Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 51
Jochumsson í enduiininningum sín-
um: Sögukaflar af sjálfum mér. Má
af því sjá að Magnús Torfi átti ekki
til aukvisa að telja. En prúð-
mennska og gæfulegt yfirbragð
voru höfuðeinkenni hans og vöktu
traust á manninum hvai' sem hann
fór.
Eg man ekki lengur hvernig at-
vikaðist að við urðum herbergisfé-
lagar tvo síðustu vetur okkar í MA.
Herbergið sem við deildum var
hluti af íbúð hjónanna Herdísar
Símonardóttur og Jónasar Snæ-
bjömssonar í Jerúsalem sem var
gamalt timburhús áfast norður-
stafninum á höfuðstöðvum KEA.
Snæbjörn sonur þeirra hafði búið í
þessu herbergi en var nú farinn úr
föðurhúsum, nýbyi'jaður í verk-
fræðinámi við Háskóla Islands og
endaði sem vegamálastjóri. Mig
grunar að dr. Kristinn Guðmunds-
son, sem var samkennari Jónasai'
og náinn vinur en frændi Magnúsar
Torfa og verndari, hafi haft milli-
göngu um útvegun þessarar góðu
vistarveru. Þeir voru þremenningar
dr. Kristinn og Magnús Torfi og
líkir að mannkostum. Þetta dýrlega
hús brann til kaldra kola fáum ár-
um síðar og er nú flestum gleymt.
Jónas var sonur hins þjóðfræga
kappa Snæbjarnar í Hergilsey,
Herdís systir séra Bjarna Símonar-
sonar á Brjánslæk og alin að miklu
leyti upp í skjóli hans eftir að hún
missti föður sinn ung. Jónas og
Herdís voru yndisleg hjón og svo
ástfangin þótt komin væru á sex-
tugsaldur að hún sagði við okkur
strákana sína þegar hún vai' að
gauka að okkur góðum ráðum í
ástamálum: þegar þið eruð giftir,
drengir mínir, skuluð þið vera við
konuna ykkar eins og hann Jónas
er við mig. Það var háleitt markmið
en vonlítið að ná því! Herdís
dekraði við okkur úr hófi fram,
færði okkur súkkulaði og sæta-
brauð í í’úmið á sunnudögum. Og
fyrir þetta gi'eiddum við 15 krónur
á mánuði hvor - með ljósi, hita og
ræstingu auk góðgjörðanna og holl-
ráða í hjúskaparmálum!
Gluggamir á herbergi okkar
sneru út að þeim hluta Hafnai’-
strætis sem nú er göngugata. Þar
var rúmhelga daga heillandi ys og
þys nótt sem nýtan dag en á sunnu-
dagsmorgnum svo djúp kyrrð að
maður hrökk upp af fastasvefni af
ótta við að eitthvað alvarlegt hefði
komið fyrir. A götustúfnum frá
Kaupvangsstræti að Ráðhústorgi
voru auk Jemsalem stórborgirnar
París og Hamborg og enn mætti
nefna staði sem áttu góðan þátt í að
skerpa borgarsvip götunnar okkar:
Hótel Akureyri, Hótel Gullfoss,
Hótel Goðafoss, Símstöðin full af
fógrum meyjum, Apótek Odds
Thorarensens, Bókabúð Gunnlaugs
Tryggva. Þarna í kvosinni og
grennd bjuggu ýmsir skólafélagar
okkar og urðu manni nákomnari en
aðrir fyrii’ bragðið. Við í miðbæjar-
liðinu tókum okkur frelsi til eins og
annars sem fólki „í vistinni" hefði
aldrei liðist: komum heim á þeim
tíma kvölds eða nætur sem okkur
hentaði, fómm á sveitaböll, sóttum
stjórnmálafundi, hittumst í kvöld-
kaffi á Gildaskála KEA, fengum
okkur í staupinu.
