Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ H STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÖLDUM YÖKU OKKAR RÁÐSTEFNA Barnaheilla um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum var haldin í Reykjavík í fyrradag, með þátttöku erlendra og íslenskra sérfræðinga á þessu sviði. Augljóst er, af þeim erindum sem flutt voru á ráðstefnunni, að víða er pottur brotinn og mörg vítin sem varast ber. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt, að í fæstum þeirra kynferðisbrotamála gagnvart börnum hérlendis sem rann- sökuð eru af lögreglu er þolendum tryggður réttargæslumað- ur. Þetta kom fram í viðtali í nóvemberhefti fréttablaðs Barnaheilla við Sif Konráðsdóttur lögmann, en blaðið er að þessu sinni helgað umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Sif greinir frá því að börnum og raunar öllum þolendum kynferðislegs ofbeldis hafi verið tryggður skýlaus réttur til réttargæslu í nágrannalöndum okkar allt frá 1980. Þannig er- um við Islendingar allt að 20 árum á eftir Norðurlöndunum í þessum efnum og því er það vissulega spor í rétta átt, að dómsmálaráðherra hefur sagt það vera forgangsmál hjá rétt- arfarsnefnd að ljúka umfjöllun og tillögugerð um nýjar laga- reglur um rétt brotaþola. Fram hefur komið að frumvarp um þessi mál verði líklega lagt fram á Alþingi fyrir áramót. Á ráðstefnunni kom einnig fram í máli Braga Guðbrands- sonar, forstjóra Barnaverndarstofu, að í undirbúningi væri könnun á vegum Barnaverndarstofu á ferli kynferðisafbrota- mála gagnvart börnum í gegnum kerfið og á ástæðum þess að aðeins lítill hluti þeirra mála þar sem grunur er um kynferð- isafbrot leiðir til ákæru. Það er brýn nauðsyn að sem gleggstar upplýsingar liggi fyrir um þessi efni, því geysilega mikið er í húfi fyrir sálar- heill barna sem eru þolendur í kynferðisafbrotamálum, að mál séu rannsökuð í þaula og þeir sem ábyrgir eru fyrir brot- um, séu látnir sæta ábyrgð. Þá kom glöggt fram í erindi breska sérfræðingsins Johns Carrs hversu vel á varðbergi foreldrar og kennarar þurfa að vera gagnvart notkun barna á svokölluðum spjallrásum á Netinu, eða því sem í daglegu tali er nefnt „irkið“: Carr lýsti því hvernig barnaníðingar nota „irkið“ til þess að efna til kynna við börn undir fölsku flaggi. „Níðingarnir kynna sig til leiks sem börn og geta efnt til það náinna kynna að börnin samþykkja að hitta „nýja félagann“ einhvers staðar,“ sagði Carr. Hann sagði að eftir að níðingarnir hefðu þannig lokkað börn til sín beittu þeir þau kynferðislegu ofbeldi og stundum væri um þaulskipulagða og yfirvegaða starfsemi að ræða. Kynferðisglæpir gegn börnum eru viðurstyggð og öllum þeim sem hlutverki hafa að gegna, að því er varðar uppeldi og vernd barna og ungmenna, ber að taka höndum saman í baráttunni gegn glæpunum, þar sem markmiðið er það eitt að uppræta glæpina. STARF í FRAM- HALDSSKÓLUM AF KÖNNUN menntamálaráðuneytisins á starfstíma í framhaldsskólum skólaárið 1997-1998 má ráða, að að- halds þess sem ráðuneytið boðar, í bréfi til 31 framhalds- skóla, sé full þörf, til þess að lögum um starfstíma framhalds- skóla verði fullnægt. Einungis einn framhaldssskóli af 31 reyndist hafa kennt tilskilinn dagafjölda á síðasta skólaári, en það var Hússtjórn- arskólinn á Hallormsstað. Þar reyndust kennsludagarnir hafa verið 149 og 158 ef skertir kennsludagar eru taldir með. Níu aðrir framhaldsskólar náðu tilskildu lágmarki, ef skertir kennsludagar eru taldir með. Samkvæmt framhaldsskólalögum skulu kennsludagar ekki vera færri en 145 á hverju skólaári. Langfæstir reglulegir kennsludagar reyndust hafa verið í Menntaskólanum við Hamrahlíð á skólaárinu 1997-98, eða 128 talsins. Þetta sam- svarar því, að nemendur í MH hafi farið á mis við lögbundna kennslu í þrjár og hálfa viku á skólaárinu og því vantar lið- lega 12% upp á lögbundinn fjölda kennsludaga. Það liggur í augum uppi, að þeir sem fá allt að mánaðar styttri kennslu á skólaárinu en lögbundið er, standa ekki jafnt að vígi og þeir, sem hlotið hafa kennslu í tilskilinn daga- fjölda. Ef marka má þessa