Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 37 ____LISTIR_______ SVEIFLA MEÐ SUÐRÆNUM SAFA Dönsk stórbók Einars Más DANSKA bókaforlagið Vindrose mun um miðjan mánuðinn gefa út nokkurs konar stór- bók með verkum Ein- ars Más Guð- mundssonar. Nefnist hún Reykjavíkur- þrfleikurinn (Reykjavik- trilogien) og inniheldur þrjár fyrstu skáldsögur Einars, Riddara hringstigans, Vængjaslátt í þakrennunum og Eftirmála regndropanna. Þá kemur dönsk þýðing á nýjustu skáld- sögu Einars, Fótspor á himn- um, út í byrjun næsta árs. Þýðandi verka Einars er sem fyrr, Erik Skyum-Nielsen, og munu þeir Einar koma fram á BogForum, bókamessunni í Kaupmannahöfn, 20. nóvem- ber nk. TONLIST Múlinn á Snlon (slandus LATÍNUDJASS Mike Mower, flautur og tenórsaxó- fón, ásamt Óskari Guðjónssyni á sax- ófóna, Eyþóri Gunnarssyni, píanó og kongótrommur, Jóni Rafnssyni, bassa, og Matthíasi M.D. Hemstock, trommur. Sunnudagskvöldið 8. nóvember. MIKE Mower er breskt tónskáld, flautu- og saxófónleikari. Hann er jafnvígur á djass og klassík og hef- ur viða komið við á ferli sínum; leik- ið með snillingi á borð við Gil Evans sem skrifaði manna best fyrir Miles Davis - það var þegar Gil vann í London með breskum tónlistar- mönnum - útsett klassík með sveiflu fyrir flautusnillinginn James Galway og unnið með Björk. Hér er hann á vegum Tónamiðstöðvarinnar og í leiðinni notaði hann tækifærið og lék með íslenskum djassleikur- um, enda hefur Mike gaman af að leika djass. Hann er fyrsta flokks hljóðfæraleikari, en það mátti heyra að hann leikur djass ekki oft. Það var byrjað á Jobim og endað á Jobim og sömbutaktur í ýmsum tilbrigðum allsráðandi allt kvöldið: mambó, Kúbudjass og allt þar á milli. Besta Jobimtúlkun kvöldsins var á Corcovado, sem einsog Manha de Carnaval, náði hápunkti í ljóð- rænum líðandi tenórsóló Óskars Guðjónssonar, meðan Mike blés í altflautu. Þarna var i-ytminn fínn hjá Matthíasi Hemstock og Jóni Rafnssyni, sem hingað er kominn frá Akureyri, einsog jafnan þegar latneska sveiflan réð ríkjum. Dizzy Gillespie hljóðritaði verk sitt Manteka fyrst árið 1947 með Chano P0Z9 frá Kúbu á kong- ótrommur. Utgáfa þeirra félaga var rafmögnuð og eldglæringarnar flugu í höggnum blæstri Öskars, hamrandi sóló Eyþórs og þungum trommum Matthíasar. Það fór í verra þegar sveiflan var á dagskrá: Have You Met Mrs. Jones og Bye Bye Blackbird í rusli, en eilítið hresstist hrynsveitin í What Is The Thing Called Love eftir Cole Port- er. Þar áttu Óskar og Eyþór góða sólóa. Þegar Óskar lét vaða á súð- um komu í hug þeir James Carter og Joshua Redman á Clint Eastwood tónleikunum 1 Sjónvarp- inu fyrr um daginn þegar þeir trylltu í Lester Leaps In, - að vísu tók Flip Phillips, sem er orðinn 83ja, þá James Rivers og bíbopp altósaxófónleikarana Moody og McPhearson í nefíð í síðasta sólón- um í Lesters Leaps In, en hann og Illinois Jacquet eru einir fárra stór- saxófónleikara svíngsins, sem enn eru á lífí. Þeir voru báðir æsinga- menn á JATP tónleikum um miðja öldina, en það er önnur saga. Það var dálítið gaman að heyra piltana spila The Peanut Vendore (E1 