Morgunblaðið - 22.12.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 22.12.1998, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hernaðaraðgerðin „Eyðimerkurrefur“ tók 70 klukkustundir í framkvæmd Hernaðarleg- um markmiðum náð en poli- tískum ekki London, Washington. Daily Telegraph, Reuters. HERNAÐARAÐGERÐIN „Eyði- merkurrefur" tók aðeins 70 klukku- stundir í framkvæmd, en á þessum stutta tíma fóru herflugvélar Band- aríkjamanna og Breta í um 600 leiðangra yfir Irak, þar af 250 með sprengjur, og 425 stýriflaugar voru látnar rata að völdum skotmörkum. Helmingi færri flugskeyti voru send á loft í hinu 45 daga langa Persaflóastríði 1991. En þrátt fyrir að svo virðist sem árásimar hafi skilað árangri í að eyðileggja herstöðvar íraka og meinta framleiðslustaði gereyðing- arvopna, þá bendir ekkert til að þær skiluðu Vesturveldunum nokkuð áleiðis í að ná fram hinu víðtækara pólitíska takmarki; að bola Saddam Hussein frá völdum. „Og allir komu þeir aftur“ Hver einasti árásarleiðangur var farinn í myrkri í því skyni að setja áhafnir herflugvélanna og óbreytta borgara í írak í sem minnsta hættu. Enginn særðist í liði bandamanna en íraskir sjúki-ahússlæknar tilkynntu um tugi látinna og hundruð slasaðra. Aðgerðin öll var skipulögð sem röð hámákvæmra árása á skotmörk sem Bandaríkjamenn og Bretar höfðu komið sér saman um. Ólíkt stríðinu 1991 („Eyðimerkurstorms“- aðgerðinni), þegar nokkrum óstýrð- um flugskeytum var varpað á Irak, var í þetta sinn eingöngu notazt við tölvustýrðar fiaugar. Stotmörkin sem sprengjur vora látnar falla á vora tæplega eitt hund- rað, flest í kringum Bagdad, Tikrit í norðurhluta landsins og Basra í suðri. Á sum var ráðizt oftar en einu sinni. Meðal skotmarkanna voru 30 staðir sem taldir eru hafa tengzt framleiðslu á gereyðingarvopnum, 33 flugvellir og hemaðarlegar stjómstöðvar, 20 samskipta- tæknistöðvar og 10 bækistöðvar Lýðveldisvarðarins, úrvalsliðs Sadd- ams Husseins forseta. Að sögn var vísvitandi ekki ráðizt á bækistöðvar herskylduhermanna. Til þeirra var beint áróðursbækling- um, sem varpað var úr flugvélum; þeim var heitið að vera hlíft við árás- um ef þeir héldu sig í búðum sínum. En Lýðveldisvörðurinn, úrvalsliðið sem Saddam Hussein hefur beitt m.a. til að berja niður uppreisnartil- raunir, fékk sinn skammt. Hvað nákvæmlega kom út úr „að- gerðinni Eyðimerkurref" verður að bíða ýtarlegs mats á þeim skaða sem hún olli, en Sir Charles Guthrie, yfir- hershöfðingi brezka heraflans, sagði: „Ef við hefðum sjálfir orðið fyrir öðr- um eins árásum og Saddam hefur núna þurft að þola, þá neyddist ég til að tilkynna forsætisráðheiTanum að ég myndi eiga í meiri háttar vand- ræðum með að framkvæma hvers konar hemaðaraðgerð, hvort sem er til vamar eða árásar. Eg tel það góð- an árangur, miðað við hvaða mæli- kvarða sem er“. Með því að hefja árásimar með stýriflaugum frá bandarískum her- skipum strax á miðvikudag tókst að koma írökum á óvart. Með því að byrja ekki leikinn með flugvélum sem tóku á loft frá flugvöllum í nágrannalöndum Iraks var komið í veg fyiir hættuna á því að útsendar- ar Iraksstjómar yrðu þess varir og létu vita. Að sögn Guthries hers- höfðingja reyndi Saddam að dreifa Lýðveldisverði sínum í því skyni