Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Snobb óhjá- kvæmilegt? Getur verið að þessi hvimleiði uppskafn- ingsháttur - snobbið - sé sprottinn afein- hvers konar minnimáttarkennd og öfund? Hví ekki að koma til dyranna eins og maður er klæddur? Eftir Skapta Hallgrímsson Sönn saga úr daglega lífinu: Ung kona fór ekki alls fyrir löngu inn í „fína“ verslun í Reykjavík og þóttist skynja að hún væri ekki talin sérlega spennandi viðskiptavin- ur. Ástæðan ef til vill sú að hún var klædd eins og, ja, má ég segja venjuleg kona! Petta er myndarleg stúlka en var ekki sérstaklega tilhöfð í þetta skipti. Langaði því að gera svolitla könnun að gamni sínu: klæddi sig upp á daginn eftir; málaði sig og puntaði, fór i fín fót og pels utan yfir allt saman og skundaði í sömu verslun og daginn áður. Og viti menn - bragðið virkaði. Henni var tekið með kostum og UinUODC kynjum; þarna VltJnUKI- hlautaðvera komin kona með væna inn- stæðu á banka- reikningnum og því „góður“ við- skiptavinur. Löngum hefur verið vitað að Jón og séra Jón væru tvennt ólíkt. Líklega hvar sem er. Þessi litla saga er þó, held ég, varla dæmi um græðgi - frekar snobb, og líklega bara harla gott dæmi um það, því snobbið er svo yfir- borðskennt. Allir eru líklega merkilegir, hver á sinn hátt, þótt halda megi því fram með góðri samvisku að einstaklingar séu misjafnlega merkilegir. Mjög margir eiga skilið að borin sé virðing fyrir þeim, fyrir ýmsar sakir. Islend- ingar eru ef til vill ekki þjóða bestir í að sýna hver öðrum til- hlýðilega virðingu, stéttaskipting hérlendis er einnig afar óljós þótt hún virðist engu að síður að einhverju leyti fyrir hendi. En áðurnefnt fyrirbæri, ákaflega hvimleitt, virðist dafna bærilega hér á landi. Snobbið; uppskafn- ingsháttur af ýmsu tagi. Snobb hefur líklega fylgt mannskepnunni mjög lengi, fyr- irbærið virðist mörgum ákaflega mikilvægt en er - þegar grannt er skoðað - með ólíkindum spaugilegt og hallærislegt. Hverjir snobba? Fyrir hverj- um? Hvar? Hvernig? Hvenær? Hvers vegna? Er það óhjá- kvæmilegur hluti lífsins að snobba fyrir ákveðnu fólki eða dauðum hlutum sem þeir, sem skapa tískuna, ákveða hverjir eru? Getm- verið að til að teljast gjaldgengur í ákveðnum hópum þjóðfélagsins verði viðkomandi að kunna að snobba? Ef svarið er já, hvernig á að fara að því? Þarf hann að borða á „réttu“ veitingastöðunum, klæðast „réttu“ fótunum, eiga „rétta" bíl- inn, þekkja „rétta“ fólkið? Hver ákveður hvað er „rétt“ í þessu sambandi? Getur verið að umbúðir skipti mestu máli í nútímaþjóðfélagi? Sé svo eru þó, held ég, skemmti- legar undantekningar. Nefni engin nöfn, en listamenn sumir hverjir og fleiri, sem skilið eiga virðingu og aðdáun fyrir afrek sín, „leyfa sér“ - og komast upp með það, ef svo má að orði kom- ast - að klæðast nákvæmlega að vild og haga sér eins og þeir sjálfír kjósa helst. Eru þeir sjálf- ir, eins og stundum er komist svo snilldarlega að orði. Þeir vilja (auðvitað) ekki sýnast, því þeim líður vel eins og þeir eru, og vegna eigin gæða er sú fram- koma tekin góð og gild. Þeir sem vilja láta á sér bera, vilja fyrir alla muni teljast til hinna „fínu“ en hafa hugsanlega ekki jafn mikið til brunns að bera og hinir, verða hins vegar að passa upp á umbúðimar. Hverjir em frægir á íslandi, í augum Islendinga? Fyrir hverj- um „á“ að snobba? Eru það þeir sem gerðir em frægir í fjölmiðl- um? Athafnamenn ýmiss konar, listamenn, skáld, íþróttamenn og þar fram