Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 2

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 2
2 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gagnagrunns- frumvarpið úr nefnd Meirihlut- inn gerði tvær breytingar HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis afgreiddi gagnagrunns- frumvarpið frá sér í gær og fer það nú til þriðju umræðu. Meirihluti nefndarinnar leggur til tvær breytingar. í fyrsta lagi að ákvæði um svonefnda aðgengisnefnd verði felld út úr frumvarpinu en að samið verði um aðgengi innlendra vísindamanna á sérkjörum sem verði lægri en markaðsverð í samningum milli væntanlegs starfsleyfishafa, heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. í öðru lagi verði samkeyrsla upplýs- inga úr erfðafræðigrunni við heilsu- farsupplýsingar úr miðlægum gagnagrunni látin fara eftir sérstöku vinnuferli sem samþykkt verði fyrir- fram af tölvunefnd og óháðum aðila til að tryggja persónuvernd. Fulltrúar minnihlutans vöruðu við því að væru settar inn í gagnagrunn- inn erfðafræðilegar upplýsingar, aðrar en þær sem fram koma í sjúkraskrá, væri líklegt að inn í hann færu upplýsingar sem hefðu ekkert með heilsufar að gera og persónu- verndinni væri þar með líklega koll- varpað. Ossur Skarphéðinsson, formaður nefndarinnar, telur að meirihluti hennar hafi brotið lýðræðislegar vinnuhefðir í þinginu með því að neita um áheym nokkrum þeirra samtaka sem annaðhvort leituðu eft- ir að senda fulltrúa á fund hennar eða minnihlutinn óskaði eftir að rætt væri við. Frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í gær. ■ Gagnagrunnsfrumvarpið/11 Morgunblaðið/Amaldur Jólaköttur- inn hreiðr- ar um sig KRÆFUR högni hefur gert sig heimakominn í Jólamarkaðinum í Bankastræti undanfarnar vikur, en markaðurinn hefur verið starfræktur um mánaðarskeið. Kötturinn fór fljótlega að læðast inn og hefur stöðugt fært sig upp á skaftið. Nú er það svo að hann kemur á hverjum degi, leggur sig í hillunum og virðir fyrir sér viðskiptavinina sem sumum hverjum mun hafa brugðið þegar það sem þeir héldu að væri stytta af jólakettinum fór að bæra á sér. Starfsmenn markaðarins hafa gefið kettinum að borða annað slagið og láta almennt vel af dýrinu, sem þeir kalla að sjálf- sögðu Jólaköttinn. Ef eigandi högnans saknar hans og ber kennsl á hann af þessari mynd getur hann gengið að honum vís- um í einhverri hillunni. Alþingi Óvíst hve- nær jóla- leyfi hefst REIKNAÐ er með að annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki á Aiþingi í dag auk nokk- urra mála sem þurfa að komast til þingnefnda eftir fyrstu um- ræðu, samkvæmt upplýsingum Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis. A mánudag verða nefnda- fundir og atkvæðagreiðsla um fjárlög. Ekkert liggur hins veg- ar enn fyrir um hvenær alþing- ismenn fara í jólaleyfí. Sjukrahús og öldrunarstofnanir á höfuðborgarsvæðinu Mikil vöntun á heil- brigðisstarfsfólki Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og RÚV Þrjár milljónir til hjálparstarfs RÚMAR þrjár milljónir króna söfnuðust í gær til hjálparstarfs í Mið-Ameríku í tengslum við sér- staka dagskrá á Rás 2 á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Ríkis- útvarpsins. Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins, segist hafa búist við að 2-3 milljón- ir myndu safnast og er því alsæl með útkomuna og vill koma á fram- færi sérstöku þakklæti til lands- manna. Anna minnir á að gildi þessara peninga sé margfalt í Mið-Ameríku miðað við hér. „Peningunum verð- ur ráðstafað af samtökum í Hondúras sem eru aðilar að ACT, sem er alþjóðaneyðarhjálp kirkna og Hjálparstarf kirkjunnar er einnig aðili að. Þetta fer í öll mögu- leg neyðargögn; mat, lyf, vatn, við- gerðir, teppi, neyðarskýli og fleira.