Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf heim- ilt að brosa Stórskyttur í handbolta eru takmörkuð auðlind. Sigurður Sveinsson er því eigin- lega eins og fallvötnin og fiskurinn! Sam- eign þjóðarinnar, þó hann fái ekkert fyrir nema virðingu og aðdáun. * Peningar tröllríða orð- ið íþróttum, nánast hvert sem litið er. Halda mætti á stund- um að ekkert skipti lengur máli nema peningar; að græðgin hafí tekið öll völd. Svo er þó sem betur fer ekki, að minnsta kosti ekki alls staðar, því áhugamennska er ennþá til, m.a. hérlendis. íþrótt í útlandinu er að minnsta kosti löngu hætt að snúast bara um íþróttina sem slíka; líklega yrði hlegið giska hátt að þeim sem gerðist svo djarfur að halda hinu gagnstæða fram. Þessa dagana eru fyrstu hlutafélögin á vegum íslenskra íþróttafélaga VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson að verða að veruleika - á végum Kára og Fótboltafélags Reykjavíkur, eins og þau hétu víst upphaf- lega, en það er önnur saga! Ekki ætla ég að halda því fram að markaðsvæðingin sé endilega slæm þegar íþróttir eru annars vegar. Þetta er þróun sem varla verður stöðvuð. Tíðar- andinn er svona. Sumir lifa og aðrir deyja. I íþróttum, eins og fleiri hliðum viðskiptalífsins, er staðreyndin sú að hinir stóru og ríku verða stærri og ríkari en áður en hinir litlu og fátæku verða áfram litlir og fátækir. Jafnvel enn minni og enn fátæk- ari en áður. Auðvitað er það ekki jákvæð þróun frá þeirra sjónarhóli en líklega óumflýjan- leg. Þeir „litlu“ hafa þó ýmis ráð sem vert er að huga að. Samein- ing hefur verið lausnarorðið hjá mörgu fyrirtækinu og hvers vegna skyldi það ekki vera íhug- unarefni fyrir forystumenn ís- lenskra íþróttafélaga, sumra hverra, að hugleiða þá leið? Ætli þeir sér að eiga raunhæfa mögu- leika á að ná árangri, vel að merkja. Ætli þeir félagi sínu hins vegar einungis að „vera með“ þurfa þeir engu að kvíða; þá þarf litlu sem engu að kosta til og engum að sameinast. Keppnisíþróttir snúast hins vegar um það að ná árangri. Og þær eiga jafnframt að vera skemmtun. Komi ekkert fólk að horfa á íþróttina lognast hún útaf. Mér er minnisstætt ávarp Haraldar Sveinssonar, þáver- andi framkvæmdastjóra Arvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðs- ins, og núverandi stjórnarfor- manns þess á 80 ára afmæli blaðsins, fyrir fímm árum. Þar sagði Haraldur meðal annars: „Morgunblaðið er ekki gefið út fyrir eigendur Árvakurs, út- gáfúfélags þess. Morgunblaðið er ekki gefið út fyrir ritstjóra þess. Morgunblaðið er ekki gefíð út fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Morgunblaðið er ekki gefíð út fyrir starfsfólk þess. Morgunblaðið er gefið út vegna lesenda sinna.“ Þetta má að vissu leyti heim- færa á atvinnumennsku í íþrótt- um. Iþróttirnar eru fyrir fólkið; fyrir áhorfendurna. Þær væru auðvitað ekki fyrir hendi ef eng- ir væru íþróttamennirnir en heldur ekki ef engir væru áhorf- endurnir. Að minnsta kosti ekki hinar hefðbundu flokkaíþróttir eins og knattspyma og hand- knattleikur. Nefna má að skv. upplýsingum í Morgunblaðinu á fimmtudaginn greiddu 24 full- orðnir aðgangseyri að viðureign Vals og Stjörnunnar í toppbar- áttu 1. deildar karla í handknatt- leik að Hlíðarenda deginum áð- ur. Atta barnamiðar seldust reyndar að auki á þennan heimaleik Islands- og bikar- meistaranna, en fjárhagslega hefur það varla skipt sköpum. Þessi aðsókn er auðvitað með ólíkindum. Ekki kann ég skýr- ingu á henni. Ef til vill eru kröf- urnar orðnar svona miklar; að um leið og Valsvélin hikstar ör- lítið taki áhorfendur sér frí. Kannski eru leikirnir of margir og aðgangseyrir of hár. Ef til vill eru Valsmenn