Morgunblaðið - 22.12.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 22.12.1998, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ I leit að góðum vilja „Einungis tvennt vekur hjá mér lotningu; stjörnukiminninn yfir höföi mér og siða- lögmálið í brjósti mér. “ — Immanuel Kant. — Eftir Kristján G. Arngrfms- son Kjarninn í því sið- ferði sem er arf- leifð hins kristilega boðskapar er hug- myndin um góðan vilja. Að vilja vel er það eina sem getur ljáð athöfnum manns siðferðilegt inntak - og þar með gert þær lofsverðar. En hvað er góður vilji? Líklega hefur enginn gert jafn heiðarlega tilraun til að svara þessari spurningu og þýski heimspekingurinn Immanuel Kant. 011 siðfræði hans eins og hún leggur sig miðar að því einu að fínna þetta svar. I upphafi bókarinnar Drög að siðferðisfrumspeki, er kom út árið 1785, gerði Kant grein fyrir mikilvægi hins góða vilja. Ekk- ert í heimin- VIÐHORF um, nema góð- ur vilji, getur mögulega ver- ið gott án nokkurra skil- yrða - gott í sjálfu sér. Allt ann- að á gæði sín undir einhverju öðru en sjálfu sér. Og hvert var svo svar Kants við spurningunni um hvað góður vilji sé? Hinn góði vilji er vilji sem stjómast einvörðungu af mannlegri skynsemi. Sá sem stjórnast einvörðungu af eigin skynsemi gerir ætíð skyldu sína. Þama má áherslan gjam- an falla á „sína“, því að með „skyldu" átti Kant ekki við skil- yrðislausa hlýðni við yfirvald - nema þá það væri siðalögmálið sem býr innra með manni. En Kant átti heldur ekki við það að skynsemin skyldi gera tilfinningarnar með öllu útlæg- ar, þótt hann teldi það að miklu leyti verkefni hennar að hafa hemil á þeim. Maður nefnilega fylgir skynseminni af hvöt - til- finningu sem Kant nefndi „virð- ingu“. Þess vegna em tilfinning- ar manns ekki skilyrðislaust eitthvað sem leiðir mann út í ógöngur. Þvert á móti, ef þær em þurrkaðar út verður öll skynsemi tilgangslaus. Hér er ekki um að ræða þá vinsælu hugmynd að tilfinning- arnar séu - eða eigi að vera - verkfæri skynseminnar. Virðing er ekki eitthvað sem maður not- ar líkt og hún væri hamar. Virð- ingin fyrir skynseminni er því gerólík þeirri óttablendnu virð- ingu sem maður ber kannski fyrir yfirboðara sínum, og hefur ekkert með siðferði að gera. En hvernig veit maður að það er manns eigin skynsemi, en ekki bara dulinn ótti við refs- ingu eða óvild, sem ræður því hvað maður vill gera? Hvernig getur maður greint sinn eigin vilja frá vilja einhvers annars? (Þetta snýst ekki bara um það að gera hvað sem manni kann að detta í hug alveg sama hvað aðrir segja. Næstum því allt sem manni hugkvæmist á sér rætur í hugmyndum ann- arra, eða manns eigin ótta og þvermóðsku.) Til þess að geta íylgt eigin skynsemi og stjórnast þannig af hinum góða vilja taldi Kant að maður yrði að geta fylgt þeirri skyldu sem kallaði, án þess að komast í mótsögn við sjálfan sig. Og hvernig hefur maður auga með mótsögnunum? Kant sagði að til þess yrði maður að fara að svofelldu boði: Manni ber að gera einungis það sem byggir á meginreglu er maður getur jafnframt viljað að gildi fyrir alla, alltaf, allsstaðar. Nú kann einhverjum að virð- ast Kant hafa gengið beint í smiðju Ki-ists og fengið gullnu regluna lánaða. (Því andmæla reyndar margir heimspekingar sem bera óttablandna virðingu fyrir Kant.) Og þetta er ekki eina dæmið um augljósan skyld- leika siðfræði Kants við kristi- legt siðferði. Það væri til dæmis augljós- lega fólgin mótsögn í því, sagði Kant, að maður virti neyð ná- unga síns að vettugi og legði einungis hinum vel megandi lið (væntanlega í von um að njóta góðs af). Mótsögnin er þessi, sagði Kant: Maður getur alltaf lent í ógöngum sjálfur, til dæmis ef maður verður fyrir slysi, og ef maður vill það sem allsherjar- reglu að maður aðstoði ekki mann í neyð hefur maður þar með dæmt sjálfan sig til þess hlutskiptis að fá enga hjálp frá öðrum, skriki manni fótur. Að hlíta einungis eigin