Þetta vora tímar mikillar form-
festu í klæðaburði og hegðun: menn
urðu að vera með hálstau virka
daga sem helga, í vel pressuðum
buxum; það útheimti nokkrar
birgðir af bindum og firn af lausum
flibbum sem við létum stífa í
þvottahúsinu Mjöll, en komast
mátti hjá of tíðu pressustandi með
því að leggja buxurnar í réttu broti
undir lakið á kvöldin og sofa á
þeim. Ófrávíkjanleg kurteisisskylda
var að taka ofan fyrir kennuram
þegar við mættum þeim á götu,
sömuleiðis skólabræðrum okkar
væru þeir með dömu sér við hlið, og
fyrir virðulegum eldri konum eða
ungum stúlkum sem maður þekkti
hæfði ekki minna en hneigja sig
jafnframt hálfa leið niður í götu. Til
að geta fullnægt þessum kröfum
varð maður að ganga með höfuðfat,
helst af öllu hatt; derhúfa var of al-
múgaleg. Að sjálfsögðu varð að
raka sig daglega. En þegar Magnús
Torfi var farinn að raka sig tvisvar
á dag vissi ég að eitthvað stórfeng-
legt var á döfinni, enda leið ekki á
löngu þangað til hann bauð ungri
stúlku heim í okkar helgu borg.
Hún var fríð og fónguleg með mikið
dökkt hár, nemi í hjúkrunarfræðum
og vann á Kristneshæli, Stranda-
maður og hét Hinrika Kristjáns-
dóttir. Honum hafði ekki fatast val-
ið, því að þau stóðu staðfost hvort
við annars hlið upp frá því meðan
bæði lifðu.
Magnús Toi’fi var strax í mennta-
skóla feikilega víðlesinn og vel að
sér um fjölbreytilegustu efni en
sérstaklega erlendar bókmenntir.
Hann byrjaði snemma að kaupa
kiljur, einkum á ensku, og átti mik-
ið safn þegar fundum okkar bar
fyrst saman, hvað þá síðar. Hann
var góður námsmaður, minnugur
með afbrigðum og rækti samvisku-
samlega skyldur sínar við skólalær-
dóminn. Þó voru sumir honum
hærri á prófum. En hann var tví-
mælalaust menntaðastur þeirra ný-
stúdenta sem ég hef kynnst. Svo
voru menntaskólaárin að baki og
mál að velja sér framtíðarbraut.
Magnús Torfi innritaðist í læknis-
fræði. Það fannst mér vel ráðið, því
erfitt var að hugsa sér traustari
mann. Afi hans Sveinn Magnússon
á Lambavatni var sjálflærður lækn-
ir, svo þetta lá í ættinni. „Hann var
ekki hómópat, heldur allópat," seg-
ir dr. Ki-istinn. „Hann hafði stúder-
að læknisfræði upp á eigin spýtur
eins og hann gat. Hann skar til
dæmis upp við sullum“ (Frá Rauða-
sandi til Rússíá, bls. 50).
Veturinn eftir stúdentspróf var
ég á öðrum slóðum en Magnús og
vissi ekki hvernig honum líkaði
læknisnámið. Sumarið 1945 var ég
blaðamaður við Þjóðviljann en hafði
ráðið utanfór um haustið. Einhvern
tíma síðsumars spurði Sigurður
Guðmundsson ritstjóri mig hvort
ég gæti ekki bent sér á góðan mann
í minn stað. Eg vissi að Magnús var
ekki loðinn um lófana og yrði að
vinna með námi, því Hinrika og
hann stefndu beint í hjónaband og
stofnun heimilis. Eg þekkti engan
sem ég gat fremur mælt með og
spurði þess vegna hvort hann kærði
sig um að ég nefndi hann við Sig-
urð. Þá kom á daginn að hann hafði
áhuga á starfinu. Er ekki að orð-
lengja það að Magnús var ráðinn,
lagði læknisfræði á hilluna og starf-
aði við blaðið í 17 ár, lengstaf blaða-
maður en þrjú síðustu árin sem rit-
stjóri. Ég hafði í mörg ár slæma
samvisku af að hafa þótt óviljandi
væri valdið því að hann hætti í
læknisfræðinni. En þegar ég sagði
honum loks frá samviskubiti mínu
svaraði hann að ég gæti sofið ró-
lega þess vegna, því hann hefði ver-
ið orðinn afhuga læknisfræði áður
og væri sáttur við starf sitt. A Þjóð-
viljanum sinnti hann einkum er-
lendum fréttum og skrifaði reglu-
lega greinar um alþjóðamál hátt í
40 ár, fyi’st í Þjóðviljann á þriðja
áratug, síðar í Helgarpóstinn og
DV. Má hiklaust fullyrða að enginn
Islendingur hafi á þessari öld haft
eins yfirgi-ipsmikla og grunnmúr-
aða þekkingu á alþjóðamálum og
Magnús Torfi. Hann hefði sómt sér
sem sendiherra Islands hjá hvaða
þjóð sem var.