niðurstöðu, virðist vera full þörf á auknu aðhaldi á þessu sviði frá menntamálaráðuneytinu. Ráðstefna um áhrif evrunnar á íslc Lönd utan EMU þu markið hærra en löri ÞRÍR framsögumanna um áhrif evrunnar: (f.v.) Clive Tomlinson, Magnús Pél Á hádegi 31. desember verður gengi sameigin- legrar myntar 11 Evr- ópubandalagsríkja ákveðið. Þess er vænst að klukkan fímm sama dag muni ríkisstjórnir landanna samþykkja það og á miðnætti rennur --------------------7--- upp tími evrunnar. Ahrif þessa nýja gjaldmiðils voru rædd á ráðstefnu, sem haldin var í gær. AÐEINS 50 dagar eru þar til nýr gjaldmiðill verður tek- inn í notkun í 11 af 15 aðild- arríkjum Evrópusambands- ins. Innreið hins nýja gjaldmiðils vek- ur margar spurningar, en á ráðstefnu um áhrif hans á íslenskt efnahagslíf í gær kom í ljós að eining virðist ríkja um eitt; á íslensku skal hann heita evra. Þetta atriði var ekki rætt á ráð- stefnunni, en það var orðið, sem frum- mælendur notuðu og vhðist evran hafa borið evróið ofurliði. Evran mun setja svip sinn á fjármál og viðskipti í heiminum og í ræðu Magnúsar Péturssonar, ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu, kom fram að með tilkomu hennar yrðu rík- in utan Efnahags- og myntbandalags Evrópu að setja markið hæiTa en rík- in utan þess. Magnús vai’ flytjandinn, en ræðan var Geirs H. Haardes fjármálaráð- herra. Ástæðan fyrir því að Geir flutti ekki ræðuna var sú að hann tafðist á heimleið fi-á Norðurlandaráðsþingi. EMU ekki einsdæmi Magnús hóf mál sitt á að lýsa yfir að þótt stofnun efnahags- og myntbanda- lags Evrópu væri sennilega mesti við- burður á sviði alþjóðafjármála frá því Bretton Woods-samkomulagið var gert í lok seinni heimsstyrjaldar þegar Álþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn voru stofnaðii' færi því fjarri að EMU væri einsdæmi í veraldarsög- unni. Á þessu sviði hefðu Norðurlönd- in verið fyrri tii. ,Árið 1873 var Norræna mynt- bandalagið stofnað með þátttöku Dana, Svía og Norðmanna og Islend- ingar voru einnig aðilar vegna ríkja- sambandsins við Dani,“ sagði hann. „Þótt hér væri ekki um sameiginlega mynt að ræða voru norrænu krónurn- ar jafngildar og jafnnothæfar í öllum ríkjunum. Þetta myntbandalag leið undir lok við hrun gullfótarins svokall- aða við lok fyrri heimsstyrjaldar." Hann sagði að þetta norræna bandalag yrði að teljast merkilegt því að þar hafi mörgum málum verið skipað með áþekkum hætti og gert væri í EMU. I ræðunni kom fram að ljóst væri að stofnun EMU og framþróun þess myndi hafa áhrif jafnt innan aðildarríkjanna sem utan, þar á meðal á íslandi. Inntöku- skilyrðin gerðu ákveðnar kröfur til að- ildarríkjanna, meðal annars um að við- halda stöðugleika í verðlags-, vaxta- og ríkisfjármálum. Þær viðmiðanir væru hins vegar ekki aðeins tengdar aðildamkjum EMU. „Þær eru orðnar að eins konar lág- markseinkunn í efnahagslegu tilliti á alþjóðlegum vettvangi," sagði Magn- ús. „Þau ríki, sem ekki uppfylla skil- yrðin, fá einfaldlega ekki sæti í úr- valdsdeild alþjóðaefnahagsmála. Það þýðir að þessi ríki njóta lakari láns- kjara og eru á annan hátt talin ótrygg- ari en ríki, sem uppfylla aðildarskil- yrðin.“ Hann sagði að því væri mikilvægt að hagstjórnin í þeim ríkjum, sem stæðu utan myntbandalagsins, stæðist þær kröfur, sem gerðar væru til ríkja á alþjóðavettvangi. Það ætti bæði við um stefnuna í gengis- og vaxtamálum og ríkisfjármálum. Fari hagstjórn úr böndum vofir refsingin yfir „Um leið og alþjóðamarkaðurinn metur stöðuna þannig að hagstjórnin sé að fara úr böndum refsar hann við- komandi ríki með því að krefjast hærri vaxta eða setja gengið undir þrýsting,“ sagði hann. Magnús rifjaði upp að á liðnu hausti hefði ríkisstjórnin ákveðið að efna til víðtækrar umræðu stjórnvalda og helstu samtaka atvinnulífsins til að ræða hugsanleg áhrif efnahags- og myntbandalagsins á efnahags- og at- vinnulíf á íslandi. í því skyni var sett- ur á laggir sérstakur samstarfshópur, sem kanna átti málið. Hann hefði fyn' á árinu skilað áfangaskýrslu þar sem meðal annars væri vakin athygli á því að áhrifa bandalagsins