að halda skaðanum í lágmarki en með hinni óvæntu árás komst hann ekki hjá því að verða fyrir töluverðum skaða. Stýriflaugar vora notaðar til árásanna fyrstu nóttina, einkum til að eyðileggja hinn tæknilega full- komnasta hluta loftvamakerfis Iraka, sem hefði getað reynzt flug- vélum bandamanna skeinuhætt. Á fimmtudagskvöldið tók svo herflug- vélaflotinn til óspilltra málanna, auk þess sem flugskeytaregnið hélt áfram. Lítið var að fá af nákvæmum Biil Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir seint á laugardagskvöld að loftárásunum á írak, sem hófust á miðvikudagskvöld, væri lokið. Hann og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sögðu hernaðaraðgerðina “Eyðimerkurref" hafa skilað góðum árangri. VJ TYRKLAND 200 km / Mosul 36. breiddarbaugur Flugbarmssvæði SÝRLAND i Sulaymaniyay %% Kirkuk -/ÁYYiY ví/ V ÍRAN Tikrit - Balad 7® C A! Rashicf Bagdad -/jy Ý 7/’/ / /77' y ■ * 33. breiddarbaugur Flugbannssvæði SAUDÍ ARABÍA As Sarnawah //TTC •v-v'fíA 1 /////y1 Al Basrah Hæfð skotmörk: 97 þarámeðal: ★ 18 hernaðarlegar stjórnstöðvar i 19 byggingar Lýðveldis- varðarins éL 11 meintir framleiðslustaðir gereyðingarvopna t 8 venjulegar herbúðir h 1 efnahagslegt skotmark, Al Basrah olíuhr.stöðin vy TaMi '////sWagk lalyah / KÚVEIT f / /. Ar Rumalyah ________ \C//////t . </// ' -,..,,1,, --— - V™™ .. Heimild: Jane’s Information Group *í Stýriflaugar 325 skotið frá bandarískum herskipum 90 frá B52 sprengjuflugv. upplýsingum um þau skotmörk sem sögð voru tengjast framleiðslu Iraka á efna- og lífefnavopnum, en vitað er að eitt þessara skotmarka var flug- vélaskýli, sem talið var geyma nýjasta leynivopn íraka: fjarstýrðar flugvélar útbúnar með vökvadreif- ingarbúnaði af sama tagi og notaður er til áburðardreifingar úr lofti, sem taldar era hafa verið smíðaðar með það fyrir augum að nota þær til að flytja lífefnavopn á borð við miltis- brand. Nákvæmt mat á áhrifunum gæti tekið mánuði Willian S. Cohen, varnarmál- aráðherra Bandaríkjanna, og Henry H. Shelton, yfirmaður bandaríska herráðsins, sögðu á sunnudag að sprengjuárásimar hefðu skemmt mjög fyrir áætlunum íraka um þróun nýrra langdrægra eldflauga. En þeir sögðu annars fátt um það að hve miklu leyti árásimar hefðu dreg- ið úr möguleikum Iraka á vopna- framleiðslu og hættunni sem talin er stafa af Irak í sínum heimshluta, svo lengi sem Saddam Hussein er við völd, en þetta voru yfirlýst megin- markmið „Eyðimerkurrefs". Cohen og Shelton sögðu að nákvæmt mat á því að hve miklu leyti árásimar hefðu sett hömlur við áætlanir íraka um framleiðslu á kjama-, efna- og lífefnavopnum gæti tekið vikur, ef ekki mánuði. Þeir við- urkenndu jafnframt að reikna mætti með því að írakar hæfust snarlega handa við að gera við þann skaða sem árásimar ollu. Til viðbótar við að hafa stöðvað (a.m.k. um sinn) eldflaugasmíðaáætl- un Iraka sögðu Cohen og Shelton að loftárásimar hefðu eyðilagt að miklu leyti leyniþjónustu, kerfi upplýsinga- söfnunar og samskiptatækni sem og áróðursnet Saddam-stjómarinnar. „Það má vera að Saddam reyni að byggja aftur upp hernaðarmátt sinn, rétt eins og hann hefur komið sér upp fjölda nýrra bygginga - þar á meðal íburðarmikilla forsetahalla - efth- eyðileggingu Persaflóastríðsins 1991,“ sagði Cohen. „En við höfum minnkað möguleika hans á að ógna grannríkjunum bæði með hefðbundnum og óhefðbundnum vopnum.