Morgunblaðið - 12.12.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.12.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 29 ERLENT Kohl heiðraður á leiðtogafundi ESB Reuters Sviss og Evrópusambandið Tvíhliða samn- ingar frágengnir Vín. Reuters. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, kom í síð- asta sinn fram á svið alþjóða- stjórnmála í gær til að taka við útnefningu til heiðursborgara þeirrar Evrópu sem hann átti sinn þátt í að móta. Kohl sló á létta strengi er hann tók við þessari æðstu heiðurs- nafnbót Evrópusambandsins (ESB) úr hendi Viktors Klima, kanzlara Austurríkis, í Hofburg- höllinni í Vín, en í austurrísku höfuðborginni fer nú fram leið- togafundur ESB með þátttöku ríkisstjórnar- og þjóðarleiðtoga, utanríkis- og fjármálaráðherra ESB-landanna 15, auk forseta framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins. „Eg er ekki minnismerki,“ sagði Kohl. „Þið vitið hvað kem- ur fyrir minnismerki. Fuglar koma og setjast á þau. En flestir þeirra láta sér ekki nægja að sitja bara, þeir gera svolítið," sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra. Hér óskar Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, Kohl til hamingju, á meðan aðrir ráða- menn ESB klappa honum lof í lófa. Frá vinstri: Lamberto Dini, utanríkisráðherra Italíu, Bertie Aherns, forsætisráðherra fr- lands, Massimo D’AIema, forsæt- isráðherra Ítalíu, Tarja Halonen, utanríkisráðherra Finnlands, og við hlið Kohls stendur Viktor Klima, kanzlari Austurríkis og gestgjafi leiðtogafundarins. Aðeins einum manni hefur áð- ur hlotnazt sami heiður og Kohl var sýndur í gær. Frakkinn Jean Monnet, sem lagði manna mest af mörkum til stofnunar Evrópu- handalagsins fyrir rúmum 40 ár- um, hlaut hann fyrstur. Eining um skattasamræmingu Á leiðtogafundinum bar það helzt til tíðinda í gær, að sam- þykkt var samhljóða að stefna að aukinni samræmingu skatta í sambandinu. Á þessum fyrsta degi hins tveggja daga langa fundar urðu leiðtogarnir sam- mála um að fela fjármálaráð- herrum ríkjanna 15 að vinna með hraði að tillögum um hvernig berjast megi gegn „ósanngjarnri skattasam- keppni“, sem lagðar skyldu fyrir næsta leiðtogafund, sem fram fer í Köln í júní. Annars snerust viðræður leið- toganna að miklu leyti um hvernig ESB-ríkin geta gert átak í að fjölga störfum til að fækka í hópi hinna 17 milljóna sem eru án atvinnu í samband- inu, en einnig var deilt um fjár- mál sambandsins. Samþykkt var að ljúka samn- ingum um um- bótaáætlunina „dagskrá 2000“, sem snýr að landbúnaðar- og sjóðakerfí ESB, í marz nk. en ekkert breyttist í deilunni um það hve mikið hvert aðildarríki skuli í framtíðinni greiða í sameigin- lega sjóði ESB. Þjóðverjar, sem taka við formennskunni í ráð- herraráðinu um áramótin, krefj- ast lækkunar á greiðslum sínum í þá. TVIHLIÐA samningar Sviss og Evrópusambandsins (ESB), sem hafa verið í undirbúningi í fjögur ár, tóku loks á fimmtudagskvöld á sig endanlega mynd, sem ráð- herrar ESB geta undirritað, en þeir eru nú sam- ankomnir á leið- togafundi sambandsins í Vín. Meirihluti Svisslendinga hafnaði aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 1992, og þurfti því að leita tvíhliða samninga við ESB til að tryggja tengingu Sviss við innri markað Evr- ópu, þangað sem tveir þriðju af öllum útflutningi Sviss fer. Flavio Cotti, ut> anríkisráðherra Sviss, sagði er samn- ingamir voru í höfn að nánari tengsl við ESB væru „grundvallarforsenda framþróunar í landinu" og því væru samningslokin mikið fagnaðarefni. Síðustu hindruninni var rutt úr vegi í samningaviðræðum fulltrúa Austurríkis, sem gegnir formennsku í ráðherraráði ESB, og Hans van den Broeks, sem fer með utanríkis- mál í framkvæmdastjórn ESB, við Jaime Gama, utanríkisráðherra Portúgals, en Portúgalir höfðu sett fyrirvara við þá niðurstöðu sem áður hafði náðst. Sneri fyrirvarinn að því að Portúgölum þótti þeir frestir of langir sem gilda áttu samkvæmt samningnum um gildistöku frjálsra flutninga vinnuafls milli ESB-ríkj- anna og Sviss. Ósætti um færeyska stjórnar- skrárnefnd FÆREYSKA stjórnarandstað- an styður ekki tillögu land- stjórnarinnar um að skipa nefnd til að semja stjórnarskrá fyrir Færeyjar. Átján þing- menn af 32 styðja stjórnina svo að tillagan fæst líklega sam- þykkt, að því er fram kemur í Aktuelt Tillagan um stjórnarskrána var tekin fyrir á þinginu í byrj- un vikunnar og réðust stjórnar- andstöðuffokkai-nh' harkalega á hana. Gekk Marius Dam, þing- maður Sambandsflokksins, sem er fylgjandi áframhaldandi ríkjasambandi við Dani, raunar svo langt að rífa tillöguna í ræmur í ræðustól. Joannes Eidesgaard, formað- ur Jafnaðarmannaflokksins, gagnrýndi stjórnina fyrir að láta röng atriði hafa forgang. Fyrst yrði að tryggja að Færeyingar gætu staðið á eigin fótum fjárhagslega áður en tek- in yrði ákvörðun um sjálfstæði. Eidesgaard sagði hins vegar að þrátt fyrir að flokkur hans myndi greiða atkvæði gegn til- lögu stjórnarinnar myndu jafn- aðarmenn taka þátt í starfi nefndarinnar sem semja á stjórnarskrá til að geta haft áhrif á starfið. Fulltrúum allra flokka sem sitja á þingi verður boðið sæti í nefndinni. Samþykki Lögþingið stjórn- arskrárdrögin, sem eiga að liggja fyrir um mitt ár 2000, verða þau borin undir þjóðarat- kvæði. yí MILLET dúnúlpur ( á stráka og stelpur ) Með ekta skinni Fallegar finnskar úlpur 1 ð* * VVVJVi ufi'tfðS Ytrabyrði úr burstuðu leðri, innra byrði úr Gore-Tex. Léttir, sterkir og umfram allt þægilegir! Nike Nike Oslo anorakkur dúnúlpa V Munið eftir Fríkortinu mm i 9.800,- UTILIF GLÆSIBÆ • S: 581 2922 mm Verölauna gönguskór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.