A námsárum mínum erlendis var
Magnús Torfi lengstaf umboðsmað-
ur minn. Það væri ekki í frásögur
færandi nema vegna þess að um-
boðsstarf fyrir fjárstuttan stúdent í
útlöndum var á þeim haftaárum
ámóta verk og stjórnun trollaraút-
gerðar nú á dögum með tíu frysti-
togara á fjarlægum miðum. Mátti
ég þá margoft sanna að ber er hver
að baki nema sér bróður eigi og fæ
aldrei fullþakkað þá fyrirhöfn sem
hann lagði á sig vegna mín og
minna.
Hinriku og Magnúsi Torfa varð
þriggja barna auðið. Þegar hún
gekk með yngsta barnið 1951 veikt-
ist hún svo heiftarlega af lömunar-
veiki að henni var vart hugað líf og
lamaðist svo alvarlega að ósenni-
legt þótti að hún fengi stigið í fæt-
urna framar. Þá reyndi meir á þau
hjón en nokkurn tíma ella.á lífsleið-
inni. En ekkert var fjær þeim en
leggja árar í bát. Þau buðu erfið-
leikunum byi’ginn og unnu sig út úr
þeim að því leyti sem í mannlegu
valdi stóð. Hetjuleg barátta Hin-
riku við stórfellda fótlun í nærri
hálfa öld er aðdáunar- og undra-
verð.
Árið 1963 varð Magnús Torfi
deildarstjóri í Bókabúð Máls og
menningar, hafði yfiramsjón með
erlendu bókadeildinni, enda vand-
fundinn maður hérlendis sem betur
væri að sér á því sviði. Hvernig
verslunarþátturinn átti við hann
veit ég aftur á móti ekki, nema
hvað mér fannst hann aldrei kaup-
mannslega vaxinn. Þótt ekkert
væri fjær eðli Magnúsar Torfa en
framhleypni síaðist út hve fjölfróð-
ur og vitur hann var. Umsjónar-
maður spurningaþáttar í útvarpinu
hafði veður af þessu og fékk hann
til að spreyta sig við nokkra aðra
sem einnig voru býsna stæltir.
Glímunni lauk svo að Magnús lagði
alla að velli og varð í einni svipan
þjóðfrægur maður, dáður í höll sem
hreysi vegna frækilegrar fram-
göngu.
Nú gerðust í senn mörg tíðindi
og stór. I alþingiskosningum 1971
var hann efstur á lista Samtaka
frjálslyndra og vinstrimanna í
Reykjavík, sem hlaut rífandi byr og
felldi svokallaða viðreisnarstjórn
sem setið hafði að völdum í 12 ár.
