Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 31

Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 31 LISTIR Niðjatal frá Flatatungn BÆKUR Æ ttí'ræð i NIÐJATAL GÍSLA STEFÁNSSONAR OG ÖNNU JÓNSDÓTTUR FRÁ FLATATUNGU Útgefandi og hðfundur Gísli Pálsson, Hofi, Vatnsdal, 1997, 304 bls. ENDA þótt útgáfuár þessarar bókar sé 1997, var hún að berast mér í hendur nú og gat því umsögn um hana ekki komið fyrr en nú. Þá hef ég tekið mér það bessaleyfí að telja Gísla Pálsson höfund niðjatalsins, þó að hann sé ekki skráður svo á titilblaði. Af for- málsorðum þykist ég sjá, að hann hafi samið niðjatalið. Ættforeldrar þessa niðjatals teljast Gísli Stefánsson (f. 1800, d. 1881) og Anna Jóns- dóttir (f. 1813, d. 1880). Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Flata- tungu í Skagafirði, en þar höfðu foreldrar Gísla búið á undan. Gísli og Anna eignuðust fjórtán börn. Einungis sex þeirra komust til aldurs. Einn sonur þeirra, Stef- án, drukknaði ungur maður. Niðjar eru frá fimm systkinum og eru þeir taldir í þessu riti. Þá átti Gísli son fyrir hjónaband, en hann dó rúm- lega tvítugur og eignaðist ekki af- komendur. Mjög er misjafnt hversu niðjarík þessi fimm systkini hafa orðið. Langflestir eru niðjar Helgu Gísla- dóttur og manns hennar Jóns Jónssonar, en þau bjuggu í Sauða- nesi í Húnavatnssýslu. Niðjar þeirra ná yfir um helming bókar- innar. Þar sem þessi ætt er lengst fram gengin, er hún á sjöunda ættlið. Allmargir af eldri kynslóðunum fluttust til Vesturheims og eru upplýsingar um niðja þeirra að vonum gloppóttar, eins og í lang- flestum niðjatölum. Niðjatal þetta fylgir í öllum aðal- atriðum hefðbundinni uppsetningu. Ættliðh- eru merktir með tölustaf, en systkinaröð með bókstaf. Verður þetta skýrt og greinar- gott. Frábrugðið mörgum niðjatölum er, að hér er mun meira sagt frá niðjum en tíðkanlegt er og er það vissulega til bóta. Ævi- ferill er einatt rakinn, greint frá störfum, við- fangsefnum og áhuga- málum. Lesandinn fær því oft góða mynd af viðkomandi einstak- ling. Bókin er prentuð á góðan pappír, svo að myndir njóta sín vel, en þær eru fjölmarg- ar. Sérstaklega tel ég verðmætar myndir af gömlum bæj- um. Nafnaskrá er í lok bókar. Ekki er ég þess umkominn að benda á staðreyndavillur við fljótan lestur. Villulaus er hún þó ekki. A einum stað sá ég, að nöfn vantaði undir myndir, á öðrum var rangt farið með fóðumafn undir mynd og á fáeinum stöðum sá ég, að dánar- dag vantaði hjá fólki, sem ég vissi látið. Sigurjón Björnsson Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal Samúræinn og fiðlan BÆKUR Upplýsingarit SUZUKI, TÓNLISTARUPPELDI Eftir Kristin Örn Kristinsson. Höf- undur gefur sjálfur út. Bókin er prentuð í Odda. MÓÐURMÁLSAÐFERÐIN er inntak tónlistarskóla sem kenndur er við japanska fiðluleikarann Sin- ichi Suzuki. I bókinni Suzuki, tón- listaruppeldi, kynnir Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari þessa að- ferð og höfund hennar. Bókinni er ætlað að vera handbók eða upplýs- ingarit fyrir kennara, foreldra og aðra uppalendur. Að baki móður- málsaðferðinni í tónlistarkennslu stendur sú hugmynd Suzukis að börn læri móðurmálið áreynslulaust og