að bíða eftir úrslitakeppninni í vor. Hvað sem því líður eru íþrótt- irnar til vegna fólksins og fyrir það, fólksins, sem sækir viðburði eða horfír á þá í sjónvarpi. Aldrei má gleymast að íþróttir eru skemmtun, íþróttamenn skemmtikraftar jafnframt því sem þeir reyna að ná árangri. Enginn kemur á íþróttaviðburð til þess að láta sér leiðast. Fólk vonast alltaf eftir því að hafa gaman af því sem boðið verður upp á þó vissulega gangi það ekki alltaf eftir. Allt of oft hefur borið á því að íþróttamenn, bæði hér heima og erlendis, taka hlutverk sitt svo alvarlega að þeir gleyma að hafa gaman af verkefninu. 1 sumum tilfellum mætti halda að bundið væri í samning þeirra og félags- ins að bannað væri að brosa á leikvelli! Undantekningar eru frá öllu og svo er einnig í þessu tilfelli. Einn er sá maður sem þjóðin hefur dáðst að gegnum árum, bæði vegna frábærra hæfileika og léttrar lundar á leikvelli. Hann getur alltaf brosað og hef- ur verið öðram glæsileg fyrir- mynd á handboltavellinum. Hann er að verða fertugur en síðast á miðvikudaginn var fór hann á kostum með liði sínu, HK, gegn KA á Akureyri og gerði hvorki fleiri né færri en 15 mörk - hvert öðru glæsilegra. Stuðningsmönnum KA hefur ef- laust ekki verið skemmt en aðrir landsmenn, sem sáu tilburði mannsins í sjónvarpinu, geta ekld annað en tekið ofan. Siggi Sveins er einstakur. Sannkölluð þjóðargersemi! Ljós í myrkrinu. A þessum síðustu og hugsanlega verstu tímum, þegar stórskyttur í handknattleiksíþróttinni era ekki á hverju strái, hlýtur að mega meta stöðuna sem svo að þær séu takmörkuð auðlind. Og þar með er hann kominn í flokk með fallvötnunum og fiskinum í sjónum! Orðinn sameign þjóðar- innar, þó hann fái ekkert fyrir nema virðingu og aðdáun. Fyrir næiri fimm árum skrif- aði ég eftirfarandi í Morgun- blaðið: „Sigurður Sveinsson er lifandi sönnun þess að íþróttir era skemmtun; hann er lista- maður sem á fáa sína líka, ef einhverja." Þarna er engu logið og allt saman enn í fullu gildi. ISLENSKT MAL AUÐUNN Bragi Sveinsson í Reykjavík sendir mér bréf sem hér birtist að mestu leyti: „Komdu sæll, Gísli Jónsson. Ég hef lengi haft áhuga á ís- lensku máli og reynt að vanda mál mitt í ræðu og riti. Þess vegna gremst mér mjög, þegar ég heyri eða sé íslensku máli misþyrmt." I fyrsta efnishluta bréfsins mælir ABS gegn mikilli notkun aukaframlagsins það, og þykir umsjónarmanni það réttmætt. Betra er að segja: Erfitt er að gera þetta heldur en „það er erfitt“ o.s.frv. Síðan gef ég bréfritara aftur orðið rétt strax. Hann hefur mikið til síns máls. Um orðið sjálfbær hef ég skrifað ýtarlega áður, og rakti það þá annars vegar til rangæskra bænda (um kýr sem báru hjálparlaust) og hins vegar til sr. Matthíasar Jochumssonai- (um trúarsöfnuði sem ekki fengu opinbera styrki). Auðunn áfram: „Nokkur orð, sem mér finnst að tröllríði nú íslensku máli, en sem ég fæ ekki betur séð en önnur orð geti leyst þokkalega af hólmi. Oft er sagt að eitthvað sé ekki forsvaranlegt. Mér finnst að orðið verjandi sé betri íslenska. Nú er oft sagt að eitthvað sé eða geti verið ásættanlegt eða óásætt- anlegt. Við eigum ágæt orð um þetta, viðunandi eða óviðunandi. Oft heyrist sagt í útvarpi að mikið af fólki hafi verið viðstatt einhvers staðar. Fólk er teljan- legt, þótt margt sé, ekki satt? Þess vegna finnst mér fara betur að segja og skrifa margt fólk. Talað er um upplifun, að ein- hver upplifi e-ð. Er þetta ekki hrein danska? Þar segjast menn opleve noget. Hvers vegna ekki að segja að við reynum eitthvað, að eitthvað sé ákveðin reynsla? Hörmung er að heyra og sjá orðtakið í stórum stíl sem veður uppi í fjölmiðlum. Þetta er