Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 39

Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór ÞAÐ getur verið líf og fjör í spilinu handhæga Leikmeistaranum, sem rúmast vel í handtöskunni. Galdrapakki fyrir töframenn Nú geta menn orðið galdramenn af því einu að opna jólapakkann sinn. Það er að segja ef í honum er kassi með öllum helstu nauðsynjum galdramannsins frá Arseli. Hægt er að kaupa tvenns lags kassa, annars vegar með 30 galdraþrautum og hins vegar með 70 galdraþrautum. Þar með taldir eru spilagaldrar, töfra- brögð með „alvöru" töfrastaf og alls kyns galdrar með kúlum, glösum, snærum, teningum og jafnvel fingur- björgum. Það getur komið sér vel að hafa „alvöru" galdramann á heimil- inu. Með spilinu fylgir bók á ensku með uppskriftum að göldrunum og er kassinn auðþekktur á heitinu Hocus Pocus. Einnig er nýtt „voða flott“ raf- magnsspil komið á markaðinn frá Árseli sem nefnist Electro Quizzy og er það spurningaleikur. Snýst það um að tengja með ljósapenna myndir af hlutum og fólki við orðin sem við eiga. Til dæmis myndatökumann við manninn bak við myndavélina. Þetta er veglegt þroskaspil fyrir yngri kynslóðina. Þá er einnig komið á markaðinn gamla góða Lúdóið sem stendur alltaf fyi'ir sínu. Þetta Lúdó er jafnvel enn betra en þau sem fyrir voru á markaðnum þvi það er mynd- skreytt með hundafjölskyldunni úr 101 Dalmatíuhundi. Að auki er Ársel með fjölmörg minnisspil og þroskaspil frá Jumbo og ber \>ar líklega helst að geta Sum Time sem er nýtt reiknispil. Það er fyrir börn sem eru að læra að leggja saman og felst í að leggja saman töl- ur og beita plús og mínusi og jafnvel margföldun. Spilið er í smekklegri tösku og skemmtilega uppsett og ætti að vera algjör fjársjóður fyrh’ börn á réttum aldri. Gömlu spilin orðin antík Gamla útgáfan af Matador er komin út aftur. Fyrir þá sem sjá gömlu göturnar í hundrað og einum Reykjavík í hillingum er þetta alltaf Þrauta- ganga Snúðs í Nangijala BRÓÐIR minn ljónshjarta er ævin- týraspil frá Þjóðleikhúsinu fyi'h' alla fjölskylduna. Þátttakendur í ævin- týrinu feta í fótspor Snúðs í Nangi- jala og hefst spilið við dyrnar á Ridd- aragarði. Ýmsar gamalkunnar per- sónur koma við sögu á 53 þrepa þrautagöngunni eins og dúfnadrottn- ingin Soffía, Jónatan ljónshjarta og Katla. Þetta er fábrotið en jafnframt sniðugt og skemmtilegt spil með kollhnísum og tilheyrandi. Það á sér- staklega erindi til þein'a sem hafa séð leikritið eða lesið bókina. Ekki spillir fyrir að það er svo ódýrt að það passar ágætlega í skóinn. tilvalið spil. Enda eru þeir teljandi á fingi'um annarrar handar sem ekki hafa spilað Matador og hefur skap- ast kringum þetta litla samfélag ákveðinn talsmáti og verðmætamat sem annars heyrh' sögunni til. En þótt Matador sé fáanlegt aftur eru sum spil ófáanleg, að sögn Magna. „Scrabble, Pictionary, Scatt- ergories, Fimbulfamb og Trivial Pursuit eru öll ófáanleg,“ segir hann. „Mér fannst það kómískt að maður auglýsti eftir Ti'ivial Pursuit í smá- auglýsingum. Eg hringdi í hann og spurði hvernig það hefði gengið. Hann sagði að vissulega hefði mikið verið hringt í sig en gallinn hefði verið sá að allt hefði það verið fólk sem var líka að leita að spilinu." Þá er bara að sjá hvert verður spilið í ár. Gátur Fullt hús matar án dyra GÁTUR eru alveg ómissandi yfir hátíðarnar og alveg bráðnauðsyn- legt að einhver leggi sig eftir að búa þær til; spurningakeppnin gef- ur möndlugrautnum lítið eftir í há- tíðahaldinu. Þá verður að passa upp á að spurningar séu fyrir alla fjölskyldumeðiimi, jafnt unga sem aldna. Margar skemmtilegar gátur er að finna bókinni íslenzkar gát- ur og skemmtanir sem gefin var út árið 1887 af Hinu íslcnska bók- menntafélagi. Hér er sýnishorn af þeim. 1. Hvað er fljótara á ferðinni en ljósið? 2. Af höfuðfati hlýt ég nafn og hættulegri veiki, þegar ég hitti sveina safn sumirfaraafkreiki. 3. Fótalaust um flestar nætur fær þess oftast á daginn bætur. 