Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ m K -r ULPU- JSSUJgo | lafuma <£ | r i É ^ HVERRIIILPU FYLGIR FRÍTTPAR 30-40% ' AFSLÁTTUR Aúlpum AF ELDRI GERÐUM * - töppurLnw L útuvL&t n Skeifan 6 * Reykjavík * Símí 533 4450 www.mbl.is BRIPS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna ÞANN 9. nóvember sl. var spilað- ur 1 kvölds tvímenningur. 36 pör spiluðu, meðalskor var 364 stig. Bestu skor í N/S. Þorsteinn Jóensen/Unnar Atli Guðmundss. 442 Bjöm Amórsson/Hannes Sigurðsson 426 Arni Magnússon/Eyjólfur Magnússon 417 Sveinn Vilhjálmss/Jökull Kristjánsson 386 Bestu skor. A/V. Vilhjálmur Sigurðss. jr/Daníel Sigurðss. 459 Arngunnur Jónsdóttir/Jakob Kristinsson 451 María Asmundsd/Steindór Ingimundars. 435 Jón Stefánsson/Jónína Pálsdóttir 424 Mánudaginn 16. nóv. nk. hefst 3-4 kvölda (fer eftir aðsókn) tvímenning- ur barómeter. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Skráning á spilastað, Þöngla- bakka 1, ef mætt er stundvíslega fyr- ir kl. 19.30. Bridsfélag Borgarfjarðar Nú stendur yfir aðaltvímenningur félagsins og er þátttaka góð, spilað á sex borðum. Keppnin heitir nú Bún- aðarbankamótið til heiðurs Búnaðar- bankanum í Borgarnesi, sem styrkir starf félagsins af rausnarskap. Þegar keppnin er hálfnuð er lítil spenna á toppnum því þar hefur tyllt sér akk- erispar félagsins til mai’gra ára, þeir Örn Einarsson í Miðgarði og Krist- ján Axelsson í Bakkakoti. Það er helst að bankastjórinn sjálfur Krist- ján Bjöm Snorrason, sem ásamt konu sinni Öldu Guðnadóttur er sér- stakur gestur félagsins í þessu móti, veiti þeim einhverja keppni. Annars er röð efstu pai-a þessi, (keppnisform er barometer): Öm - Kristján 47 Kristján - Alda 30 Flemming - Magnús 16 Lárus - Höskuldur 7 í lokin er minnt á að fyrra Venus- armót vetrarins hefst þriðjudaginn 17. nóvember. Spilað verður í Mótel Venusi við Borgarfjarðarbrú og hefst spilamennska kl. 20 tímanlega. 'u : ' - - mfímsmm OOIViSSOIM DAlGAR “13.-14.nóvember Allt að 15% afsláttur AEG Sjónvörp Þýsk heimilistæki Örbylgjuofnar á tilboðsverði FINLUX Sjónvörp 12.900,- jJX Raftæki, pottar og pönnur Leirvörur í gæðaflokki JUUuCopco Handverkfaeri {miklu úrvali 20% afslátlur jósritunarvélar, faxtæki, sjóðvélar oa skjávarpar Glerárgata 32 • Slmí: 462 3626 • Fax: 462 7826 Ýmis vörutilboð Varahlutir og aukahlutir BOSCH Handverkfæri í miklu úrvali 20% afsláttur Bílaperur HSssö Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur Verkstæöistæki VELAR& ÞJéNUSTA hf ÓSEYRI 1A • SÍMI 461 4040 • FAX 461 4044 Islenzkir frímerkja- safnarar á erlend- um sýningum FRÍMERKI Portugal ÍI8 ALHEIMSSÝNING Frímerkjasýning í Lissabon f Portúgal dagana 4. til 13. september. í SÍÐASTA frímerkjaþætti var rætt um affnælissýningu LÍF hér í Reykjavík á liðnu sumri. Að þessu sinni verður fjallað um aðra af tveimur erlendum sýning- um, þar sem íslenzkir frímerkja- safnarar komu við sögu. Þær raddir heyrast á stundum, að lítil ástæða sé fyrir íslenzka safnara að blanda sér í þann leik að sýna söfn sín á sýningum utanlands. Þetta er að mínum dómi mis- skilningur. Enda þótt lítið fari svo sem fyrir Islendingum meðal fjölmennra þjóða, er ástæðulaust að fyllast einhverri vanmeta- kennd. Það skiptir einnig máli, að umheimurinn viti, að hér býr fólk, sem hefur áhuga á margs konar efnum og fylgist grannt með því, sem gerist með öðrum þjóðum. Þetta sjónarmið getur eins átt við um frímerkjasafnara sem aðra, þótt mörgum þyki frí- merkjasöfnun svo sem ekki merkileg í sjálfri sér. Því verður samt ekki neitað, að þessi tóm- stundaiðja hefur nokkuð á aðra öld veitt mörgum gleði og ánægju og jafnframt hvfld frá margvíslegu amstri hversdags- lífsins, allt frá almennum borgur- um til manna í æðstu stöðum meðal stórþjóða. Þá ber íslenzk- um söfnurum ekki sízt að treysta böndin við safnara á öðrum Norðurlöndum og einmitt með þátttöku í þeirri árlegu samor- rænu sýningu, sem nefnist NORDIA og hefur alllengi verið haldin í einhverju Norðurland- anna. Menn minnast áreiðanlega margir þess, að hér á landi hafa þrjár slíkar sýningar verið haldn- ar með góðum árangri og verið íslenzkum söfnurum til mikils sóma. Síðasta norræna sýningin var haldin í Odense í Danmörku í október. Aður en sagt verður frá henni, tel ég rétt að fylgja tíma- röð og minnast fyrst á aðra sýn- ingu, þar sem íslenzkir safnarar