Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • DÓMSDA GSFLASKA N er eftir Clive Gifford í þýðingu Björns E. Árnasonar eðlisfræðings. Bókin er fyrsta teiknimyndabók í nýlegum breskum bókaflokki um Doktor Séní og Óðu vísindamennina. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 9-13 ára. Doktor Séni og vísindamennirnir hans, eðlisfræðingurinn Frank kverkur, efnafræðingurinn Súkí bik- ar, líffræðingurinn Rósa blóm og verkfræðingurinn Elton blossi, að ógleymdum aðstoðarmanninum Ken planka, una sér best við vísindastörf og uppfinningar, einkum því sem kemur mannkyninu til góða, en sjálf eru þau heldur glámskyggn á að gera sér fjárhagslegan ávinning af gáfum sínum. í kynningu segir: „Bókin fékk góða dóma í nokkrum vh'tustu blöð- um og tímaritum á Englandi. Eink- um hafa vísindalega sinnaðir ritdóm- arar tekið bókaflokknum fagnandi, enda er fátítt að fram komi efni sem sameinar spennu, skemmtan og vís- indalegan fróðleik á jafn hnökralaus- an hátt.“ Útgefandi er Hávellir ehf. Teikn- ingar eru eftir Geo Parkin. Ritstjóri er Jane Chisholm. Hönnun: Russel Punter. Verð: 1.700 kr. • ANDARTAK ljúfsárra ára, er fyrsta ljóðabók Matthíasar Hen- riksens. í bókinni eru 60 ljóð frá ár- inu 1993-1998. I kynningu segir: „Ljóðin eiga sér upp- sprettu trúar- legra hugleið- inga, hugleiðinga um andleg mál- efni og um lífsins gang, m.a. af íréttum heims- mála og drauma. Meðal annars koma fyrii• hugleiðing- ar um sorgina og dauðann.“ Höfundur gefur út. Bókin er 62 bls., prentuð í Alprent. Verð: 2.000. ------------------- Nýjar ævisögur á Súfistanum LESIÐ verður úr fimm nýjum ævi- sögum á Súfistanum, bókakaffí, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20.30. Gylfi Gröndal les úr Ævisögu Por- valdar í Síld og fisk, Saga athafna- skálds; Jakob F. Ásgeirsson les úr ævisögu Péturs Benediktssonar; Jón Múli Arnason les úr Þjóðsögum II; Már Jónsson les úr ævisögu Árna Magnússonar og Sveinn Skorri Höskuldsson úr ævisögunni Svip- þing - minningaþættir. Enn um samruna hljóðs og myndar MYNDLIST — HLJOÐLIST Nýir miðlar í inynillist FRAMMI fyrir verkum Finn- boga Péturssonar (f. 1959) finnur maður glöggt að hljóðið getur skot- ist af vettvangi tónlistarinnar til að hreiðra um sig í myndlistinni. Til að nema slík umskipti til fullnustu þarf vitaskuld næman áhorfanda sem vflar ekki fyrir sér að sjá lengra en áþreifanlegt eða sýnilegt formið nær. TeikningarFinnboga frá 1989 - 12 smáir hátalarar í þrem lárétt- um röðum bera milli sín tilviljana- kennd hljóðmerki - má skoða sem teiknivél eða sírita sem stöðugt býr til nýjar hljóðlínur. En vissulega er áhorfandinn - áheyrandinn - frjáls af að nema verkið sem eitthvað allt annað en teikningar. Eins og Goethe (1749-1832) gerði sér þegar grein fyrir í forleiknum að Faust þá getur listamaðurinn ekki farið sínu fram með þeim hreinleik sem hann hefði helst kos- ið. I byrjun leikritsins bendir leik- hússtjórinn skáldinu á þá staðreynd að hver og einn áhorfandi - áheyr- andi - hafi það með sér á braut úr verkinu sem honum líki best og því komi öll fullkomnunarhvöt höfund- arins