Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FALLEGUR SÖNGUR LISTIR HLUTI af verki Þórodds Bjarnasonar. Og tíminn stendur kyrr Upplestur í Gallerí Listakoti I GALLERI Listakoti, Laugavegi 70, verður upplestur úr nýjum bók- um í dag, laugardag, kl. 17. Rithöf- undarnir Anna D. Antonsdóttir les upp úr tveimur bókum sínum, Voða- skotið og bai-na- og unglingabókinni Hefurðu farið á hestbak? I sýningarsal gallerísins stendur yfir samsýning Horft til himins en það eru tíu listakonur sem standa að sýningunni. Galleríið er opið í samræmi við opnunartíma verslana við Laugaveg fram að jólum. Bókakynning í Sjóminjasafni PÉTUR G. Kristbergsson kynnir bók sína, Horfin handtök, í dag laug- ardag, kl. 14 í Sjóminjasafni íslands. í bókinni eru frásagnir af vinnu við saltfisk og kol á sjó og landi á kreppuárunum. Hreinn Ragnarsson, sagnfræðing- ur, fjallar um bókina Ævisögu þorsksins þriðjudaginn 15. desem- ber kl. 20.30. Skólalúðrasveitir í Ráðhúsinu JÓLATÓNLEIKAR skólalúðra- sveita Reykjavíkur, Arbæjar-, Breið- holts-, Laugamess-, Mela- og Grandaskóla, verða í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag, kl. 16. Stjórnendur eru Lárus Grímsson, Lilja Valdimarsdóttir og Stefán Þ. Stephensen. MYJVPLIST Mokka, Skólavörðustíg BLÖNDUÐ TÆKNI ÞÓRODDUR BJARNASON Sýningunni er lokið. ÞÓRODDUR Bjarnason gerir það ekki endasleppt þessa dag- ana. Hvarvetna þar sem hann fær því við komið reynir hann að efna til umræðu; fá fólk til að gleyma stund og stað og tala saman. Samkvæmt því sem hann segir sjálfur er þetta framlag hans til heimsins, en hann trúir því að listin hafi mannbætandi áhrif á mannkynið. Á undanförnum misserum hefur það færst æ meir í vöxt að lista- menn geri einhvers konar sam- skipti að yrkisefni sínu. Tailensk- argentínski myndlistamaðurinn Rikrit Tiravanija mallar létta pott- rétti ofan í sýningargesti sína eða býður þeim að sjá brúðuleikhús og Kúbaninn heitinn, Felix Gonzalez- Torres, bauð gestum sínum brjóst- sykur úr hrúgu, sem hann hafði komið fyrir sem listaverki í einu homi sýningarsalarins. Frakkinn Christian Boltanski staðhæfir, mörgum kollegum sínum úr list- kennarastétt til sárrar armæðu, að kaffihúsaspjall sé mun vænlegra nám fyiir verðandi listamenn en verkefnapuðið innan veggja lista- skólanna. Ætla mætti að við værum horfin aftur til daga sófistanna í Aþenu þegar menn héngu undir súlna- göngum agórunnar og skeggræddu allan guðslangan daginn. Munur- inn er bara sá að heimspekingar nútímans hafa öðrum hnöppum að hneppa og þess vegna hefur skap- ast óvenjumikið olnbogarými fyrir listamenn til að velta fyrir sér líf- inu og tilverunni. Það er sá post- móderníski kyndill sem Þóroddur hendir á lofti á Mokka. Minnugur þess hve klukkustillt- ir við nútímamenn erum orðnir kemur Þóroddur fyrir stórri, gam- aldags veggklukku sem hann seinkar um nákvæmlega þrettán mínútur. Þannig finnst gestum kaffihússins sem þeir hafi nægan tíma til að ræða saman. Með því að slá tímanum á frest um tæpt kortér væntir listamaðurinn að losni um málbeinið á gestum kaffi- hússins. Hví skyldi það ekki ger- ast? - Það getur tekið menn þó nokkurn tíma að átta sig á þessari aðför Þórodds að klukkunni, ef þeir taka eftir því á annað borð. Þeir gætu nefnilega verið of niður- sokknir í skemmtilegar samræð- ur, sælir yfir öllum þeim tíma sem þeir hafa úr að spila. Halldór Björn Runólfsson TOIMjIST Hallgrímskirkja Jólatónleikar Gunnar Guðbjörnsson, Mótettukór Hallgrímskirkju, Ásgeir H. Stein- grímsson, Eiríkur Örn Pálsson, Daði Kolbeinsson og Douglas A. Brotchie fluttu jólasöngva frá ýmsum löndum, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Föstudaginn 11. desember. JÓLAFASTAN fer nú orðið fram með mikilli tónlist og fögrum söng og