eftir götunum? Á að snobba fyrir fallegu fólki eða rfku, frekar en öðmm? Lang- skólagengnu? Stjórnmálamönn- um? Svo er víst hægt að snobba fyrir sérstökum bílategundum, „réttum" fatamerkjum, ákveðn- um víntegundum, úmm - og þetta skilst mér þurfi helst allt saman að kosta sitt. Sá sem þetta skrifar hefur ekki gengið með úr í ein tuttugu ár, finnst það heldur óþægilegt auk þess sem nú til dags er það algjör óþarfí. Hvarvetna er svo mikið af klukkum að engum erfíðleikum er bundið að fylgjast með hvað tímanum líður. Það er megintil- gangur með því að bera úr, eða er ekki svo? Er ef til vill farið að líta á úrið frekar sem skartgrip en tímamæli? Stöðutákn? Þeir sem ganga með andvirði bíls um úlnliðinn vita a.m.k. vonandi alltaf hvað klukkan er. Mér fannst ansi gaman að því sem franski kennarinn Gérard Lemarquis sagði í samtali við mig hér í blaðinu í sumar. Hann hélt því fram að Islendingar snobbuðu miklu meira fyrir létt- víni en Frakkar. „íslendingum finnst það fínast sem þykir fínt annars staðar." Hann sagði að nú orðið væri snobbisminn orð- inn þannig í Frakklandi varð- andi vln að fínast væri að „þekkja bónda einhvers staðar sem framleiðir vín sem enginn hefur heyrt um. Láta vini sína drekka það en það er ekkert merki á flöskunni. Og í matar- menningu Frakka er það fínasta ekki það sem er að finna í dýrasta veitingahúsinu, heldur það sem er „ekta“; það sem fæst hjá bóndanum. Færustu kokkar í Frakklandi gorta sig þess vegna af því að fara út á mark- aði að kaupa grænmeti, að klifra upp fjallið að tína jurtir; það snobbaðasta er í raun og veru sveitamenning". Lemarquis sagði ennfremur: „Ef ég kaupi gott álegg á íslandi stendur alltaf lúxus á því, en ef ég kaupi hráskinku í Frakklandi stendur alveg eins og hjá ömmu í sveitinni. í sveitinni þykir púkó á íslandi.“ Og hann var furðu lost- inn yfír þessu viðhorfí Islend- inga. Sumt þess merkilegasta fólks, skv. skilgreiningu pistilshöfund- ar, sem hann hefur hitt og um- gengist er jafnframt það jarð- bundnasta og yndislegasta. Al- gjörlega laust við snobb. Getur verið, þegar öllu er á botninn hvolft, að snobbið sé sprottið af minnimáttarkennd og að ein- hverju leyti af öfund? SVEINN TÓMASSON + Sveinn Tómas- son, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Akureyri, fæddist á Bústöðum í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði 30. júlí 1904. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 7. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Tómas Pálsson bóndi á Bústöðum og kona hans Þórey Sigurlaug Sveins- dóttir. Systkini Sveins voru Ólafur, bóndi í Garðshorni, kvæntur Stefaníu Jóhannesdóttur, Páll, trésmiður á Akureyri, kvæntur Önnu Jónsdóttur, Eyþór Helgi, at- vinnurekandi á Akureyri, kvæntur Hildi Eiðsdóttur, Guð- mundur, trésmiður á Akureyri, kvæntur Rögnu Kemp, Böðvar, trésmiður á Akureyri, kvæntur Kristínu Jóhannesdóttur, og Anna Þorbjörg, sem lést á öðru aldursári. Bræður Sveins eru allir látnir. Hinn 23. desember 1928 kvæntist Sveinn eftirlifandi eig- inkonu sinni, Helgu Gunnlaugs- dóttur, f. 24. maí 1906. Börn þeirra eru Anna Þórey, f. 16. september 1929, gift Hreini Hreinssyni, skipstjóra og eiga þau fímm börn, Gunnlaugur Búi varðstjóri á Slökkvistöð Akur- eyrar, f. 24. febrúar 1932, kvæntur Signu H. Hallsdóttur og eiga þau þijú börn; og Tómas Heiðar viðskiptafræð- ingur, f. 13. febrúar 1941, kvæntur Rannveigu Sigurðar- dóttur og eiga þau tvö börn. Sveinn ólst