að litlu haldi. Ef til vill sýnir þessi athugasemd að Goethe - hversu klassískur, fágaður og yfir- vegaður sem hann vildi vera - gerði sér þegar í upphafi 19. aldar grein fyrir mætti tilviljunarinnar og áhrif- um áhorfandans - áheyrandans - í listum. Þessa þætti kemur engum listamanni lengur til hugar að van- meta. Ef til vill var það þessi yfiriýsing um fánýti listrænnar hreinstefnu sem franska leikskáldið Alfred Jarry (1873-1907) mat meir en nokkuð annað þegar hann samdi Látbragð og skoðanir doktor Faustroll árið 1898, upp úr Faust Goethes, og hafði með þvi grundvallaráhrif á írska rit- höfundinn James Joyce (1882-1941), en Joyce kallaði Jarry „eintalssíma síns inm-i manns“. Það var einmitt hið margumtalaða vitundarflæði Joyce sem opnaði augu og eyru bandaríska tónskáldsins John Cage (1912-92) fyrir möguleikanum að íMINNINGU vinar sem áthús á Akureyri og lék blús á sköflung sinn, 1982. Skipan, eða installasjón, eftir Magnús Pálsson. NÓTNABLAÐ fyrir Sound of Veniee, 1963, eftir John Cage. Verkið þótti ekki síður spennandi sem myndverk en tónverk þegar það var frumflutt. bræða saman hljóð, leikhús og sjón- listir. Frá Cage var örstutt í Fluxus- hreyfinguna á meginlandi Evrópu og útibú hennar hér á landi; sambrall þeirra Dieter Roth (1932-97) og Magnúsar Pálssonai’ (f. 1929) í byij- un 7. áratugarins. Tileinkun Magnúsar í minningu vinar sem át hús á Akureyri og spil- aði blús á sköflung sinn, frá 1982, er frábært dæmi um hljóðlist af allt öðrum og „óhreinni“ toga en verk Finnboga Péturssonar, sem áður var getið. Hljóðlist Magnúsar á sér rætur á fjölunum og er þar af leiðandi komin í beinan karllegg frá þeim Goethe, Jan-y og Cage. Skipanin saman- stóð af ryksugum, hrærivélum, útvarpi og hárþurrkum, og voru öll tækin gangsett í einu. Fyrir framan þau var röð af glerílátum sem glömruðu undan titringnum og gaf það hávaðanum ryþmískan undirtón í ætt við tryllt- an Sverðdans Katsat- úríans. Ef eitthvað hefur nægt til að hrífa Jarry upp úr snemmbúinni gröf sinni - að minnsta kosti um stundarsakir - er það ábyggilega slík sviðssetning á suðandi raf- magnstækjum og glamrandi glerí- látum. Halldór Björn Runólfsson Galgopaskapur og gálgahúmor BÆKUR Ljóð SVARTHOL eftir Steinar Braga. Nykur. 1998 - 64 bls. SUM skáld taka upp þráð sem eim hverra orsaka vegna hefur tapast. I lok áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda var nokkuð algengt að skáld lékju sér að orðum. Þau tókust á við þann klisju- kennda afþrey- ingariðnað sem stundum er kall- aður vitundariðn- aður og mótuðu ljóðmál sitt með hliðsjón af hon- um og borgar- veruleikanum. Oft voru við- fangsefnin tengd fréttum dagsins, stjórnmálum og því sem var á döfinni í það og það sinnið. Kvæðin voru háðsk og beinskeytt, myndmálið ki'öftugt. Kunnastir höf- unda sem ortu þannig voru Einar Már Guðmundsson og Einar Kára- son. Nú hefur ungt skáld, Steinar Bragi, sent frá sér ljóðabók sem kall- ast á við fyrstu Ijóð þessara skálda. Steinar nefnir bók sína Svarthol en hún er ekkert svai-thol heldur lýsir hún frekar upp himin skáldskaparins en hitt