Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Ófriðlegt í Djakarta NÁMSMENN í Indónesíu halda enn uppi andófi gegn stjórnvölduin og kom til átaka milli þeirra og lögreglumanna í gær. Skutu þeir upp í loftið tii að hindra námsmennina í að ná til þinghússins. Segja Pinochet njóta algerrar friðhelgi London. Reuters. LÖGFRÆÐINGAR Augustos Pin- ochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, sögðu í gær á fundi með fimm lávörðum, að samkvæmt breskum lögum nyti hann algerrar friðhelgi sem fyrrverandi þjóðhöfðingi. Sögðu þeir, að lögin hefðu jafnvel komið í veg fyrir málssókn á hendur Adolf Hitler í Bretlandi. Clive Nicholls, einn lögfræðinga Pinochets, sagði, að sumfr glæpir væru aðeins viðfangsefni alþjóða- dómstóla og hefði Hitler ekki fyrir- farið sér, hefði hann vafalaust verið dreginn fyrir dómarana í Númberg. Hins vegar hefði ekki verið unnt að saksækja hann samkvæmt breskum lögum. Sagði hann, að vel gæti verið að lögin væru tímaskekkja og þeim þyrfti að breyta en þannig væru þau. Clare Montgomery, annar lög- fræðingur Pinochets, sagði á fundi með lávarðadómnefndinni í fyrra- dag, að þeir skyldu íhuga hvort dóm- stóllinn ætti að raska því „viðkvæma jafnvægi" sem skapast hefði í Chile frá 1990 þegar einræðisherrann fyrrverandi lét af embætti eftir að hafa verið einráður í landinu í 17 ár. Pinochet og undirsátum hans var veitt sakaruppgjöf til að tryggja að hægt yrði að koma á lýðræði með friðsamlegum hætti og Montgomery réð dómurunum frá því að hafna þeirri tilhögun. Þegar einn dómaranna sagði að ekki væri óalgengt að einræðisherr- ar veittu sjálfum sér sakaruppgjöf svaraði Montgomery að með því að hafna slíkri tilhögun væri „einfald- lega verið að hvetja einræðisherrann til að halda völdum til æviloka“. Friðhelgi andmælt Pinochet var handtekinn á sjúkra- húsi í London 16. október að beiðni spænsks dómara en breskur dóm- stóll úrskurðaði að handtakan væri ólögmæt á þeirri forsendu að Pin- ochet nyti friðhelgi þar sem hann var þjóðhöfðingi þegar meintir glæpir hans voru framdir. Lögfræðingurinn Ian Brownlie talaði í fyrradag fyrfr hönd fórnar- lamba mannréttindabrota Pinochets, og andmælti því að einræðisherrann fyrrverandi nyti friðhelgi. Fulltrúar spænska dómarans og breskir saksóknarar hafa sagt að glæpir Pinochets hafi verið svo um- fangsmiklir og skipulagðir að þeir jafngildi „glæp gegn mannkyninu". Samkvæmt þjóðarétti geti enginn þjóðhöfðingi notið friðhelgi frá máls- höfðun vegna slíkra glæpa. Svissnesk stjómvöld sögðu í gær, að þau hefðu formlega farið fram á það við Breta, að Pinochet yrði fram- seldur til Sviss þar sem hann yrði látinn svara til saka fyrir morð og mannrán. Tekist á um eft- irlaun handa Borís Jeltsín ENGINN vafi leikur á því að nú hillir undir lok embættisferils Bor- ísar Jeltsín Rússlandsforseta. Það hefur vakið upp ótal spurningar tengdar brotthvarfí hans úr emb- ætti, m.a. um eftirlaunagreiðslur. Nú er sérskipuð nefnd neðri deildar rússneska þingsins, dúmunnar, að leggja lokahönd á skjal um málið en það mun