Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 33

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 33 ERLENT Áhöfn Endeavour inn í geimstöðina Reuters BANDARISKU geimfararnir Jerry Ross (neðst á myndinni) og Robert Cabana (t.v.) og rússneski geimfariim Sergej Kríkalev að störfum í fjölþjóðlegu geimstöðinni í fyrradag. BANDARÍSKIR og rússneskir geimfarar fóru inn í nýju fjölþjóð- legu geimstöðina í fyrradag og urðu fyrstu mennirnir til að stíga í hana á braut um jörðu. Geimferjan Endeavour var um 386 km yfír Indlandshafi þegar Bandaríkjamaðurinn Robert Ca- bana, yfirmaður ferjunnar, og rúss- neski geimfarinn Sergej Kríkalev gengu út úr þrýstijöfnunarklefa ferjunnar og inn í bandarísku geim- stöðvareininguna Unity. Skömmu síðar fóru hinir geimfararnir fjórir í Endeavour inn í stöðina. „Þetta er öldungis frábær stað- ur,“ sagði Cabana þegar hann gekk inn í Unity í fyrsta sinn. Klukku- stund síðar fóru geimfararnir með Ki'íkalev í broddi fylkingar inn í hina aðaleininguna, Zörju, sem er rússnesk. Kríkalev fékk þá tækifæri til að skoða framtíðarheimili sitt því hann verður á meðal þriggja manna sem verða sendir með geimfarinu Sojuz til geimstöðvarinnar árið 2000 til að dvelja þar. Geimfararnir þurftu að opna sex hlera í einingunum til að komast að ysta enda geimstöðvarinnar. Þeir héldu á rafköplum og settu upp ýmis tæki í fyrstu ferðinni í geimstöðina og í gær luku þeir við að fjarlægja um 700 bolta sem skrúfaðir voru á tækjabúnað stöðvainnnar til að hann skemmdist ekki í geimskotinu. Tengigöng fyrir stærri einingar Zörju var skotið á loft frá Ka- sakstan 20. nóvember og Unity, sem var flutt með Endeavour, var tengd við hana á sunnudag. Bandaríska einingin er 5,4 m að þvermáli og kostaði 300 milljónir dala, andvirði 21 milljarðs króna. Unity verður notuð sem tengigöng fyrir miklu stærri einingar sem verða fluttar í geimstöðina síðar. M.a. er ráðgert að tengja við hana 16 tonna rannsóknarstofu, sem bandarískir vísindamenn eru að leggja lokahönd á, auk þrýstijöfn- unarklefa og fleiri eininga. Zarja, sem kostaði andvirði 17 milljarða króna, á að sjá geimstöð- inni fyrir rafmagni og knýja hana áfram í fyrstu. Þegar svefnsalur stöðvarinnar, sem nefndur er Þjón- ustueiningin, hefur verið tengdur við stöðina verður Zarja notuð sem geymsla fyiir eldsneyti og aðrar birgðir. Stefnt er að því að Þjón- ustueiningin verði tengd í júlí. Geimferðir undirbúnar Gangi allt samkvæmt áætlun verða um 100 einingar og hlutar tengdir við geimstöðina á næstu sex árum. Fullreist verður geimstöðin á stærð við sjö hæða byggingu og áætlað er að hún kosti 63 milljarða dala, 4.400 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að 40 geimferðir verði farnar til að setja geimstöðina sam- an. 16 þjóðir, undir forystu Banda- ríkjamanna og Rússa, taka þátt í verkefninu, sem er eitt mesta verk- fræðiafrek sögunnar. Gert er ráð fyrir að sjö menn verði að jafnaði í geimstöðinni í einu. Verkefni þeirra verður að stunda rannsóknir á ýmsum sviðum og undirbúa ferðir til tunglsins og Mars á næstu öld. Fjarskiptasambandi komið á Eftir að geimfararnir sex höfðu tengt Unity og Zörju saman fóru tveir Bandaríkjamannanna í fyrstu geimgönguna á mánudagskvöld til að tengja 40 kapla milli eininganna. Kaplamir eiga að flytja rafmagn, upplýsingar og