Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 84

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 84
.84 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Bíóborgin hefur tekið til sýninga myndina „Soldier“. Þetta er hasarmynd í anda vísindaskáldsagna með Kurt Russel í aðalhlutverki. Drápsvél öðlast nýtt líf Landsbankinn I Opið frá 9 til 19 Munið Ferðabókarhappadrættið í desember Varðan • 30% ofslóttur at miðaverði ó leikrifið Hellisbúinn • 2 fyrir 1 ó allar sýningar islenska dansflokksins • Frir aðgangur oð Einkabankanum ó netinu til aldamóta • Frít aðgangur a5 Kauphöll Landsbtéfo • Afslóttur af tölvunómskeiðum hju Framtiðorbörnum • 3jo mónaða fri Inlernetóskiift fró Islondia • 25% aflsóttur af óskrift timaritsins Lifandi Visinda fyrstu 3 mónuðino og 10% eftir það ef greitt er með beingreiðslu Nóman • Frír aðgangur að Internet Netkaffi i Vesturbæjnr- ofgreiðslu (Hóskólabió) • 3jo mónaðo fri Internetóskrift fró Islondia • Frir aðgangur oð Einkabankanum ó netinu til aldamóto • Frir aðgangur nð Kauphöll Landsbréfa • Afslóttur of æfingargjöldum hjó fjölda íþróttafélaga, t.d. SundféloginuÆgi(15%) Knattspyrnudeild FH (1 mónuður frir) Knaltspyrnudeild Þróttar (10%) Knarispymudeild Þórs Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast klóbbfélögum Londsbanko Islands hf. sem finna mó ó heimasiðu bonk- ons, www.londsbanki.is í ÞJÓÐFÉLAGI framtíðarinnar er sumum ætlað það frá fæðingu að gerast hermenn. Þeir eru þjálfaðir til að verða ómannlegar morðvélar, en svo koma á markaðinn fullkom- lega vélrænar morðvélar. Þá er mannlega morðvélin, Todd (Kurt Russel), látinn mæta einni vélinni. Hann tapar, er talinn dauður og "eins og öðrum mannlegum úrgangi, úreltum vélum og útbrunnu fólki er honum fargað á annarri plánetu. Þar vaknar hann til lífsins á ný, kynnist nýjum lífsgildum og þarf loks að verja þessi nýju heimkynni sín fyrir morðvélinni (Jason Scott Lee), sem þegar hefur lagt hann að velli einu sinni. Það er liðin fimm ár síðan framleiðand- inn Jerry Weintraub las KURT Russel í hlutverki Todd. FRAMANDLEGT og vísindaskáldsögulegt umhverfi einkennir „Soldier". handrit að myndinni „Soldier“ eftir hinn virta handritshöfund David Webb Peoples, höfund „Blade Runn- er“, „Unforgiven" og fleiri mynda. Weintraub hreifst af handritinu, sem Peoples skrifaði árið 1986. Hann segir að fyrsti leikstjórinn sem honum kom í hug til að stjóma myndinni hafi verið Paul Anderson, sem helst hefur unnið sér það til frægðar að leikstýra myndinni „Mortal Kombat". „Paul hafði stór- skemmtilega sýn á þessa mynd, sýn sem kom heim og saman við mína. Hann er mjög næmur á þessa gerð kvikmynda og er mjög sjónrænn kvikmyndagerðarmaður. Hann skildi strax verkið og karakterana.“ Það vafðist ekki heldur fyrir leik- stjóranum hver væri rétti maður- inn í aðalhlutverkið. „Strax og ég var spurður sagði ég: „Kurt Russel,“ segir hann. „Kurt er fullkomin í hlutverki af því að hann hefur þetta dásamlega sambland af líkamlega sterkum leikara, sem skiptir máli í mynd af þessu tagi, og svo er hann fyrsta flokks leikari. Hann þarf að leika mann sem var hálfgerð vél, lendir í algjöru niðurbroti en tekst að verða manneskja í jafnvægi áður en yfir lýkur.“ Kurt Russel segir ekki mikið í þessari mynd. „Þetta er erfítt hlut- verk fyrir leikara og fyrir leik- stjóra," segir Weintraub. „Það þarf að koma sögunni til skila án þess að nota mörg orð, þetta er allt í augun- um á Kurt.“ Sjálfur segir leikarinn um hlut- verkið: „Þetta er saga um mannleg- ar tilfinningar, sem er sögð á JASON Scott Lee leikur dráps- vélina sem Todd þarf að sigrast á. óvenjulegan hátt, þetta er saga um eldskírn hermanns, sem kynnist og tengist mennsku sinni.