Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 13

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 13 FRÉTTIR Falur Olgeir Hálfdán Þorkelsson Hávarðarson Kristjánsson Davíð Guðni Óðinn Kjartansson Einarsson Gestsson Jóna Guðmundur Árni Kristinsdóttir Karvel Pálsson Árnason Það virðast einkum vera tvö atriði sem valda áhyggj- um trillukarla. Annars vegar er það kvótasetning ýsu og steinbíts en útgerð margra báta hefur byggst á frjálsri veiði þeirra en þorskurinn verið nokkurs konar meðafli. Hins vegar er afnám sóknardagakerfisins og útdeilding á heildaraflanum á mikinn ijölda báta sem trillukarlar fullyrða að þýði að hver bátur fái aðeins 9-10 tonna þorskkvóta sem eigi að koma í stað mögu- leika til frjálsra veiða í 40 daga á ári. broddurinn hér í sjávarútvegi að undanfomu. Mennirnir hafa haft góð laun á sumrin og fjöldi fólks fengið vinnu við að beita fjrir afla- hámarksbátana svo hægt hafi verið að gera þá út með fullum krafti. Menn hafa verið að láta smíða og kaupa hingað nýja báta sem enga veiðireynslu hafa í ýsu og steinbít. Ég gæti trúað því að 10-11 bátar hér hafi möguleika til að veiða 2.000 til 3.000 tonn af þessum utan- kvótategundum. Áfomiuð laga- breyting tekur ekki einungis af þennan vaxtarbrodd heldur færir okkur mörg ár aftur í tímann. Ég gæti trúað því að veiðimöguleikar þessara báta í ýsu og steinbít minnkuðu um 70-80% og það mun fækka störfum í beitningu um 20-30. Þetta er ekkert annað en aðför að landsbyggðinni,“ segir Falur. Sjálfur gerir Falur úr bát með þorskaflahámarki. Hann lét smíða bátinn fyrir sig á þessu ári og með úthlutuðu og keyptu aflamarki hef- ur hann 178 tonn af þorski. Frá því Falur hóf veiðar á bátnum hefur hann veitt vel af ýsu, en á ekki von á að fá nema sáralítinn ýsu- og steinbítskvóta vegna þess hve afla- reynslan er lítil. „Nýja fyrirkomu- lagið mun minnka möguleika mína um 200 tonn á ári,“ fullyrðir hann. Telur hann einsýnt að hann neyðist til að sleppa því að ráða fólk í beitninguna og annast alla vinnu sjálfur, til að komast af. „Get ekki rekið bátinn með 9 tonnum" „Mér líst engan veginn á þessa breytingu enda er grundvellinum algerlega kippt undan útgerð míns báts,“ segir Olgeir Hávarðarson í Bolungarvík. Hann hefur verið á togurum í 20-25 ár, seinni árin sem stýrimaður og skipstjóri á Dag- rúnu. Utgerðin hefur gengið í gegnum miklar hremmingar, gjald- þrot og oft skipt um eigendur eftir það og hann missti plássið. „Ég keypti mér lítinn sóknar- dagabát í fýrravor til að bjarga mér. Svo kemur þetta. I núverandi kerfi fékk ég þó að róa 40 daga á ári og fiskaði 53 tonn á þessum tíma. Samkvæmt frumvarpinu fæ ég að veiða 9 tonn af þorski á ári þegar nýju reglurnar taka gildi og þar sem ég er nýbyrjaður hef ég enga veiðireynslu við úthlutun á ýsu- og steinbítskvóta. Ég get ekki rekið bátinn með níu tonnum. Auð- vitað má maður leigja til sín kvóta eða kaupa. En hvernig á ég að geta gert það þegar ég hef svona lítinn grunn?