án nokkurra erfiðleika því það er fyrir þeim haft, og það er eðlilegur hluti umhverfis þeirra. Hann hefur sýnt fram á að hægt sé að skapa þær aðstæður að barnið geti lært tónlist á sama hátt. Suzuki taldi best að börnin byrjuðu mjög ung, vegna þess að þá væri næmi þeirra og hæfileiki til náms meiri. Hlut- verk foreldra í Suzuki-tónlistarupp- eldinu er mjög mikilvægt. Foreldr- um ber að mæta með börnum sínum í tíma, vera heimakennarar þeirra og sjá um að þau hlusti á námsefnið og æfi sig. Aðferðin felst í því að nemandinn hlustar á valið hlustun- arefni; lög, sem hann smám saman fer að kannast við, þekkja og kunna. Þegar að því kemur að nemandan- um er sett fyrir að spila þetta lag, þá veit hann hvernig það á að hljóma. Þar með hefur nemandinn ákveðið forskot á tónlistina; hann hefur meira svigrúm til að einbeita sér að því að ná fallegum tóni og góðri líkamsstöðu. Fyrstu árin er tónlistin að mestu lærð utanað, en nótnalestur er kenndur jöfnum höndum er á líður. Mikil áhersla er lögð á endurtekningu og upprifjun, jákvæða hvatningu og það að örva barnið með því að vekja eftirvæntingu þess. Aðferð Suzukis hefur marga ótvíræða kosti, og þann helstan að gefa ungum bömum tæki- færi til að læra tónlist á þann hátt sem þeim er eðlilegur, - með eftir- hermu, og með ungum byrjunaraldri er þeim gefið forskot á aðra tón- listarnemendur. Hún er hins vegar langt frá því að vera gallalaus og gæti allt eins talist um- deild. Námsefni er staðlað, bæði hlustunar- efni og þau lög sem á að æfa. Þar er megináhersla á barrokk og klassík, lítil rómantísk tónlist og engin samtímatónlist að því er fram kemur í bókinni. I því felst líka ann- ar gagnrýnispunktur. Hvemig ætti svosum að vera hægt að æfa nýja músík ef verkefnin þurfa öll að vera nemendum kunn og töm? Lítið svig- rúm virðist vera til einstaklings- bundinna frávika frá stöðluðu náms- efni og lítil áhersla sýnist lögð á hinn nauðsynlega sköpunarþátt í tónlist- arkennslu. Það er heldur ekkert fjallað um þann grundvallarmun sem er á tónlist og tungumáli sem mun ætíð gera tónlistamám öðra vísi en móðurmálsnám, þann mun sem felst í merkingarskorti táknmáls tónlist- arinnar. Orðið snuð hefur ákveðna merkingu í huga bamsins, það er tákn fyrir tiltekinn hlut og við það era tengdar ýmiss konar tilfinning- ar. En hver er meridng tvístrikaðs Ges? Þrátt fyrir þessa gagnrýni á að- ferð Suzukis, þá er hún sannarlega þess verð að hún sé gaumgæfð, þvi þar er ýmislegt sem allir tónlistar- kennrar og tónlistamemendur ættu að tileinka sér. Þátttaka foreldra eða annarra uppalenda í tónlistar- náminu er til fyrirmyndar, og sú al- úð og hlýja sem lögð er í samskipti milli nemanda og kennara er til eft- irbreytni. Markmið suzuki-kennslunnar að styðja einstaklinginn til þroska hlýtur að vera markmið með allri kennslu, en ei-fitt er að sjá hvernig bein- línis er hægt að læra „göfgi og manngæsku" af tónlist meistaranna, eins og Suzuki mun hafa tahð um tónlist Mozarts. Það sem skiptir kannski mestu hvað varðar aðferð Suzukis er það mark- mið að ala upp einstak- linga sem hafa nautn af því að iðka tónlist, hvort sem þeir verða tónlistarmenn eða ekki. Það er ekki á hverjum