því að hér er höfundur að kveðja sér hljóðs sem ástæða er til að fylgjast með í framtíðinni. Galgopaháttur og gálgahúmor þykh' kannski ekki heppilegur efni- viður í alvarlegan skáldskap en ólík- indalæti, afhelgun gilda og kald- hæðni samfara skarpri myndgerð gera það að verkum að það má hafa bestu skemmtun af bókini. Ekki svo að skilja að um fullkomið verk sé að ræða. Sum kvæðin drukkna í bægslagangi. En inn á milli eru óneitanlega skemmtileg skot og óvenjulegar útfærslur hugmynda. I kvæðinu Upplýsingaflæði II hæðist skáldið að endalausum og stundum fáránlegum könnunum sem fréttir eru birtar reglulega um í fjöl- miðlum. Skáldið byggir upp að óvæntri lausn: Ekki hefur enn verið sýnt fram á fylgni milli glæpahneigðar og þess tíma sem ungabörn eyða í rimlarúmi en ætli niðurstaðan sé ekki sett fram í súluriti Lengra gengur skáldið fram í gálgahúmor í kvæðinu Án titils og spurning hvort það skjóti ekki bless- unarlega yfir markið: Sumir myndu kalla þetta röfl... en væri lífið ekki skárra ef allir skytu sig í hausinn Myndmál Steinars Braga er oft óvænt og kröftugt og hugmyndir hans frumlegar. I kvæðinu Hjátrú setur hann fram anakrónísk mynd- hvörf þar sem myndliðurinn er hjartalínurit í ljóðmynd af hellisbúa. Þessi aðferð setur í samhengi oftrú á vísindi og trú á héralöpp. hjartalínurit fjallanna ber við bleikan himininn yfir brúnaþunga hellisbúanum sem les jurtir og lætur sig dreyma um stærri héralöpp til að hengja um hálsinn Ollu gamni fylgit' nokkur alvara. I ljóði um ljóðið kemur í ljós að grunn- tónn skáldsins er þrátt fyrir allan galgopaskap gagnrýninn og siðferð- islegur. Hann andæfir hinu full- komna ljóði skoðanaleysisins, efa- hyggju samtímans og klisjum um hvernig ljóð eigi að vera því að ef enginn vill lesa ljóð „er það betra / og staðfestir dýpt ljóðsins // sem stendur í beinu línulegu samhengi / við dýptina á nafla skáldsins". Umfram allt túlkar Steinar Bragi þó veruleika sinnar kynslóðar. I þulukenndu kvæði sem hann nefnir Teknó dregur hann upp mynd af fírrtum og vélrænum heimi þar sem hart teknóið „snýr tannhjólunum / öllum í takt“ og í reynd er ekkert í gangi nema þessi harða og eintóna teknótónlist þar sem tannhjólin snúast einn hring fyrir frelsið einn fyrir lífið og einn fyrir framvindu frelsisins sem þeim er áskapað að velja það sem búið er að velja að hafna að velja að hafna eða hverfa á burt frá hugsjónum sem snúast og falla um sjálfar sig eins og strokkar í gufuknúinni lest þar sem kolamokarinn er í verkfalli en vélin gengur fyrir sjálfri sér í takt við taktinn í takt við taktinn í takt Ef til vill kann einhverjum að þykja alvöruleysi skáldskaparins í þessari bók fullmikið. Því er til að svara að nóg er til af alvarlegum ljóðabókum. Við þurfum einnig að vera léttlynd við og við og hvað léttir betur geð en galgopaskapur og gálgahúmor ungskálda. Skafti Þ. Halldórsson Steinar Bragi Nýjar bækur • FRAKKLANDSSAGA er eftir Sölva Helgason (Sólon Islandus 1820-1895). Jón Óskar sem lést fyrir skömmu, vann textann undir prent- un upp úr handritum Sölva. í kynningu segh' að Frakklands- saga