Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 5 7 Konur og ís- lensk stjórnmál Á NÆSTU vikum og mánuðum munu stjórn- málaflokkarnir ákveða framboðslista sína fyrir kosningarnar 8. maí næstkomandi. Nú verð- ur sú breyting á að það aðhald sem Kvennalist- inn hefur veitt frá árinu 1983 hvað varðar hlut kvenna á Alþingi mun hverfa. Hefðbundnu stj órnmálaflokkarnir standa nú einir eftir á sviðinu. Nú reynir á hvort raunverulega hef- ur tekist að breyta við- horfum í þá veru að það sé bæði eðlilegt og sjálf- sagt að konur skipi „ör- ugg“ sæti til jafns við karla á fram- Kristín Ástgeirsdóttir vera mun eríiðara fyrir konur en karla úti á landi að taka sig upp með börn og bú til að setjast á þing, en þar eru líka færri sæti til skiptanna og kettir margir í bóli bjarnar. Þegar Kvennalistinn bauð fram í fyi-sta sinn árið 1983 voru konur aðeins 5% þingmanna. Kvennalistinn hafði sti’ax mikil áhrif og hefur konum fjölgað jafnt og þétt við hverj- ar kosningar frá 1983 og á milli þeirra við að varamenn hafa tekið sæti aðalmanna. Konur boðslistum, eða hvort enn er verk að vinna. Meðan Rauðsokkahreyfmgin var upp á sitt besta á áttunda áratugn- um snerist íslensk kvennabarátta A einkum um aðstæður kvenna á ! vinnumarkaðnum, þótt margt fleira | kæmi við sögu. Eftir 1980 beindust sjónir að fulltrúahlutverkum kvenna í sveitarstjórnum og á Alþingi og má segja að sú áhersla sé enn ríkjandi. Aftur var gripið til sérframboða kvenna til að fjölga konum og til að raddir þeirra heyrðust, hvað sem þær svo höfðu að segja. Þrátt fyrir verulega bættan hlut kvenna meðal kjörinna fulltrúa og þrátt fyrir miklar umræður um 3 stöðu þeirra, heyrast enn þau sjón- armið að það skipti ekki máli hvort ijj karl eða kona sitji sem fulltrúi á þjóðþingum eða í sveitarstjórnum. Þetta er rangt, enda er það yfirlýst stefna Sameinuðu þjóðanna, Evr- ópuráðsins og annarra alþjóðlegra stofnana sem fjalla um mannrétt- indamál að vinna að auknum hlut kvenna í stjórnmálum. Rannsóknir sýna að þrátt fyrir að konur hafi misjafnar lífsskoðanir og búi við ólík kjör eru áherslur þeirra oft á tíðum aðrar en karla, þær setja fram önn- ur sjónarmið byggð á eigin kvenlegu reynslu (góð og vond, rétt eða röng) og þær forgangsraða öðruvísi en karlar, þótt það sé reyndar að breyt- ast í þá veru að karlar leggja æ meiri áherslu á fjölskyldulíf og skyldur sínar við heimili og börn. Sú áherslubreyting og breytt gildismat kvenna og karla er reyndar að leiða til þess að á Norðurlöndunum og í Þýskalandi hættir fólk fyrr í stjórn- málum en áður, eða að mun erfiðara er að fá fólk í framboð. Fólk vill ekki fórna fjölskyldu sinni á altari valda- baráttu og fundalífs. Þjóðþing og sveitarstjórnir eiga að endurspegla samfélagið, hvað varðar mismunandi skoðanir og reynslu, störf og stéttir, sem og bæði kyn. Annað er einfaldlega ólýð- ræðislegt. Hvort konur telja sig feminista og leggja áherslu á kven- Éj frelsissjónarmið í sínu fulltrúahlut- verki er svo önnur saga, en þvi fleiri því betra. Ég verð þó að viðurkenna, * í ljósi aðferða, átaka og yfirlýsinga á kratavængnum að undanförnu, að mér finnst nöturlegt að sjá hugtak- inu kvenfrelsissjónarmiðum veifað í þeim ömurlega darraðardansi og væri fróðlegt að vita hvað viðkom- andi eiga við með þeim frasa, sem búið er að gera algjörlega innantóm- an. Konum fjölgar statt og stöðugt Nýleg skoðanakönnun Skrifstofu jafnréttismála sýnir að mikill meiri- hluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun að fjölga þurfi konum á þingi. Það er nú í höndum stjórnmálaflokkanna, uppstillingarnefnda og kjósenda í