Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 16

Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kaupfélag Ey- firðinga selur Bíla- verkstæði Dalvíkur Nýir eigend- ur taka við um áramót KAUPFÉLAG Eyfírðinga hefur 1 selt húsnæði, vélar, áhöld og vöru- birgðir Bflaverkstæðis Dalvfloir. Kaupendur eru nokkrir af núver- andi starfsmönnum Bílaverkstæðis Dalvíkur og Véla- og skipaþjónust- ; an Framtak ehf. Fyrirhugað er að stofna nýtt félag um reksturinn, Vélaverkstæði Dalvíkur ehf. og mun því væntanlega ljúka á næstu dögum. Eigendaskipti fara fram um áramót. Nýju eigendurnir takast á hend- ur réttindi og skyldur fyrri eigenda gagnvart starfsmönnum Bflaverk- stæðis Dalvíkur þar til uppsagna- frestur þeirra rennur út, en hann er 3-6 mánuðir. Alls starfa 14 menn hjá félaginu og mun nær öll- um verða boðin endurráðning hjá , hinu nýja fyrirtæki. : í frétt frá KEA vegna þessa er haft eftir Sigurði Jóhannessyni að- alfulltrúa að það sé yfirlýst stefna Kaupfélags Eyfirðinga að fækka viðfangsefnum og skerpa áherslur í starfseminni. Markmiðið sé að efla reksturinn á sviðum þar sem hag- kvæmni stórrekstrar nýtist félag- inu best, s.s. í verslun og úrvinnslu og sölu á landbúnaðarafurðum. Salan á Bílaverkstæði Dalvíkur sé liður í að framfylgja þeirri stefnu. r I Eyj afj arðars veit Bóndi og kýr duttu ofan í haughús EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. BONDI í Eyjafjarðarsveit og ein kýr úr fjósi hans voru hætt komin þegar þau duttu niður í haughús fjóssins nýlega. Mjaltir stóðu yfir þegar óhappið varð og var verið að stugga kúnni upp í biðbás við mjaltabás fjóssins. Var hún fremur óstýrilát þannig að hún var bundin með kýrbandi, en svo ólánlega vildi til að bandið kræktist í keðjulás með þeim afieiðingum að grindin opnaðist og flórristin sporð- reistist. Duttu bæði bóndinn og kýr- in niður í haughúsið, maðurinn var sokkinn upp að höku er að var kom- inn og einungis haus kýrinnar stóð upp úr mykjunni. Sá er fyrstur kom að kallaði út liðssafnað og var tekið til óspilltra málanna að ná mannin- um upp. Nokkuð erfiðlega gekk að ná kúnni upp úr haughúsinu. Náði bóndinn sér fljótlega eftir atvikið og kýrin er að braggast, en m.a. tognaði hún nokkuð. Hleypt til fyrir jól Eyjaljarðarsveit. Morgunblaðið. ÞEGAR dagur er stystur og myrkrið grúfir yfir drjúgan hluta sólarhringsins nær nátt- úran hámarki hjá sauðfénu. Hrútarnir eru fyrir löngu búnir að fá sig fuilsadda á því að vera Iokaðir inni í sérspili og taka strax til óspilltra mál- anna þegar þeir fá að fara til ánna. Bændurnir á Akri í Eyjafjarðarsveit, feðgarnir Þór Hjaltason og Hlynur Þórsson, hleyptu til eins og það er kallað um síðustu helgi. Þór sem er fjármaður- inn á bænum eða sauðamaður eins og hann kallaði sig sagð- ist velja 17-20 ær undir hvern hrút. Hrúturinn fær síðan að ganga laus í ánum næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þá á að vera nokkuð tryggt að þær hafi lembgast ef allt er í lagi. Meðgöngutími áa er 21 vika og þá er komið fram í maí og nýgræðingurinn vonandi á næsta leiti. Morgunblaðið/Benjamín ÞÓR og Hlynur í fjárhúsinu á Akri í Eyjafjarðarsveit. Háskólinn á Akureyri og íslensk erfðajyreining V erkmenntaskólinn á Akureyri Stúdentar, iðnaðarmenn og meistarar brautskráðir TUTTUGU