Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 68
-1>8 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ 3000 m2 sýningarsalur (OPIÐ: Mán. - fös. Fimmtud. Laugard. Sunnud. 10:00 - 18:00 10:00 - 20:00 11:00- 16:00 13:00 - 16:00 TM - HÚSGÖGN SíÖumúla 30 - Sími 568 6822 Dantax - þessi dásamlegu dönsku tæki. Bjóðum nú í tilefni hátíðanna takmarkað magn af þessum vönduðu sjónvarps- og myndbandstækjum á stórskemmtilegu verði. ***** Dantax TLD 30 28" Black Matrix DantaxVCR220 Tveggja hausa, einfalt i notkun, flott tæki á stórfínu verði: 19.900,- Dantax er nýtt merki á íslandi en virt og vinsælt á hinum Norðurlöndunum. Komdu og kynntu þér fjölbreytt úrval sjónvarpstækja, videotækja og hljómtækja, því sjón (og heyrn) er svo sannarlega sögu ríkari. Dantax Dásamleg dönsk tæki SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is ERFÐA-AUÐLIND ÍSLENDINGA í ALLRI umfjöllun undanfarin misseri um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hefur lítið verið rætt um frumkvæði erfðafræðinefndar Háskóla Islands um erfðarannsóknir á Islendingum og upp- byggingu gagnagrunna. Að vísu voru þessu átaki gerð skil í yfírlits- erindum Morgunblaðs- ins, Erfðir og upplýs- ingar, í tveimur þáttum dagana 6. og 7. október, en mér þykir samt rétt að skýra nokkuð nánar frá aðdraganda stofn- unar erfðafræðinefndar og viðhorfum mínum til gagnagrunna. Eftir kjamorku- sprengingamar í Japan í lok síðustu heims- styrjaldar vöknuðu spurningar um hvaða áhrif aukin geislavirkni hefði á stökkbreytingar mannslík- amans. í Bandaríkjunum fjallaði kjarnorkunefnd þeima um öll mál á því sviði. Vísindamenn þeirra gerðu sér grein fyrir, að unnt væri að finna viðmiðunarhóp í litlu þjóðfélagi, sem hægt væri að bera saman við þjóð, sem hafði orðið fyrir geislavirkni. Hjá fámennu, vel afmörkuðu samfé- lagi væri ef til vill unnt að fínna þá grunntíðni stökkbreytinga, sem get- ur átt sér stað í manninum. Italskur erfðafræðingur, sem hér var á ferð upplýsti okkur Niels Dungal pró- fessor um áhugamál kjarnorku- nefndar. Varð það til þess að við sóttum um og fengum styrk til mannerfðafræðirannsókna hér á landi, og stofnuðum við erfðafræði- nefndina 1965. Var starfsemi hennar fjármögnuð af kjarnorkunefnd Bandaríkjanna um nítján ára skeið eða til ársins 1984. Við brautryðjend- ur í erfðafræðinefnd fórum strax að safna íslenskum lýðskrár- gögnum, svo að hægt væri að tengja einstak- linga saman í ættir og mynda ætt- fræðilegan gagnagrunn yfír íslensku þjóðina. Var unnt að vélvæða þessa vinnu, þar sem þá var fyrsta tölvan einmitt komin til landsins, en hanal fékk Háskóli íslands. Síðan þurfti að bæta ýmsum erfðamörkum við þessi ættartré, til þess að kanna tíðni af- brigðilegra eiginleika meðal íslend- inga. Ymsum heilbrigð- isstofnunum var kunn- ugt um þennan gagna- grunn og gátu læknar fært sér hann í nyt, þegar þeir leituðu að mögulegu ættgengi ein- hverra sjúkdóma, sem þeir fengust við að rannsaka, og tengdu þéir þá sinn afmarkaða gagnagrunn við okkar á meðan á leit stóð. A vegum erfðafræði- nefndarinnar var einnig byrjað á litþráðarann- sóknum manna til þess að kanna tíðni litþráða- galla meðal þjóðarinn- ar. Einnig var þá hafín könnun á arfgengi sérstæðra eggja- hvítuefna, ensíma, í blóði og haft ná- ið samband við Rannsóknastofnun Háskólans og Blóðbankann, þar sem stuðlað var að tölvuvæðingu blóð- flokkaeinkenna Islendinga. Þá var mikils um vert, að til væri góð skrán- ing fósturgalla, sem nefndin beitti sér íyrir að gerð væri. Styrkveitendurnir í vestri sáu, að hér var einstakt þjóðfélag, sem