skyn- semi er því alls ekki ávísun á að maður hugsi bara um sjálfan sig. Þannig er útlit fyrir að Samverjinn miskunnsami hafi verið skynsamur maður. Og viti menn: Það er þá ekki af tómri tilfinningasemi að maður hjálp- ar öðrum. Siðfræði Kants er oft kennd við reglur, þar eð grunnstefið í henni er um hlýðni við siðai'egl- ur. En þetta býður eiginlega heim nokkrum misskilningi, því þótt maður fylgi reglum út í æs- ar er ekki þar með sagt að at- hafnir manns séu siðlegar. Þær eru heldur ekki endilega ósið- legar. Það sem Kant sagði skipta öllu máli er viljinn sem að baki býr - ekki afleiðingar þess sem maður gerir. Einungis þessi vilji getur verið góður. Það er ekkert rangt við að fylgja reglunum eða reyna að koma góðu til leiðar. Næstum því allt sem maður gerir er hvorki siðlegt né siðlaust; hvorki rétt né rangt, heldur eins og siðferðislega hlutlaust. (Og þannig hvorki lofs- né lastvert). Viljinn til að gera eitthvað getur ekki orðið góður af því einu að það sem maður gerir sé almennt talið vera gott. Ef mað- ur hjálpar einhverjum af því að mann langar í samþykki og hól frá öðrum stjómast vilji manns greinilega ekki af manns eigin skynsemi heldur af væntingum annarra. Þarna dúkkar einmitt upp ein meginástæða þess að Kant lagði alla áherslu á að afleiðingar og ytri aðstæður skiptu engu um siðferðilega hegðun: Sá sem stjórnast af góðum vilja stjórn- ast ekki af neinum nema sjálf- um sér - hann er algerlega frjáls og óháður. Það er kannski þetta sem kemur manni mest á óvart við siðfræðikenningu Kants; þótt hann ræddi mikið um skyldur og hlýðni vakti fyrst og fremst fyrir honum að frelsi væri for- senda siðlegrar breytni. KRISTIN FINNSDÓTTIR FENGER + Kristín Finns- dóttir Fenger, sjúkraþjálfari, fæddist í Hvilft í Önundarfirði 30. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Finnur Finnsson, bóndi í Hvilft, f. 29. desember 1876, d. 14. ágúst 1956, og Guðlaug J. Sveins- dóttir, f. 28. febrúar 1885, d. 20. febrúar 1981. Systk- ini Kristínar voru Sveinbjörn, f. 21. júlí 1911, látinn; Ragnheið- ur, f. 25. júní 1913; Hjálmar, f. 15. janúar 1915; Sigríður, f. 17. janúar 1918; Jakob, f. 30. júlí 1919, látinn; Sveinn, f. 23. nóv- ember 1920, látinn; Jóhann, f. 23. nóvember 1920, látinn; Mar- ía, f. 18. ágúst 1922; Málfríður, f. 22. nóvember 1923; Gunn- laugur, f. 11. maí 1928, og Leif- ur Guðjónsson (fósturbróðir), f. 23. desember 1935. Hinn 8. ágúst 1950 giftist Kristín Garðari Emil Fenger verslunarmanni, f. 2. október 1921, d. 2. nóvember 1993. Börn þeirra eru: 1) Kristjana, f. 16. febrúar 1951, maki Þórður Hauksson, börn Flóki og Saga. 2) Jakob, f. 24. febrúar 1952, maki Gunnhildur Björg Emils- dóttir, börn Ylfa Edith, Olga Með láti ömmu minnar er yndislegu og lærdómsríku tímabili lokið í lífi mínu. Undanfarin fjögur ár hef ég verið hennar heisti sambýlingur og vegna þessa átt við hana mikil og und- antekningalaust góð samskipti, sam- skipti sem nú er svo snögglega klippt á. Eg er þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þessa góðu tíma og fyrir að eiga nú í hjarta mínu minningu um svo stórkostlega konu sem amma mín óumdeilanlega var. Það er óhætt að segja að í kringum sambýling minn hafi aldrei ríkt lognmolla. Krafturinn og félagslundin var hennar helsta að- alsmerki fram á síðasta dag. I raun má segja að það að vera gamall sé hugtak sem amma viðurkenndi ekki hvað viðkom henni sjálfri enda hélt hún óskertri reisn sinni og lífskrafti alia sína ævi. Var það gjaman mál vina minna að konan væri jafnvel ki’aftmeiri og svo sannarlega atorku- samari en ég dóttursonur hennar, fimmtíu áram yngri. Eg á einnig eftir að minnast henn- ar ömmu minnar fyrir takmarkalaust örlæti, hvort sem um var að ræða úr veraldlegum eða andlegum sjóðum hennar. Þessu fengum við barna- bamaskarinn að kynnast vel. Frá því að ég man eftir mér hefur Hvassaleit- ið verið einhvers konar félagsmiðstöð