Manisero), sem Armstrong hljóðritaði 1930 með stórsveit sinni, þó þeir væru ekki of klárir á laginu og þar lá hundurinn grafínn; því þó þetta væri ánægjulegt kvöld á margan hátt minnti spilamennskan fullmikið á „djammsessjón". Vernharður Linnet Súreftiisvörur Kai-in Herzog • vúma gegn öblrunareinkeimum • enduruppbyggja húðina 1 • vinna á appelsínuliúð og sliti • vinna á unglingabóluni • viðbalda ferskleika húðariiinar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Apótekinu Suðurströnd, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur www.mbl.is Rómantísk sýn BÆKUR Ljóð TÖÐUGJÖLD eftir Sverri Pálsson. Eigin útgáfa. 1998-120 bls. STUNDUM finnst manni eins og tíminn hafi numið staðar í bók, sest þar að og hreiðrað um sig og þijóskist við að fara. Þama líði honum vel. Þama eigi hann heima. Töðugjöld eftir Sverri Pálsson er slík bók. Hún varðveitir róman- tíska sýn á tilver- una sem er þess virði að vera til jafnvel þótt lifs- hættir og hugmyndir manna hafi breyst fi-á því að hún varð til. Hún er endurómur hverfandi lífshátta en jafn- framt á hún sér rætur í samtímanum af því að svo margt úr lífi þessarar þjóðar og sögu lifir enn með okkur sem betur fer þrátt fyrir óreiðu okkar daga. Það eru ekki aðeins hugmynd- imar í ljóðum Stefáns sem varðveita þennan tíma heldur ekki síður hið hefðbundna Ijóðform, rómantískt ljóð- málið og andinn. SveiTÍr Pálsson er hagyrðingur góður og töluvert er um tækifærisvís- ur og kvæði í bókinni. Við finnum einnig ljóð um lífsins lystisemdir, ekki síst blessað kaffið. Þó eru eftirminni- legii náttúruljóð sem kallast í mynd- máli sínu og anda á við rómantísku þjóðskáldin og kannski kveðskap ým- issa ljóðbænda á þessari öld líka. Tungutakið er kjai-nmikið, ljóðmálið hátimbrað og myndmálið stórskorið. Öndvert, stælt og strandbratt stendur Bjargið gnátt, hefst úr djúpum hyljum, hlær við sólarátt. Yfir árgils brúnir ofar klettaþröng lyftir klettakollur kaldri ennisspöng. Er á breiðu baki borin kápa græn, konungsskikkju skreyta skrautlegblómogvæn. Brjóstið hvelft og hafið hýsir djarfa sál, brynjað stuðlabergi, blátt sem eðalstál. En í ljóðabókinni er einnig að finna viðkvæmari og blíðlegri tón líkt og í kvæðinu Sólgeislabarn: Ó, sólgeislabam, er svífur blær við söng úr blómahlíðum, þá leggur þú aftur augun skær með æskuljóma friðum, og hvíldin í nótt þér verður vær í vorsins faðmi bh'ðum. Sverrh’ Pálsson hefur einnig unnið nokkuð við þýðingar. Það eru einkum trúarleg ljóð. Þeirra á meðal er Þýsk messa eftir Neumann. Þær þýðingar taka, að því er mér sýnist, nokkurt mið af sönghæfni textans enda þótt þær séu einnig á góðu máli. Einnig er að finna órímaðar þýðingar á kvæðum eftir Jerry D. Cox og sannast sagna þóttu mér þær betri skáldskapur en hinar hefðbundnu ljóðaþýðingar. Töðugjöld eru haldin við uppskerulok. Þessi bók ber slíkum veisluhöldum vitni. Hún er athvai-f tíma sem á undir högg að sækja en lifir góðu lífi á síðum hennar. Skafti Þ. Halldórsson Tnakito. Stingsagir Keðjusagir Útsöl ustaðirnir og ÞQR HF Reykjavík - Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.