En fyrr en hann næði að setjast á
þing var hann orðinn menntamála-
ráðherra landsins. Ráðherraemb-
ættinu gegndi hann til 1974, þing-
mennsku til 1978. Þá var hann ráð-
inn blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar
og lét ekki af því starfi fyrr en hann
fór á eftirlaun. Langt hefur mig
borið frá þeim æskuglaða heimi
skólapilta í miðbæ Akureyrar sem
minnst var í upphafi og margt á
dagana drifið. Margir vora áður
horfnir úr hópnum yfir móðuna
miklu og nú hefur sá sem hverjum
manni virtist vel flust yfir á bakk-
ann til þeirra. Magnús Torfi var
grandvar maður sem sárt er að sjá
á bak en sælt að minnast.
Við hjónin sendum Hinriku,
börnum þeirra, ástvinum öllum og
vandamönnum einlæga samúðar-
og vinarkveðju. Eins hef ég verið
beðinn að votta þeim hluttekningu
annaraa samstúdenta Magnúsar frá
MA 1944.
Einar Bragi.
Magnúsi Torfa Olafssyni varð ég
málkunnugur veturinn 1945-46,
litlu eftir að hann tók að rita er-
lendar fréttir í Þjóðviljann. Taldist
hann þá vera á öðru námsári í
læknisfræði, sem hann, sá ágæti
námsmaður, hvarf síðan frá vegna
féleysis, sér ekki að sársaukalausu.
Allt frá fyrstu kynnum voru al-
þjóðamál helsta umræðuefni okkar
og Asmundar Sigurjónssonar.
Blaðamaður við Þjóðviljann var
Magnús Torfi fram til 1959 og rit-
stjóri síðan til 1962. Greinar um al-
þjóðamál ritaði hann í blaðið til
1970 (og eftir 1980 í Helgarpóstinn
og DV). Þær greinar hans eru að
flestra dómi hinar jafnbestu, sem
um þau efni hafa birst í íslenskum
blöðum.
Á skoðunum okkar Magnúsar
Torfa Olafssonar á alþjóðamálum
var sjaldan nema áherslumunur,
(nema helst um deilur Ráðstjórnar-
ríkjanna og Kína í lok sjötta og í
upphafi sjöunda áratugarins). Og
framan af fóru mjög saman skoðan-
ir okkar á samstarfi sósíalista og
vinstri jafnaðarmanna, í Alþýðu-
bandalaginu. Þó taldi hann fremur
þörf á að ganga til móts við sjónar-
mið „Hannibalista" heldur en að
draga úr samhæfingu flokkslegra
sjónai-miða og efla fræðslustarf á
vinstri vængnum.
Margir munu varðveita minning-
ar um þennan vammlausa mann-
kostamann.
Haraldur Jóhannsson.
Magnús Torfi Olafsson veitti
leiðsögn mörgum sem reyndu að
gera sér grein fyrir heimsmálum á
eftirstríðsárunum þegar kalda
stríðið var í algleymingi. Hann var
vandaður blaðamaður sem lagði sig
fram um að greina hismi frá kjarna
og skoðaði einatt mál frá fleiri en
einni hlið. Hann var einn af þeim
pennum sem gerðu Þjóðviljann að
málgagni sem enginn gat horft
framhjá og ekki átti sinn líka meðal
vinstridagblaða á Norðurlöndum.
Greinar MTO um erlend málefni
voru alltaf upplýsandi og sá sem
þetta skrifar lét fáar þeirra fram
hjá sér fara. Einhvers staðar á ég
ljósmynd sem ég tók af honum við
skrifborðið á Skólavörðustíg 19 í
septemberbvrjun 1958 við upphaf
þorskastríðs. Þær myndir era hins
vegar fleiri sem geymdar eru í
huga mér af mörgu tilefni og renna
hjá eins og á tjaldi nú að leiðarlok-
um.
Magnús kom sem ritstjóri með
nafna sínum Kjartanssyni í heim-
sókn til Austur-Þýskalands að mig
minnir veturinn 1958-59. Það var
fengur fyrir okkur námsmenn sem
þar dvöldum að hitta þessa vitringa
saman í Leipzig. I samræðum við
þá bar margt á góma, meðal annars
lágum við ekki á gagnrýni okkar
um margt í stjórnarfari í landinu.