“ spyr Olgeir. „Dauðadómur yfir smábáta úrgerð" Á fundi framsóknarmanna heyr- ist hver trillukarlinn á fætur öðrum prédika yfir þingmanninum og er sumum heitt í hamsi. Gengið er á Gunnlaug með svör um það hvern- ig hann muni greiða atkvæði þegar frumvarp um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfmu kemur til afgreiðslu á Alþingi og fer Hálfdán Kristjánsson frá Flateyri fyrir mönnum í því efni. Þingmaðurinn gefur lítið upp, segist vera kominn á fundinn til að heyra sjónarmið smábátamanna. „Framvarpið er dauðadómur yf- ir allri smábátaútgerð á Vestfjörð- um,“ segir Hálfdán þegar blaða- maður tekur hann afsíðis í viðtal. „Það er búið að taka línutvöfóldun- ina og skerða þessa báta. Ef líka á að taka ýsuna og steinbítinn af þessum bátum segir það sig sjálft að útgerðin getur ekki borið sig. Það lifir enginn á níu tonnum,“ segir Hálfdán. Hann segir að fjöldi ungra manna hafi lagt í mikinn kostnað við að koma sér upp bátum. Þeir fari beint á hausinn ef lögunum verður breytt með þeim hætti sem lagt er til. Og hann spáir því að fleiri fylgi með, fiskvinnslufyrir- tæki og jafnvel bankastofnanir. „Við Vestfirðingar höfum orðið fyrir margvíslegum áföllum á und- anförnum árum. Við höfum sagt: Við skulum berjast og standa þetta af okkur. Við getum ekki gert það endalaust. Ætla þeir fyr- ir sunnan að leggja byggðina í rúst og fá okkur alla suður? Ég verð að beina spurningu til Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins: Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn? Ef þetta er ekki sjálfstæður atvinnurekstur þá veit ég ekki hvað það er að vera sjálfstæður. Ég skil því ekki hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn með sjávarútvegsráðherra í farar- bi’oddi ræðst svona á þessa stétt,“ segir Hálfdán. Hálfdán rær á bát sem hann leigir með þorskaflahámarki. Hann seldi sinn eigin bát í vetur og ætl- aði að kaupa nýjan í vor, ekki síst til að sonur hans gæti róið. „Ég er og verð smábátasjómaður. Hins vegar sé ég fram á flótta úr stétt- inni. Er verið að beina okkur til Færeyja þar sem menn fá að róa 200 daga á ári eða til Noregs þar sem lögð er áhersla á að nýir menn fái tækifæri?" í samtali við blaðamann í gær- kvöldi sagðist Gunnlaugur M. Sig- mundsson hafa spurt trillukarlana að því á fundinum hvort þeir sæju ekki einhvem samkomulagsgrund- völl við stjórnvöld, eins og málið lægi fyrir. Telur hann að slíkt sam- komulag þuríl að byggjast á því að smábátar fái lífvænleg rekstrar- skilyrði og frið til lengri tíma. Sagði Gunnlaugur að engum sam- komulagsgrundvelli hefði verið til að dreifa þrátt fyrir að fundurinn hefði staðið á þriðja tíma. Gunn- laugur benti á að á fundi með út- gerðarmönnum skipa með afla- marki síðar í gær hefðu verið allt önnur sjónarmið uppi en hjá smá- bátamönnum. Það sýndi hvað málið væri flókið og vandasamt. „Kemur í bakið á mönnum „Mér líst mjög illa á þessar breytingar. Ég var á fundinum með Einari Oddi á fimmtudagkvöld og hef aldrei heyrt annað eins hljóð í mönnum og á þeim fundi. Þeir töl- uðu um að trillukarlar hér myndu ekki standa í þessu lengur og um hrun byggðar á Vestfjörðum,“ seg- ir Davíð Kjartansson á ísafirði. Hann var að landa úr bát sínum, Lúkasi IS, í smábátahöfninni á Isa- firði þegar blaðamenn tóku hann tali. Áflinn var 1.200 tonn af þorski og eitthvað af ýsu með. Davíð hefur gert út smábát í tíu ár og er á þorskaflahámarki. Hann hefur aðallega róið á sumrin en hefur nú keypt sér línu til að geta verið að yfír veturinn. Forsendan fyrir því er að ýsu- og steinbítsafl- inn hefur verið utan kvóta hjá smá- bátunum. „Þetta er íyrsta árið og ég hef því enga viðmiðun. Ef ýsa og steinbítur fer í kvóta verð ég að leggja línunni inni í skúr, sá kostn- aður verður til einskis, því ég fæ engan kvóta. Ég gæti verið á hand- færum yfir sumarið en yrði vænt- anlega einn eftir og hugsa hrein- lega að ég myndi ekki nenna að standa í því.