og sex nemendur voru brautskráðir frá Verk- menntaskólanum á Akureyri sl. laugardag og voru þeir af níu brautum. AUs voru brautskráðir 20 stúdentar, 7 af félagsfræðibraut, 5 af náttúrufræðibraut, 4 af hag- fræðibraut, 3 af mynd- og hand- menntabraut og 1 af tæknibraut. Þá brautskráðust þrír iðnaðar- menn, 2 stálskipasmiðir og 1 vél- smiður og einnig þrír iðnmeist- arar, 1 í meistari í múrsmíði og 2 meistarar í rafvirkjun. Mikil aldursdreifing nemenda Nemendur við skólann eru vel á annað þúsund talsins, dag- skólanemar á Akureyri, nemend- ur á Dalvík, nemendur við öld- ungadeild og í Ijarnámi sem og þeir sem sækja einstök námskeið við skólann og þá er aldursdreif- ing líka mikil, tugir ára skilja þá yngstu og elstu, að því er fram kom í skólaslitaræðu Bemharðs Haraldssonar skólameistara. Hlutfall dagskólanema hefur verið nær hið sama alla tíð, en um 60% nemanna eru Akureyr- ingar og ním 90% þeirra koma Samstarf um rann- sóknir og kennslu SAMNINGUR um samstarf Háskól- ans á Akureyri og íslenskrar erfða- greiningar var undirritaður í sal há- skólans í gær. Tilgangurinn með samningnum er að efla samvinnu Háskólans á Akureyri og Islenskrar erfðagreiningar á sviði rannsókna, kennslu og annarrar starfsemi sem hagkvæmt þykir og æskilegt að eiga samstarf um. Samstarfssamningur- inn tekur einkum til heilbrigðisvís- inda en útilokar ekki samstarf á öðr- um sviðum. Háskólinni og ÍE munu eiga með sér samstarf um rannsóknir í heil- brigðisgreinum, einkum rannsókn- um er lúta að reynslu fólks af sjúk- dómum, arfgengi þeirra og meðferð sem og rannsóknir er snúa að stjóm- un og samstarfí í heilbrigðiskerfinu. Árlega næstu fimm árin mun IE veita styrkýtil rannsóknarverkefna. Þá mun IE taka að sér kennslu í erfðafræði og eða öðrum námskeið- um og verða þau opin fyrir stúdenta háskólans og heflbrigðisfólk og einnig munu sérfræðingar IE taka að sér kennslu einstakra þátta í grunnnámskeiðum heilbrigðisdeildar háskólans. Samningurinn kveður einnig á um samstarf á sviði endur- menntunar og námskeiðahald íyrir heilbrigðisstéttir með áherslu á starfsfólk í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, sem og að fræðslu- fyrirlestrar ÍE verða sendii- út með aðstoð gagnvirks fjarfundabúnaðar háskólans og verða þeim öllum opn- ir. Loks má nefna að háskólinn og IE munu hafa með sér samstarf um málþing og ráðstefnuhald. Miðlað af þekkingu Þorsteinn Gunnarsson háskóla- rektor kvaðst fagna samningnum mjög og taldi að samanlagt gætu há- skólinn og íslensk erfðagreining áorkað miklu á sviði kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Vonaðist hann til þess að samstarfið myndi einnig ná til Fjórðungssjúkra- Morgunblaðið/Bjöm Gíslason KÁRI Stefánsson forsijóri íslenskrar erfðagreiningar og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri við athöfn sem efnt var til í tilefni af undirritun samstarfssamnings háskólans og IE í gær. hússins á Akureyri og Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri, einkum á sviði sérmenntunar heilsugæslu- lækna. Kári Stefánsson forstjóri Islenskr- ar erfðagreiningar sagði gleðilegt að fá tækifæri til að miðla af þekkingu þeirri sem fyrirtækið byggi yfir, þekking þess fólks sem hjá fyrirtæk- inu starfar myndi í kjölfar samnings- ins nýtast fleirum. Þá