prófkjörum að sýna vilja sinn í verki og styðja konur. Það stendur ekki á konum að gefa kost á sér, eftir því sem ég fæ best séð, nema ef vera kynni í einstaka landsbyggðarkjör- dæmum, en það er mál sem þarf að skoða sérstaklega. Það virðist enn j á Alþingi eru nú 28,6% þingmanna. Þegar við horfum á heiminn allan megum við sæmilega við una, en ís- lendingar vora í 8. sæti 1995 sam- Meirihluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun, seg- ir Kristín Astgeirsdótt- ir, að fjölga þurfi kon- um á þingi. kvæmt könnun Alþjóða þingmanna- sambandsins. Meðaltal kvenna á þjóðþingum á heimsvísu er um 10%. Þegar við skoðum aðrar Norður- landaþjóðir, sem við viljum bera okkur saman við, versnar staðan. Svíþjóð á heimsmetið, en þar eru konur nú 42,7% þingmanna. Næst kemur Danmörk með 37,4%, Noreg- ur með 36,4% og Finnland með 33,5%. Konum fækkaði nokkuð í síð- ustu þingkosningum í Finnlandi en þar ræður persónukjör miklu. Það hallar á landsbyggðarkonur Þegar við skoðum hvaðan þær 18 konur sem nú sitja á Alþingi koma, kemur sitthvað athyglisvert í ljós. Af konunum 18 eru 8 úr Reykjavík, 5 af Reykjanesi, 2 af Norðurlandi eystra, en ein úr Suðurlands-, Aust- urlands- og Vesturlandskjördæmi. Þingmenn Reykjavíkur og Reykja- ness eru samtals 31 eða 49,2% þing- manna. Konur í þessum kjördæmum eru 13, eða 72,2% kvenna á þingi. Þessar tölur sýna hve mjög hallar á konur á landsbyggðinni sem eru að- eins 5 af 32 þingmönnum sex kjör- dæma. Þessi staða vekur upp spurn- ingar um hvernig hægt verði að rétta hlut landsbyggðarkvenna, jafnframt því að konur í þéttbýlinu haldi áfram að sækja fram. Kannanir á kosningakerfum víða um heim sýna að því fjölmennari sem kjördæmin eru og því fleiri þingsæti sem eru til skiptanna þeim mun meiri möguleika eiga konur á að komast að. Þar sem kjördæmi eru fámenn eins og t.d. á Vestfjörð- um og margir flokkar slást um örfá sæti verða aðrar skoðanir en þær að auka jafm'éttið ofan á og karlarnir ráða áfram för. Erfitt er um slíkt að spá Sem fyrr segir dregur nú til tíð- inda hvað varðar skipan á framboðs- lista. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ríða á vaðið. Sunnlenskir framsóknarmenn era samir við sig og tefla fram sitjandi þingmönnum, tveimur körlum, svo engin breyting verður þar. I Reykjaneskjördæmi stefnir Sigi'íður Anna hvergi bangin á fyrsta sætið. Ég spái því að Siv Friðleifsdóttir haldi fyrsta sætinu hjá Framsókn og afar líklegt er að Rannveig Guðmundsdóttir leiði lista „samfylkingarinnar". Ekkert er enn vitað um vinstri-græna kostinn. Það gæti því farið svo að konur leiði þrjá stærstu flokkana í þessu næstfjöi- mennasta kjördæmi landsins, sem væri heldur betur tíðindi til næsta bæjar. Erfitt er að spá um stöðuna í Reykjavík, en ekkert bendir til ann- ars en að fjöldi kvenna verði þar í framboði. Þar getur skipt máli hvort breytingar verða hjá Framsókn og hvernig röðin verður hjá krata- bandalaginu. í höfuðborginni telst það helst til tíðinda ef Sólveig Pét- ursdóttir býður sig fram til varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Kosn- ing hennar myndi án efa breyta ásýnd þess gamla flokks, sem höfðar mun meira til karla en kvenna, en það hlýtur að vera forystu hans áhyggjuefni. Arnbjörg Sveinsdóttir á möguleika á fyrsta sæti Sjálfstæð- isflokksins á Austurlandi, en eftir því sem ég fæ best séð yrði það í fyrsta sinn sem kona leiddi lista ein- hvers gömlu flokkanna í því kjör- dæmi. Drífa Hjartardóttir er sjóð- SflMSKIPTI 0G SAMIŒPPNISFORSKOT ) Leiðin að viðskiptum við ólíkar þjóðir Námstefnan fjallar um eiginleika samskiptasérfræðing- anna