“ Davíð segir að aldrei hafi verið minnst á að til greina kæmi að setja ýsu- og steinbítsafla smábát- anna í kvóta, það hafi engum dottið í hug fyrr en nú. Þessar aðgerðir komi því illa í bakið á mönnum sem hafi verið að fjárfesta og kippi rekstrargrundvellinum undan fjölda útgerða. „Keypt úrelding orðin verðlaus" „Mér líst djöfullega á allar tak- markanir og það kemur illa við okkur sem höfum verið að kaupa nýja báta,“ segir Guðni Einarsson á Suðureyri við Súgandafjörð. Guðni rekur hausaþurrkun og á helming útgerðarfélagsins Fimm- unnar sem nýlega hefur fjárfest í nýjum bát, Liljunni IS. Áður var hann aðili að útgerð smábátsins Hrannar IS og um tímá skipstjóri en Hrönn er einn af aflahæstu bát- unum á svæðinu. Sú útgerð hefur verið sameinuð Básafelli. Liljan er tæp 6 tonn að stærð. Til að geta látið smíða bátinn keypti útgerðin tæpar 11 milljónir kr. í úreldingu. Sú fjárfesting verð- ur verðlaus miðað við hugmyndir þær sem nú eru uppi um breyting- ar á fiskveiðistjórnunarkerfínu því allir sem vilja eiga að geta fengið veiðileyfi. Fimman hefur keypt 76 tonna þorskkóta á bátinn en Guðni segist ekki líta á það sem verðmæti sem unnt yrði að selja, heldur sem réttindi til veiða. Liljan var í sinni annarri veiði- ferð í gær þegar blaðamenn Morg- unblaðsins stöldruðu við á Suður- eyri. Nái umrætt frumvarp fram að ganga raskast allar áætlanir sem eigendur útgerðarinnar lögðu til grundvallar ákvörðunum sínum um smíði bátsins. Guðni segir að dæm- ið hafi verið reiknað út frá mögu- leikum til að ná í aukategundimar en báturinn fái augljóslega ekki neinn kvóta í ýsu og steinbít. Hann segir að ef á annað borð eigi að setja aukategundimar í kvóta sé betra að það gerist strax frekar en seinna. Er hann í því efni ekki að líta til eigin útgerðar heldur hags- muna byggðarinnar á Suðureyri í heild því bátarnir þar hafi veitt svo mikið af öðmm tegundum en þorski á undanförnum ámm að þeir hafí náð ákveðnu forskoti á aðra. „Þessar reglur em svo sem ekki alvondar. Það er hins vegar alvar- legt að geta aldrei litið fram í tím- ann og þurfa að lifa í stöðugu lottói eins og sést af úreldingunni sem við keyptum en er nú orðin verð- laus.“ Guðni segist vilja koma á framfæri þeirri tillögu að allur sá fjöldi manna sem yrði að ráða til að hafa eftirlit með þessu nýja kerfi yrði á Vestfjörðum. Fjöldinn yrði slíkur að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af byggð á Vestfjörðum eftir það. „Veit ekki hvort ég stend við að selja“ Oðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri fiskvinnslu Básafells á Suð- ureyri, óttast að með kvótasetn- ingu ýsu og steinbíts hverfi sá hvati sem menn hafi til að afla sér tekna með því að róa. Bátarnir hafi rekið sig með aukategundunum. „Ég er hræddur um að þetta fari í sama braskið og í stóra kerfinu, verðið á kvótanum hækkar og hann færist á færri hendur. Ef hvatinn fyrii’ því að gera út er slitinn frá þá nenna menn ekki að standa í því heldur leigja frá sér kvótann eða selja. Stórátgerðir munar ekki um að kaupa 10 tonn en við það hverf- ur ein trilla úr rekstri og þau störf á sjó og landi sem henni fylgja. Jóna Kristinsdóttir, útgerðar- maður Sunnu ÍS á Suðureyri, seg- ist ekki hafa kynnt sér frumvarpið nægilega vel til þess að ræða það í einstökum atriðum. Afleiðingamar fari mikið eftir því hvernig staðið verði að úthlutun kvótans í ýsu og steinbít. Báturinn er með góðan kvóta og hefur veitt vel af aukateg- undum, til dæmis um 100 tonn af ýsu í