Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 27

Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 27 Aukin spenna í Kosovo Serbar æfír vegna morðs á embættismanni Pristina, Tirana. Reuters. GÆTT hefur aukinnar spennu í Kosovo-héraði undanfarna daga í kjölfar ofbeldisverka á báða bóga. Hundruð Kosovo-Serba komu sam- an í þorpinu Kosovo Polje á sunnu- dag til að krefjast íhlutunar stjórn- valda í Belgrad vegna morðs á serbneskum embættismanni í síð- ustu viku, en skæruliðar Kosovo- Albana eru grunaðir um verknaðinn. Mótmælendurnir fóru fram á að öryggissveitir, sem fluttar voru á brott frá Kosovo í kjölfar hótana um loftárásir NATO í október, sneru aftur til að vernda Serba í héraðinu fyrir árásum Kosovo-Al- bana. Mótmælunum linnti ekki fyrr en eftir að innanríkisráðherra Serbíu, Vlajko Stojiljkovic, sam- þykkti að heimsækja héraðið í gær. Missa þolinmæðina Lík serbneska embættismanns- ins fannst á föstudaginn var, en skömmu áður höfðu sex Serbar verið myrtir í árás á krá í vestur- hluta héraðsins. Hugsanlegt er talið að morðin hafi verið framin í hefndarskyni vegna þess að júgóslavneskir landamæraverðir sátu fyrir 140 liðsmönnum Frelsis- hers Kosovo (KLA) við albönsku landamærin fyrr í vikunni og drápu 36 skæruliða og særðu átta. Reuters-fréttastofan skýrði frá því í gær að vestrænir sendimenn í Kosovo væru að missa þolin- mæðina gagnvart skæruliðum Kosovo-Albana. Haft var eftir ónefndum sendimönnum að KLA ógnaði nú friði í héraðinu meir en Serbar. Sendimennirnir segja að skæru- liðar KLA hafí notfært sér brott- flutning serbneskra öryggissveita til að tryggja sér svæði í héraðinu á nýjan leik, og að þess séu dæmi að þeir hafi pyntað og myrt menn sem grunaðir voru um samvinnu við Serba. A Attburar fæddust tíu vikum fyrir tímann í Texas Kraftaverk ef börnin Houston. Reuters. TÆPLEGA þrítug kona eignaðist um helgina áttbura en ekki er vitað til þess að kona hafí áður eignast svo mörg börn og öll lifað. Attburarnir eru fæddir tíu vikum fyrir tímann og segja læknar að það muni ganga kraftaverki næst ef allir lifa. Minnsta barnið eru um 311 g, rúmlega ein mörk en það stærsta 708, tæplega þrjár merk- ur. Rúmt ár er síðan sjöburar fæddust í Bandaríkjunum en þeir lifðu allir og braggast vel, þótt sumir hafi átt við veikindi að stríða. Móðurinni, sem er 27 ára, heils- ast ágætlega en hún lagði mikið á sig til að geta gengið eins lengi og unnt var með börnin, sex stúlkur og tvo drengi. Neytti móðirin ekki lifa Öll matar síðustu vikurnar heldur fékk næringu í æð til að rýma til fyrir börnunum. Þá lá hún svo að segja á hvolfi, með höfuðið lægra en kviðinn til að draga úr álagi á legið og mjaðmagrindina. Móðirin, Nkem Chukwu, fluttist frá Nígeríu til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Hún tók fijósemi- lyf til að verða þunguð og hafði áð- ur misst