sé vafalaust eitthvert sérkenni- legasta fyrirbrigði sem til er í ís- lenskri menningarsögu. Höfundur- inn var förumaður, sífellt á göngu milli bæja og sveita þessa lands á nítjándu öld, og ýmsir siguðu á hann hundum sínum. Flesth' bæh' þeirra tíma voru lágreistir torfbæir, þar sem ekki var mikil birta til ritstarfa eða iðkunar málara- og teiknilistar. Þó málaði hann á ferðum sínum fín- gerðar blómaflúrsmyndir, en tók sér auk þess fyrh' hendur að skrifa Frakklandssögu. Er eigi vitað við hvaða sagnfræðileg rit Sölvi hefur stuðst við gerð Frakklandssögu sinnar. Sagan nær yfir allt tímabilið frá því Júlíus Sesar lagði undir sig Gallíu (,,Frakkland“) en einkum frá þjóðflutningatimunum og til loka Naópleonsstyrjaldanna, eða 1815. Um er að ræða ágrip, en samfellda sögu. Hér er á ferðinni sérstakt ein- staklingsbundið verk, en ekki vís- indaleg sagnfræði að hætti nútíma- sagnfi’æðinga. Arið 1984 kom út ævisaga Sölva efth' Jón Óskar, Sölvi Helgason - listasmaður á hrakningi. Útgefandi er Olafur Jónsson. Ormstunga sér um dreifíngu. Bókin er 168 bls., prentuð hjá Félagsprent- smiðjunni hf. Bókina prýða sýnis- horn úr handritum Sölva að Frakk- landssögu. Kápu hannaði Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. • GOTT og grænt og Gott og sterkt eru matreiðslubækur efth• Ing-Mari Roug og Anniku Tidehorn. Gott og grænt geymir rúmlega sextíu auðveldar uppskriftir af ljúf- fengum réttum þar sem gi'ænmeti er í aðalhlutverki en kjöt og fiskur er haft fremui' sem meðlæti. Upp- skriftirnar byggjast á matargerðar- list frá ýmsum löndum og sýna hvað hollt, gómsætt og litríkt hráefni fer listavel saman. I Gott og sterkt er einnig að finna ríflega sextíu uppskriftir af einföld- um réttum. Bókin er kjörin handa þeim sem vilja spreyta sig á matar- gerð með bæði framandlegum og gamalkunnum kryddtegundum og öðrum bragðsterkum efniviði, segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Helga Guðmundsdótth- þýddi bæk- urnar úr sænsku. Þær eru 74 bls. hvor, prýddar fjölda litmynda og prentaðar í Noregi. Verð kr. 2.490 hvor bók. -------♦*“♦------ Miðaldatónlist í Norræna húsinu Miðaldatónlistarhópurinn ALBA heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Meðlimir ALBA hafa leikið saman síðan 1992 þegar Spánn var í fyrir- rúmi á sýningu á listasafninu Louisi- ana i Kaupmannahöfn. Hópurinn hefur frá upphafi einbeitt sér að flutningi miðaldasöngva og tónlistar og er einn af fremstu hópum Norð- urlanda. ALBA hefur haldið tónleika víða og leikið inn á fjölda hljómdiska. Á tónleikunum, sem bera yfirskrift- ina „Kærlighed og kongedans“ er fjallað um ástina og konungdæmi. Aðgangur er kr. 1.000. -------♦-♦-♦----- Músagildra Agötu á Hvoli LEIKFELAG Rangæinga frumsýn- ir sakamálaleikritið Músagildruna eftir Agötu Christie föstudaginn 13. nóvember kl. 21. Leiðbeinandi er Benedikt Ái-nason. Með aðalhlutverk fara Fjóla Jóns- dóttir, Benóný Jónsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Næstu sýningar verða: Laugar- daginn 14. og föstudaginn 20. kl. 21 og sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.