“ íslendingar sem hafa verið skiptinemar í Mið-Ameríku og aðr- MIKILL skortur er á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og Sóknarstarfs- mönnum á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á hjúkrunarfræðingum nemur 210 stöðugildum, skortur á sjúkra- liðum 59,5 stöðugildum og Sóknarstarfsmönnum 42 stöðugildum svo full- mannað sé í allar stöður. Þetta kemur fram í svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar H. Sveinbjörnsdóttur vara- þingmanns. Þórunn spurði einnig hverriig viðkomandi deildir ættu að bregðast við ef meira en helming starfsmanna vantaði og hvort til væri neyðaráætlun. Heilbrigðisráðherra segir að að- gerðir vegna undirmönnunar hafi meðal annars verið fólgnar í því að sameina deildir, flytja til starfsfólk, endurskoða vinnuferli, flytja verk- efni milli starfsstétta, kaupa auka- vaktir, flytja sjúklinga sem þurfa mikla þjónustu milli deilda og fleira. Viðbrögð deilda við því að meira en helming starfsmanna vanti séu á þann veg að loka deild- um eða hluta deilda. Sumar stofn- anir hafi formlegar neyðaráætlanir sem grípa megi til vegna undir- mönnunar en aðrar leysi málið eft- ir aðstæðum hverju sinni þar eð hefðbundinn uppsagnarfrestur gefi stjórnendum nokkurn fyrirvara til viðbragða. Þórunn spurði hvort borist hefðu formlegar kvartanir frá heilbrigð- isstofnunum vegna skorts á starfs- mönnum. Heilbrigðisráðherra seg- ir að skorturinn sé alvariegastur á Ríkisspítulunum þar sem vanti um 74 hjúkrunarfræðinga, í 48 stöður sjúkraliða og í 20 stöðugildi Sókn- arstarfsmanna. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vanti 123 hjúkrunar- fræðinga og í stöður 14 Sóknar- starfsmanna. Stofnanir sem hafi átt við mönnunarvanda að stríða hafi leitað til Vinnumiðlunar Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar og af svörum stofnana að dæma virð- ist árangur hafa verið lítill. Þórunn spurði til hvaða að- gerða ráðherra hygðist grípa vegna alvarlegs skorts á starfs- fólki í heilbrigðisstofnunum á höf- uðborgarsvæðinu í mörgum starfsgreinum. í svari heilbrigðis- ráðherra kom fram að hann hefur þegar falið starfsfólki í ráðuneyt- inu að setja á laggirnar starfshóp sem ætlað er að greina nánar um- fang og orsakir mönnunarvand- ans og skorts á starfsfólki í fram- angreindum stéttum heilbrigðis- starfsmanna og skila ráðherra til- lögum til úrbóta. Morgunblaðið/Kristinn HEIÐAR Orn Stefánsson, Ragnheiður Sverrisdóttir, Inga Kristbjörns- ddttir og Halldór Guðmundsson í útsendingu Rásar 2 í gær. ir sjálfboðaliðar tóku á móti fram- lögum í síma meðan á útsending- unni á Rás 2 stóð. Inn á milli voru viðtöl við fólk í Hondúras og Ník- aragva og ýmsa hér á landi sem þekkja til. 2.400 kvótaumsóknir Sjávarútvegsráðuneytinu höfðu síðdegis í gær borist um 2.400 umsóknir um veiðileyfi og kvóta. í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar hafa umsóknir streymt irin til ráðuneytisins. Þar fengust þær upplýsingar að heldur virtist lát á fjöldanum. Á fimmtudag bárust um 600 umsóknir en í gær um 300. Sérblöð í dag Jón Arnar Magnússon þriðji besti í heiminum/B1 Manchester United getur náð toppsætinu/B4 m sfeUíi A LAUGARDOGU ¥ : WM--4 B-C ■ MOIU UNBLADSINS • LíIj CJMAVF. HHIHII....... Blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsinga- bæklingur frá Intersport „Jól 98“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.