í gærkveldi voru jólin „sungin inn“ af Mótettukór Hall- grímskirkju og boðið til veislunnar með Gunnar Gubjörnsson sem sönggest hátíðarinnar. Tónleikarn- ir hófust á „Intrada", fallega hljómandi hornakalli, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, fyrii- tvo trompetta og orgel, sem Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Páls- son og Douglas A. Brotchie fluttu af myndugleik. Kórinn söng síðan Kom þú, kom Immanúel, forn-kat- ólskt inngöngustef, sem Róbert A. Ottósson útsetti listilega vel. Hér leggur skip að landi, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, var flutt af kór með samleik við óbó og orgelundir- leik og var þetta ljúfa lag vel flutt. Næstu fjögur jólalögin eru sænsk og tvö þeirra eftir Otto Emanuel Olsson (1879-1964), sænskan orgelleikara og tónskáld, en auk margvíslegi’a tónverka gaf hann út merka kóralbók og hafði mikil áhrif á sænska kirkjutónlist, bæði sem tónskáld og kennari í hljómfræði. Fyrra verk Olssons ber heitið Aðventa, fallegt verk í A- B-A-formi sem var einstaklega vel flutt, og það seinna, Guðs sanni son, sérlega falleg sönglína, er var flutt með mikilli blíðu. Gunnar söng með kórnum tvö jólalög, Nú ljóma aftur ljósin skær, eftir Emmy Köhler, og Betlehem- stjarna, eftir Alice Tegnér. Lögin voru fallega flutt en það var í Pietá Signore, eftir Stradella, sem söng- ur Gunnars blómstraði, við ágætan undirleik Brotchies. Fyrri hlutan- um lauk með sálmalaginu Einu sinni í ættborg Davíðs. Eftir hlé var flutt ágæt útsetn- ing Þorkels Sigurbjömssonar á Immanúel oss í nátt, íslensku jóla- lagi úr Hymnodia sacra, sálma- söngssafni er Guðmundur Högna- son, prestur í Vestmannaeyjum, tók saman árið 1743. Kórstjórinn, Hörður Áskelsson, gaf kórnum sín- um í jólagjöf eitt lítið lag, er hann nefnir Jólagjöfin, fallegt lag í A-B- A-formi með sérlega skemmtileg- um millikafla, sem er rammaður inn með fallegu hálfmódal sálma- lagi. Þetta er vel unnin tónsmíð og mætti Hörður gera meira af slíku. Gunnar söng með undirleik org- els Noél, eftir Ágústu Maríu Önnu Holmes (1847-1903), sem var íri en bjó í París. Foreldrar hennar settu sig upp á móti því að hún gerði tón- list að ævistarfi, þótt hún væri undrabarn á sviði tónlistar, og fyrstu tónverk hennar voru gefin út undir höfundarnafninu Hemann Zenta. Hún var nærri þrítug er hún settist á skólabekk hjá Cesari Franck til að fullnuma sig í tón- smíði. Jólasöngur Holmes er falleg og innileg tónsmíð, er var mjög vel flutt af Gunnari Guðbjömssyni og Douglas Brotchie. Kórinn söng síð- an Opin standa himins hlið og þar á eftir var einleikur á óbó í Pa- storale, eftir Saint-Saéns, og var leikur Daða Kolbeinssonar sérlega fallega mótaður. Vögguljóð Maríu, eftir Reger, Ó helga nótt, eftir Adam, og Heims um ból voru flutt af Gunnari Guð- björnssyni, kór og orgelleikara, en þessi vinsæla jólaklassík var sér- lega fallega útfærð, þar sem ein- söngvari og kór sungu til skiptis og lokaerindin saman. Tónleikunum lauk með sálminum Guðs kristni í heimi, í yfirhlaðinni útsetningu Willcocks, eins og gert var einnig í síðasta laginu fyrir hlé. Að yfir- hlaða lokaerindið eins og Willcock gerir er sérkennileg smekkleysa. Þetta séreinkenni á enskum safn- aðarsöng á ekki við hér á landi, því söfnuðurinn heldur sig mikið til hlés og fáir taka undir, svo að eftir stendur yfirhlaðinn söngbálkur flytjenda. Þrátt fyrir þetta vora tónleik- arnir í heild mjög góðir og bestur var söngur Gunnars I Pieta, Sign- ore en kórinn söng mjög fallega lögin eftir Olsson og Jólagjöfina eftir Áskel við fallegan texta eftir Sverri Pálsson, og má spá þessu ljúfa og skemmtilega lagi langlífi á efnisskrám íslenskra kóra. Jón Ásgeirsson Tréskúlptúrar á Kaffi tári NU stendur yfir sýning á tréskúlptúram Daniels Sig- mundssonar á kaffihúsinu Kaffi tári í Bankastræti. Sýningin stendur fram að jólum. ERLEIMDAR BÆKUR Sppnnusaga LÖGFRÆÐINGUR GÖTUNNAR „STREET LAWYER“ eftir John Grisham. Arrow 1998. 