Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 80

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 80
SO LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PRÆÐASETRIÐ í Sandgerði. Starfsfólk Húsdýra- garðsins í heimsókn STARFSFÓLK Húsdýragarðsins í Laugardalnum í Reykjavík kom í heimsókn á Fræðasetrið og í Botn- dýrarannsóknarstöðina í Sandgerði í nóvember. Attu þau einn frídag sem þau notuðu til að fara öll sam- an og gera eitthvað fróðlegt og skemmtilegt, segir í fréttatilkynn- ingu. Völdu þau Suðurnesin og auk Fræðasetursins fóru þau í Bláa lón- ið. Sýndu þau Fræðasetrinu mikinn áhuga enda tengjast þessir staðir þar sem báðir eru að sýna og kynna íslensk dýr, hvor á sinn hátt. Fræðasetrið leggur aðaláherslu á villtu dýrin til lofts og sjávar en Húsdýragarðurinn leggur áherslu á húsdýrin. Auk þess er Fræðasetrið með sýningu á íslenskum steinum, plöntum og skordýrum sem hægt er að skoða nánar í víðsjám o.fl. Mikil aukning hefur verið á gest- um í Fræðasetrið á þessu ári, bæði skólafólk, starfs- og félagshópar og erlendir ferðamenn. Fræðasetrið er opið alla daga frá kl. 13-17. Jólastemmnmg• á Laugaveginum MIKIÐ verður um að vera í mið- borginni um jólin. Gert er ráð fyrir að vart færri en 300 uppákomur verið í miðborginni fram að jólum og þær eru upp á hvem einasta dag, segir í fréttatilkynningu. A daginn eru þrettán jólasveinar á ferðinni í fjórum hópum. Þeir eru á ferli kl. 14-16 um helgar og frá kl. 16-18 virka daga. Á kvöldin taka svo við tónlistaratriði frá kl. 20-22 og til kl. 23 Þorláksmessu. í dag, laugardag, fer Coca-Cola- lestin frá Hlemmi niður Laugaveg- inn kl. 16 og lýkur för sinni um kl. 18 í Kvosinni. Kórar og blásarar taka lagið á sjö viðkomustöðum á leiðinni. Sunnudaginn 13. desember verða svo jólasveinamir á ferðinni frá kl. 14, þeir ferðast í hópum þrír jeppar og sex fótgangandi í tveimur hópum. Áfram verða þeir svo á ferð- inni út alla vikuna. Verslanir verða opnar til kl. 22 í kvöld og frá kl. 13-18 sunnudag. Jólasveinar í Húsdýra- garðinum FYRSTI jólasveininn kemur til byggða á laugardag og kemur hann við í Laugardalnum. Frá og með laugardeginum 12. desember og fram til jóla kemur jólasveinninn á hverjum degi kl. 15. Dagskráin um helgina er eftirfar- andi: Kl. 14 verða trúðarnir Barbar og Úlfar og kl. 15 mætir Stekkjar- staur á svæðið. Á sunnudeginum kl. 14 verður jólasaga Brúðuleikhússins Tíu fíngur, kl. 15 kemur Giljagaur í heimsókn og kl. 15.30 syngur Gradu- alekór Langholtskirkju jólalög. ------------------- Tónlist hjá Sævari Karli HJÁ Sævari Karli í Bankastræti verður boðið upp á lifandi tónlist fram að jólum. Feðgamir Jónas Þór- ir og Jónas Dagbjartsson koma í heimsókn, Gunnar Kvaran Hrafns- son, konstrabassaleikari ásamt gest- um leika jólalög í léttum jass-stíl. í næstu viku verða léttur hádegis- tónleikar frá kl. 12-13 alla daga og mOli kl. 17-18, á laugardögunum 12. og 19. desember verður lifandi tón- list milli kl. 14 og 17. — Olís færir Mæðrastyrks- nefnd gjafír OLÍUVERZLUN íslands afhenti á fimmtudag Mæðrastyrksnefnd gjaf- ir af ýmsu tagi. Meðal þess sem nefndinni var fært má nefna reið- hjólahjálma, skólatöskur, bakpoka, leikfóng, jólaskraut og ýmislegt fleira. Það er von Olís að gjafimar megi verða til að auka einhverjum gleði um og yfir hátíðamar, segir í fréttatilkynningu. íris Björk Haf- steinsdóttir afhenti gjafimar fyrir hönd Olís en Guðlaug Runólfsdóttir og Kristín Ólafsdóttir veittu þeim viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrks- nefndar. í DAG VELVAK4JVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bréf frá Moshe VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Fyrir