þríburafóstur. Núna var hins vegar ekki vitað með vissu hve mörg börn hún gekk með fyrr en í fæðingunni. Neitaði Chukwu af trúarástæðum að láta eyða ein- hverjum fóstranna til að auka lífslíkur hinna og lagði frekar á sig erfiða meðgöngu á sjúkrahúsi. Chukwu fæddi fyrsta barnið hinn 8. desember sl. en þá ákváðu læknar að stöðva fæðinguna og tóku hin börnin sjö með keisara- skurði nú á sunnudag, 20. desem- ber. Þurfti 28 manns, þar af átta lækna, til að aðstoða við fæðing- una. Sjö barnanna eru nú í öndun- arvél og segja læknar við Texas barnasjúkrahúsið í Houston að börnin séu öll alvarlega veik, sum hafi þó sýnt framfarir en önnur ekki. jg/a/afea/t/imng^aiv WARNEKS INTIMO italian: Aubade / UNDIRFATAVERSLUN 1. hæð, Kringlunni, sími 553 7355. íþróttir á Netinu ^mbl.is ALL.TAf= e/TTH\SA£} A/ÝT7 Honda Civic, árg. 91, 1400, 5 g., 4 d., grár, ek. 134 þús., verð 610 þús. Daihatsu Rocky, árg. 91, 2000, 5 g., 3 d., rauður, ek. 106 þús., verð 990 þús. Hyundai Pony GLSi, árg. 92, 1500, 5 g., 5 d., rauður, ek. 74 þús., verð 550 þús. Renault Clio RN, árg. 91, 1200, 5 g., 5 d., rauður, ek. 101 þús., verð 470 þús. Renault Twingo, árg. 97, 1200, 5 g., 3 d., rauður, ek. 45 þús., verð 840 þús. Mazda 323, árg. 87,1300, 5 g., 3 d., rauður, ek. 143 þús., verð 260 þús. Nissan Pulsar, árg. 91, 2000, 5 g., 5 d., rauður, ek. 159 þús. verð 190 þús. Nissan Vanetta, árg. 87,1300, 5g, 5d, blár, ek. 220 þús. verð 350 þús. BMW 518i, árg. 92, 1800, 5 g., 4 d., blár, ek. 93 þús., verð 1.470 þús. Toyota Corolla stw, árg. 95, 1300, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 56 þús., verð 1.060 þús. Bílalán til allt að 60 mánaða. Visa-Euro-raðgreiöslur til allt að 36 mánaða. Toyota Landcruiser va arg. ^ diesel, ss, 5 d., blar, ek. 36 þus verð 3.450 þús. Nissan Primera GX, árg. 98, 1600, 5 g., 4 d., Ijósblár, ek. 15 þús., verð 1.490 þús. Hyundai Elantra GLSi, árg. 97, 1600, 5 g., 4 d., vínrauður, ek. 16 þús., verð 1.230 þús. Fiat Bravo GT, árg. 97,1700, 5 g., 2 d., svartur, ek. 20 þús., verð 1.340 þús. Hyundai Accent LSi, árg. 98, 1300, 5 g., 3 d., silfurgrár, ek. 6 þús., verð 970 þús. Álfelgur + CD Nissan Micra, árg. 98, 1300, 5 g., 3 d., Ijósbrúnn, ek. 3 þús., verð 1.090 þús. Renauft Megané RT, árg. 97, 1600, 5 g., 5 d., gr.blár, ek. 45 þ., verð 1.350 þ. Álf. + CD + toppl. Range Rover DTi, árg. 97, diesel, ss, 5 d., grænn, ek. 40 þús., verð 4.350 þús. Renault Laguna RT, árg. 95, 2000, 5 g., 5 d., grænn, ek. 73 þús., verð 1.280 þús. Jeep Grand Cherokee Orvis, árg. 95, V8 5200, ss, 5 d., grænn, ek. 107 þús., verð 2.980 þús. Ford Transit, árg. 98, diesel, 5 g., 6 d., rauður, ek. 54 þús. verð 1.950 þús. Mazda E2200 4x4, árg. 91, diesel, 5g, 4d, rauður, ek. 130 þús., verð 950 þús. B&L notaðir bílar • Suðurlandsbraut 12 • Sími: 575 1200 • Beinn simi: 575 1230

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.