Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Magnús Torfí Ólafsson var fæddur á Lamba- vatni á Rauðasandi 5. maí 1923. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 3. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldóra Guð- björt Torfadóttir húsmóðir, f. 1884 í Kollsvík í Rauða- sandshreppi, d. 1928, og Ólafur Sveinsson bóndi, f. 1882, í Gröf á Rauðasandi, d. 1969. Systkini Magnúsar eru: Sveinn mynd- skeri, f. 1925, og Halldóra Sig- rún kennari, f. 1926. Eftirlifandi maki Magnúsar Torfa er Hinrika Kristjánsdótt- ir hjúkrunarfræðingur, f. 1920. Foreldrar hennar voru Sigur- lína Kolbeinsdóttir húsmóðir, f. 1880, d. 1970, og Hinrik Krist- ján Þórðarson bóndi, f. 1874, d. 1920. Börn Magnúsar Torfa og Hinriku eru: Tryggvi viðskipta- fræðingur, f. 1946, Halldóra Guðbjört sölumaður, f. 1948, og Sveinn Eyjólfur kennari, f. 1952. Tengdadætur þeirra eru: Nína Carla María Blumenstein skrifstofumaður, f. 1950, og Bridget Ýr McEvoy geðhjúkr- unarfræðingur, f. 1953. Sonar- dætur þeirra eru: íris Andrea, f. 1970, Elva Dögg, f. 1976, og Hinrika Sandra, f. 1986, Ingi- mundardætur. Anna Guðbjört, f. 1986, og María Dagbjört, f. 1989, Sveinsdætur. Magnús Torfi tók stúdents- Einn besti vinur minn frá æsku- árunum, Magnús Torfi Ólafsson frá Lambavatni á Rauðasandi, hefur nú kvatt þennan heim. Mæður okk- ar voru systur og þótt góður spölur væri milli bæjanna þar sem við átt- um heima hittumst við alloft, skrif- uðumst meira að segja stundum á þegar við þurftum að segja hvor öðrum eitthvað og ferð féll á milli. Við vorum báðir bókaormar og hvorugur hafði hneigð til að taka við búi foreldra sinna. Við ræddum það sem við höfðum lesið, ekki síst það sem okkur var ráðlagt að lesa ekki, því við áttuðum okkur snemma á því að góð ráð áttu ekki alltaf við okkur. Magnús Torfi var stálminnugur og ég minnist þess að eitt sinn er hann gisti hjá okkur, þá barnungur, þuldi hann upp fyrir mig „Óhræsið“ eftir Jónas Hallgrímsson og spurði mig í lokin hvort mér þætti ekki „gæða-konan góða“ hafa verið mik- ið kvikindi, að éta rjúpuna sem leit- aði hælis hjá henni. Við fórum, ásamt frændum okk- ar tveim, Ólafi og Gunnari Guð- mundssonum, í Núpsskóla í Dýra- firði haustið 1938. Við vorum her- bergisfélagar og sama vináttan hélst órjúfanlega með okkur. Ég leit upp til hans vegna skarpra gáfna hans og minnið var alltaf hið sama, hann sagði mér að ef hann læsi einu sinni það sem við áttum að læra til næsta dags og fylgdist svo með í tímunum, missti hann ekkert úr af því sem máli skipti. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri en ég í Verslunarskóla Is- lands og að loknu stúdentsprófi kom hann hingað suður og vinskap- urinn hélst áfram. Síðar tók við hjúskapur okkar beggja og stofnun fjölskyldna og þá varð með tímanum lengra á milli okkar og ekki síður vegna þess að störf okkar voru á ólíkum sviðum og áhugamálin ekki hin sömu, en að sjálfsögðu var vináttan óskert. Mér hefur orðið minnisstæð setning sem ég las einhvers staðar og er að efni til þannig: „Hið eina sem þú getur tekið með þér yfir hinstu landamærin er það sem þú hefur gefið.