tveimur mánuð- um bar hópur kappsfullra íslendinga fána sinn í skrúðgöngu í miðborg Jer- úsalem, en gangan var far- in í þeim tilgangi að sýna stuðning við Israelsríki á fimmtíu ára afmæli þess. Nú þegar þetta fólk er komið heilu og höldnu heim tii sín langar mig að spyrja það að því hvað það hafi verði að lýsa stuðningi við og í umboði hvers? Styður það ísraelsk lög sem kveða á um að gyðing- um sé óheimöt að ganga í hjónaband með kiistnum mönnum (jafnvel þótt þeir séu Islendingar), áfram- haldandi eignarnám á palestínsku landi og niður- rif palestínskra húsa þannig að hægt sé að halda áfram stækkun landnema- byggða (þar sem aröbum, jafnvel þótt þeir séu ísra- elskir ríkisborgarar, er óheimöt að búa). Eða kannski áframhaldandi hersetu Israela í Suður-Lí- banon, sem kostar sífellt fleiii líf saklausra kvenna og barna? Eg var bara að velta þessu fyrir mér. Sjáumst á nýju ári.“ Moshe Okon - Jerúsalem. Þröngar póstlúgur RAUFAR fyrir póst, eða svokallaðar póstlúgur, eru víða bæði þröngar og óhagræðislegar. Þetta veldur óþægindum fyrir blaðburðarfólk og póst- bera. Á þeim tímum þegar Morgunblaðið verður þykkara og þenst út, líkt og púkinn á fjósbitanum í Odda forðum daga, þá víkka póstraufarnar ekki. Afleiðingarnar verða þær að erfitt verður að troða lestrarefninu inn. Stund- um getur eitthvað rifnað og svo getur farið að það verði að leggja íyrirferðar- mesta póstinn fyrir utan dyrnar. Það hlýtur að vera kostur að fá Morgunblaðið órifið inn um póstlúgurnar, svo og annað lestrarefni. Út frá því er nú skorað á húseigendur að skipta um lúgurnar þar sem svona hagar tö. I annan stað þarf að vera til ákvæði í bygging- arlögum þar sem gert er ráð fyrir vissri lágmarks- stærð póstlúga. Einnig að blaðberar geti neitað að bera í hús þar sem lúgurn- ar eru þröngar eða óhent- ugar. Úlfhéðinn. Góður lestur Arnars MIG langar að taka undir orð H.G. í Velvakanda í dag, 10. desember, um lestur Arnars Jónssonar á Sjálfstæðu fólki eftir Haö- dór Laxness. Hann las svo snöldarlega vel að unun var á að hlýða. Eg hef heldur aldrei notið þessar- ar frábæru sögu sem nú. Arnar á miklar þakkir skildar. Þyrí. Hvar er umhyggjan? ÉG fylgist af og tö með umræðunni um gagna- grunnsfrumvarpið. Mér heyrist stjórnarandstaðan berjast með kjafti og klóm á móti þvi að það nái fram að ganga. Hvar er um- hyggjan fyrir hinum sjúku núna og möguleikum þeirra að fá bót meina sinna? Er meiningin að ganga þvert á vilja meiri- hluta landsmanna í þessu rnáli. Það þarf engan að undra þótt R-listinn og önnur glundroðasamtök komi öla út úr skoðana- könnunum. Eldri borgari. Rétt svar við rangri spurningu YFIRLÝSINGAR lög- fræðinga þess efnis að frumvarpsdrög ríkis- stjórnarinnar, sem unnin eru í framhaldi af kvóta- dómi Hæstaréttar, séu „í samræmi" við niðurstöðu Hæstaréttar eru að líkind- um rétt svar við rangri spurningu. I stað þess að svara kröfum dóms í af- mörkuðu máli þar sem nið- urstaðan ræðst af kröfum aðöa tel ég að spyrja verði: standast önnur ákvæði en 5. gr. laga 38/1990 stjórn- arskrá og mannréttindaá- kvæði? Eg skora á sér- fræðingana að vera ná- kvæmir í orðavali i svo mikövægu máli. Kvótaumsækjandi. Leið til rasisma EG ER ekki sammála því sem Hávar Sigurjónsson skiifar í Viðhorfi Morgun- blaðsins miðvikudaginn 9. desember. Þar segir hann: „Hvernig stendur á því að ekki hefur verið sett upp Skynsemisstofnun ríkisins þar sem ungu fólki yrði bent á óskynsemi þess að láta tdfinningarnar ráða við makaval." Mér finnst það nokkuð langt gengið þegar stóri-bróðir á að fara að velja maka fyrir okkur. Hitler og Stalín reyndu að hafa áhrif á þessi mál á sinum tíma og ef þetta er ekki leiðin til rasisma þá veit ég ekki hvað er það. Sverrir. Tapað/fundið Gult fjallahjól týndist í Hafnarfirði FJALLAHJÓL með áber- andi gulu steöi og með grófum dekkjum týndist frá Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði fyrir viku. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 555 0263 og 555 2369. SKAK liinsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp í skák tveggja Spánverja á alþjóð- legu móti í Elgoibar á Spáni sem lauk í síðustu viku. Fransisco Vallejo Pons (2.450) var með hvitt og átti leik gegn Felix Izeta (2.445) 17. Rfíi+' - Kh8! Eftir 17. - gxf6 18. Dg6+ - Kh8 19. Dxh6+ - Kg8 20. Hd3 hefur hvítur óstöðvandi sókn) 18. Bxf7 - Dxf2 19. Hhfl - De3+ 20. Kbl - Dg5 (Drottningakaupin gera illt verra, en 20. - gxf6 21. Hxf6 var einnig tapað) 21. Dxg5 - hxg5 22. Rd7 - Bxd7 23. Hxd7 - Had8 24. Hf3 - g6 25. He7 - Ild2 26. Hh3+ - Kg7 27. Bc4+ - Kf6 28. Hhh7 og svartur gaf, því hann getur ekki varist mát- hótuninni á f7. Úrslit á mótinu urðu: 1. Van der Wiel, Hollandi, 7 v. af 9 mögulegum, 2. Izeta 6 v., 3.-4. Kornejev, Rúss- landi, og V. Georgiev, Búlgaríu, 514 v., 5. Ubilava, Georgíu, 5 v., 6. Gomez Esteban, Spáni, 414 v., 7. Vallejo Pons 314 v., 8. Mellado, Spáni, 3 v., 9.-10. A. Fernandes, Portúgal, og Bellon, Spáni, 2!4 v. Guðmundar Arasonar mót- ið, það fjórða í röðinni, hefst á mánudaginn í Hafnarfirði. Keppendur verða 30 talsins, þar af fjórir stórmeistarar. Átta erlendir keppendur eru skráðir tö leiks. Hvítur leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI „'flann, beftsvó lengC.aJSþab i/arkomib &.ð lcokJbte/inum, /iza/T-s." Yíkverji skrifar... AÐ ER hvimleitt fyrir notendur GSM-síma hversu algengt er að símtöl rofni í miðjum klíðum. Vissulega geta stundum verið skiljanlegar ástæður fyrir þessu, t.d. ef ekið er út fyrir þjónustusvæði eða gengið inn í lyftur, niður í kjallara eða hinar farsímaheldu byggingar Kringlunnar. ítrekað hefur það hins vegar komið fyrir Víkverja að samtöl rofna án þess að nokkur sjáanleg skýring sé á því, t.d. hefur ekki verið hægt að kenna síma eða staðsetningu um. Þá virðist sem á einstaka stöðum í borginni séu „dauðir" blettir þar sem símsamband rofnar. Víkverji ekur daglega um Miklubrautina á leið í og úr vinnu og þarf oftar en ekki að taka símtöl á þeirri leið. Hvað eftir annað gerist það hins vegar þegar hann nálgast gatnamót Miklubrautai- og Snorrabrautar á leið vestur að samtal slitnar í miðjum klíðum. Þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða heldur fjölda tilvika telur Víkverji sér óhætt að draga þá ályktun að eitthvað sé bogið við GSM-skilyrði á þessum slóðum. XXX MIKIÐ hefur verið rætt um notkun farsíma í bflum á undanförnum mánuðum og þær hættur er geta fylgt slíkri notkun. Víkverji þekkir það af eigin raun að það getur verið erfitt að halda jafnt um símann sem aka bifreið í hraðri umferð. Nær daglega sér maður jafnframt í umferðinni óreglulegt aksturslag ökumanna sem við nánari grennslan reynast vera með síma í annarri hönd. Ekki síst vekur það ugg með Víkverja er hann sér ökumenn vörubifreiða eða álíka farartækja sigla um götur með aðra hendi á stýri og hina um símann. Þar sem Víkverji vill síður vera hættuvaldur í umferðinni varð hann sér því úti um handfrjálsan búnað fyrir nokkru og verður að viðurkenna að slíkur búnaður auðveldar ekki einungis það að halda einbeitni við akstur heldur er jafnframt að öllu leyti þægilegra að tala í gegnum síma með slíkum búnaði heldur en á hefðbundinn hátt. Færa má sterk rök fyrir því að lögleiða ætti slíkan búnað hyggist menn tala í síma á meðan á akstri stendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.