sumar, og því segist Jóna telja að báturinn hafi góða viðmið- un við úthlutun kvótans. Spurð að því hvort ekki væri skynsamlegt að selja ef allar teg- undir færu í kvóta, segir Jóna: „Eg hef alltaf sagt að þegar ýsan og steinbíturinn kæmust í kvóta myndi ég selja. Ég veit ekki hvort ég stend við það. Það fer mikið eft- ir því hvaða aðferðir verða notaðar. Við gerum til dæmis ekki út á 10-20 tonn af ýsu eða steinbít," segir Jóna. „Ælttu að segja af sér“ „Stjórnvöld hafa verið að brjóta mannréttindi á fólki og þykjast svo ætla að leiðrétta það með því að ráðast með offorsi gegn smábáta- sjómönnum. Stjórnvöld sem þannig haga sér ættu að segja af sér,“ segir Guðmundur Karvel Pálsson, trillusjómaður á Suður- eyri. Flestir bátar á Suðureyri era á sjó þegar blaðamenn staldra þar við. Guðmundur er hins vegar með lítinn kvóta og er með félögum sín- um að lagfæra beitningaskúr niðri við höfn. Guðmundur hefur verið trillu- karl frá því um 1980, fyrst einung- is á sumrin og vann lengi vel í smiðju á veturna. Hann hefur lent í hinum verstu hremmingum vegna breytinga á kerfinu og einu sinni flutt í burtu. Síðast seldi hann frá sér bát í sóknardagakerf- inu og keypti í staðinn bát með þorskaflahámarki til þess að geta veitt allt árið. Mummi IS er aðeins með liðlega hálft tonn í kvóta vegna þess að Guðmundur Karvel vildi eiga hann skuldlítinn en hugðist ná sér á strik með tíman- um með því að kaupa kvóta smám saman. Én þá era boðaðar breyt- ingar sem raska forsendunum fyr- ir áformum hans. „Þetta er í fjórða skiptið sem lagasetning kippir grandvellinum undan þvi sem ég er að gera. Við breytingamar hækkar verð á þorskaflaheimildum upp úr öllu valdi svo útilokað er að kaupa þær. Auk þess þyrfti ég að kaupa kvóta í ýsu og steinbít sem hafa verið utan kvóta og verið uppistaðan í aflan- um. Ég sé engan grandvöll til að halda þessu starfi áfram. Það blasir við mér núna að setja dótið aftur í gáminn og það verður ekki tekið úr honum hérlendis,“ segir Guðmundur Karvel. Hann segist hafa valið að búa í fámenn- inu til að nýta sér kosti þess, meðal annars við að ala upp börn. „Við er- um hér vegna þess að við viljum veiða fisk og hrærast í þessu veiði- mannaþjóðfélagi. Þetta er lífsstíll. Ég vil ekki búa í þessu samfélagi lengur fyrst stjórnarhættirnir era með þeim hætti sem nú er að birt- ast,“ segir Guðmundur Karvel. „Málið komið í hring“ Árni Árnason byggingaverktaki var að dæla rigningarvatni upp úr bát sínum Þokka í smábátahöfn- inni á Suðureyri þegar blaðamenn litu komu við í leit að trillukörlum. Árni þvertók fyrir það að vera smábátasjómaður, sagðist eiga kvótalausan skemmtibát og ein- göngu veiða í soðið fyrir sig og sína. Hann hefði hins vegar verið á sjó hér áður fyrr og vildi gjarn- an eiga kost á því aftur en hefði ekki efni á því frekar en aðrir að kaupa sig inn í kerfið. Arni er einn þeirra sem sótt hafa um veiðirétt til sjávarátvegsráðu- neytisins eftir kvótadóm Hæsta- réttar. „Fáránlegt" er orðið sem hann notar um þær breytingar sem nú er unnið að. „Ég bjóst við að fá kvóta á bátinn afhentan á silfurfati. Ef niðurstaðan verður sú að ég fái heimild til að veiða fisk en verði að kaupa veiðiheimildirnar sé ég ekki annað en málið sé komið í hring um sjálft sig og fyrirkomulagið verði óbreytt. Hingað til hafa allir getað keypt sér bát og kvóta, það er að segja ef þeir hafa átt næga pen- inga,“ segir Árni Ámason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.