Magnús átti áratug síðar drjúgan
hlut í afdráttarlausri fordæmingu
Sósíalistaflokksins á innrásinni í
Tékkóslóvakíu en það var eitt af
síðustu verkum forystunnar áður
en flokkurinn var lagður niður.
Magnús Torfi hætti blaða-
mennsku 1962 og gerðist deildai’-
stjóri erlendra bóka hjá Máli og
menningu í heilan áratug. Mátti
ganga að honum vísum í búðinni á
Laugavegi 18 og þar setti hann
mark sitt á bókaúrvalið. Á þessum
áram hafði ég betri tíma en fyrr og
síðai’ til lestrar samhliða kennslu í
Neskaupstað og mikið af því efni
hafði farið í gegnum hendur Magn-
úsar og urðu pöntunarlistar oft
langir.
Það gekk mikið á á vinstri væng
stjórnmálanna á þessum árum. Al-
þýðubandalagið sem þá var kosn-
ingabandalag Sósíalistaflokksins
og Málfundafélags jafnaðarmanna
var í uppbyggingu sem félagslegt
afl og var tekist á um framtíðar-
stöðu þess. Magnús gerðist fyrsti
formaður félagsins í Reykjavík
1966 og undirritaður var raunar á
sama tíma formaður nýstofnaðs
AB-félags í Neskaupstað. í alþing-
iskosningunum 1967 vora eftir
hörð átök um uppstillingu bornir
fram tveir listar í nafni Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavík og fékk
Magnús ekki við það ráðið. Þetta
átti sinn þátt í því að hann ári síðar
fylgdi Hannibal Valdimarssyni og
Birni Jónssyni úr Alþýðubandalag-
inu áður en því var formlega breytt
í stjórnmálaflokk. Þótti mörgum
sérstök eftirsjá að Magnúsi og var
ég í þeim hópi.
Þegar Samtök frjálslyndra og
vinstri manna buðu fram í alþingis-
kosningum 1971 skipaði Magnús
fyrsta sæti Samtakanna í Reykja-
vík. Var það raunar óvænt, því að
Hannibal hafði sjálfur ætlað sér
það sæti en venti kvæði í kross og
bauð sig fram á Vestfjörðum þar
sem hann náði glæsilegri kosningu.
Magnús náði kjöri í Reykjavík og
varð menntamálaráðherra í vinstri-
stjórn undir forsæti Olafs Jóhann-
essonar. Af lagabótum sem Magnús
beitti sér fyrir verður lengst minnst
laga um grunnskóla, sem náðu
fram að ganga vorið 1974, skömmu
áður en slitnaði upp úr stjórnar-
starfinu og „samtökin“ liðuðust
sundur. Um svipað leyti hafði hann
með stuðningi meirihluta Alþingis
hreinsað bókstafinn z úr íslensku
ritmáli, en sá gjömingur olli tals-
verðum deilum. Á þessum árum var
ég farinn að sinna náttúruverndar-
málum, sem þá og lengi síðar
heyrðu undir menntamálaráðu-
neytið. Magnús var sem ráðherra
fonnaður sendinefndar Islands á
fyi’stu umhverfisráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna, sem haldin var í
Stokkhólmi í júní 1972. Þótti mér
vænt um að geta lagt honum þar
lið. Ái’i seinna bað hann mig að
veita forystu við undirbúning að
menntaskóla á Egilsstöðum og
veitti hann því máli góðan stuðning.
Seinna kjörtímabil sitt á Alþingi
var Magnús liðfár en naut þess að
geta fylgst með alþjóðamálum á
þingum og hafréttarráðstefnu Sa-
meinuðu þjóðanna.
Ekki var Magnús Torfi fyrr horf-
inn af þingi en honum bauðst staða
blaðafulltrúa ríkisstjórnar Ólafs Jó-
hannessonar haustið 1978 og
gegndi hann því starfi fyrir mörg
ráðuneyti í 11 ár. Þarna lágu leiðir
okkar saman með óvæntum hætti.