og veitir þátttakendum innsýn í eigin veikleika og styrkleika í samskiptum við aðra menningarheima. Kynnt er einfalt kerfi sem getur grunnprófað hæfileika þína og 5-D módelið sem eflir þátttakendur í samskiptum af þessu tagi. Um leiðbeinanda: Vijay P. Jain, Danmörku erfæddur á Indlandi. Hann er viðskiptamenntaður í Þýskalandi, Austurríki og Kanada og hefur 27 ára reynslu af samstarfi við ólíka menningarheima. Vijay býr nú og starfar í Danmörku. Hann hefur sérhæft sig á sviði samskipta ólíkra þjóða tengdum viðskiptum og er sérfræðingur Danska útflutningsskólans á sviði Intercultural Management. Hann er einn af höfundum bókarinnar „Eksport-handbog í international markedsföring og salg" útg. Börsen. Vijay þykir einkar skemmtilegur fyrirlesari og tekur góð og áhugaverð vinnudæmi fyrir. Staður: Hótel Loftleiðir Tími: Þriðjudagur 17. nóv. Kl: 09:00 -13:00 Stjórpunarfélag Islands Skráning í síma 533 4567 og á heimasíðu á Netinu: www.stjornun.is heit á Suðurlandi í sæti Þorsteins eða Ái'na enda löngu tímabært að Margrét Frímannsdóttir fái kven- legan félagsskap í kjördæminu. Á Norðausturiandi er Valgerður Sverrisdóttr líklegust til að taka við forystu Framsóknar og Ingibjörg Pálmadóttir heldur eflaust sínum hlut á Vesturlandi. Framboð sam- fylkingarsinna og Vinstri hreyfing- arinnar - græna framboðsins um land allt mun svo ráða miklu um endanlegan hlut kvenna, en þau tvö framboð era enn óskrifað blað. Nú reynir á kjósendur Af þessari yfirferð dreg ég þá ályktun að töluverðar líkur séu á að konum muni enn fjölga á þingi, sem er vel. Verði gerð breyting á kjör- dæmaskipan með fjölgun þingsæta í þéttbýlinu og stærri og öflugri landsbyggðarkjördæmi mun það að mínum dómi bæta möguleika • kvenna. Framtíðin mun leiða í ljós hvort sú fjölgun verðui' varanleg eða hvort sagan endurtekur sig þannig . að enn á ný verði að grípa til sér- stakra ráða til að tryggja að raddir kvenna hljómi sterkt í íslenskum stjórnmálum. Þar til það kemur í ljós óska ég öllum konum góðs geng- is í prófkjörum og kosningum. Nú er það kjósenda að veita konum öflug- an stuðning. Þrátt fyrii' ýmiss konar skoðanamun og mismunandi lífssýn hvet ég allar konur til að standa vörð um réttindi kvenna, auka hlut þeirra og beita sér í þágu betra sam- félags, þar sem konur og karlar sitja við sama borð og börnum er búið ör- yggi og gott líf._______________ < Höfundur er þingkona óháðra. Við styðjum Holmfríði Skarphéðinsdóttur í prófkjön Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi laugardaginn 14. nóv. 1998 Hjalti Ástþór Sigurósson, sjómaóur, Keflavík ÓLína Alda Karlsdóttir, húsmóðir, Sandgerói Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Garði Sævar Ólafsson, sjómaður, Sandgerði Hafdís Jóhannsdóttir, verkakona, Sandgerði Alma Jónsdóttir, læknafulltrúi, Sandgerði Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur, Kópavogi Tómas Tómasson, fyrrv. sparisjóðsstjóri, Keflavik Ólafía Þórey Erlingsdóttir, húsmóðir, Hafnarfirði Salome Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis, Mosfellsbæ ELLen Ingvadóttip formaóur Landssambands Sjálfstæðiskvenna Magnús Daðason, málari, Keflavík Berta Grétarsdóttir, heimahjúkrun, Grindavík Jón A. Jóhannsson, læknir, Keflavík Guólaugur H. Guðlaugsson, sölumaður, Keflavik Rafn A, Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Garóabæ Páll Gestsson, Seltjarnarnesi Höróur Felixson, Seltjarnarnesi María Anna Eiríksdóttir, Garði Þórarinn S. Guðbergsson, Keflavik : Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi 14. nóv. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.