tölvuboð á milli ein- inganna. Bandarísku geimfararnir fóru síðan í sjö klukkustunda geimgöngu á miðvikudag til að setja upp loftnet stöðvarinnar. Geimfararnir héldu áfram störfum sínum inni í geim- stöðinni í gær og tengdu meðal ann- ars loftnetin við fjarskiptakerfi geimstöðvarinnar, sem gerir stjórn- stöð Geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna, NASA, kleift að FJOLÞJOÐLEGA GEIMSTOÐIN AHOFN geimferjunnar Endeavour fór í fyrsta sinn inn í fjölþjóðlegu geimstöðina í fyrradag eftir að hafa tengt aðaleiningar hennar, Unity og Zörju, saman á sunnudag. Tveir Bandaríkjamenn fóru í geimgöngur á mánudag og miðvikudag til að tengja rafkapla milli eininganna og setja upp loftnet geimstöðvarinnar. = UNITY-EININGIN + Geimferjur verða tengdar við Unity þegar þær flytja fleiri s. einingar í geimstöðina ZARYA-EININGIN Sér geimstöðinni fyrir rafmagni og knýr hana áfram í fyrstu en verður síðar notuð sem geymsla Geimfararnir fara í þriðju geimgönguna í dag til að Ijúka við tengingu eininganna ZARYA Heimild: NASA stjóma og fylgjast með kerfum geimstöðvarinnar án þess að þurfa að bíða eftir því að hún fari yfir fjar- skiptastöð í Rússlandi. Með fjar- skiptakerfinu var einnig komið á sjónvarpssambandi við geimstöðina. Misstu jámstykki Starf geimfaranna hefur gengið vel til þessa en yfirmenn stjórn- stöðvarinnar sögðust hafa áhyggjur af þremur járnstykkjum, sem geim- fararnir misstu í geimgöngunum á mánudag og miðvikudag. Járn- stykkin stefndu hvorki geimförun- um né geimstöðinni í hættu en bandaríski flugherinn þarf að fylgj- ast með þeim þar til þau berast í gufuhvolf jarðar og brenna upp. Þriðja geimgangan er ráðgerð í dag og geimfararnir eiga þá að ljúka við að tengja einingarnar. Endeavour á síðan að snúa aftur til jarðar á mánudag. Rússar hafa átt geimstöðvar frá árinu 1971 og rússneska geimstöðin Míi', sem er orðinn tólf ára, er enn í notkun. Bandaríkjamenn hafa ekki átt geimstöð frá því þeir lögðu niður Skylab árið 1973. Reuters HEIMILISLAUSIR íbúar Varsjár sötra heita súpu í kuldanum. Pólverjar varaðir við drykkju í frosti Varsjá. The Daily Telegraph. Palestínumenn drepnir Jerúsalem. Reuters, The Daily Telegraph. PÓLSK stjórnvöld hófu á miðviku- dag herferð til að eyða þeirri goð- sögn að áfengi haldi á manni hita. Miklar frosthörkur hafa verið síð- ustu vikur í Póllandi og hefur um eitt hundrað manns orðið úti af þeim sökum, í flestum tilfellum drukknir karlmenn sem sofnuðu áfengisdauða úti í kuldanum. Sagði Jaroslaw Sellin, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, að kom- ið yrði á fót sérstakri símaþjón- ustu þar sem fólki yrði ráðlagt hvar það gæti fundið húsaskjól í verstu vetrarhörkunum í stað þess að grípa til þess vafasama ráðs að halda á sér hita með áfengis- drykkju. Það var fyrst í þessari viku sem athvörf fyrir heimilislausa hættu að framfylgja þeirri reglu sinni að hleypa ekki að þeim sem eru undir áhrifum áfengis. Vildi Sellin kenna lélegum viðbrögðum stjórnvalda um það hversu margir hafa látið líf- ið í kuldanum undanfarnar vikur, en nú þegar hafa fleiri látist en all- an síðasta vetur þegar 54 dóu. ÍSRAELSKIR hermenn skutu tvo unga Palestínumenn til bana þegar óeirðir blossuðu aftur upp á Vest- urbakkanum í gær, daginn fyrir heimsókn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta til Israels og pajest- ínsku sjálfstjórnarsvæðanna. ísra- elar óttast að ferð Clintons til sjálf- stjórnarsvæðanna verði túlkuð sem táknrænn stuðningur við stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis en Madel- eine Albright, utanríkisráðhen-a Bandaríkjanna, áréttaði í gær að forsetinn hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort Palestínumenn gætu lýst yfir sjálfstæði. Sjónarvottar sögðu að ísraelskir hermenn hefðu skotið tvo átján ára Palestínumenn til bana nálægt bænum Qalqilya í norðurhluta Vesturbakkans. Læknar sögðu að 50 palestínsk ungmenni hefðu særst í átökunum, þar af tvö alvar- lega. Her Israels kvaðst ekki vita til þess að mannfall hefði orðið í átök- unum, en sagði að um hundrað Pa- lestínumenn hefðu kastað grjóti og bensínsprengjum að hennönnun- um. „Hermennirnir svömðu með aðgerðum til að dreifa mótmælend- unum.“ Alls hafa fjórir Palestínumenn fallið í óeirðunum á Vesturbakkan- um síðustu_ daga vegna deilunnar um hvort Israelar eigi að sleppa palestínskum föngum, sem þeir Israelar óttast túlkun Clinton- heimsóknar hafa fangelsað^ vegna baráttunnar gegn hernámi Israela. Deilan hefur varpað skugga á þriggja daga Miðausturlandaferð Clintons sem hefst í kvöld. Ráðgex-t er að Clinton verði fluttur með þyrlu til flugvallar Palestínumanna á Gaza-svæðinu og fari í skoðunar- ferð um flugvöllinn með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Sjálfstæðisdeilan verði leyst með samningum Israelar óttast að Palestínumenn túlki þessa ferð sem táknrænan stuðning við sjálfstæðiskröfu þeiira en Madeleine Albright sagði í gær að sá ótti væi'i ástæðulaus. Ferðin til Gaza væri liður í síðasta friðar- samkomulagi ísraela og Palestínu- manna sem Clinton hafði milli- göngu um. „Eins og við höfum margoft sagt er deilan um Palestínuríki ekki mál sem verður leyst með einhliða sjálf- stæðisyfirlýsingu eða hinum ýmsu táknum," sagði Albright. Yasser Arafat hefur komið stuðningsmönnum sínum á óvart með því að láta þau orð falla að ekki sé víst að hann lifi í ár til viðbótar. Arafat sagði þetta á fundi með bandarískum vísindamönnum þeg- ar hann svaraði spui-ningu um hvei-nig hann teldi að palestínsku sjálfstjói'narsvæðin yrðu eftir 20 ár. „Eg veit ekki hvort ég lifi í eitt eða tvö ár,“ svaraði þá Arafat, sem er 69 ára. Hann hefur virst þreytuleg- ur og átt erfitt með að flytja í-æður þegar hann hefur komið fram opin- bei'lega að undanfórnu. Viðvarandi skjálfti í neðri vör hefur leitt til vangaveltna um að hann sé með Pai'kinsonsveiki á byrjunarstigi. Skemmdir á taugakerfi í kjölfar flugslyss? Arafat var áður þekktur fyrir að vera mjög kraftmikill og þuxfa lít- inn svefn. Kraftur hans hefur hins vegar minnkað verulega frá því flugvél hans brotlenti á eyðimöi'k í Líbýu árið 1993. Ai'afat komst lífs af þar sem hann sat aftast í vélinni, en þeir sem sátu fremst biðu allir bana. Hann slasaðist þó af völdum mikils hnykks og hugsanlegt er að taugakerfi hans hafi skemmst í slysinu. Ai-afat hefur hótað að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis 4. maí, þegar lokaviðræðunum við Israela á að Ijúka, og það þykir benda til þess að hann telji sig ekki geta beðið lengi eftir því að sjá þann draum rætast áður en hann fellur frá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.