okkai’ krakkanna með forstöðukon- una ömmu í fararbroddi sem stjóm- aði skaranum með hlýju og þolin- mæði að vopni. Finnst mér það hafa sýnt sig, í gegnum áfall þetta allt, að Hvassaleitið hafi ekki einvörðungu fært okkur nálægt ömmu heldur einnig hvert öðra, nokkuð sem er mikilvægt á stundu sem þessari. Ekki vora það einungis niðjamir sem fylltu húsið lífi heldur var vinkvennaskari ömmu, systur og mágkonur, eld- hressar eldri konur, iðulega í heim- sókn (það er að segja ef þær voru ekki á ráðstefnum eða tónleikum eða á skemmtunum eða í leikfimi eða á fundum eða...) Eg mun óneitanlega einnig sakna þessara heimsókna. Elsku amma, ég þakka fyrir allar góðu stundimar og aUa þá ást sem þú sýndfr mér og ég hef vonandi náð að endurgjalda. Enda þótt samvera- stundum okkar sé nú lokið þá verður þú alltaf hjá mér í minningunni. Flóki. Amma mín. Þú Iést daginn sem fyrsti vetrarsnjórinn féll. Hvassaleitið Hörn og Emil. 3) Emil, f. 21. apríl 1953, d. 1. janúar 1984, sonur Finnur. 4) Hjördís, f. 20. október 1957, dæt- ur Vaka og Harpa. Kristín lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og prófi í sjúkraþjálfun frá Stokkhólmi 1948. Að námi loknu starfaði hún erlendis við Söder sjúkrahúsið í Stokk- hólmi, við sjúkraþjálfun bróður- sonar síns á Italíu og á lömun- arveikiklínik í Kaupmannahöfn. f byrjun árs 1949 hóf hún störf á Islandi hjá Ragnari Sigurðs- syni, vann síðar hjá Styrktarfé- lagi Iamaðra og fatlaðra, á Landspítalanum, á Borgarspít- alanum, en lengst af vann Krist- ín á Vífilsstöðum eða allt til árs- ins 1995 er hún hætti störfum vegna aldurs. Kristín starfaði alla tíð mikið að félagsmálum bæði sem félags- maður og sljórnarmeðlimur. Hér má nefna Félag íslenskra sjúkraþjálfara, St. Georgs skáta, Kvenfélag Grensássókn- ar, Gigtarfélag Islands og End- urhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga. Utför Kristínar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. var umvafið hvítum pels. Þrestirnir í hverfinu stóðu þér heiðursvörð er þeir flokkuðust fyrir framan húsið og komu ískyggilega nálægt okkur frændsystkinunum, mér og Flóka, eins og þeir vildu votta samúð sína. Það var friður yfir öllu. Við voram á leið okkar að kveðja þig og er sú stund rann upp upplifði ég svo sterkt hve heitt ég elska þig. Amma, þú varst klettur í lífi mínu og Hvassaleit- ið miðpunktur alheimsins. Það var hluti af uppeldisheimspeki þinni að foreldrar og eða ættingjai’ verða að gefa sér tíma fyrir börn sín og það hefur þú svo sannarlega gert. Til þín hef ég alltaf getað leitað og þú ávallt gefið þér tíma ekki bara fyrir eigin börn heldur hefur ómældur tími verið gefinn bamabörnunum. Þetta hefur þú gert fram á síðasta dag. Þín óþrjótandi orka hefur verið eitt af þínum aðalsmerkjum og hefur vilji oft teygt sína arma lengra en geta. Þig langaði á áram áður að læra uppeldis- fræði og stofna dagheimili fyrir böm í erfiðleikum. Sjúkraþjálfunin kom í staðinn en gamli draumurinn hélt sér. Þau era ófá skiptin er þú talaðir um og spurð- ir mig hvort ekki væri hægt að verða eins konar stuðnings-amma fyrir böm sem ættu í erfiðleikum. Þetta var mikið rætt fram og til baka. Það er annað sem hefur einkennt sam- skipti okkar, við gátum rætt um allt og við voram sammála um að aldurs- og kynslóðabil var eitthvað sem háði okkur aldrei. Amma mín, ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við höf- um átt saman í gegnum árin, þú hefur kennt mér mikið, þú ert í mínum huga valkyrja sem mun ávallt eiga mjög sérstakan stað í hjarta mínu. Þakka þér fyrir að vera sú fallega kona sem þú varst, innan sem utan. Þitt elsta barnabam, Ylfa. Skarð er fyrir skildi. Elskuleg mágkona mín, Kristín hans Garðars bróður er látin. Söknuðurinn er mik- ill. Aldrei gleymi ég svipnum á bróðm- mínum fyrir 48 áram þegar hann sagði mér frá draumadísinni sinni, henni Kristínu. Ki’istín kom eins og sólargeisli, kát og lífleg og