Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afram safn- að fyrir Mið- Ameríku AFRAM er opinn söfnunarreikn- ingur Hjálparstarfs kirkjunnar vegna höiinunganna í Mið-Amer- íku. Stjórn Hjálparstarfsins hefur þegar sent 1,5 milljónir króna til neyðarhjálpar og verður bætt við framlagið að lokinni jólasöfnuninni sem hefst fyrsta sunnudag í að- ventu. ACT, alþjóðleg neyðarhjálp kirkna, sem Hjálparstarf kirkjunn- ar er aðili að, ráðstafar fénu en fulltrúar þess hafa starfað í Hondúras og nágrannalöndum þess. Bi-ugðust strax við Strax og beiðni barst um fram- lög frá aðildarkirkjum ACT ákvað stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar að senda 1,5 milljónir króna til neyð- arhjálpar og opna söfnunarreikn- ing nr. 27 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Verður áfram tekið við framlögum á hann. Haldið upp á 70 ára afmæli Iðnskólans í Hafnarfírði Morgunblaðið/Kristinn SAMNINGURINN undirritaður í húsakynnum Iðnskólans í HafnarFirði í gær. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar og Hjáiparstarf kirkjunnar Samvinna um pakkadreifíngu FERÐAMÁLAMIÐSTÖÐ Ey- jafjarðar hefur óskað eftir sam- vinnu við Hjálparstarf kirkjunn- ar um að koma jólapökkum frá íslenskum börnum til skila í Bosníu. Mun fulltrúi Hjálpar- starfs kirkjunnar þar, Auðunn Bjarni Ólafsson, sjá um að deila út pökkunum í samstarfi við þarlenda aðila. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarð- ar stendur fyrir átakinu en það er liður í dagskrá sem nefnd er Norðurpóllinn. Fer skipulagn- ing og móttaka fram á vegum Norðurpólsins. f framhaldi af því tókst samstarf með Ferða- málamiðstöðinni og Hjálpar- starfi kirkjunnar um dreifíngu pakkanna í Bosníu. Auðunn Bjarni Ólafsson, sem starfað hefur þar í nokkur misseri á vegum Alþjóðlegrar neyðar- hjálpar kirkna hefur tekið að sér að sjá um útdeilinguna í Bosníu. Samið um nýbygg- ingu og rekstur FYRSTA verkefninu sem unnið er alfarið undir merkjum einkafram- kvæmdar hér á landi var hleypt af stokkunum í gær. Um er að ræða nýbyggingu og rekstur Iðnskólans í Hafnarfirði. Leitað var eftir tilboði í alla þætti er snúa að starfsemi skólans utan kennslu. Mikill áhugi reyndist á verkefninu meðal einkaaðila. Að loknu forvali var þremur aðilum gefinn kostur á að taka þátt í lok- uðu þjónustuútboði. Iðnskólinn í Hafnarfirði stendur um þessar mundir á tímamótum, þar sem í gær var haldið upp á 70 ára afmæli hans í núverandi verk- námshúsi skólans við Flatahraun. Þá undirrituðu menntamálaráð- herra, fjármálaráðheira og bæjar- stjórinn í Hafnarfirði samkomulag við Nýsi, ístak og íslandsbanka um framkvæmd þessa samnings. Tilboð þeiiTa var 65.815 milljónir kr. á ári eða 1.645 milljónir yfir samningstímann sem er 25 ár. Samkvæmt viðmiðunartölum ráðuneytis er kostnaður við sam- bærilega þjónustu hjá opinberum aðilum um 1,9 til 2,0 inilljarðar króna yfir sama tímabil. Áætlaður sparnaður við framkvæmdina er því á milli 250 og 350 milljónir króna, að mati ráðuneytisins. Ráð- gert er að kennsla hefjist í nýju húsnæði í byrjun næsta skólaárs. Afmælisins var minnst með ýms- um hætti í Iðnskólanum í gær. í hádeginu var nemendum boðið upp á veitingar og afhent afmælisrit. Rektor MH um könnun á starfstíma Ætlum að kippa þessu í lag MENNTASKÓLINN við Hamra- hlíð kom verst út úr könnun menntamálaráðuneytisins á nýtingu starfstíma í framhaldsskólum. Skv. henni voru reglulegir kennsludagar í MH á síðasta skólaári alls 128 og skertir kennsludagar sjö. Skv. framhaldsskólalögunum frá 1996 á lágmarksfjöldi kennsludaga í fram- haldsskólum að vera 145. Lárus H. Bjarnason tók við starfi rektors MH í haust. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið vita að ákveðnar ástæður hefðu verið fyrir því að fjöldi kennsludaga í skólan- um á seinasta skólaári var ekki í samræmi við það sem kveðið er á um í framhaldsskólalögunum. „Við ætlum að kippa þessu í lag og þetta verður í lagi í framtíðinni," sagði hann. Lárus benti á að fjöldi kennslu- daga í MH í fyrra hefði verið sá sami og tíðkast hafði í skólum fyrir lagabreytinguna en ákveðnir erfið- leikar hefðu verið á að koma þessu á í fyrra. „Það verður breyting á þessu,“ sagði hann. Mikilvægur þáttur í eftirliti með skólastarfi Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem menntamálaráðuneytið miðlaði þessum upplýsingum. Framhaldsskólalögin ættu að vera komin að fullu til íramkvæmda í upphafi skólaársins 2000-2001. Stjómendur skólanna hefðu ákveðið svigrúm á þeim tíma til að laga skólastarfið að lögunum. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessar upplýsingar eru birtar. Það er gert til að nem- endur, kennarar og skólastjórnend- ur átti sig á stöðunni. Ráðuneytið fylgir málinu eftir innan þeirra marka sem lögin setja. Miðlun upp- lýsinga af þessu tagi er mikilvægur þáttur í eftirliti með skólastarfi," sagði Björn. Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðimeytisins INDRIÐI H. Þorláksson, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu fjáimálaráðuneytis- ins, segir að hagnaður af því að taka út at- vinnutekjur sem arð í hlutafélögum hafi minnkað með lagabreytingu sem gerð var í vor. Hins vegar hljóti niðurstöður varðandi álagningu fjármagnstekjuskatts að verða til skoðunar í ráðuneytinu og hvort einhverjir vankantar séu á henni. I svari fjármálaráðherra vegna fyrirspurn- ar Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns á Alþingi, kemur meðal annars fram að arður einstaklinga af hlutabréfum og stofnfjárinn- eign jókst um 301% milli áranna 1996 og 1997, en það var fyrsta árið sem fjár- magnstekjuskattur var lagður á, eða úr 1.399 milljónum króna í 4.224 milljónir. Sagði Jó- hanna á blaðamannafundi af því tilefni að ríki og sveitarfélög hefðu orðið af 1.500 milljón- um króna í skatttekjur vegna lægra skatt- hlutfalls af arði og söluhagnaði með upptöku fjármagnstekjuskatts. Greiddur er 10% skattur af fjármagnstekjum en um 39% skattur af atvinnutekjum. Indriði sagði augljóst að mikið hefði verið um stofnun einkahlutafélaga og það væru ákveðin merki um að menn færðu rekstur sem áður hefði verið rekinn í eigin nafni eða í sameignarfélögum inn í hlutafélög. Það hefði þau áhrif að þeim sem reiknuðu endur- gjald vegna eigin vinnu fækkaði, enda hækk- uðu tekjur þein-a hlutfallslega minna milli ára í heildina en tekjur almennt. Væntan- lega mætti rekja einhvern hluta skýringar- innar á þessu til þess að menn væru að telja fram stærri hluta tekna sinna sem fjár- magnstekjur en áður. Engar ákveðnar regl- ur giltu um það hvernig menn skiptu tekjum einkahlutafélags milli fjármagnstekna og at- vinnutekna og því réðu menn því nokkuð hvað talið væri fram sem launatekjur og hvað sem arður. Hagnaður af að taka út atvinnutekjur sem arð hefur minnkað „Það er ekki hægt að neita því að það er ákveðin hreyfing þarna úr einstaklingsrekstraforminu yfir í hlutafélagaformið og þar með frá því að um sé að ræða launatekjur eða rekstrarhagnað sem er skattlagður eins og launatekjur yfír í það að vera blanda af launum og arði. Ég hef hins vegar ekki trú á