væntanlega kallast „Fé- lagslegar tryggingar Rússlandsfor- seta“ og segja til um hversu háar greiðslur Jeltsín og fjölskylda hans fá eftir að hann hefur látið af störf- um. Nefndarmönnum er nokkur vandi á höndum og hefur lítið lekið út um innihald skjalsins, að því er segir í frétt Aítenposten. Telja þingmenn að bjóða verði forsetanum nógu góð kjör til að hann fallist á að hætta sem fyrst en ekki má gleyma því að forsetinn á sér marga óvildarmenn á þinginu. Hversu háa upphæð nefndin hefur í huga er óljóst en rætt hefur verið um að auk vænna eftirlauna muni forsetinn fá trygg- ingu fyrir því að hann verði ekki sóttur til saka. Það er talið mikil- vægur liður, þar sem allt bendir til þess að meirihluti sé í dúmunni fyr- ir því að draga forsetann fyrir rétt fyrir þátt hans í Tsjetsjníustríðinu 1994-1996. Illa farið með Gorbatsjov Rússneskir leiðtogar hafa hingað til óttast til hvaða aðgerða eftir- menn þeirra kynnu að grípa og hef- ur því bókstaflega þurft að bera marga þeirra út úr Kreml, liðin lík. Einn þeirra fáu sem neyddur var til að fara á eftirlaun var Nikíta Krút- sjov, sem eyddi ævikvöldinu í Moskvu, útskúfaður maður. Þá hef- ur Jeltsín tæpast nokkurn áhuga á því að deila örlögum með Míkaíl Gorbatsjov. Rússneskir fjölmiðlar hafa verið iðnir við að rifja upp hvernig Jeltsín ýtti Gorbatsjov til hliðar eftfr fall Sovétríkjanna. I Kommersant segir að niðurlæging Gorbatsjovs hafi náð hámarki þegar Jeltsín neitaði að vísitölubinda eftirlaun hans en Gor- batsjov fékk sem svarar til 140 ísl. kr. á mánuði. Síðar féllst Jeltsín á að binda eftirlaunin vísitölu og nema þau nú um 14.700 ísl. kr. Er því vart nema furða að Gorbatsjov tali á ráðstefnum um allan heim og láti sig hafa það að leika í auglýs- ingu fyrir Pizza Hut. --------------------- Fulltrtíi í karlafræðum NORRÆNIR ráðherrar jafnréttis- mála hafa ákveðið að koma á fót stöðu fulltrúa í karlafræðum við Norrænu rannsóknastofnunina í kvenna- og kynferðisfræðum í Osló og mun hún vera hin íyrsta í heimi, að því er segir í frétt Norræna ráð- herraráðsins. Hlutverk karlafulltrúans, sem tekur til starfa á næsta ári, verður að skipuleggja og samhæfa starf þeirra er stunda rannsóknir í karla- fræðum. Þá á hann að taka þátt í gerð framkvæmdaáætlunar Nor- ræna ráðherraráðsins um karl- menn og jafnrétti. Bandaríkin hyggjast leggja viðskiptahöft á ESB-ríkin Hart deilt um innflutning á banönum til Evrópu Mexíkósk sveítahúsgögn TSSú á tí ifljoSi Sóíaúorð Breídd 122 cm Hæð 50 cm Dýpt 75 cm Kr. 19.500 með 25% afslættí á meðan bírgðír endast. Ármúla 7, Rvík, símí 553 6540 Nýbýlavegí 30, Kóp. (Dalbrekkumegin), símí 554 6300 Opíð laugardag 11-16, sunnudag 13-16 í Ármúla 7. Brussel. Reuters, The Daily Telegraph. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, varaði Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, í gær við því að fyrir- huguð viðskiptahöft Bandaríkja- manna á vörur frá ESB-ríkjunum myndu skaða alvarlega samstarf Evrópu og Bandaríkjanna. Hefur Santer ritað forsetanum bréf þar sem hann biður Clinton að íhuga vel afleiðingar viðskiptahaft- anna sem stjórnvöld í Washington hyggjast setja vegna stefnu ESB varðandi innflutning á banönum sem Bandaríkjamenn telja gera upp á milli landa. Segir Santer einhliða að- gerðir Bandaríkjamanna í þessa veru augljóst brot á skuldbindingum þeirra við Heimsviðskiptastofnunina (WTO) og fullyrðir að haldi Banda- ríkin fyrirætlun sinni til streitu muni ESB leita réttar síns innan WTO. Sagði Renato Ruggiero, forstjóri WTO, í gær að ESB og Bandaríkin yrðu sjálf að finna lausn á þessari deilu sinni. Nýjar reglur ESB um bananainn- flutning til Evrópu voru samdar eftir að WTO gerði athugasemdir við fyrri reglugerð en bandarískum stjórn- völdum finnst reglugerðin nýja alls ekki ganga nægilega langt og telja hana enn hygla fyrrverandi nýlend- um Breta og Frakka í Afríku, Karí- bahafí og Kyrrahafi. Birtu þau á þriðjudag lista yfir þær útflutnings- vörur ESB-ríkjanna sem þau hyggj- ast leggja 100% aðflutningsgjöld á frá og með febrúar samþykki ESB ekki að endurskoða enn frekar reglur sínar varðandi viðskipti með banana. EVRÓPA^ ESB segir hins vegar nauðsynlegt að veita umræddum þróunarríkjum einhvern forgang til að aðstoða þau við efnahagsuppbyggingu. Sir Leon Brittan harðorður Á listanum yfir vörur sem Banda- ríkjamenn hyggjast leggja 100% að- flutningsgjöld á eru t.d. vín, ávaxta- safar, ostar, brauð, fatnaður, leik- fóng og saumavélar. Verð til almenn- ings í Bandaríkjunum myndi tvöfald- ast legðu bandarísk stjórnvöld gjöld þessi á en þau birtu lista sinn á þriðjudag þrátt fyrir harðorð mót- mæli Sir Leons Brittans, sem fer með viðskiptamál í framkvæmda- stjóm ESB. Sagði Brittan Banda- ríkjamenn vissulega hafa fullan rétt á að kvarta yfir reglugerðinni á vett- vangi WTO en að þeir gætu ekki ein- hliða ákveðið að ESB uppfylli ekki kröfur WTO, og þannig gerst bæði dómari og kviðdómur í máli sem tengdist þeirra eigin hagsmunum. Hefðu Bandaríkin valið „verstu hugsanlegu stundina" til að grípa til þessara ráðstafana - einmitt þegar þessir efnahagsrisai-, Bandaríkin og ESB, ættu frekar að sýna samstöðu á tímum alþjóðlegra efnahagsþreng- inga. Aðgöngu- miði að EMU Aþenu. Reuters. GRÍSKA stjómin lagði í gær fram fjárlög, sem eiga að gera ríkinu kleift að verða aðili að EMU, Evrópska myntbanda- laginu, árið 2001. Fram að þessu hafa Grikkir verið eina aðildarþjóðin í Evrópusam- bandinu, sem ekki hefur upp- fyllt EMU-skilyrðin. „Fjárlögin fyrir 1999 em að- göngumiði að EMU,“ sagði Yannos Papandoniou, fjármála- ráðherra Grikklands, en fjár- lögin gera ráð fyrir halla upp á 1,9% af þjóðarframleiðslu og 2,4% verðbólgu. Náist þessi markmið komast Grikkir inn fyrir „Gullna hliðið" og raunar er því spáð, að verðbólgan verði lægri. Áftur á móti er talið, að spár um 3,7% hagvöxt séu í ríf- legra lagi. Bretar, Svíar og Danir vilja bíða með EMU-aðild en Grikkir vilja inn og h'ta svo á, að æra þeirra og virðing sé að veði. Þess vegna hefur ríkisstjórnin sýnt mikið aðhald í fjármálun- um að undanfömu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.