4. Andvana er fljóð eitt fætt, frjósama átti móðir; fuglar mai'gir fá hana snætt, flasa um búkinn óðir. 5. Fullt hús matar og fmnast hvergi dyr á. 6. Hver er sá sem bar sál og lík- ama, gerði eftir guðs vilja, en varð þó ekki sáluhólpinn? 7. Anda skil ég oft við hold, og þó hvorugt hafi, hamra sprengi, hristi fold hvellu meður skrafi. 8. Fer í sjó og sekkur, fer í eld og stekkur. 9. Hverjir ei'u þeir þrír hlutir, sem telja má óseðjandi? 10. Fugl einn veit ég fljúgandi, fullting vængs sá þarf ei neins, á himni, jörð og helvíti hanngatveriðundireins. ■uuunBnH 'oi 'sjpuiæpioj uin[0A!( ju ijppn & usjj je e_f3jæ>[s '[jtouspp jb unp[g '6 'jou([j3|H '8 'jnpnj '1 'snupf poui uuuni|S!j[BAH '9 '333 'S 'u?5[snC>(Xui n jn -3n[3 y 'jpng 'g 'HOsnjPH Z 'uiiiJnSnH 'l iHINSíívi VIKU LIK LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 39 Rj úpnaveisla Það er komin rjúpnatíð í verslunum og engin ástæða að bíða til að- fangadags með að ráð- ast á þetta góðgæti segir Steingrímur Sigurgeirsson sem fékk matreiðslumeist- ara Grills og Holts til að gefa lesendum uppskriftir. RJÚPAN er tvímælalaust eitthvert magnaðasta hrá- efni sem íslensk náttúra býður upp á og á mörgum heimilum getur fólk ekki hugsað sér jól án þess að rjúpur séu á borðum. Matreiðsla á rjúpum einkennist hins vegar oftar en ekki af íhaldssemi og mai'gir eru tregir til að bregða út af venjum er myndast hafa í tímanna rás. Rjúpan er hins vegar hráefni sem býður upp á fjölmarga möguleika og vel þess virði að bregða út af venjum og elda hana með opnum hug. Vilji menn halda í kynslóðagamlar hefðir á aðfangadag ættu menn að reyna eitt- hvað annað nú í aðdraganda jólanna. Rjúpan er allt of góð til að snæða hana einungis einu sinni á ári. í Grillinu er það Agnar Sverrisson sem er yfir eldhúsinu og á fimm rétta jólamatseðli hans (sem kostar 4.900 ki'ónur) er að finna seljurótarfrauð, humarsalat með stökksteiktri pól- entu og sítrus-vinaigrette, rjúpu með sykruðum kartöflum og linsubaun- um, Créme Brulée og súkkulaðiköku með kanilís. Agnar, sem m.a. hefur starfað á veitingastöðunum Piéd á Terre og Mosimanns Glub í London segir ekki áberandi eftirsókn í rjúpur nú í desembermánuði. „Eg á enga skýrngu á þvi þó ef- laust sé hluti skýringai'innar að rjúp- an er vanmetið hráefni. Við bjóðum raunar einnig upp á villiþrennu, þar sem m.a. er að finna rjúpu, og gestir sækja frekar í hana en rjúpuna eina og sér. Það hefur raunar líka komið fyrii' að fólk hafi beðið um að fá eitt- hvað annað en rjúpuna í villiþrenn- una þar sem að það getur ekki hugs- að sér að borða rjúpu nema á jólun- um. Fólk er alið upp við rjúpu sem jólamat og vill ekki breyta því. Hún er síðan yfirleitt elduð upp á gamla mátann. Fólk vill ekki sjá blóð í rjúp- unni en við viljum helst ekki elda hana nema að sjá blóð í henni, þannig að það er misjafnt viðhorfið.“ Morgunblaðið/Kristinn Hákon Már Orvarsson Agnar segir að ekki sé áberandi kynslóðamunur í þessum efnum þótt vissulega séu yngri viðskiptavinir opnari fyrir því að borða rjúpu oftar. Hákon Már Orvarsson, sem á dögunum tók við sem yfirkokkur á Hótel Holti, segist ekki hafa kynnst rjúpum almennilega fyrr en hann hóf mat- reiðslunám. „Eg er hins vegar mjög hrifinn af rjúpu sem hráefni.“ Þeg- ar hann var beðinn um uppskrift ákvað hann að veita uppskrift að rjúpubringum elduðum með confit- Rjúpubringur „confit“ Stráið salti á bringur og leggið á fat í 10-15 mínútur. Skoldð, þerrið og leggið á kaf í andarfitu eða ólívuolíu í eldfóstu móti. Bætið við lárviðariauf- um og ferskum timjangreinum. Eldið í 10 mínútur í 200 gráða heitum ofni miðað við 8-10 bringur. Takið úr ofni og látið liggja í fitunni í 2-30 mínútur. Bringurnar eru nú tilbúnar til fram- reiðslu eða til að leggja í sósu. Þær má hins vegar einnig láta kólna í fit- unni og borða síðar. í lokuðum krukkum geymast þær vikum saman í kæli. Einnig má hita þær upp aftur. Sósa: 3 dl frosin hindber 1 