362 síður. METSÖLUHÖFUNDUR heimsins, John Grisham, sendir frá sér hverja spennusög- una á fætur annarri úr heimi laga og réttar þar sem stórar bandarískar lögfræðistofur og stórfyrirtækin, skjólstæðingar þeirra, era ekki annað en felustaðir fyrir svik og pretti, jafnvel morð og meiðingar. Ekki er laust við að hann sé á þeim slóðum einnig í nýjustu spennusögu sinni, Lögfræðingi götunnar eða „Street Lawyer“, sem nýlega er komin út í vasabroti hjá Arrow-útgáfunni. Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Frank Capra, sem oft fjallaði um lítilmagnann gegn óprúttnu valdakerfi, hefði getað gert hjartnæma mynd úr sögunni, en hún fjallar um lögfræðing er einn daginn fær nóg af því að þéna milljónir fyrir stórfyrirtækin og gerist lögmaður hinna lánlausu, bláfátæku og heimilislausu í höfuðborg fyrirheitna landsins, Washington. Sagan er mjög hörð ádeila á þá stétt manna sem Grisham tilheyrði en sagði skilið Lögmaður breytir um lífsstfl við til þess að skrifa spennusög- ur. Hann er lögfræðingur að mennt sem kunnugt er og í öllum bókum sínum nýtir hann sér lagaþekkmgu sína til þess að búa til spennufléttur. Hann hefur verið ófeiminn við að deila á tó- baksframleiðendur og trygginga- íyrirtæki svo nokkuð sé nefnt og í nýju bókinni er hann kominn í eins konar krossferð fyrir heimil- islausa í Bandaríkjunum og deilir á þá sem láta heimilisleysi við- gangast og þá sem þéna milljón dollara á mánuði en geta ekki séð af nokkrum dolluram til aðstoðar heimilisleysingjum. I þeim böl- móði öllum leynist síðan sakamál sem fær æ meiri vikt eftir því sem líður á sög- una. „Street Lawyer" hefst á því að heimilis- John Grisham leysingi ræðst inn í lögfræði- firma, það fimmta stærsta í Bandaríkjunum, og tekur nokkra hálaunaða lögfræðinga í gíslingu. Ekki fáum við að vita hver tilgangurinn með gíslatök- unni er því maðurinn er skotinn og lögfræðingamir reyna að gleyma þessari óþægilegu reynslu sem fyrst. Allir nema einn. Honum er brugðið meira en öðram og tekur að kynna sér gíslatökumanninn, sem aðeins gekk undh- heitinu „Mister", og það umhverfi sem hann lifði í, kjör heimilislausra og aðstæður, og áður er langt um líður hefur hann sagt skilið við milljón á mánuði, hefur fundið aftur gamlar hugsjónir frá því hann stundaði laganám og vildi bæta heiminn og er kominn á kaf í súpugjafir. Félagslegur Grisham Að því leyti má líta á „Street Lawyer" sem sögu um ameríska drauminn settan á hvolf. Fyrir nokkrum árum hefði þótt sjálf- sagt að lögfræðingurinn byrjaði í súpugjöf- um og endaði á toppnum. Grisham þreytist ekki á að lýsa bágum kjörum hinna heimil- islausu og deila á það kerfi sem lætur fólk deyja á götum úti úr kulda og vosbúð og notar við það hjartnæma sorgarsögu um móður með börnin sín þrjú. Boðskapnum er komið mjög skýrt til skila og vafninga- laust. En það er ekki frítt við að allt gangi held- ur snurðulaust upp í lífi lögmannsins sem finnur nýjan tilgang með lífi sínu og þótt Grisham reyni að búa til hættur í kringum hann gleymir hann því ekki að hann er einnig að skrifa spennusögu og lagatrylli, en það verður aldrei að neinum sérstökum lífsháska. Kannski verður sagan raunsærri fyrir vikið en full slétt og felld líka. Það er allt gott að segja um hinn félagslega þenkj- andi Grisham, sem hvetur til aðgerða í mál- efnum heimilislausra og deilir á samfélag sitt. Hann hefur löngum viljað sameina ádeilu og spennu og tekst það í raun prýði- lega í þessari sögu. Arnaldur Indriðason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.