“ Sljómin sögð sterkari en fyrir árásimar En þrátt fyrir að svo virðist sem árásimar hafi skilað hemaðarlegum árangri, þá bendir ekkert til að þær skiluðu vesturveldunum nokkuð áleiðis í að ná fram hinu víðtækara pólitíska takmarki; að bola Saddam Hussein frá völdum. Svo virðist sem Saddam sé að árásunum loknum sízt með lakari tök á valdataumunum í landinu en áður. Hann vann sér inn velvilja Frakka, Rússa og Kínverja, en allar þessar þrjár þjóðir hafa fastafulltrúa með neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Og Palestínu- menn á Vesturbakkanum, mótmæ- lendur í Jemen, Sýrlandi og Jór- daníu þustu út á götur og torg til að lýsa stuðningi við Iraka. Fréttaritari New York Times í Bagdad hafði eftir erlendum sendi- erindreka þar að sem hemaðarað- gerð hefði þetta verið verkefni sem gekk fullkomlega upp. „Mikilvæg skotmörk voru hæfð, engar flugvélar töpuðust og skemmdir utan settra skotmarka vora sáralitlar. En þetta var ekki bara hemaðaraðgerð. Aðal- tilgangurinn var að veikja stjómina, en hún er núna sterkari en nokkru sinni. Hann er hetja meðal fjöldans í arabalöndunum vegna þess að hann stóð uppi í hárinu á Band- aríkjamönnum. Hvaða harðstjóri hefur haldið velli í stríðsástandi svona lengi?“ Daglegt líf ósnortið Daglegt líf truflaðist lítið á meðan á árásunum stóð. Kaupmaður nokk- ur sem blaðamaður New York Times tók tali sagði að í samanburði við það sem hann hefði upplifað í stríðinu við Iran og í kjölfar innrásarinnar í Kúveit 1991 væru þessar árásh- „ekki meira ógnvekjandi en rign- ing“- „Bandarískur almenningur er góður, en leiðtogamir eru slæmir,“ sagði kaupmaðurinn. „Þeir eru kúrekar. Þetta snýst allt um Mon- icu.“ Grimmdarverk Saddams Iraksforseta tíunduð Sekur um hópmorð og fjöldaaftökur London. The Daily Telegraph. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, tíundaði grimmdarverk Saddams Husseins Iraksforseta á blaðamannafundi á laugardag og sagði að Saddam hefði m.a. gerst sekur um hópmorð á Kúrdum og shít- um, fjöldaaftökur og pyntingar á fóngum og morð á trúarleiðtogum shíta í suður- hluta landsins. Cook sagði að allir meðlimir Ba’ath- flokksins, flokks Saddams, þyrftu að sætta sig við þá reglu að það varðaði dauðadómi að segja sig úr flokknum og lýsa yfir stuðn- ingi við andstæðinga harðstjórans. Allir, sem starfa við þróun gereyðingarvopna 1 Irak, þyrftu einnig að skrifa undir skjal þar sem þeir viðurkenndu að það varðaði dauð- arefsingu að hætta þessum störfum án heimildar yfírvalda. „Mörg dæmi eru um fjöldaaftökur á valdatíma Saddams," sagði Cook. „I nóvember á síðasta ári voru t.a.m. 568 manns teknir af lífi í einu fangelsi. Viku síð- ar voru 80 foringjar í her Saddams teknir af lífi. Á valdatíma sínum hefur Saddam lát- ið drepa 40 ættingja sína og þegar hann hefur ekki náð óvinum sínum í eigin landi hefur hann sýnt að hann getur látið myrða andstæðinga sína í öðrum löndum. Einn af andstæðingum hans fannst myrtur í Stokk- hólmi í tveimur ferðatöskum.