degi að út kemur íslensk bók um tónlist. Suzuki-bók Kristins Arnar er lipur- lega rituð, og af þekkingu og ást a viðfangsefninu og er fjársjóður þeg- ar litið er til fátæktar í íslenskri tónlistarbókaútgáfu. Þetta er bók sem allir tónlistarkennarar ættu að kynna sér. Stórmerk saga Suzukis er rakin, og leið hans að þeim niður- stöðum sem hann byggði kennslu- aðferðir sínar á. Hugmyndafræði Suzukis er kynnt ítarlega og út- breiðsla aðferða hans, en auk þess rekur Kristinn Örn ýmsar hugleið- ingar sínar byggðar á eigin reynslu við kennslu með þessari aðferð. Um þessar mundir er öld liðin frá fæð- ingu Sinichis Suzukis, en hann lést í ársbyrjun. Bergþóra Jónsdóttir Aðsendar greinar á Netinu ýj>mbl.is _ALUTAf^ e!TTH\SA£J HÝTT Kristinn Örn Kristinsson ÞRÁ TONLIST llljómdiskar í HJARTA ÞÉR Rós Ingadóttir. Við hljóðfærið Jó- hannes Andreasen. Upptökustjóri Hjalmar Hvítklet. 1998. RÓS Ingadóttir stundaði nám í söng hjá Maríu Mai-kan í tvo vetur, en gerði hlé á því námi á meðan hún gekk í menntaskóla og nam uppeld- isfræði í Dan- mörku og stund- aði síðan nám í Kennaraháskóla Islands. Hún hóf söngnám á nýjan leik, m.a. í Nýja tónlistai’skólanum og Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur einnig sótt einka- tíma og námskeið í útlöndum, t.a.m. hjá Susanne Eken og Rino Malatrasi, og síðastliðin ár hefur hún sótt einkatíma hjá bassa- söngvaranum JrAlexanderkennaran- um“ og Englendingnum Malcolm King, sem búsettur er á Italíu. Söngskráin á hljómdiskinum er blönduð, en eitt lag, Þrá, er eftir hana sjálfa. Það verður að segjast eins og er að söngkonan er engan veginn til- búinn að halda konsert, og allra síst á hljómdiski til að selja á tónlistarmark- aði. Flest er fallega meint í þessu, en bransinn er kröfuharður - a.m.k. í þeim geira sem hún hefur valið sér. Hún hefur „náttúrarödd", sem er enn spumingarmerki, þrátt íyrir alla kennsluna.. Ef ég væri hún myndi ég halda áfram í uppeldisfræðinni. Oddur Björnsson Rós Ingaddttir Ljóðasafn Hannesar Péturssonar • HANNES Péturs- son - Ljóðasafn er ný heildarútgáfa á ljóðum skáldsins. í kynningu segir: „Hannes Pétursson er eitt helsta skáld Is- lendinga á þessari öld og hefur verið í farar- broddi þeirra skálda sem staðið hafa að formbyltingu og end- urnýjun ljóðhefðar og ljóðmáls þjóðarinnar og leitt hana til nú- tíma. Hér er komið nýtt heildarsafn ljóða Hannesar, frá fyrstu bók hans, Kvæðabók, þar sem hann kom fram sem full- mótað skáld, vonarstjarnan í ís- lenskri ljóðlist, til nýj- ustu bókar hans, Eld- hyls, sem hann hlaut Islensku bókmennta- verðlaunin fyrir. Þar á milli komu út bækurn- ar í sumardölum, Stund og staðir, Inn- lönd; Rímblöð, Öður um Island, Kvæðasafn, Heimkynni við sjó og 36 ljóð.“ Njörður P. Njarðvík ritar formála að ljóða- safninu en Haukur Hannesson sá um út- gáfuna. Útgefkndi er Iðunn. Bókin er 461 bls. og er prentuð í Prisma-Prentbæ ehf. Verð: 5.980 kr. Nýjar bækur Ilannes Pétursson VEGLEG JÓLAGJÖF ,FRÁ BALLY k FYLGIR i HVERJU 1 PARI KOUERSLUN ÓPAUOGS ^AMRABORG 3 Tank Franvaise úr1* lÖkt.QUll sjólfvincla 'eencwd KRINGLUNNI 8-12 SIMI: 588 7230 WWW.LEONARD.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.