dl púðursykur 1 dl balsamikedik 3 dl rauðvín Ber, púðursykur og edik er soðið í potti niður í síróp, eða þar til vökvinn er allur gufaðui' upp. Þar næst fer rauðvínið yfir berjablönduna og soð- ið líkt og fyri'. Núna ætti blandan að vera með Morgunblaðið/Golli Agnar Sverrisson aðferðinni, sem er ættuð frá Suðvest- ur-Frakklandi og var upphaflega geymsluaðferð. Eru rjúpur á jóla- matseðli Holtsins eldaðar með þeim hætti. „Það er ákveðin nýbreitni i þessu og þetta er afbragðs mat- reiðsluaðferð fyrir rjúpu ef menn vilja reyna eitthvað sem byggir ekki á sérvisku eða hefðum,“ segir Hákon. „Áferðin verður allt öðruvísi á sjálfu kjötinu, það verður meyi'ara og tónn- inn í bragðinu öðruvísi en með steik- ingu. Blóðið er ekki ríkjandi lengui heldur aðrir tónar.“ súrum og sætum keim í jafnvægi og tilbúin út í sósui' eftir eigin smekk. En atriði er að leyfa henni að sjóða með sósunni í allnokkra stund og gott er að bæta við 1 msk af smjöri til að mýkja bragðið og þá sigta hana. Kremað kartöflu- og blödrukáls- ragout Sneiðar eða teningar eru skornir úi soðnum kai’töflum, einnig blöðrukál- ið. I smjöri er kartöflum og blöðrukáli velt um á heitri pönnu í 2-3 mín. Þai næst er hellt yfir þær ögn af ijóma og soðið upp, smakkað til með salti og pipar og smjörklípu bætt við. Soðié þar til hæfileg og viðunandi þykkt er á rjómasósunni. Borið fram. Steikt jólasalat Salatið er hlutað niður í lauf. Það er steikt á heitri pönnu upp úi smjöri, (kryddað salti og sykri) i u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið þar til gyllt og nægilega meyrt. Þetta væri hægt að gera stuttu fyrir matreiðslu og hita upp í ofni. Sælkerinn Blöðrukálsvafin rjúpa í þennan rétt þarf 4 rjúpur, rjúpnalifrarfars, 1 haus af grænu blöðrukáli, netju, braserað blöðrukál, ostakartöflur, þuirkað blöðmkál og portvínssósu. Ystu blöðin af blöðrukálinu eru tekin af og blanseruð, hin skorin í strimla. Á bakka er settur 1 renning- ur af forsoðnu blöðrukáli. Smurt með rjúpulifrarfarsinu. 2 bringur settar á miðjuna á hverjum renningi, kryddað og rúllað upp. Vafið með netju í 3 hringi. Bundið með 4 spott- um af bindigarni. Steikt „medium rare“ og látið hvíla í 10 mín. Netjan og bindigarnið klippt af og skorið í 3 bita. Berið fram með tilheyrandi meðlæti. „Braserad" blöðrukál Savoykál, hvítt og grænt gulrótastrimlar sellerírótarstrimlar 100 g beikon í strimlum 80 ml brædd andaiita 200 ml rjómi salt og pipar Byrjið að steikja beikonið í hluta andafitunnar. Bætið í gi'ænmetis- strimlunum. Takið svo og þemið og geymið til frami'eiðslu. Forsteikið sal- atið á sama hátt. Klárið rétt fyrir framreiðslu, blandið saman og krydd- ið. Bætið í rjóma og sjóðið niður. - :.'■■■:■■■■■■■ ........... ........ . Ostakartöflur 800 g skrældar kartöflur 2 rif hvitlaukur salt og pipar 120 g ostur 2 eggjarauða 60 g parmigiano-ostur Steikið kartöflm'nar upp úr smjöri, kryddið. Þegar þær eru brúnaðar er hitinn lækkaður, lok sett á og mauksteikt. Kaiföflumauk- ið er sett á smjörpappír og svo annað lag af smjörpappír ofan á það, flatt út með kökukefli, fryst. Ostamauk gert í múlínex, rifinn ostur, eggjar- auður, parmigiano-ostur. Maukinu smurt á frosnar kartöfluplöturnar þunnt báðum megin, skorið með út- stungujárni, forsteikt á teflonpönnu. Portvínssósa: ____________100 ml portvín__________ 2 sqxaðir skarlottulaukar '/2 lórviðarlauf 2 greinar timjan V: I r úpusoð 1 msk kalt smjör salt og pipar. Laukur svitaður í olíu með lárvið- ai'laufi og timjan. Portvín látið út í. soðið niður í síróp. Rjúpusoði bætt út í og soðið niður um helming. Smjöri hrært út í sósuna og kryddað. Rjúpnalifrarfars Va kjúklingabringa '/2 eggjahvíta, 20 g heimalöguð gæsalifur (mó sleppa) 10 g myrkilsveppir 15 ml af hverju - madeira - púrtvini - brandí 1 msk blandaðar saxaðar kryddjurtir 'A tsk nitritsalt pipar úr myllu 4-ó rjúpulifrar Blandið saman í matvinnsluvél.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.