upp í Skagafirði til 18 ára aldurs en þá fluttist hann til Akureyrar og hóf nám í járn- smiði og lauk hann sveinsprófi 1925. Sveinn fékk meist- araréttindi í eld- smiði, ketil- og plötusmfði og pípu- lögnum auk þess sem hann lauk mót- oristanámskeiði. Hann starfaði sem járnsmiður á Akur- eyri 1925-1953 og var með eigin rekstur 1937-1953. Sveinn var áhalda- vörður Slökkviliðs Akureyrar 1945-1953 og varaslökkviliðs- stjóri 1953-1958 en þá var hann ráðinn slökkviliðsstjóri og gegndi hann þeirri stöðu þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1974. Sveinn var um hríð í stjórn Vélstjórafélags Akureyrar og var formaður Iðnaðarmannafé- lags Akureyrar 1955-1964. Hann varð heiðursfélagi Iðnað- armannafélags Akureyrar 1964 og heiðraður af Landssambandi iðnaðarmanna sama ár. Sveinn var um hríð fyrsti varabæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og sat í ýmsum nefnd- um fyrir flokkinn. Hann var formaður skólanefndar Hús- mæðraskólans í níu ár og einn af stofnendum Lionsklúbbs Akureyrar. Sveinn starfaði í Oddfellowreglunni á Akureyri frá 1945. Útför Sveins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afí. Okkur langar til að kveðja þig með fáeinum orðum. Við eigum margar góðar minningar um þig og ömmu. Sterkasta minningin um þig er þegar þú varst með pont- una þína góðu og slóst úr henni á handarbakið okkar og tókst tóbakið upp í nefíð þitt af litlum höndunum okkar. Þetta fengum við öll barna- börnin þín að prófa og síðar börnin okkar. Við munum hvað þetta kitl- aði og þú hlóst með okkur og bættir gjarnan við ýmsum fettum og grettum á góðlega andlitið þitt. Alltaf var jafngott og yndislegt að koma til ykkar ömmu í Laugargöt- una. Þið höfðuð ætíð tíma til að spjalla við okkur og taka í spil. Flest þau spil sem við kunnum í dag kenndir þú okkur ásamt nokkrum spilagöldrum og köplum. Það var líka frábært að skreppa til ykkar í frímínútum og frítímum til að fá sér eitthvað í gogginn og var þá rúsínuskúffan ávallt opin. Alltaf var til nýbakað brauð og þóttu kartöflulummurnar þínar og rúg- brauðið bera þar af. Skólasystrum okkar fannst heldur ekkert leiðin- legt að fá að koma með okkur og jafnvel nokkrar í einu. Eftir að þú hættir að vinna talað- ir þú stundum um að nú værir þú búinn með þitt hlutverk og værir tilbúinn að fá að fara. Þú varst Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 alltaf viss um að þú færir á undan bræðrum þínum. En þó varð raunin önnur. Fyrir u.þ.b. fjórum árum sagðir þú þetta í bundnu máli og lýsir það vel hversu tilbúinn þú varst: Þegar ég er uppgefinn og eytt hef kröfum mínum, langar mig í síðsta sinn að sofna í faðmi þínum. Nú síðustu mánuði varst þú orð- inn mikið veikur. Síðustu skiptin sem við heimsóttum ykkur ömmu á Hlíð svafst þú oftast, en þegar amma átti afmæli í maí síðastliðn- um vaknaðir þú vel. Þú vissir strax hvaða dagur var og baðst um að fá að kyssa hana á ennið og hélst svo áfram að sofa. Þegar við sátum hjá ömmu dag- inn eftir að þú kvaddir fór amma með þetta ljóð fyrir okkur og and- varpaði: Eg man það sem barn að ég margsinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn. Og enn get ég verið að spyrja og spá hvar sporin mín liggja yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn við hlið þína margsinnis standa og vel getur verið í síðasta sinn ég sofhi við faðm þinn í anda. Þetta segir okkur að amma er með hugann hjá þér, enda á hún margar minningarnar eftir sjötíu ára hjónaband. Við huggum okkur við það að þú ert nú kominn þangað sem hugur þinn stefndi og vitum að þér líður vel núna. Við söknum þín sárt og eitt sjö ára langafabarnið Legsteinar í Lundi . v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 þitt sagði: „Það segja allir að afa líði vel núna, en af hverju líður okk- ur þá öllum svona illa?