myndi fyrst í stað einkum gæta í gengis- og vaxta- málum. Hann sagði samráðshópurinn teldi að EMU myndi að mörgu leyti hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Viðskiptakostnaður íslenskra fyrh'- tækja myndi minnka og aukin hag- kvæmni í viðskiptum innan mynt- bandalagsins myndi að einhverju marki skila sér til innlendra aðila. Þessi áhrif yrðu þó minni í upphafi þar sem nokkur mikilvæg viðskiptalönd íslands, til dæmis Bretar, Svíar og Danir, myndu ekki taka þátt í banda- laginu, í það minnsta fyrst um sinn. Hópurinn ræddi einnig hugsanleg tengsl íslensku krónunnar við evruna í framtíðinni, ekki síst í ljósi væntan- legrar fjölgunar aðildarríkja. „Niðurstaða hópsins var að heppilegasta lausnin væri ótvírætt sú að freista þess að ná samningum við hinn nýja Seðlabanka Evrópu um tví- hliða tengingu íslensku krón- unnar við evruna þar sem það myndi styrkja tiltrú á hagstjórn hér á landi,“ sagði hann. „Hér eru vitaskuld ýmis Ijón í veginum þar sem það er ekki sjálfgefið að með slíkri tenginu séu stjórnvöld alfarið að afsala sér réttin- um til að fella gengið. Slík óvissa get- ur haft neikvæð áhrif á trúverðugleika efnahagsstefnunnar, en það er lykilat- riði í að varðveita stöðugleikann hér á landi. Eg tel afar brýnt að þetta sjón- armið sé haft að leiðarijósi við hugsan- lega endurskoðun á gengisfyrirkomu- laginu." Hann sagði að þótt íslensk stjórn- völd hefðu ákveðið að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu að svo stöddu gerðu menn sér fyllilega grein fyrir því að ekki einungis aðild að myntbandalaginu heldur einnig al- þjóðavæðing gerði miklar kröfur um ábyrga hagstjórn til þeirra landa, sem vildu láta taka sig alvarlega á alþjóð- legum vettvangi. „Þetta þýðir einkanlega, hvort sem okkur líkai' betur eða verr, að þau lönd, sem standa utan bandalagsins, þuifa að setja markið hæn-a en gert er innan þess,“ sagði hann. „Þetta á ekki síst við um stefnuna í ríkisfjár- málum. Ég tel mikilvægt að stefna ríkisstjórnarinnar miði að þessu markmiði og við höldum áfram að treysta stöðu ríkisfjái'mála." Evran hvatning til hagræðingar Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfasjóðs íslands- banka, fjallaði um áhrif evrunnar á hagvöxt á Islandi. Hann sagði að flest- ir virtust vera sammála um að evi'an myndi verða fyrirtækjum í Evrópu hvatning til aukinnar hagræðingar, framleiðni og hagnaðar. Framundan væri aukin hlutabréfavæðing við það að einkafyrirtæki og opinber fyrirtæki breyttust í almenningshlutafélög. Á næstunni væri í vændum tímabil lækkandi vaxta. Sigurður kvaðst eiga von á því að evran yrði góð fyrir hagvöxt á íslandi. Hagvöxtur hér hefði verið meiri und- anfarin fimm ár en næstu 20 ár á und- an. Engu að síður hefði stöðugleiki verið meiri en áður og gengi stöðugra. Helsti hvatinn að auknum hagvexti væri meiri samkeppni í landinu á mörgum sviðum að sjávarútvegi með- töldum. „Evran veitir betra tækifæri til að halda áfram þessari þróun, en unnt er að fá með nokkrum öðrum hætti,“ sagði hann. ,Á næstu árum verður evran besta tækið sem völ er á til að auka samkeppni, en hún er um leið akkeri í gjaldeyrismálum, sem leiðir af sér minni sveiflur og óvissu í fjár- magnsmálum. í raun og veru mætti halda því fram að evran muni óvíða hafa meiri áhrif en einmitt á Islandi með því að gera verðsamanburð auð- veldari og treysta þann stöðugleika, sem hér hefur tíðkast. Tekjuaukning á íslandi á fyrsta áratug 21. aldarinnar getur því orðið með því mesta sem við þekkjum, jafnvel þótt íslendingar séu nú þegar komnii' í hóp allra tekju- hæstu þjóða veraldar." Evran að niörgu leyti eins og viagra Clive Tomlinson, yfirmaður hjá NatWest, 11. stærsta banka í heimi, fjallar um evruna og fræðslu þar að lútandi fyrir viðskiptavini bankans á Bretlandseyjum. Hann sagði að evran væri að mörgu leyti eins og stinning- arlyfið viagra: „Állir hafa heyrt um fyrirbærið, allir eru að tala um það, en enginn getur með vissu sagt til um aukaverkanirnar." Norðurlöndin fyrri til með myntbandalag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.