að það skýri alla þessa hækkun á arð- greiðslunum. Þar kemur líka til betri afkoma fyrirtækja og fleiri fyrirtæki sem greiða arð,“ sagði Indriði. Indriði bætti við að oft gæti verið erfitt í rekstri einstaklinga að greina á milli þess hvað væru launatekjur og hvað væru fjár- magnstekjur. Rekstrarhagnaður væri vafa- laust að hluta til fjármagnstekjur, þar sem að í rekstrinum væri bundið fjármagn. Aðspurður hvort ekki væri um að ræða gat í skattkerfinu sagði hann að þama væri um að ræða afleiðingu af ákvörðunum sem lög- gjafinn hefði tekið um fyrirkomulag skatt- kerfísins, þ.e.a.s. þeirrar ákvörðunar að skattleggja arð með öðrum hætti en launa- tekjur. Þegar svo væri mætti alltaf reikna með því að menn leituðust við, með fullkom- lega löglegum hætti, að tekjurn- ar kæmu fram með þeim hætti sem væri þeim hagkvæmastur. „Þama er möguleiki á ákveðinni tekjuskipulagningu af skattaleg- um ástæðum sem getur létt skattbyrðina hjá þeim sem hafa þennan möguleika,“ sagði Ind- riði. Munurinn nieiri hér Hann játti því að ríkissjóður yrði af tekjum vegna þessa, enda væri það fylgifiskur þess að svona möguleikar yrðu til í skattakerfinu með ólíkum skatt- þrepum fyrir ólíkar tekjur. Að- spurður hvort þetta væri ekki áfellisdómur yfir þessu fyrir- komulagi og hvort það væri ekki gallað skattkerfi sem mismunaði skattþegnunum með þessum hætti, sagði Indriði að það færi eftir því út frá hvaða sjónarmiði menn skoð- uðu skattkerfið. Menn hefðu á sínum tíma talið að með því að hafa lægri skatt á fjár- magnstekjur væri annars vegar verið að ná því markmiði að skattleggja vexti og hins vegar að skapa samræmi á milli skattlagn- ingar mismunandi fjármagnstekna og jafnvel að gera fjárfestingu fýsilegri en ella. Sá Indriði H. Þorláksson böggull fylgdi skammrifi að með mismunandi skattlagningu á tekjum væru skapaðir ákveðnir tilfærslumöguleikar. Hins vegar værum við ekki eina þjóðin sem legði mis- munandi skatta á fjármagnstekjur og aðrar tekjur, þótt munurinn kynni að vera meiri hér en annars staðar. Indriði sagði að frá og með þessu ári væri sá möguleiki að færa atvinnutekjur yfir í arðgreiðslur meira og minna úr sögunni vegna lagabreytingar sem gerð hefði verið í vor, en samkvæmt henni félli niður heimild til þess að draga útborgaðan arð frá skatt- skyldum tekjum í fyi'irtækj um áður en til skattlagningar kæmi. Áður hefði verið hægt að borga út allt að 10% af nafnvirði hluta- fjár sem arð áður en til skattlagningar kæmi í fyrirtækinu. Nú hefði þessi heimild verið felld niður og allur hagnaður fyrirtæk- isins væri skattlagður þar í 30% skattþrepi. Síðan kæmi 10% fjármagnstekjuskattur á það sem eftir stæði, þannig að í raun og veru væri um að ræða eitthvað nálægt 37% skatt. Munurinn sem vissulega hefði verið fyrir hendi í þessum efnum eftir því hvort um fjármagns- eða atvinnutekjur hefði ver- ið að ræða væri þannig orðinn miklu minni núna en hann hefði verið. Eftir stæði hins vegar að menn spöruðu sér tryggingagjald, þar sem það miðaðist við launatekjur. Þá gætu menn einnig sloppið við að greiða há- tekjuskatt með þessu og sama gilti um áhrifin á bótaþætti, eins og barnabætur og vaxtabætur. Aðspurður hvort ástæða væri til að bregð- ast við þessum niðurstöðum varðandi álagn- ingu íjármagnstekjuskattsins, sagði Indriði að þær yrði að skoða og hvaða vankantar kynnu að hafa komið í ljós á kerfinu og gera breytingar ef ástæða væri til, án þess að hann væri að kveða upp nokkurn dóm í þeim efnum að svo komnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.