“ próf frá MA 1944. Hann var frétta- maður á Þjóðviljan- um 1945 til 1959, síðan ritstjóri 1959 til 1962. Hann var deildarstjóri Bóka- búðar Máls og menningar 1963 til 1971, alþingismað- ur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna 1971 til 1978, menntamála- ráðherra 1971 til 1974, samgöngu- og félagsmálaráðherra maí til september 1974. Hann var blaðafulltrúi ríkisstjórnar- innar 1978 til 1989. Magnús Torfi sat í menntamálaráði 1967 til 1971, var formaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík 1966 til 1967, formaður Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna 1974 til 1982, formaður sendinefndar íslands á um- hverfismálaráðstefnu SÞ 1972. í sendinefnd Islands á allsherj- arþingi SÞ 1974 og 1975 og á hafréttarráðstefnu SÞ 1976, 1977 og 1978. Hann var formað- ur sljórnar Þjóðhátíðarsjóðs frá 1986 til 1994, og sat í stjórnar- skrárnefnd frá 1986. Hann skrifaði fréttaskýringargreinar um erlend tíðindi í Þjóðviljann 1949 til 1971 og í Helgarpóstinn og Dagblaðið Vísi frá 1980 til 1996. Eftir hann liggja ýmsar þýðingar frá 1954 til 1971. Útför Magnúsar Torfa fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Magnús Torfi gaf mér vináttu sína, drengskap sinn og tryggð og þær gjafir urðu mér dýrmætari en efnislegir hlutir hefðu getað orðið. Ég er þess fullviss að hann hafi gef- ið það mörgum góðar gjafir að hann hafi átt drjúgt veganesti í síðustu ferðina. Eitt sinn, þegar við vorum drengir, hétum við hvor öðrum því að sá sem fyrri skildi við þennan heim skyldi láta hinn vita af sér. Margir fleiri munu hafa haft slík áform í huga en yfirleitt hefur orðið lítið um efndir, enda sennilega ekki hægt um vik. Það skiptir ekki held- ur máli. Ég get vel beðið þangað til gátan leysist. Ég spurði eitt sinn kaþólskan prest, góðan vin minn, hvort hann héldi að hinumegin landamæranna væri allt eins og kirkjan kenndi. Hann brosti við og sagði: „Ég hugsa að við verðum báðir jafn hissa.“ I vissum skilningi er það sem við köllum dauða hátindur lífs- ins. þá ljúkum við hlutverki okkar hérna megin og skilum af okkur. Ég held að þá taki við nýtt og full- komnara líf, en ég get ekki sannað neitt um það. En nú veit Magnús Torfi hvernig það er. Um leið og ég minnist hans með þakklæti og söknuði flyt ég ekkju hans, börnum og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur mínar. Torfi Olafsson. Mig langar að minnast hans Torfa frænda míns með fáeinum fá- tæklegum orðum. Ég held að íyrsta minningin mín um hann sé frá því ég flaug vestur á Patreksfjörð með flugbátnum Katalínu, þegar hann Mangi var jarðaður. Þá var ég kannski þriggja ára og veröldin takmarkaðist af Bjössafjörunni, flugvellinum og Kron á Dunhaga. Svo það var eins og ævintýri innan í höfðinu á einhverri annarri stúlku, þegar við lentum á sjónum utan við Patreksfiörð. Ég hélt ég myndi springa af spenningi. En þeir móð- urbræður mínir, sem skildu allt, út- skýrðu íyrir mér fyrst hvernig flug- báturinn gat flogið og svo hvernig flugbáturínn gat siglt. Augnablikið þegar sjórinn skvettist uppá rúður farkostsins fraus fast og situr enn óhagganlegt í hugskotinu. Líka brosið og rólyndið í andlitum þeirra Sveins og Torfa. Svo man ég ein- hverju sinni, þegar mamma sigldi með pabba til útlanda. Þá var ég sett í fóstur til Hinnu og Torfa í Ef- stasundið, ekki af því að þar væri svo mikið pláss. Nei, Sveinn svaf í neðstu kommóðuskúffunni (eða þannig er það a.m.k. í bamsminn- inu), en það var samt nóg pláss íyr- ir mig. Ég átti mér þar hjartarúm. Og í Efstasundinu kynntist ég nýj- um heimi. Ekki bara í görðunum í kring heldur líka í litlu kjallaraí- búðinni, þar sem Þjóðviljinn var lesinn með morgunkaffinu en ekki