Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðbúnaður hjá filip- pseyska flotanum Saka Kín- verja um „laumu- lega inn- rás“ Manila. Reuters. STJÓRNVÖLD á Filippseyjum skýrðu frá því í gær, að þau hefðu skipað flota sínum í Suður-Kína- hafi í viðbragðsstöðu vegna at- hafna Kínverja á umdeildu rifi. Kínverjar neita hins vegar ásökun- um um, að þeir hafi gerst sekir um „laumulega innrás“ og segja fram- kvæmdirnar á rifinu ekki beinast gegn neinum. Filippseyska ríkisstjómin sagði, að Joseph Estrada, forseti lands- ins, myndi taka þetta mál upp við Jiang Zemin, forseta Kína, þegar hann hitti hann í Kuala Lumpur í næstu viku en rifið er hluti af Spratly-eyjaklasanum, sem Kína, Filippseyjar, Tævan, Víetnam, Malasía og Brunei gera tilkall til að hluta eða öllu leyti. Olían er undirrótin Filippseyingar saka Kínverja um ögranir og segja, að þeir séu að smíða bryggjur á rifinu, sem stór skip geti lagst við. Þeir halda því einnig fram, að rifið, sem er 185 sjómílur suðvestur af filippseysku borginni Puerto Princesa, sé innan þeirra lögsögu en Kínverjar segja, að þeir hafi ráðið yfir öllu Suður- Kínahafi frá örófi alda. Það, sem um er deilt, er olía og gas, sem lík- lega er að finna undir landgrunn- inu við eyjarnar. Guan Deng Ming, sendiherra Kína á Filippseyjum, segir, að framkvæmdirnar á rifinu beinist ekki gegn neinum, síst af öllu Fil- ippseyingum, en Kínverjar hafa mótmælt lágflugi filippseyskra herflugvéla yfir rifinu. Reuters MYND, sem filippseyski herinn hefur dreift og sýnir byggingarframkvæmdir Kínverja á rifinu f Spratly-eyjaklasanum. Loftslagsráðstefna SÞ í Buenos Aires Segir Bandaríkin ekki geta efnt loforð sín Buenos Aires. The Daily Telegraph. BANDARÍKIN, mesti mengunar- valdur heims, geta ekki staðið við loforð sín um hversu mikið skuli dregið úr útblæstri svokallaðra gróðurhúsalofttegunda, að mati Ro- berts Reinstein, sem var aðalsamn- ingamaður Bandaríkjastjórnar á Ríóráðstefnunni fyrir sex árum. Tel- ur Reinstein að þetta verði til þess að draga úr mikilvægi samningsins sem nú er verið að vinna að á lofts- lagsráðstefnunni í Buenos Aires. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto í Japan í desember sl. hétu bandarísk stjómvöld þvi að draga úr útblæstri um 7% fyrir árið 2010, miðað við árið 1990. Þetta seg- ir Reinstein útilokað, gera megi ráð fyrir að útblásturinn aukist um 30-40% á sama tíma. „[Bandaríkja- menn] gerðu mistök í Kyoto. Þeir fóra 25% fram úr því sem raunsætt er og mögulegt," segir Reinstein. Hann fullyrðir að eigi að standa við þau loforð sem gefin vora í Kyoto muni það kosta fjölda manns vinnuna og leiða efnahagslegar þrengingar yfir menn. Meginástæðu þess að ekki muni takast að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda segir Reinstein vera of hæga endur- nýjun í framleiðslu, samgöngum og orkuframleiðslu. Bifreiðir og flug- vélar sem nú séu í notkun muni end- ast 10-25 ár, orkuver í 30-50 ár. Þá aukist eftirspurn eftir rafmagni sí- fellt. Ymsir möguleikar era á því að semja um útblásturskvóta og kveðst Reinstein hafa reiknað út hve mikið af slíkum kvótum Bandaríkjamenn geti orðið sér úti um. Telur hann út- séð um að Bandaríkjamenn geti keypt nóg til að geta staðið við skuldbindingar sínar. „Mér þykir af- ar leitt að þurfa að koma þessum skilaboðum á framfæri, því ég tók þátt í gerð samningsins." Ekki era allir eins svartsýnir og Reinstein, t.d. lýsti Nick Mabey hjá náttúruverndarsamtökunum World Wide Fund for Nature því yfir að þar sem Bandaríkin notuðu tvöfalt meiri orku til að framleiða fyrir sömu verðmæti og Evrópuríkin og þrefalt meira en Japanir hlytu að vera möguleikar á því að draga úr útblæstri. Hversu hratt slíkt gerðist væri algerlega undir stjórnvöldum komið. Melka dagar 12.-22. nóvember ? * * * Vill draga úr aðstoð við Bosníu TENGSLAHÓPURINN, sem sex ríki, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Rússland og Þýskaland, eiga aðild að, hefur gefið til kynna, að hann hafi hug á að draga úr alþjóðlegri aðstoð við Bosníu. Þá hefur hann einnig hvatt stjórnvöld í Bosníu til að byggja upp efna- hagslífið í landinu og hótar raunar að hætta við hundruð milljóna króna framlög verði markaðsbúskapur ekki tekinn upp fljótlega. Þrjú ár eru liðin síðan friður var saminn í Bosn- íu og margt hefur snúist til betri vegar. Erlend fjárfesting má hins vegar heita engin ef undan er skilin endurnýjun gamallar Volkswagen-verk- smiðju í einu úthverfa Sara- jevo. Bóluefni við alnæmi ÁSTRALSKIR vísindamenn skýrðu frá því í gær, að þeim hefði tekist að búa til bóluefni, sem gerði öpum kleift að verj- ast alnæmisveirunni. Á að reyna það á mönnum á næsta ári. Bóluefnið, sem eflir ónæm- iskerfið veralega, var gefið öp- um, sem síðan voru smitaðir með alnæmisveirunni. Innan nokkurra vikna var veiran horfin. Bóluefnið margfaldar framleiðslu svokallaðra át- framna, sem eru fyrsta vörn líkamans gegn veirum og bakt- eríum. Kókaín í herflugvél UM 725 kíló af kókaíni fundust um borð í kólombískri herflug- vél, sem kom til Miami á Florida í fyrradag. Vegna þess hefur Manuel Sandoval, yfir- maður flughersins í Kólombíu, sagt af sér en þetta er í annað sinn á tveimur árum, að eitur- lyf finnast í flugvél frá Kólombíuher. Flugslys í Rússlandi RÚSSNESK flutningaflugvél, Antonov An-12, hrapaði í gær skammt frá Krasnojarsk í Sí- beríu með átta manns innan- borðs. Sáu flugmenn annarrar vélar flakið en það er inni í þykkum skógi og ekki greið- fært þangað. Var ekki vitað um afdrif áhafnarinnar en þó talið nokkuð vist, að hún hefði farist öll. Hafna kanna- bisi sem lyfí BRESKA ríkisstjórnin hafnaði í gær tillögu vísinda- og tækni- nefndar lávarðadeildarinnar um að kannabisefni skyldu leyfð í lækningaskyni. George Howarth heilbrigðisráðheiTa sagði engar sannanir fyrir lækningamætti kannabisefna en þær kröfur yrði að gera til þeirra sem lyfs eins og allra annarra lyfja. Ýmsir sjúkling- ar, til dæmis þeir, sem þjást af mænusiggi, taugahvot og krabbameini, nota kannanbis- efni sem verkjalyf þótt ólögleg séu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.