengi í Máli og menn- ingu þegar ég flutti mig líka þang- að. Þar var góður starfsandi og þar hófst aftur ánægjulegt samstarf okkar Magnúsar Torfa, sem ég full- yrði að aldrei bar skugga á. Hann var afar nákvæmur og agaður í starfi og kynnti sér hluti nákvæm- lega áður en hann tók ákvarðanir eða lét í ljós álit sitt. - í erlendu bókadeildinni var hann á heimavelli því þekking hans á erlendum bók- menntum og erlendum málefnum almennt var óumdeild. Þeir voru og ófáir er leið áttu í erlendu deildina til Magnúsar til að ræða við hann um þau mál og að njóta þekkingar hans og ráða í þeim efnum. Það var því Máli og menningu mikils virði að njóta þekkingar og starfskrafta Magnúsar. Og þó segja megi að maður komi í manns stað varð stórt skarð fýrir skildi er Magnús yfirgaf Mál og menningu óvænt 1971. Þá höfðu orðið væringar í vinstri póli- tíkinni og til urðu Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna. Magnús fór í framboð til Alþingis fyrir þau samtök, og þó við vinir hans segð- um í glensi að hann yrði ekki þing- maður nema þennan eina mánuð sem hann ætlaði kosningabarátt- unni, þá máttum við kyngja þeim ummælum í heilu lagi því Magnús Torfi flaug inn á Alþingi og bætti um betur því hann flaug alla leið í ráðherrastólinn og varð mennta- málaráðherra. Hann leysti það starf af hendi með sömu prýði og önnur þau störf er hann tók að sér. Það munu aðrir rekja þá sögu betur en hér verður gert. Minningar mínar um Magnús Torfa og samstarf okkar verða ekki slitnar frá minningum mínum um það ágæta fólk er við Magnús störf- uðum með í Máli og menningu. Og það er á engan hallað þó ég minnist sérstaklega Kristins og Einars Andréssona sem voru óumdeilt feð- ur Máls og menningar, svo og Sig- fúsar Daðasonar og Björns Svan- bergssonar, sem allir eru nú gengn- ir. Ennfremur Önnu Einars, Öddu Magnúsdóttur, Esterar Ben. og Ólafs Þórðarsonar, en allt þetta góða fólk vissi ég að mat Magnús Torfa mjög mikils og þótti vænt um hann. Eg þakka Magnúsi Torfa langt og gott samstarf og einlæga vin- áttu. Hinriku, börnum þeirra og öðrum aðstandendum færum við Halldóra innilegar samúðarkveðj- ur. Jónsteinn Haraldsson. SIGURBJORG AÐALHEIÐUR WELBES “|“ Sigurbjörg Aðalheiður Welbes fæddist í Lúx- embborg 21. maí 1994. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 23. október siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Arbæj- arkirkju 30. október. Ég sá Sigurbjörgu fyrst þriggja mánaða, er fjölskylda hennar kom til Islands og lét skíra hana. Hún var skírð Aðalheiður eftir ömmu sinni en Sigurbjörg eftir langömmu sinni. Næst sá ég hana í maí í fyrra er hún flutti heim til íslands ásamt systkinum sínum og móður. Fögnuðurinn var mikill því lengi höfðum við ekki sést. En um haustið breyttist allt því Sigur- björg veiktist í annað sinn á stutt- um tíma. Næstu mánuðir urðu af- ar erfiðir en það birti aftur til eftir mergskiptin úti í Svíþjóð. Á með- an hún dvaldi þar gátum við talað saman og séð hvert annað í gegn- um tölvu. Það var stund sem gleymist seint er við hér heima sungum fyrir hana afmælissöng- inn í gegnum tölvuna, þegar hún varð fjögurra ára. En tíminn sem hún dvaldi hjá okkur eftir heimkomuna frá Sví- þjóð er mér efst í huga er ég hugsa til hennar. Hún bjó ásamt systkinum sínum og móður á heimiii mínu um tíma. Henni leið svo vel hérna og oft sagðist hún vera Sillu stelpa og þá átti ég að + Ástkær móðir okkar, ÁSTA EYÞÓRSDÓTTIR, Hjallabraut 6, varð bráðkvödd þriðjudaginn 10. nóvember. Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Þór Jónsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ODDURJÓNSSON bóndi, Gili, Dýrafirði, sem andaðist 3. nóvember, verður jarðsung- inn laugardaginn 14. nóvember kl. 14.00 frá Mýrakirkju í Dýrafirði. Ingunn Jónsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Kristín Berglind Oddsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir. gera allt fyrir hana. Ég passaði hana stundum og vildi hún yfir- leitt að ég sæti með sig og þá strauk ég henni oft um höfuðið sem henni fannst svo gott. Svo fannst henni svo gaman að fara út að róla eða hjóla á nýja hjólinu sínu eða bara að láta keyra sig í kerrunni. Krafturinn og viljinn sem fylgdi þessu barni var stundum óskiljan- legur og alltaf var svo stutt í bros- ið. Hún gerði oft að gamni sínu og var mjög stríðin. Hennar tími var stuttur en ynd- islegur og það er svo margs góðs að minnast þrátt fyrir veikindin. Við teljum okkur yfirleitt eiga það sem við höfum en á svona stundu erum við enn og aftur minnt á að við höfum það bara að láni. Það veitir ómetanlegan styrk að þakka fyrir góðu stundirnar og ki-afturinn hennar Sigurbjargar sem hún skildi eftir mun styrkja okkur í framtíðinni. Hér er bænin sem þú lærðir, elsku Sigurbjörg. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Guð geymi þig alltaf og megi kraftur þinn styrkja móður þína, fóður, systkini og ættingja. Við vottum ykkur dýpstu samúð. Sigurlaug, Alexandra og Michael. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upp- lýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.