Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atta feður hjá Reykjavíkurborg fóru í þriggja mánaða feðraorlof í fyrra _ Morgunblaðið/Jón Svavarsson FORSYNING var á sjónvarpsmyndinni um feðraorlof í Höfða í vikunni og mættu þar forystumenn Reykjavíkurborgar og aðstandendur myndar- innar. F.v. Guðmundur Kristjánsson, Sonja B. Jónsdóttir, Guðbergur Davfðsson, Kolbrún Jarlsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Kristín Blöndal og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. JAFNRÉTTISNEFND Reykjavfk- urborgar stóð í fyrra fyrir tilraun sem fólst í því að átta feður fóru í langt feðraorlof. Sjónvarpsmynd var gerð um verkefnið og verður hún sýnd í Ríkissjónvarpinu í lok þessa mánaðar. Éinn þeirra feðra sem tóku þátt í verkefninu var Siguijón Valmundarson slökkvi- liðsmaður, en hann og kona hans, Ásta S. Svavarsdóttir, eignuðust dóttur 8. mars í fyrra. Hún heitir Hildur Kolfinna. Sigurjón sagði að vinnufélagar jafnt sem fjölskyldan hefðu verið mjögjákvæð gagnvart þeirri ákvörðun hans að taka þriggja mánaða feðraorlof. Margir feður hefðu sagt að þeir hefðu viljað hafa tækifæri til að gera þetta sjálfir. Barnið tók allan timann „Ég var búinn að ákveða áður en ég fór í orlofið að ég myndi nota tímann til að gera ýmislegt hér heima. Ég á eftir að klára ýmislegt í sambandi við húsið. Það varð hins vegar nánast ekk- ert úr því. Til þess vannst einfald- lega ekki tími. Tíminn fór allur í að annast barnið og sinna heimil- isverkum. Þetta var því meiri vinna en maður reiknaði með. Ef barnið svaf illa og var pirrað var maður eðlilega þreyttur og það kom niður á heimilisverkunum.“ Aðrir feður sem komu fram í sjónvarpsmyndinni voru sammála Sigurjóni um að vinnan við um- önnun barna fyrst eftir fæðingu væri mikil og mun meiri en þeir hefðu reiknað með. Sigurjón sagði að Hildur Kolfinna hefði alls ekki verið erfitt barn og sofið vel flestar nætur. Það væri því ekki hægt að tala um að álagið á foreldr- ana hefði verið óvenjulega mikið hjá þeim. Siguijón sagði að verkaskipt- ing á heimilinu hefði ekki breyst við það að hann hefði tekið feðraorlof. Hann kvaðst alla tíð hafa tekið virkan þátt í heimilis- störfum til jafns við Ástu. Breyt- ingin væri frekar sú að með feðraorlofinu hefði sér gefist tækifæri til að taka þátt í uppeldi barnsins þessa fyrstu mánuði til jafns við Ástu. Eftir að Ásta fór að vinna hefði uppeldið hvílt meira á sér þá tvo mánuði sem hann var einn heima barnið. Siguijón sagði að kosturinn við að geta verið alfarið heima hjá baminu væri ekki eingöngu sá að tíma. Hún sagði að löggjafmn ætti hins vegar að sjá svo um að feður yrðu að taka hluta af fæð- ingarorlofinu. Konur væru dæmdai- sem verri starfskraftar ef þær þyrftu að taka allt fæðing- arorlofið. Þess væru dæmi að vinnuveitendur spyrðu konur sem sæktu um starf hvort þær áform- uðu að eignast barn á næstu ár- um, en karlar fengju ekki slíka spurningu. Það ætti að sjálfsögðu að vera samkomulagsatriði milli hjóna hvernig þau skiptu verkum inni á heimilinu. þar með talið uppeldi barna. Ásta sagðist hins vegar telja að löggjafínn ætti að leggja ákveðnar lágmarksskyldur á feður hvað þetta varðar. Rannsóknin kynnt á ráðstefnu Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar heldur ráðstefnu um feðraorlof 20. nóvember nk. þar sem niðurstöður rannsókna Þor- gerðar Einarsdóttur félagsfræð- ings úr verkefninu verða kynnt- ar. Þorgerður vann svokallaða eigindlega rannsókn, en hún byggist á því að taka ítarleg við- töl við þátttakendur í tilrauninni. Það var jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar sem sam- þykkti í júlí 1996 að fara út í þetta verkefni, en það var unnið í samráði við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Kvenfé- lagasamband íslands. Verkefnið kostaði 8,8 milljónir að frátöldum launakostnaði feðranna, en þeir héldu fullum launum að mestu í fæðingarorlofinu. Evrópusam- bandið styrkti verkefnið með 4,1 milljónar króna framlagi, en þetta er fyrsta íslenska verkefnið sem hlýtur styrk frá ESB. Mikil vinna að annast ungbörn eftir fæðingu ✓ Atta feður sem starfa hjá Reykjavíkurborg fóru í fyrra í þriggja mánaða feðraorlof. Samhliða var gerð rannsókn á því hvernig til tókst með það að markmiði að afla vit- neskju um afstöðu karla til fæðingarorlofs og hvaða tilhögun á orlofí hentaði þeim best. Andlát ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR SÖNGKONA ANNA Þórhallsdóttir söngkona er látin, 94 ára að aldri. Anna fæddist 27. september árið 1904 á Höfn í Homarfirði, dóttir hjónanna