Mogginn eins og heima hjá mér. En bókaskápurinn var ævintýralandið. Þar voru miklu fleiri bækur en heima og stærri, jafnvel svo stórar að þær rúmuðust ekki í hillunum. Þær voru margar á útlensku og með litmyndum. Ég man sérstak- lega eftir landabréfabókunum og myndabókunum sem sýndu fólk í fjarlægum löndum lifa lífinu. Eina þeirra fékk ég að taka með mér, ég á hana enn. Það er dagbók frá ár- inu 1959, gefin út í Austur-Þýska- landi. Með myndum af Operuhús- inu í Berlín, Alexanderplatz og Hel- enu Weigel í hlutverki „Mutter Courage" í uppfærslu Bertolds Brechts (- veit ég núna, en þá var þetta hluti ævintýralandsins í bóka- skápnum hans Torfa). Og þegar ég eignaðist systur þá gengu Hinna og Torfi henni í föður- og móðurstað þegar foreldrar okkar þurftu á að halda. Þá voru þau flutt á Nesveg- inn (sem heitir núna Neshagi). Eg man líka eftir stuðningnum sem ég fékk frá þeim þegar yngstu systkini mín þurftu að fara á vöggustofuna. Hinna og Torfi voru alltaf til taks og enginn gat róað mig eins og Torfi. Svo man ég þegar fjölskyld- an flutti í Safamýrina. Þá var nú fjör í fjölskylduboðunum. Allt þetta pláss! Parket! Og hornsófi! Og bókaskápurinn var orðinn að heilu herbergi og vel það! Við Eyjólfur frændi minn lékum okkur við að velja okkur titla og leita svo í allri dýrðinni að titlunum sem hitt hafði valið sér. Þessi leikur var miklu skemmtilegri í bókahillunum hans Torfa en heima eða hjá Öddu og Valda. Svo gaf Hinna okkur líka alltaf vöfflur. Og Torfi reykti píp- una sína. Það gerði pabbi reyndar líka og Sveinn og Valdi, en enginn reykti hana eins og Torfi. Lyktin var líka öðruvísi. Svo fór hann Torfi frændi minn í framboð. Fyrir Frjálslynda og vinstri menn. Og hann fór á þing. Og í ríkisstjórn. Og hann varð ráðherra. Ég veit ekki hvort mamma kaus hann, en ég vona það. Ég veit að ég hefði gert það. Hans flokkur var allt öðruvísi en hinir. Þar var bara venjulegt fólk og ef það var allt jafn yfiiveg- að, vel að sér og víðlesið og hann Torfi frændi þá þurfti nú ekki að óttast um hag þjóðarinnar. Svo var sá draumur búinn í bili. En lífið hélt áfram og hann Torfi frændi minn hélt áfram að lesa bækur. En nú er hann hættur því í bili. Nú les hann það sem er jafnvel enn dýrmætara en bækur. Nú les hann eilífðina. Kolbrún K. Halldórsdóttir. Magnús Torfi var einn af rit- stjórum Þjóðviljans þegar ég kom þar til starfa og sá maður sem öðr- um fremur mótaði skrif blaðsins um alþjóðamál. Áreiðanlega var þá enginn maður starfandi við íslensk blöð sem bjó yfir drýgri þekkingu á pólitískum hæringum í heiminum en einmitt hann. Og það var ómet- anlega lærdómsríkt að fá að fylgj- ast með því, hvernig hann nýtti vit- neskju sína og dómgreind til að smíða vinstrablaði heimsmynd sem jafnt og þétt sótti út fyrir gi-ófar einfaldanir kaldastríðsins, þegar Austrið og Vestrið kepptust við að gera öll frávik frá þeirra túlkun á því hvað væri frelsi og framfarir að svikum við málstað annaðhvort sós- íalisma eða lýðræðis. Með ágætu fordæmi sínu lagði Magnús Torfi með sínum hógværa hætti línuna fyrir okkur sem síðar komu að því verki að túlka heimstíðindi fyrir ís- lenskum vinstrisinnum og skrifaði reyndar sjálfur ágætar greinar um þessi efni í blaðið árum saman eftir að hann hætti þar föstu starfi. Ég rifjaði eitt sinn upp við vin Magnúsar, Sigfús skáld Daðason, kosningafund sem haldinn var í sjónvarpi þegar Magnús Torfi sneri sér að