aðeins danska, „i stor stil“. Betur fer á að segja og skrifa: „í miklum mæli“. Erlenda orðið kollega þýðir starfsfélagi á íslensku, gjarna not- að um embættismenn. En sé það Umsjónarmaður Gísli Jónsson 983. þáttur notað eins og það hljóðar á er- lendum málum, finnst mér fara best á að það sé óbeygt, en segja ekki kollegi, eins og allt of oft heyrist. Nú er tekið að nota orðið sjálf- bær um starfsemi, sem fullnægir eigin þörfum innan frá. Er ekki til skemmtilegra og eðlilegra orð um þetta atriði? Jú, ég hefði haldið það. Hefur ekki orðið sjálfbjarga verið notað um þetta fyrirbrigði? Ég hefði haldið það. Að lokum ágæt setning úr ný- legu blaði: „Við vitum, hvað það er erfitt að hætta að reykja." Jú, jú, við vitum hvað erfitt er að hætta reykja. Ég hef velt fyrir mér orðinu einhverfur. Er þetta ekki breyt- ing á orðinu einþykkur? Hæfir e.t.v. ekki sem fræðiorð. Vöndum málfarið! Notum tungumálið, sem við fengum í vöggugjöf, á réttan hátt, á fagran hátt! Það er eins með tunguna og annað sem okkur er léð, að úr því má smíða fagra og nytsama hluti, en einnig ljóta og afkáralega!" ★ Mörg afbrigði eru til af drótt- kvæðum hætti, og kann Snorri Sturluson skyn og dæmi þeirra allra í Eddu, og mætti mín vegna hafa búið eitthvað af þeim til. Um hendingamar skal nú þegar geta tveggja. Það era munnvörp á máli Snorra, þegar engar hend- ingar eru í frumlínum, en skot- hendingar í síðlínum. Hann yrkir: Eyddi úthlaupsmönnum ítr hertogi spjóíum. Sungu stál of stillis, stóð ylgr í val, dolgum. Hal margan lét höfði hoddgrimmr jöfurr skemmra. Svó kann rán að refsa reíðr oddviti þjóðum. (Efniságrip: Hinn ágæti herfor- ingi drap uppreisnarmenn með vopnum. Glamur þeirra dundi á óvinum konungs. Hinn örláti kon- ungur gerði margan höfðinu styttri. Þannig kann hann, skap- mikill foringinn, að refsa ráns- mönnum.) Ákaflega sjaldan slepptu menn hendingum alveg, en kæmi það fyrir, nefnist háttlausa hjá Snorra: Ortak, öld at minnum, þásalframastvissak, of siklinga snjalla með sex tugum hátta. Sísthafavegnévellum, er vkðan mik létu á aldinn mar orpit (þats oss frami) jöfrar. (Efniságrip: Ég hef ort með 60 háttum um hina snjöllu konunga sem ég vissi alfremsta, fólki til minnis. Ekki hafa þeir konungar varpað á glæ heiðri og gulli sem þeir hafa sæmt mig. Það er mér frami.) Hrynjandi (bragliðaskipting) gat verið mismunandi í afbrigðum dróttkvæðs háttar, en hér verður aðeins nefnt eitt dæmi sem víkur frá meginreglu, en þá eru síðlínur stýfðar (eitt atkvæði í lokin). Snorri kallar það hinn meiri stúf. Yggs drósar rýfr eisa öld móðseija tjöld. Glóð stökkr í hof Hlakkar hugtúns fírum brún. Geðveggjar svífr glugga glæs dynbrími hræs. Hvattr er hyrr at slétta hjaldrs gnaptuma aldrs. (Efniságrip: Sverðið skellur á brjóstum mannanna. Brúnn brandurinn stingst í bringurnar. Sveipandi sverðið skerst gegnum brjóstsárin. Menn hvetja sverðin til þess að gera aðra höfðinu styttri.) Ath. vel: I síðasta dróttkvæða- þætti voru bragliðir hveraar línu taldir sex, en átt var við atkvæði. Bragliðir era þrír. ★ Geneologia Naskur maður hét nafninu Jóni, og niður hans var enginn dóni og faðir Húnvetnings harla reifs, hét sá maður Jón Leifs og var talandi tónskáld á Fróni. (Sigríður á Sandnesi.) Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í haesta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. í* 10 ára ábyrgð t*. Eldtraust t* 12 stærðir, 90 - 500 cm t* Þarfekki að vökva i& Stálfótur fylgir ;*• íslenskar teiðbeíningar t* Ekkert barr að ryksuga >*■ Traustur söluaðili & Truflar ekki stofubtómin Skynsamleg fjárfesting :AUT 60 skatc
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.