“ Hlutverkið krafðist þess að Russel væri í al- gjöru toppformi líkamlega og hann þurfti að framkvæma stóran hluta áhættuatriðanna sjálfur. „Líkamlegi þátturinn finnst mér ekki mjög áhugaverður. Andlegi þátturinn er mest áhugaverður. Todd hefur verið alinn upp í herumhverfi frá blautu barnsbeini, þetta er í raun og veru hin fullkomna barnamisnotkun. Ég held að styrkur myndarinnar sé ekki í mestu hasarhlutverkunum heldur í mannlegu þáttunum. Todd er maður sem er tilfinningaríkur en gjörsamlega bældur.“ I öðrum aðalhlutverkum er Jason Scott Lee, Gary Busey, Connie Nielsen og Michael Chiklis. íA(ceturgatinn Smiðjuvejji 14, ‘Kópavofii, sími 587 6080 í kvöld leikur stuðhljómsveitin KOS Opið frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Sjáumst hress — Næturgalinn Frumsýning Mikið úrval af glæsilegum fatnaði Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 imcirion JOHN Goodman ásamt leikstjóranum Joel Coen og handritshöf- undinum Ethan Coen á blaðamannafundi í Berlín fyrir frumsýn- ingu Hins mikla Lebowski. Coen-bræður kynntu myndina á Kúbu. Slær við iimrás- inni í Svínaflóa INNRÁSIN í Svínaflóa var fyrsta skrefið en nú hafa Bandaríkjamenn gert innrás á Kúbu. Bandaríkjamenn hafa aldrei verið jafn áberandi á kvikmyndahátíðinni í Havana eins og þeirri sem lauk í gær. 160 Banda- ríkjamenn skráðu sig til leiks eða hundrað fleiri en í fyrra. Þar á meðal er nefnd kvikmyndagerðarmanna frá Sundance-stofnunni. I heild eru rúmlega 700 útlendingar á hátíðinni, allt frá kvikmyndanemum til evr- ópska leikstjórans Constantin Costa Gavras. Stjömufans í Havana Kvikmyndagerðarmennirnir Joel og Ethan Coen mættu ásamt eigin- konu Joels, leikkonunni Frances McDormand, og leikstjóranum Terry Gilliam til að kynna myndirn- ar „The Big Lebowski“ og „Fear & Loathing in Las Vegas. Alls eru átta óháðar bandarískar kvikmyndir sýndar í hliðardagskrá við hátíðina. Leikstjórarnir Randa Haines og Betty Kaplan eru á staðnum til að kynna „Dance with Me“, sem er tek- in að hluta til á Kúbu, og mynd Uni- versal „Dona Barbara" sem er á spænskri tungu. Harry Belafonte er einnig viðstaddur á hátíðinni. Joel Coen, sem hefur áður ferðast til Kúbu, sagði á blaðamannafundi að frábært tækifæri gæfist á hátíðinni til þess að kynnast suður-amerískum kvikmyndum. Hálft hundrað slíkra mynda er í aðalkeppninni og mynd- irnar í hliðardagskrám hátíðarinnar fylla hundraðið. Fræga fólkið á La Guerida Kúbverski leikstjórinn Fernando Perez fékk góða dóma fyrir myndina „La Vida es Silbar“. Hann lýsti ánægju með komu svo margra Bandaríkjamanna til Kúbu í samtali við Daily Varíety og sagðist finna að þeh’ væru einlægir í áhuga sínum frekar en að þeir væru á Kúbu vegna þess að það væri „í tísku“. „Það er hvetjandi að hitta fólk á borð við Coen-bræður, Frances McDormand og Harry Belafonte. Ég held að þau hafi komið af innri þörf fyrir skoð- anaskipti og innblástur," bætti hann við. Þeim sem eltast við fræga fólkið er ráðlagt að stefna í framtíðinni á La Guarida. Það er lítill heimaveit- ingastaður í íbúð írá nýlendutíman- um sem notuð var við tökur á kúbversku myndinni „Jarðarberjum & súkkulaði" sem tilnefnd var til óskarsverðlauna. Framleiðendur og leikarar söfnuðust þar saman á hverju kvöldi og myndir af ánægðum viðskiptavinum á borð við Jack Nicholson og fjölmörga spænska og ítölska leikstjóra prýða veggina. mbl. HÉR sést Karl heilsa upp á Kryddpíurnar. KARL Bretaprins stóðst ekki mátið að klappa fína krydd- inu Victoriu aðeins á bumb- una þegar hann hitti hana á konunglegri skemmtisýningu í London á dögunum. „Not- arðu ekki bumbubanann?“ spurði Karl Victoriu. Hún svaraði með því að herma eftir átvagli og sagði að það væri helsta æfingin þessa dagana. Victoria og Mel B., sem einnig á von á barni, sungu ásamt hinum Kryddpíunum nýja lagið sitt „Goodbye" á sýningunni. En kannski vegna líkamsástands þeirra tveggja flutti hljómsveitin lagið sitjandi á stólum og slepptu danssporunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.