Mér þótti reyndar sérkennilegt að
sitja við ríkisstjórnarborð með
fyrrverandi ráðheraa sem skrifara
úti í horni, en starfið leysti Magnús
vel og samviskusamlega af hendi.
Ástæðu þess að Ólafur forsætisráð-
heraa bauð Magnúsi að gerast
blaðafulltrúi stjórnar sinnar 1978
má líklega rekja til sviptinga í að-
draganda stjórnarslitanna 1974.
Það sumar sat Magnús í starfs-
stjórn með öll ráðuneyti Samtak-
anna á herðum sér. Sem samgöngu-
ráðherra opnaði hann hringveg á
Skeiðarársandi 14. júlí 1974.
Magnús Torfi Ólafsson var mað-
ur heilsteyptur og fastur fyrir, dul-
ur, með ríkt geð og gat verið glett-
inn og skemmtinn er svo bar undir.
Uppruni að vestan leyndi sér ekki í
málfari hans. Hann hafði betri yfir-
sýn um alþjóðamál en flestir ef ekki
allir aðrir Islendingar á síðari
helmingi aldarinnar og miðlaði af
þeirn þekkingu með ágætum. Sem
stjórnmálamaður mátti hann þola
margháttaðar sviptingar en bjarg-
aðist sæmilega heill frá þeirri hildi.
Ég hugsa til hans með virðingu og
þakklæti. Hinriku og börnum
þeirra hjóna sendi ég frá suðurhveli
samúðarkveðjur.
Hjörleifur Guttormsson.
Magnús Torfi Ólafsson réðst til
starfa í Bókabúð Máls og menning-
ar árið 1963. Hann var deildarstjóri
erlendu bókadeildarinnar fram til
ársins 1971 er hann varð alþingis-
maður og menntamálaráðherra.
Magnús var vel lesinn og hafði
víðtæka þekkingu á erlendum bók-
menntum, sögu og stjórnmálum.
Þessi þekking nýttist honum vel í
starfi hans hjá Máli og menningu
og erlenda bókadeildin var glæsileg
undir hans stjórn. Þangað lögðu
margir leið sína, bæði til þess að
kaupa bækur og til þess að njóta
fróðleiks Magnúsar. Hann var
heimsmannslegur í framkomu og
vakti virðingu allra sem áttu við
hann samskipti.
Eftir að Magnús hætti störfum
hjá Máli og menningu hélt hann
tryggð við fyrrverandi samstarfs-
menn sína og var fastur gestur í
svokölluðu „laugardagskaffi" sem
var ýmist í versluninni eða á heimili
Sigfúsar Daðasonar skálds og eig-
inkonu hans Guðnýjar Yrar. Þar
var oft mannmargt og glatt á hjalla.
Ég þakka Magnúsi margar
ánægjulegar samverastundir og
áralanga vináttu og tryggð. Fyrir
hönd Máls og menningar þakka ég
honum mikilsverð störf í þágu fyr-
irtækisins og sendi Hinriku og
börnunum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Anna Einarsdóttir.
Þó menn geri sér fulla grein fyrir
eigin aldri, hrökkva þeii’ ævinlega
við er vinir og kunningjar á svipuð-
um aldri falla frá. Þannig fór a.m.k.
fyrir mér er ég frétti fráfall Magn-
úsar Torfa Ólafssonar. Þó ég vissi
um veikindi hans granaði mig ekki,
þegar ég hitti hann fyrir nokkru, að
svo stutt væri í lokin. Leiðir okkar
Magnúsar lágu saman er við hófum
störf á Þjóðviljanum 1945, en þar
starfaði hann sem fréttastjóri er-
lendra frétta og síðar sem ritstjóri
til ársins 1962. Það fór ekki hjá því,
þar sem ég var auglýsingastjóri og
síðan framkvæmdastjóri, að leiðir
okkar lægju mikið saman og
kannski meira en margra annarra.
Ekki er hægt að líkja saman starfi
SJÁNÆSTUSÍÐU