taldi hann einnig ánægjulegt að geta á þennan hátt lagt svolítið af mörkum til að stuðla að því að jafnvægi í byggðum landsins, en Háskólinn á Akureyri væri merki um að vel hefði tekist til á sviði byggðastefnu. Elsa Friðfinnsdóttir forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri sagði samninginn við IE mikil- vægan fyrir deildina. Það ætti t.d. við um rannsóknir, aukin tækifæri til sí- menntunar og eins myndi hann hafa í fór með sér að almenningur hefði að- gang að fræðslu í kjölfar hans. Morgunblaðið/Kristján ÁSHILDUR Hh'n Valtýsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan náms- árangur, en hún fékk m.a. verðlaun fyrir íslensku frá Máli og menn- ingu og frá bandaríska sendiráðinu fyrir góða enskukunnáttu. Á myndinni er Áshildur Hlín með foreldrum sínum, Katrínu Jónsdóttur og Valtý Hreiðarssyni. úr Norðurlandi eysti-a. Bernharð gerði tæknifram- farir m.a. að umtalsefni í ræðu sinni og sagði þekkingarkröf- una vaxa óðfluga. Bjóðum starfsfólki að siíja tölvunámskeið „En við eigum líka miklu hægara um vik að afla okkur nýrrar þekkingar,“ sagði hann og nefndi tölvur og Netið sem dæmi, en þar væru íslendingar ekki eftirbátar annarra. „Fjar- kennsla okkar er einstaklega gott dæmi um hugmyndaauðgi heimamanna, þar erum við skrefum framar en aðrir. Við höfum líka lagt áherslu á aukna tölvunotkun og þetta er annar veturinn sem við bjóðum starfs- fólki skólans að sitja tölvunám- skeið. Markmiðið er að allir geti nýtt sér hina nýju tækni, fyrst og fremst í kennslu en einnig til gleði.“ Skákfélag Akureyrar Ólafur bik- armeistari ÓLAFUR Kristjánsson varð bikarmeistari Skákfélags Akureyrar, en bikarmóti fé- lagsins er nýlega lokið. Fyrirkomulagið var þannig að um útsláttarkeppni var að ræða, þeir sem töpuðu þremur skákum féllu úr keppni. Keppt var með atskákafyrirkomulagi, umhugsunartími á mann var 25 mínútur. Ólafur varð bikarmeistari eftir 10 umferðir, Sigurður Ei- ríksson féll úr keppni eftir 10 umferðir, Jón Björgvinsson eft- ir 9 umferðir og Þór Valtýsson eftir 8 umferðir. Rúnar Sigurpálsson sigraði á Coca Cola-hraðskákmóti fé- lagsins sem lauk á sunnudag, fékk 13 vinninga af jafnmörg- um mögulegum. Ólafur Krist- jánsson var í öðru sæti og Jón Björgvinsson í því þriðja. Hall- dór Brynjar Halldórsson sigr- aði í barna- og unglingaflokki, hlaut 8 vinninga, Stefán Bergs- son var í öðru sæti og Ágúst Bragi Bjömsson í því þriðja. Skautasvellið SKAUTASVELLIÐ á Akur- eyri verður lokað á Þorláks- messu, aðfangadag og jóladag. Einungis er opið fyrir félags- menn annan dag jóla, en á sunnudag, 27. desember, verð- ur svellið opið fyrir almenning frá kl. 13 til 18. í næstu viku, milli jóla og nýárs, er opið fyrir almenning frá kl. 13 til 15 og 19 til 21, á gamlársdag og nýársdag er einungis opið fyrir félagsmenn, en helgina 2. og 3. janúar er op- ið frá kl. 13 til 18 fyrir almenn- ing. Jólamót í skíðagöngu FYRSTA skíðamót vetrarins, Jólamót Skíðaráðs Akureyrar í skíðagöngu, fer fram í Hlíðar- fjalli við Akureyri í dag, þriðju- daginn 22. desember og hefst það kl. 19. Keppt verður með hefðbundinni aðferð. Keppt er í tveimur flokkum karla, 13 til 16 ára og 17 ára og eldri. í flokki kvenna verður keppt í einum flokki, 13 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.