Þór- halls Daníelssonar, kennara og síðar kaup- manns og útgerðar- manns, og Ingibjargar Friðgeirsdóttur. Anna stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík á árunum 1919 til 1922 en hélt til Kaupmannahafnar í söngnám hjá Kristine Hoffman, söngkennara, árið 1923. Hún hóf nám við Juillard-tónlistarskólann í New York árið 1945 og var hún þar tvö skólatímabil hjá Bell Julie Saudant, söngkennara. Anna kom fram sem einsöngvari og með kórum allt frá unglingsár- um. Hún endurvakti iangspilið og ferðaðist með það um landið og hélt söngskemmtanir. Anna gaf út tvær hljómplötur og var önnur helguð ís- lenskum sjómönnum. Einnig gaf hún út bók- ina Brautryðjendur á Höfn í Hornarfirði árið 1972 og að auki ritaði hún fjölda greina í blöð. Anna var stöðvar- stjóri við fyrstu land- símastöðina á Höfn í Homafirði en á árunum 1928 til 1938 starfaði hún sem gjaldkeri og bókari hjá bæjarsíma Reykjavíkur. Síðan sem gjaldkeri í 12 ár og loks fulltrúi á aðalskrifstofu Landsímans. Anna var elsti starfandi félagi í Rebekku, kvennastúku Oddfellow, og var hún sæmd heiðursmerki regl- unnar. Anna tók myndir af sólmyrk- vanum árið 1954 og vöktu þær at- hygli víða um heim og eru þær með- al annars til sýnis á söfnum í Banda- ríkjunum. Morgunblaðið/Ásdís HILDUR Kolfinna verður bráðlega tveggja ára og er farin að tala við foreldra sína, þau Siguijón og Ástu. geta verið með baminu þessa fyrstu þijá mánuði heldur styrkti þetta sambandið milli foreldr- anna. „Það er óskaplega gott að hafa nógan tíma til að vera sam- an á þessum íyrstu mánuðum. Öll vandamál sem upp koma verða auðveldari viðfangs. Ég held því að þetta hafi styrkt samband okk- ar og haft jákvæð áhrif.“ Gott að hafa Siguijón heima Siguijón sagði að þótt þrír mánuðir væru stuttur tími í Iífi bams væri hann ekki þeirrar skoðunar að þörf væri á að feðraorlofið þyrfti að vera lengra. „Þegar kemur að því að báðir foreldrar þurfa að fara aft- ur út á vinnumarkaðinn hugsar maður til þess að það væri já- kvætt að eiga kost á sveigjan- legri vinnutíma, t.d. að geta farið tímabundið í hálft starf. Það kall- ar á sveigjanleika af hálfu vinnu- veitanda eða svigrúm í kjara- sainningum." Fæðing Hildar Kolfinnu var nokkuð erfíð og Ásta sagði að það hefði verið mjög mikilvægt fyrir sig að Siguijón var heima fyrst á eftir. „Eg var þreytt og þurfti góðan tíma til að jafna mig eftir fæðinguna og það var þess vegna mjög gott að hafa Sigur- jón heima. Mér finnst sex mán- aða fæðingarorlof of stuttur tími barnsins vegna og finnst að það sé of snemmt að láta barnið til vandalausra eftir svo stuttan tima jafnvel þó að dagmóðirin sé góð. Siguijón var heima tvo mán- uði eftir að ég fór að vinna og það fannst mér mjög gott.“ Ásta sagðist telja að fæðingar- orlof ætti að vera eitt til eitt og hálft ár. Hluti af þeim tíma gæti falið í sér sveigjanlegan vinnu- Flugfélagið Atlanta Tvær breiðþot- ur á kaup- leigu FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið á kaupleigu tvær Boeing 747-200 þotur hjá flug- félaginu Cathay Pacific í Hong Kong til tveggja ára. Að þeim tíma liðnum öðlast Atl- anta rétt til að kaupa þoturn- ar, að sögn Hafþórs Haf- steinssonar flugrekstrarstjóra Atlanta. Verða í verkefnum hjá Iberia „Þessar þotur era sennilega bestu vélamar af 200-gerð sem hægt var að fá. Þær era mjög vel tækjum búnar og fé- lagið tók allar innréttingar úr þessum vélum fyrir hálfu öðru ári og setti splunkunýjar í staðinn; þær sömu og era í 747-400. í hverju sæti er til dæmis sjónvarpsskermur með skemmtistöð. Við fáum fyrri vélina af- henta 26. nóvember og þá seinni um miðjan desember. Þær verða í verkefnum hjá spænska flugfélaginu Iberia og koma til með að fljúga miili Madríd og Buenos Aires og inn á milli til Kanaríeyja einnig. Við gengum sl. fóstu- dag frá nýjum samningi við Iberia til tveggja ára sem kemur til framkvæmda um áramótin," sagði Hafþór. Atlanta leggur tveimur elstu þotum sínum Þegar nýju þoturnar, sem smíðaðar era 1981, bætast í flugflota Atlanta verða hinar tvær, sem flogið hafa fyrir Iberia, settar til verkefna fyrir ríkisflugfélag Saudi Arabíu. í heildina verður ekki um að ræða stækkun flugflota Atlanta, að sögn Hafþórs, því félagið er um þessar mundir að taka tvær elstu 747-þotur sínar úr rekstri og leggja þeim. Verð- ur þeim lagt á Manston-flug- vellinum í Englandi þar sem viðhaldsstöð félagsins er. Aukin framlög til öldrunarmála á Reykjanesi. Réttum hlut Reyknesinga. GimiM? BjrgksDU í 1. zæuö Það vantar kraft íkjördæmið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.