“ Og viljum við láta það verða orð okkar líka. Hvíl í friði, elsku afi. Halla og Helga. Með nokkrum orðum langar okk- ur bræðurna að kveðja Svein langafa okkar. Það var á afmælis- degi langafa 1982 sem mamma og pabbi fluttu í Laugargötu 3 eða í sama hús og hann og langamma höfðu búið í í rúm 30 ár. Því nutum við þeirra forréttinda að fá að alast upp í návist þeirra. Við þekkjum varla hvernig það er að koma heim að tómu húsi eftir skóla eins og mörg börn þurfa að gera í dag, því ef mamma var af einhverjum ástæðum ekki heima gátum við treyst því að á neðri hæðinni yrði vel tekið á móti okkur. Það þótti eiginlega betra ef enginn var heima uppi, því þá gátum við farið niður til langafa og langömmu og fengið rjúkandi kakó, heimbakaða jóla- köku og rúgbrauð, svo ekki sé minnst á pönnukökurnar. Það verð- ur að segjast eins og er að stundum var laumast inn niðri þótt við viss- um að einhver væri heima uppi. Langafi var hreinn snillingur í að baka pönnukökurnar sem hann rúllaði upp með sykri. Það var virkilega gott að eiga hann að þeg- ar við héldum upp á afmælin okkar eða þegar við þurftum að mæta með brauð á bekkjarkvöld í skólan- um, þá bakaði langaafí „pönnsur“ fyrir okkur. Ekki þarf að taka fram að alltaf kláruðust pönnukökurnar, þó nóg væri eftir af öðru góðgæti. Margar stundir áttum við með langafa úti í bflskúr við smíðar eða einhverja aðra iðju. Það var með ólíkindum hvað hann gat nýtt alla hluti. Þegar mamma og pabbi end- urnýjuðu eldhúsið hjá ser var gömlu eldavélinni hent út. Áður en eldavélin fór á haugana tók langafi hana í sundur og hirti allt heillegt úr henni. Stundum þótti okkur nóg um nýtnina en í dag skiljum við að þetta var gert í tvennum tilgangi. Annars vegar var þetta gert til þess að hafa ofan af fyrir okkur og hins vegar til að kenna okkur að það er betra að hugsa aðeins áður en gömlum hlutum er hent. Það sýndi sig síðar að margt af því sem langafi safnaði saman í skúrinn kom að góðum notum. Hann hafði aldrei vanist því að hægt væri að stökkva til og kaupa alla skapaða hluti. Fólk varð að notast við það sem til var. Við unga fólkið hefðum gott af þvi að setja okkur í spor kynslóðarinnar hans langafa til þess að læra að meta og þakka hvað við höfum það gott í dag. Sveinn langafi var ekki margmáll maður, það var helst þegar hann sagði okkur sögur úr Skagafirðin- um, þar sem hann ólst upp, að það losnaði um málbeinið á honum og oftar en ekki laumaði langamma einni og einni stöku inn á milli. Hann sagði okkur stundum frá ferðalögum frá Bústöðum í Austur- dal til Sauðárkróks eða Akureyrar og þykir okkur ótrúlegt að menn skuli hafa farið slíkar ferðir fót- gangandi jafnt að sumri sem vetri og litið á það sem sjálfsagðan hlut. Við bræður vitum að þótt langafi hafi ekki verið mikið fyrir ferðalög seinni árin þá er sú ferð sem hann er nú farinn í honum ekki á móti skapi. Hann mun eiga farsæla göngu fyrir höndum. Góða ferð, langafi. Gunnlaugur Búi og Ólafur Búi. H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Simi 562 0200 fTIIIIIIIIlf Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.