“ Klerkar shíta myrtir Cook sagði að Saddam hefði einnig látið myrða forystumenn shíta-múslima í suður- hluta landsins. Mirz Ali al-Gharawi, 68 ára erkiklerkur, hefði t.a.m. verið ráðinn af dögum í bíl sínum á vegi milli borganna Karbala og Najaf í júní. Ökumaðurinn, tengdasonur erkiklerksins og aðrir farþeg- ar hefðu einnig verið skotnir til bana. Irösk yftrvöld höfðu haft í hótunum við klerkinn og krafist þess að hann hætti að stjórna bænasamkomum shíta. Murtadaal-Burujerdi, 67 ára erkiklerkur, var einnig skotinn til bana eftir að hafa stjórnað bænasamkomu í Najaf í apríl. Honum hafði verið skipað að hætta að standa fyrir slíkum samkomum múslima eftir að hann mótmælti afskiptum stjómar- innar af trúmálum. Allt að 150.000 Kúrdar myrtir Talið er að leyniþjónusta írösku stjómar- innar hafi ennfremur myrt andófsmanninn og verkfræðinginn Qutaiba Ghazi Al-Sam- arra í Dohuk í október 1996. Hussein Kamel og Saddam Kamel, tengdasynir Saddams, vom teknir af lífi í febrúar 1996. Þeir höfðu flúið til Jórdaníu nokkmm mánuðum áður og snera aftur til íraks eftir að þeim var veitt sakarappgjöf. Cook sagði að Saddam hefði gerst sekur um hópmorð á shítum og Kúrdum. „Her- ferðin gegn Kúrdum í Norður-írak varð um 70-150.000 manns að bana. I fyrirmælum, sem einn af nánustu ættingjum Saddams gaf, kom fram að taka ætti alla karla á aldr- inum 15-70 ára af lífi. Rúmlega 1.200 þorp voru lögð í rúst. Það var í þessari herferð sem Saddam beitti efna- og sýklavopnum í árás á þorpið Halabja þar sem hann drap 5.000 manns, en langflest þeirra vora konur og börn þar sem karlmennirnir vora við vinnu á ökranum." Cook sagði að Saddam hefði einnig framið hópmorð á shítum á fenjasvæðunum í Suður-Irak og 150.000 manns hefðu neyðst til að flýja þaðan eftir að ræktarlönd þeirra vora þurrkuð upp. Þúsundum hermanna ætlað að vernda hann „Auk hópmorðanna á minnihlutahópum í eigin landi hefur Saddam auðvitað sýnt nágrannaþjóðunum yfirgang. Saddam hafði aðeins verið við völd í 12 ár áður en gripið var til refsiaðgerðanna gegn honum og stjórn hans. Af þessum tólf árum háði landið stríð í níu ár. Ef refsiaðgerðirnar hefðu ekki verið í gildi síðustu átta árin hefði Saddam hafið stríð að nýju og hann gerir sér fulla grein fyrir þeim fjandskap sem hann hefur kallað yfir sig um Irak þvert og endilangt með grimmdarverkum sínum.“ Cook sagði að þúsundir íraskra her- manna gegndu aðeins því hlutverki að vernda Saddam fyi-ir írösku þjóðinni. Ur- valssveitir hersins, Lýðveldisvörðurinn, væra skipaðar 75.000 hermönnum og 8.000 þeirra væru í sérsveitum sem hefðu það eitt að markmiði að vernda harðstjórann. Saddam hefði einnig komið á fót sérstakri öryggisstofnun, sem væri skipuð 2.000 mönnum og ætti að tryggja að Lýðveldis- vörðurinn og sérsveitir hans snera ekki baki við forsetanum. Landsliðið pyntað Cook sagði að stjórn Saddams beitti óspart pyntingum til að refsa þeim sem þora að gagnrýna hann og helsta pynting- araðferðin fælist í því að berja iljar þeirra. Sonur Saddams, Udai, hefði jafnvel fyrir- skipað slíkar barsmíðar á öllu knattspymu- landsliði íraks í fyrra þegar það tapaði leik og missti þar með af tækifæri til að taka þátt í úrslitamóti heimsmeistarakeppninn- ar. Glorsoltnir hundar hefðu einnig verið látnir ráðast á andófsmenn í íröskum fang- elsum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.