Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I Samtök mn þjóðareign leggja fram kæru á hendur LÍÚ ^l^FSegja auglýsingar LÍU sví- ÞETTA er bara einelti, öll þjöðin veit að það þýðir ekkert að kæra Iygaþvæluna í okkur, það er löngu komin hefð á hana. UAIH Morgunblaðið/Rafn Jónsson Tíu hestar fluttir til Grænlands TIU hestar frá fshestum ásamt. fóðri og skeifum voru fluttir til Syðri-Straumfjarðar á vestur- strönd Grænlands á þriðjudag en fram til þessa hafa engir hestar verið þar. Að sögn Gunn- ars Amarssonar, sem sá um flutningana, er það liótel í Syðri- Straumfirði, sem kaupir hestana til að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og bjóða þeim í út- reiðartúr. Sagði hann að verið væri að útbúa aðstöðu fyrir hestana í upphituðu og einangr- uðu húsi en allt fóður fyrir þá yrði að flytja inn í framtíðinni. „Þetta eru allt sérvaldir, tamdir, þægilegir og meðfærilegir hest- ar,“ sagði hann. Það voru Flug- leiðir sem sáu um fiutningana og gekk ferðin vel. Evrópudagar í Perlunni Kynnt verða á annað hundrað verkefni "f^ANNSOKNAR- RÁÐ íslands og JL wKynningarmiðstöð Evrópm’annsókna í sam- vinnu við Upplýsinga- skrifstofur um Evrópu- samstarf standa fyrir Evrópudögum í Perlunni dagana 13.-15. nóvember. Yfirskrift þessa átaks er Evrópa - markaðstorg þekkingar og sóknarfæra. Hjördís Hendriksdóttir er alþjóðafulltrúi RANN- ÍS. , „Á Evrópudögum munu upplýsingaskiifstofur kynna þær samstarfsáætl- anir og verkeftiastyrki sem standa íslenskum ein- staklingum, fyrirtækjum og stofnunum til boða, svo sem 5. rammaátælunina, Leonardo, Socrates, Evrópskt sjálfboðastarf, MEDIA og MIDAS. Þetta samstarf er á sviði menningarmála, menntun- ar, rannsókna og fyrirtækjasam- starfs.“ - Hvert er markmiðið með Evrópudögum? „Það er að vekja athygli á ár- angursríku samstarfi Islands og Evrópu innan áætlana og hvetja Islendinga til að nýta sér þá möguleika sem það gefur. Við viljum sérstaklega minna á að eftir fáeinai- vikur verður fimmtu rammaáætluninni hrint í framkvæmd og þá er tímabært fyrir stofnanir og fyrirtæki að kynna sér innihald áætlunarinn- ar og þá styrki sem bjóðast inn- anlands til að undirbúa umsókn- ir í 5. rammaáætlunina." Hjördís segir að íslendingum hafi gengið vel í þeim rann- sóknaverkefnum sem styrkt hafa verið innan 4. rammaáætl- unai’innar. „Rannsóknasamfé- lagið hér á landi á því fullt erindi í þetta samstarf og stendur fylli- lega jafnfætis öðrum Evrópu- þjóðum. Okkur hættir þó til að einblína á þá tölu sem við fáum út úr áætlunum umfram það sem við leggjum í þær. Það er rétt að benda á að ávinningur af þátt- töku okkar í evrópskum sam- starfsverkefnum skilar sér ekki síður í þeirri reynslu, þekkingu og samböndum sem skapast.“ - Hvaða verkefni verða kynnt á sýningunni í Perlunni? „Gert er ráð fyrir að á annað hundrað verkefni verði kynnt á sýningunni. Að þeim öllum koma íslenskir þátttakendur. Meðal verkefna sem kynnt verða er notkun rafpúlsa til að auka geymsluþol matvæla en það verkefni hefur verið _________ unnið á Iðntækni- stofnun. Þá verða tvö verkefni frá Lands- skrifstofu Leonardos kynnt, annað fjallai’ um blöndun i skóla- kerfi og hins vegar er um að ræða tungumálakennslu með margmiðlun." Hjördís segir að hagkvæm orkunýting og endurnýjanleg orka sé verkefni sem fulltrúar frá Orkustofnun kynna og einnig kynna Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Tæknival upplýs- ingakerfi fyrir matvælaiðnaðinn. Rannsóknastofnun landbúnað- arins verður með kynningu á verkefni sem fjallar um losun gróðurhúsalofttegunda á norð- Hjördís Hendriksdóttir ►Hjördís Hendriksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1961. Hún lauk BÁ prófi í alþjóða- samskiptum frá University of Redlands í Kaliforníu árið 1994 og lauk MA námi í al- þjóðasamskiptum frá Uni- versity of Kent í Bretlandi ár- ið 1996. Hjördís er alþjóðafull- tníi hjá RANNÍS. Eiginmaður hennar er Jón Smári Úlfarsson verkfræðing- ur og eiga þau einn son, Hend- rik Daða. Árangursríkt samstarf íslands og Evrópu lægum slóðum. Þá segir hún að til dæmis kynni Veðurstofa ís- lands jarðskjálftaspá og Nýiðn hf. harðkomadekk sem koma í stað nagladekkja. „Þetta er auðvitað einstakt tækifæri til að kynna sér allar evrópsku áætlanirnar sem ís- lendingar eiga hlut í og sjá dæmi um hvers konar verkefni þær bjóða upp á.“ - Verða fyrirlestrar á sýning- unni í Perlunni? „Nokkur verkefnanna verða kynnt með stuttum íyrirlestrum, glærum og myndböndum á sunnudeginum í ráðstefnusal Perlunnar. Meðal þeirra er verk- efni um þróun á kerfi til að sam- þætta fjölþætt gögn til að spá og vakta eðlis-, efna- og líffræðilegt ástand sjávar í höfum Evrópu, en það er Bjöm Erlingsson hjá HALO sem sér um kynninguna. Þá mun Pétur Snæland hjá Mar- el kynna verkefnið Robofish, Sæ- mundur E. Þorsteinsson hjá Landssímanum AMUSE-verk- efnið og Þorgeir Pálsson hjá eðl- isfræðideild Landspítalans kynna verkefni um fjai’lækningai’.“ -Nú er kynningarráðstefna _________ um 5. rammaáætlun- ina að hefjast á morg- un á Hótel Loftleið- um. Hverjir eiga er- indi á hana? „Allir þeir sem hafa ........ áhuga á rannsóknum og rannsóknarpólitík. Fimmta rammaáætlunin segir okkur býsna margt um alþjóðlega strauma í vísindum og rannsókn- um því hún endurspeglar þær áherslur sem Evrópusambandið hefur á hlutverki tækniþróunar. Þá er stefnan ekki síður áhuga- verð fyrir þá sem starfa hjá rannsóknastofnunum og fyiir- tækjum sem stunda rannsóknir. Og vitanlega eiga allir þeir að mæta sem vilja vita um mögu- leikana á rannsóknarstyrkjum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.