innanlandspólitík og bauð sig fram til þings. Ég hafði ekki gleymt því, að Magnús neitaði sér þá um að ofmetnast með öðrum frambjóð- endum yfir góðu gengi Islendinga við að stækka fiskveiðilandhelgina. Hann minnti háttvirta kjósendur á það, að við værum einfærir um að spilla fiskimiðum okkar með ofveiði þótt erlendir togarar væru á brott. Þetta var áreiðanlega ekki líklegt til vinsælda en vissulega voru þetta réttmæt orð og í tíma töluð. Já, sagði Sigfús, informasjónin var í svo góðu lagi hjá honum. Og hann var vissulega ekki að- eins skarpskyggn og fróður um pólitísk mðlefni; hann var afar vel að sér í skáldskap heimsins. Aldrei þreyttist hann á að benda mér á greinar og lána bækur sem hann hafði lesið og hélt að mér kæmu vel: yfirlit um jiddískan skáldskap, nýja tékkneska skáldsögu, bréfa- söfn rússneskra skálda, fágætt rit um undarlegar uppátektir Katrínar miklu. Ratvísi hans um heim bókanna var engu lík og mikil og góð skemmtun í því að fá öðru hvoru að fylgja honum á slíkum reisum. Himiku og öðrum þeim sem næst Magnúsi Torfa stóðu sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur. Ámi Bergmann. Magnús Torfi Ólafsson var fyrsti formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Félagið var stofnað á þeim sögulega degi 30. mars og ár- talið var 1966. Það var á fundi á þeim stað sem þá hét Lídó við Skaftahlíð og Miklubraut. Félags- menn urðu óðara um sex hundruð talsins, raunverulegir félagsmenn. Ekki bara nöfn í skrá. Magnús var formaður félagsins eftir að sam- starfsnefnd níu verkalýðsleiðtoga hafði gert tillögu um hann. Fyrsta verkefni hins nýja félags var að bjóða fram framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík til borg- arstjórnar. Þá urðu þeir efstir þrír höfðingjar karlkyns sem hefði þótt skrýtið nú til dags á framboðslista: Guðmundur Vigfússon, Sigurjón Björnsson og Jón Snom Þorleifs- son voru kjörnir borgarfulltrúar. Kosningaskrifstofan var á Laufás- vegi 10. Þar voru tveir kontóristar; sá sem þetta skrifar og Ólafur Hannibalsson. Og svo fór í hönd erfiður tími; að stilla upp fyrir framboð flokksins til alþingis í Reykjavík. í lok stjórnar- tíma Magnúsar Torfa var haldinn fundur í Tónabíói sem enn er fræg- ur fyrir það að þá varð pólitískt uppgjör. Þá klofnaði Alþýðubanda- lagið; sá klofningur varð þó ekki eins örlagaríkur og sá klofningur sem Alþýðubandalagið hefur verið að ganga i gegnum nú þrjátíu árum síðar. Magnús Torfi Ólafsson hafði ver- ið ritstjóri Þjóðviljans í fjögur ár og þar áður blaðamaður og ritstjóri erlendra frétta. Hann var afburða- maður í vinnu og hamhleypa að hverju sem hann gekk. Ég skildi það aldrei af hverju þeim varð um skeið vinfátt honum og Magnúsi Kjartanssyni. Svo mikið er víst að Magnús Torfi yfirgaf Þjóðviljann og fór að starfa hjá Máli og menn- ingu. Skipti þá engum togum að kjallarinn á Laugavegi 18 varð eins og háskóli. Þai- voru allar helstu bækur erlendar á þeim tíma. Þeir sem vildu fylgjast með alþjóðlegum viðburðum sóttu þangað fróðleik og pöntuðu þar bækur. Mér segir svo hugur um að þessi tíðindi í sögu Máls og menningar hafi ráðið meiru um að Mál og menning lifði af sem verslun en margur hefur hugsað út í til þessa. Svo klofnaði MAGNUS TORFI OLAFSSON Alþýðubandalagið í Reykjavík, 1967 eins og áður sagði, og Hanni- bal var efstur á listanum í Reykja- vík gegn sínum eigin flokki! Magn- ús Torfi varð næstur og varð þing- maður og