jafnframt greind og hugsunarsöm við alla sem hún tengdist. Eg og fjölskylda mín eram þakklát fyrir samverana með henni. Kristín hafði sterkan persónuleika og var sannur höfðingi. Hún kom frá stóiri fjölskyldu sem vai’ alltaf jafn elskulegt að hitta. Umhyggja og ást- úð voru ætíð í fyrirrúmi hjá Kristínu. Hún var mjög ræktarsöm við fjöl- skylduna og lagði sig fram um að halda tengslum við fjölskyldu okkar systkinanna jafnt sem sína eigin. Hún sá til þess að við kynntumst hennar elskulegu systkinum, móður og fjöl- skyldum þeirra. Það eru ótal minningar sem streyma fram á kveðjustund og fyrst og fremst er minnisstæð samheldni Kristínar og Garðars. Eftir að Garðar dó 1993 var hugsunin um böm og bamaböm í forgranni, alltaf lifandi og ástrík. Það var mér og okkur í fjölskyld- unni mikil blessun að fá að deila svo stóram hluta ævinnar með Kristínu. Hugur minn er nú hjá bömum hennar, bamabömum og öðrum að- standendum. Ebba Hvannberg. Svilkona mín Kiistín F. Fenger er látin eftir stutta legu. Hún var nýlega orðin 73 ára gömul. Kristín ólst upp á myndarheimilinu að Hvilft ásamt stóram systkinahópi, sex bræðrum, fjóram systrum og fóst- urbróður. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja og Finnur Finnsson bóndi. Það fór orð af þeim systkinum fyrir menntun og myndarskap en aldrei hafði jafn stór systkinahópur sótt Menntaskólann á Akureyri. Allfr bræðumir urðu stúdentar og systum- ar gagnfræðingar og öll fóra þau í framhaldsnám. Þeim systkinum var sá sómi sýndur að mynd af hópnum prýðir sali MA Kristín sótti menntun sína í sjúkraþjálfun til Svíþjóðar árin 1946-48 og minntist hún þess tíma ætíð með gleði, enda eignaðist hún þar góða vini. Kristín var með þeim fyi’stu sem var fullmenntuð í þessu fagi hér á landi og stundaði hún það alla sína starfsævi, lengst af á Vífils- stöðum. Stuttu eftfr heimkomuna frá Sví- þjóð kynntist hún Garðari Fenger stórkaupmanni sem síðar vai’ð lífs- fóranautur hennar. Þau eignuðust fjögur myndarleg böm, Kristjönu, Jakob, Emil og Hjördísi og átta barnabörn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu ungu hjónin á Öldugötu 19 í návist tengdamóður og mágkonu Kristínar, frú Kiistjönu Fenger og Unnar. Var ávallt mjög kært á milli þeirra og taldi Unnm- Kiistínu með bestu vinkonum sínum. Arin á Öldu- götunni vora ungu hjónunum ham- ingjurík. Þau eignuðust bömin sín og sambúð fjölskyldnanna var góð. En brátt fór að þrengjast í litlu íbúðinni og byggðu hjónin sér þá nýtt heimili í Hvassaleiti 67, innan um góða ná- granna. Kristín hafði yndi af ferðalögum og ferðuðust þau hjónin oft með vinum sínum úr skátahreyfingunni, bæði innanlands og utan. Þau hjónin unnu ötullega í safnaðarnefnd Grensás- sóknar um árabil. Gai’ðar var þar fé- hirðir og var það ekki vandalaust á erfiðum byggingartíma safnaðar- heimilis. Var þá eins gott að eiga traustan mann að til að útvega fé og halda utan um sjóðinn svo vel færi. Enda vora þau hjónin virt að verð- leikum í söfnuðinum. Persónulega stend ég í ævilangri þakkarskuld við þau hjónin, Garðar og Kristínu, fyi-fr hið hlýja viðmót og órofa tryggð, sem þau sýndu mér er ég tengdist Fengerfjölskyldunni fyrir röskum 30 árum. Hátíðarstundir á myndarheimilinu á Öldugötu 19 eru ógleymanlegar en þar var Kristín hrókur alls fagnaðar. Einnig verða góðar stundfr í Hvassaleitinu ætíð minnisstæðar. En ekki ríkti alltaf gleði í lífi Krist/ ínar fremur en hjá öðram. Arið 1984 misstu þau hjónin bráðefnilegan ung- an son sinn, Emil, af slysförum frá konu og barni. Fyrir fimm áram lést Garðar og um svipað leyti Sveinn, bróðir hennar, og Guðsteinn mágur hennai’. En Kristín var sterk er sorg bai’ að og gekk hún hnarreist og óbrotin eftir sem áður. Síðastliðið sumar hafði Kristín tækifæri til að taka þátt í 50 ára úfr skriftaraftnæli með skólasystkinum sínum í Svíþjóð. Einnig fór hún til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.