bjó yfír góðum ættfræðilegum heimild- um og vel skráðum heilsufarsupplýs- ingum. Þeir héldu því áfram að styrkja starfsemina, endaþótt ekki væri hlaupið að því að koma lýð- skrárgögnum saman í ættartré. Gagnagrunnur erfðafræðinefndar er samt orðinn furðu góður,_og eru nú á skrá um 500 þúsund Islendingar, sem fæddir eru um 1840 eða síðar. Hefur þessi ættarbanki verið lækn- um og líffræðingum ómetanlegur enda hefur hann verið nýttur til fjölda rannsókna og fengnar áhuga- verðar niðurstöður, sem birst hafa í fagritum hér og víða um heim. Oft kynntum við einnig þetta átak okkar á fundum erlendis, og var erlendum mannerfðafræðingum því kunnugt um einstök störf nefndarinnar, og þær sérstæðu aðstæður, sem voru hér á landi til mannerfðafræðilegra rannsókna. Hins vegar var aldrei beitt neinni herferð, til þess að aug- lýsa starfsemi nefndarinnar. Hér var risin stórmerk stofnun, sem lét svo lítið yfir sér, að nafn hennar varð aldrei glæsilegra en aðeins erfða- fræðinefnd. Nefndin hafði samstarf við Ki-abbameinsfélag Islands og Hjartavernd, og auðsýnt var, að unnt væri að afla fjölmargra upplýs- inga um einstaklinginn úr ýmsum áttum. Unnið var að lýðskrársöfnun, með því að nota gögn úr manntölum og kirkjubókum, en þar var ekki að- eins að finna tölulegar upplýsingar um fæðingardagsetningar, dánar- dægur og foreldri barna, heldur einnig sjúkdóma og dánarorsakir. Dánarorsakir voru einnig fengnar úr dánarskrám Hagstofunnar, sem hóf að skrá slíkt 1916. Sjálfsagt er að íslensk erfðagreining eigi greiðan aðgang að heilufarsgögnum Is- lendinga, segir Sturla Friðriksson, án þess þó að veitt verði einkaleyfí til rannsókna. Forsvarsmenn erfðafræðinefndar sáu að hér mátti skapa stórmerkileg- an gagnabanka um ættir og heilsufar landsmanna og voru í óðaönn að safna slíkum gögnum, sem mátti gera tölvutæk og nota til þess að sýna arfgengi sjúkdóma í ættum og fylgni þeirra við einhver erfðamörk. Þessum gögnum var samt að mestu safnað utan vébanda heilbrigðisráðu- neytisins. Þetta var fyrir daga tölvunefndar. Síðan hún tók til starfa hefur þurft að aðgreina læknisfræðilegar upp- lýsingar nefndarinnar frá ættfræði- skránni, og er tenging þessara gagna nú aðeins gerð að fenginni heimild tölvunefndar. Eigi að síður er það enn sama staðreynd nú og þegar erfðafræðinefnd var stofnuð fyrir rúmum 30 árum, að hér á landi er einstakur akur til að safna heim- ildum um einstaklinginn og nota þær tO rannsókna á erfða- og ættfræði jafnt og heilsufars- og þjóðfræðileg- um háttum. Þegar ég er spurður um afstöðu mína til gagnagrunna get ég ekki sagt annað, en að þeir séu af hinu góða og þeir séu óhjákvæmileg afleiðing nýrrar tækni í skráningu og annálafærslu. Að búa til miðlæg- an heilsufarsgagnagrunn yfir Islend- inga var, að mínu mati, einmitt það, sem erfðafræðinefnd vildi gjarnan gera og var á góðri leið með að efla. Með því að tengja gagnagrunninn ættarskrá er fyrst hægt að fá fram hinar áhugaverðustu upplýsingar um ættartengsl sjúkdóma og fylgni við önnur erfðamörk. Hins vegar verður að virða sjónarmið þeirra, sem ekki vilja að öll kurl komi til grafar um sig og sína nánustu. Starfsmenn erfðafræðinefndar unnu að uppbyggingu þessa gagna- grunns í kyrrþey, en eins og alþjóð er kunnugt liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. I athugasemdum við frumvarpið er þess getið hver eigi hugmyndina að þannig gagnagrunni, og að hann skuli fá rekstrarleyfí til tólf ára til gerðar og starfrækslu Lýsandistjörnur ■Feykírófa Skólavörðustig 1a Sturla Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.