Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Basar í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ FÉLAGSSTARF aldraðra í Mos- fellsbæ heldur basar og kaffisölu laugardaginn 14. nóvember kl. 14-17 í Dvalarheimili aldraðra í Hlaðhömrum. Tii sölu verða prjónavörur og jólavörur, þá verður einnig kynn- ing á félagsstarfinu, m.a. bókbandi og tréskurði. Kór aldraðra, Vor- boðarnir, syngur nokkur lög. HADEGISVERÐARFUNDUR Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 12:00 í Ársal, Hótel Sögu The World of Stainless Steel The Far Eastern crisis from the point of view of the steel buisness Ræðumaður: Barrie Cheetham, forstjóri markaðssviðs sænska stálíyrirtækisins Avesta Sheffield AB, eins af stærstu fyrir- tækjum í heimi á sínu sviði. Hann mun fjalla um mikla endurskipulagningu á rekstri Avesta Sheffield sem nú stendur yfir, markaðsþróun á ryðfríu stáli í heiminum og um afleiðingar efnahagskreppunar í Asíu fyrir stálfyrirtæki á vesturlöndum. Barrie Cheetham var áður forstjóri markaðsmála hjá British Steel, og hefur setið í stjórn Avesta Sheffield AB frá 1992. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundargjald er kr. 2000,- (hádegisverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirfram hjá Ola Sjöberg í síma 520 1230. *|P' ISLENSK-SÆNSKA VERSLUNARRÁÐIÐ Þeaaan farsíma getur þú aotað í Baadarfkjuaum Bosch World 718 er hægt að leigja á 300 kz. á dag 1 Ázmúla 27, sími $50 7800. Bosch World 718 ez znjög handhæguz og öfluguz fazsími fyzir 900 og tgoo kezfin. Hazm hentar sézstaklega vel fólki sem ferðast znikið um heimizm, þar á meðal um austur- strönd Bandarikjazma. Frekari upplýsingar um dreifikerfið í Bandarikjtm- um er að finna á heimasíðu www.omnipoint.com. PÓSTURINN um land allt Ármúla 27, simi 550 7800 Kringlunni, sími 550 7800 Landssímahúsinu við Austurvöll, simi 800 7000 Símanum Intemet, simi 550 7900 Simanum verslun Sauðárkróki, sími 4551000 Símanum verslun Akureyii, simi 460 6710 Afgreiðslustöðum íslandspósts um land allt SIGRÚN Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, afhenti Ingvari Helgasyni þakkarskjal fyrir góðan stuðning. Fulltrúar Ingvars Helgasonar hf. eru hér með starfsmönnum Rauða kross íslands og lögfræðingi félagsmálaráðuneytisins. Frá vinstri: Stefán Pálsson, Elín Blöndal, Helgi Ingvarsson, Ingvar Helgason, Kristján Sturiuson, Sigrún Árnadóttir, Július Vífili Ingvarsson og Marinó Marinósson. Stuðningur við flótta- fólkið á Höfn INGVAR Helgason hf. hefur stutt dyggilega við bakið á starfi Rauða kross Islands fyrir flóttafólkið sem kom til Hafnar í Hornafirði fyrir rúmu ári með því að láta í té bifreið til verkefnisins án endurgjalds. Fulltrúar fyrirtækisins heimsóttu aðalskrifstofu Rauða kross Islands nýverið og tók Ingvar Helgason, for- stjóri fyrirtækisins, þá við þakkar- skjali félagisns fyrir þennan mikil- væga stuðning. Rauði kross Islands annast aðstoð við flóttafólkið fyrsta árið eftir komu þess hingað og hafa sjálfboðaliðar deildarinnar í Austur-Skaftafells- sýslu gegnt mikilvægu hlutverki í aðstoðinni. Rætt um fjár- festingu og arðsemi í ferðaþjónustu FERÐAHÓPUR Gæðastjórnunarfé- lags Islands heldur morgunverðar- fund í Evrópsku gæðavikunni sem nú stendur yfir og lýkur 14. nóvem- ber. Fundurinn verður á morgun, föstudag 13. nóvember, í Víkingasal Hótels Loftleiða og hefst kl. 8:15 og honum lýkur um kl. 10:00. Yfirskrift fundarins er: Fjárfesting í ferða- þjónustu - arðsemi eða hugsjón? Þrír frummælendur verða á fund- inum: Ingjaldur Hannibalsson, dós- ent við Háskóla Islands, sem mun draga upp mynd af stöðu ferðaþjón- ustunnar sem atvinnugreinar í sam- anburði við aðrar atvinnugreinar í landinu, þróun á stöðu greinarinnar og framtíðarsýn. Svanbjörn Thoroddsen hjá FBA og Einar Sig- urðsson hjá Flugleiðum tala um fjár- festingu og arðsemi í ferðaþjónustu hvor frá sínu sjónarhorni. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og fyrirspurnir. Guðrún Högnadóttir stjórnar fundinum. Fundurinn er opinn öllum áhuga- mönnum um efnið. Húsmæðrafélag Reykjavíkur með basar HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega basar laugardag- inn 14. nóvember á Hailveigarstöð- um við Túngötu og hefst hann kl. 14. „Sem fyrr verður mikið úrval af fallegri og vandaðri handavinnu. Má t.d. nefna sokka, vettlinga, barna- peysur, inniskó, prjónaða og heklaða dúka, prjónuð leikfóng, jóladúka, púða, svo og svuntur af öllum gerð- um og stærðum að ógleymdu jóla- föndri. Þá eru einnig á boðstólum lukkupakkar fyrir börnin sem inni- halda ýmislegt smálegt," segir í fréttatilkynningu. Allur ágóði af basarnum rennm- til líknarmála. Augun eru Þegar aldurinn færist yfir. Nú getur þú horfið aftur [ tímann með AGE MANAGEMENT EYE REPAIR Fínar línur og hrukkur kringum aug- un hverfa eins og dðgg fyrir sólu. Þetta frábæra krem vinnur einnig gegn dökkum baugum og endur- lífgar þrútin og þreytt augu. AGE MANAGEMENT EYE REPAIR prófaðu Það strax í dag. Augu þín eiga það skilið. laprairie SWITZERLAND UBIA Mjódd. Snyrtistofen Jóna, Hamraborg 10. Snyrtistofen MANDÝ, Laugavegi 15. Gallerí förðun, Hafnargötu 25, Keflavlk. Snyrtistofen Agnes, Listhúsinu v/Engjateig Hygea, Kringlunni, Laugavegi 23, Austurstræti 16. Vilja raunhæfar aðgerðir íslands í LJÓSI þeirrar niðurstöðu sem nú hefur fengist í Bueios Aires, hvað varðar tillöguflutning íslands um opna undanþágu frá ákvæðum Kyoto-bókunarinnar, skora Nátt- úruverndarsamtök Islands á stjórn- völd að snúa sér nú að raunhæfum aðgerðum til að uppfylla þær skyld- ur sem rammasamningur Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar leggur á herðar íslandi og öðrum iðnríkjum. „Raunhæfar aðgerðir felast fyrst og fremst í aðgerðum til að draga ur losun gróðurhúsalofttegunda á ís- landi og binda kolefni með skóg- ræþt og landgræðslu. íslenskum stjórnvöldum hefði mátt vera ljóst fyrir löngu að frek- ari undanþágur til handa einni rík- ustu þjóð heims, sem fælu í sér gríðarlega meðgjöf með stóriðju á Islandi, var borin von. Það má telja fullvíst að frekari sóun fjármuna og starfskrafta í þessa tillögu sé til- gangslaus," segir í áskoruninni. Jólakort Sval- anna komið út JÓLAKORT Svalanna er komið út en 25. starfsár Svalanna er í ár. Fé- lagið Svölurnar er Iíknarfélag fyrr- verandi og núverandi flugfreyja. I ár rennur ágóði jólakortasöl- unnar m.a. til kvennadeildar Land- spítalans sem fær rafskurðartæki að upphæð 769.000 kr. Það er notað til aðgerða á eggjaleiðurum kvenna vegna ófrjósemi. Múlaborg fær þroskaleikfóng og tölvu með snert- iskjá að upphæð 700.000 kr. og sjúkraþjálfun Landspítalans, gamla Kópavogshælið, fær standbekk fyr- ir lamaða að upphæð 230.000 kr. Þuríður Sigurðardóttir, myndlist- arnemi og félagi í Svölunum, hann- aði kortið. Eftirtaldir staðir selja m.a. jóla- kortið: Kúnst, Klapparstíg, Tess, Dunhaga, Silfurbúðin, Kringlunni, Hjá Hrafnhildi, Engjateigi, Nana, Lóuhólum, Stfll, Skólavörðustíg, Kelló, Laugavegi, Lífstykkjabúðin, Laugavegi, Bogner, Týsgötu, Gala Tískuhús og í Vestmannaeyjum, Húsgagnaverslunin Exit, Strand- götu. VAXJAKKAR OG FYLGIVÖRUR í ÚRVALI KVARTCO ehf. SmásölU" og heiltlyerslun Nyt>ýlHV«t|i 2tt, Oalbr«kkum»<ýin, 200 Kópavooí S. 5S4 3327 OpiA 1 >1H wt 10 14 i»ii>|«r4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.