voru þátttakendur. Sú sýning var í Lissabon í Portúgal dagana 4. til 13. september og nefndist PORTUGAL 98. Var þetta al- heimssýning og tilefnið hið sama og með þá vörusýningu, sem einnig vai’ haldin í Portúgal á liðnu sumri og Islendingar tóku þátt í, þ.e. að Portúgalir minntust þess, að 500 ár voru liðin frá landkönnunarferð Vasco da Gama, sem fann sjóðleiðina til Indlands. Þar sem ég sá ekki þessa sýn- ingu, hefur umboðsmaður hennar hér þeima, Sigurður R. Péturs- son, látið mér í té upplýsingar um hana og eins Indriði Pálsson, sem var þar á staðnum, enda þátttak- andi í henni með hið frábæra Is- landssafn sitt. Þá hef ég nokkur ummæli eftir nýjasta hefti af sæpska tímaritinu Nordisk Fila- teli. PORTUGAL 98 var haldin í stórri sýningarhöll, Centro Cultural de Belém. Þátttakendui’ voru frá flestum Evrópulöndum og eins frá löndum, sem tengjast Portúgal á sögulegan hátt. Sýnendur voru alls 436, þar af þrír frá Islandi. Indriði Pálsson sýndi safn sitt „íslenzk póstþjónusta 1836-1902“ í átta römmum. Fyrir það hlaut hann gullverðlaun (93 stig) og heiðursverðlaun, sem finnska landssambandið hafði gefið. Eng- um, sem til þekkja, kemur þetta verðlaunastig á óvart. Að mínum dómi á þetta safn nú orðið full- komlega skilið stórt gull, og mun ég ekki einn um þá skoðun. Hjalti Jóhannesson sýndi í fimm römm- um safn sitt „Islenzkir póst- stimplar af antiqua- og lapidar- gerð,“ þ.e. tvær elztu stimpla- gerðir, sem notaðar voru til að „ónýta“ frímerkin, eins og það var nefnt í upphafi um stimplun þeirra, svo að þau yrðu ekki not- uð aftur til burðargjalds. Hjalti hlaut fyrir það 80 stig og gyllt silfur. Er það að vonum, þar sem hann hefur stöðugt verið að bæta safnið. Guðni Friðrik Arnason sýndi í unglingadeild safn sitt „Kristófer Kólumbus og fundur Ameríku". Fyrir það fékk hann stórt silfur, 75 stig, og að auki heiðursverðlaun, sem komu frá frímerkjasöfnurum í Armeníu. A sýningunni var íslenzkt frí- merkjaefni frá þremur erlendum söfnumm. Þar má nefna fyrst Gerhard MuUer frá Þýzkalandi. Sýndi hann „Island á dögum seinni heimsstyrjaldar" og hlaut fyrir 79 stig eða stórt silfur. Þá áttu tveir sænskir safnarar, sem em okkur að góðu kunnir frá fyrri sýningum, íslenzk söfn og fengu þau stórt silfur. Stig Oster- berg sýndi safnið „Tveir kóngar 1907-36 og fékk 76 stig. Sigvard Grelson sýndi „ísland 1876-1904 og fékk 75 stig. Sigurður segir mér að sýning- in hafi verið vel skipulögð og öll aðstaða með ágætum. Þó kom flestum á óvart, að sölubásar póststjórna og kaupmanna voru utan sýningarhallarinnar í tveim- ur tjaldskálum. Vora póststjórn- ir í öðram þeirra, en kaupmenn í hinum. Við það rofnuðu að sjálf- sögðu tengslin miili sýningarinn- ar og sölubásanna. Venjan hefur verið sú, að sölubásar séu undir sama þaki og sýningarnar. Vel má vera, að þeir portúgölsku hafi haft sérstaka ástæðu til þess að haga þessu svo, því að reynslan er sú, að þrengsli hafa oft orðið veruleg í kringum básana og það jafnvel getað truflað þá, sem komnir voru fyrst og fremst til þess að skoða sýningarefnið. Hafi svo verið, hefiir sýningar- nefndin misreiknað sig herfilega, því að samkvæmt Nordisk Fila- teli komu um fimmtíu manns fyrsta daginn og þannig var að- sóknin alltaf í lágmarki. Þá segir í tímaritinu, að sýningin hafi ver- ið haldin í heldur óásjálegri byggingu í norðurhluta borgar- innar. Enn fremur segir, að sölu- tjöldin hafi verið bak við bygg- inguna og engir vegvlsar legið þangað. Af því leiddi, að hvorki póststjórnir né kaupmenn seldu nokkuð að ráði, en urðu hins veg- ar fyrir veralegum útgjöldum. Gætti því eðlilega mikillar óá- nægju meðal kaupmanna. Ritið klykkir út með því að segja, að engan skyldi undra, þótt póst- stjómir tali um að snúa bakinu við landssamböndum frímerkja- safnara. Meðan á sýningunni stóð, héldu frímerkjasafnarar, að sögn Sigurðar, fundi um margvísleg málefni, sem tengjast frímerkja- söfnun. Sótti hann fundi eftir því sem tími og aðstæður leyfðu. Sigurður segir, að móttökur og viðmót sýningaraðila hafi ver- ið með ágætum og góður vilji til að leysa úr þeim vandamálum, sem ævinlega hljóta að koma upp, þegar stórsýningar eru haldnar. Kveður hér nokkuð við annan tón um PORTUGAL 98 hjá umboðsmanni okkar en fram kemur í Nordisk Filateli. Jón Aðalsteinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.