ráðherra menntamála í vinstri stjórninni. Hann var trygg- ur þeirri stjórn langt umfram fé- laga sína og hann hélt út fram yfir kosningarnar 1974 eftir að hinir í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna voru farnir í annað ver. Magnús var góður menntamálaráð- herra. Þá komust fyrstu grunn- skólalögin í gegn. Ihaldið var á móti þeim sem var sérstakur gæða- stimpill í augum okkar. Og svo tók Magnús við ráðuneytum Hannibals og Björns. Svo fór hann í framboð um vorið 1974 með Karvel. Karvel varð móðurskipið á Vestfjörðum sem dró hinn með sér sem uppbót- armann, í tveggja manna þingflokk, og Magnús Torfi sat enn á þingi í fjögur ár, en varð svo blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar að undirlagi Ólafs Jóhannessonar og síðan var hann í stjórnarráðinu og skrifaði erlendar yfirlitsgreinar í blöð og tímarit. Magnús var fjölfræðingur, próf- laus eins og margir leiðtogar okkar á þeim tíma, með ótrúlega víðtæka og yfirgripsmikla þekkingu á öllu milli himins og jarðar. Hann var skapmikill og heill í þeim ákvörðun- um sem hann tók. Hann fann ég stundum á mannamótum síðan og síðast þegar félagsmálaráðuneytið átti afmæli, en þar þjónaði hann um fárra mánaða skeið eftir að Björn Jónsson sagði sig úr vinstristjórn- inni. Á slíkum mannfundum tókum við alltaf tal saman og ég fann að það var margt líkt með viðhorfum okkar, enda báðir sveitastrákar að vestan með sósíalísk viðhorf og stundum öfgafulla réttlætiskennd. En það var þó eitthvað sem skildi okkur að þannig að eftir að Magnús fór af Þjóðviljanum kaus hann iðu- lega aðrar slóðir en við hinir félag- arnir. En við virtum hann og mát- um mikils og það geri ég enn og alltaf. Magnús Torfí Ólafsson var rit- stjóri Þjóðviljans á sviptingatímum: hann varð stjórnmálaleiðtogi á sviptingatímum og hlutur hans hef- ur ekki enn verið metinn sem skyldi. Hann skipti þó miklu máli fyrir hreyfinguna alla; þegar saga hennar verður skoðuð í heild verð- ur þáttur hans metinn að verðleik- um. Fyrir þremur árum kom út eftir undirritaðan bók sem heitir Sjónar- rönd þar sem að mörgu er vikið og hefði þó mátt ræða víðar. Magnús Torfi las handrit hennar yfir í loka- gerð. Það hefur ekki komið fram áður en má kannski nefna það nú: Ábendingar hans voru fjarska nyt- samlegar og ég verð honum alltaf þakklátur fyrir þær. Hann vandaði sig og ég fann það og sá á textanum að hann vildi mér og mínum við- horfum og lítilfjörlegu tilraunum vel. Ég fann að við vorum sam- ferða. Ástvinum Magnúsar Torfa Ólafs- sonar flyt ég samúðarkveðjur og þakkir fyrir hönd Alþýðubanda- lagsmanna í Reykjavík. Svavar Gestsson. Kynni okkar hófust á þeim árum sem tíðkanlegt var að kenna menn við heimabæ sinn. Einhver sagði: þetta er Magnús Torfi Ólafsson frá Lambavatni. Og ég hugsaði: Gaman að hafa alist upp á bæ sem ber jafn- fagurt nafn. Ekki spillti nafn byggðarlagsins: Lambavatn á Rauðasandi. Þar bjuggu foreldrar hans Ólafur Sveinsson og Halldóra Guðbjört Torfadóttir, þar áður afi hans og amma Sveinn Magnússon og Halldóra Ólafsdóttir. Hún var ættuð úr Breiðafjarðareyjum, dótt- ir Ólafs Teitssonar í Sviðnum og konu hans Bjargar Eyjólfsdóttur, en faðir Bjargar sjálfur Eyjólfur Eyjajarl. „I velflestum Breiðafjarð- areyjum bjuggu góðir og merkir bændur í þann tíma. Af þeim öllum bar Eyjólfur gamli í Svefneyjum Einarsson,“ segir Matthías
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.